Skessuhorn


Skessuhorn - 27.01.2021, Page 12

Skessuhorn - 27.01.2021, Page 12
MIÐVIKUDAGUR 27. jANúAR 202112 Það hefur verið líf og fjör á höfn- inni í Grundarfirði að undanförnu og mikið álag á starfsmönnum. Í janúar í fyrra komu um það bil níu hundruð tonn á land í Grundarfirði en nú þegar janúarmánuður er að verða búinn stefnir í að landaður afli nái tvö þúsund tonnum sem er rúmlega helmingi meira en í fyrra. Kap VE og Brynjólfur VE hafa ver- ið á netaveiðum og verið að fiska vel. Svo hafa heimaskipin verið að fiska vel ásamt fleiri togbátum sem hafa landað í Grundarfirði. tfk Um hádegisbil síðastliðinn mið- vikudag fór flutningabíll útaf og á hliðina á Vesturlandsvegi, milli bæjanna Skipaness og Skorholts. Líklegt er talið að bíllinn hafi fok- ið en mjög hvöss norðanátt var á vettvangi. Annar handleggur öku- manns var fastur undir stýrishús- inu og þurfti að kalla til kranabíl til að losa hann undan bílnum. Hann var síðan fluttur með þyrlu Land- helgisgæslunnar á Landsspítalann í Fossvogi. Vesturlandsvegur var lokaður fyrir umferð í um eina klukkustund vegna slyssins. Ekki var hægt að fjarlægja flutningabílinn strax held- ur var beðið þar til veður var geng- ið niður. frg/ Ljósm. Jón Valgeir Viggósson. Viðbúnaður vegna slyss í Hvalfjarðarsveit Menn hafa þó smá tíma fyrir hressingu. Mikil aukning á lönduðum afla í Grundarfirði Þórður Áskell Magnússon framkvæmdastjóri Djúpakletts er hér að hífa kör úr lestinni á Farsæli SH sem kom með fullfermi að landi. Kap VE liggur við landfestar síðasta þriðjudag enda bræla á miðunum. Eyþór Garðarsson færir inn nýjustu aflatölur. Aflinn vigtaður eftir kúnstarinnar reglum.

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.