Skessuhorn


Skessuhorn - 27.01.2021, Blaðsíða 26

Skessuhorn - 27.01.2021, Blaðsíða 26
MIÐVIKUDAGUR 27. jANúAR 202126 Hvort myndir þú vilja vinna Olympíuverðlaun, Óskars- verðlaun eða Nóbelsverð- laun og í hvaða grein þá? Spurning vikunnar (Spurt á netinu) Þorleifur Rúnar Örnólfsson Nóbelsverðlaun, hvaða skiptir ekki máli, „plenty of money.“ Kristín Minney Pétursdóttir Óskarsverðlaun. Besta leikkon- an í aðalhlutverki. Hólmfríður Sveinsdóttir Ólympíugull, takk. Fengi það fyrir stíl í 400 metra grinda- hlaupi. Eða kannski fyrir sam- hæft einstaklingssund? Karen Lind Ólafsdóttir Ég myndi vilja vinna Friðar- verðlaun Nóbels fyrir framlag til mannúðar og mannréttindi. Einn- ig væri ég alveg til í Læknisfræði- verðlaun Nóbels fyrir að finna lækningu á öllu krabbameini. Hlynur Lind Leifsson: Nóbelinn fyrir efnafræði. Það hljómar svalt. „Það má segja segja að það hafi verið mikil viðbrigði að fara úr 16 stiga frosti í Moskvu og í um 20 stiga hita hér á Spáni,“ segir Arn- ór Sigurðsson knattspyrnumaður í spjalli við fréttaritara Skessuhorns. Arnór dvelur nú í æfingabúðum við Alecante á Spáni ásamt liðsfélögum sínum í CSKA Moskvu. Skagamað- urinn ungi hefur verið að gera það gott hjá rússneska liðinu að undan- förnu. Hann kom þangað frá IFK Norrköping í lok ágúst 2018 en hann hafði þá verið hjá sænska lið- inu frá því í mars 2017 en þangað kom hann frá ÍA. „Ég fór aftur til Moskvu 16. janúar eftir um mánaðarfrí heima á Íslandi um jólin. Hélt svo daginn eftir til Spánar í æfingabúðir í einn mánuð. Öll liðin í Rússlandi fara í æfingabúðir á þessum tíma árs, en deildarkeppninn í Rússlandi fer í vetrarfrí um háveturinn ár hvert og þá er þessi tími notaður til æf- inga á suðlægari slóðum og æfinga- leikir spilaðir,” segir hann. Deild- arkeppnin í Rússlandi fór í frí 18. desember en í lokaumferðinni fyr- ir vetrarfríið sigraði CSKA Moskva lið Rostov 3:1 á útivelli. Keppnin hefst svo að nýju 19. febrúar en þá leikur CSKA bikarleik á heimavelli gegn SKA Khabarovsk en deildar- keppnin hefst viku síðar en þá leik- ur CSKA á útivelli gegn Lokimo- tiv Moskva í borgarslag. Tæpum mánuði síðar, eða 17. mars mætast toppliðin í deildinni þegar CSKA, sem er í örðu sæti deildarinnar, spilar gegn toppliðinu Zenit frá Pétursborg. Eins og staðan er núna er Zenit í efsta sætinu með 41 stig og CSKA í öðru sæti með 37 stig og erkifjendurnir og nágrannarnir úr Spartak Moskvu eru í þriðja sæti með 35 stig. Í fyrri hluta mótsins hefur Arnór skorað tvö mörk fyr- ir lið sitt. Annað þeirra kom gegn Sochi í 1:1 jafntefli á heimavelli gegn liðinu í fjórða sæti deildar- innar og hitt markið í 5:1 sigri gegn Arsenal Tula. Í efstu deild í Rússlandi spila 16 lið og er 19 umferðum lokið og 11 umferðir eftir. „Það sem eftir er mótsins verður gríðaleg spenn- andi,“ segir Arnór. „Það stefnir í mikið einvígi á milli okkar og Ze- nit en aðeins fimm stig skilja okkur að í dag.“ Unir hag sínum vel í Moskvu Arnór kveðst aðspurður una hag sínum vel í Moskvu. „Okkur líð- ur vel hér, mér og unnustu minni Rögnu Dís Sveinbjörnsdóttur. Við erum með íbúð sem er vel staðsett í borginni og í nágrenninu við hana er allt það sem við þurfum eins og í hverri annarri stórborg í Evrópu. Það er góður vinskapur á milli okk- ar Íslendinganna, mín og Harðar Magnússonar sem einnig er á mála hjá CSKA, og höldum við mik- ið hópinn við og kærustur okkar sem eru góðar vinkonur enda báð- ar Skagakonur; þær Ragna Dís og Móeiður Lárusdóttir.“ Öflugt lið Knattspyrnulið CSKA Moskva á sér langa og merkilega sögu. Liðið hefur sex sinnum orðið rússneskur meistari og sjö sinnum unnið rúss- nesku bikarkeppnina. En stærsta stund í sögu félagsins var þegar lið- ið varð Evrópumeistari félagsliða árið 2005 er liðið sigraði Sporting frá Portugal 3:1 í Lissabon og varð fyrst rússneskra liða til þess að sigra í Evrópukeppni. „CSKA er mikils metið og nýt- ur virðingar í knattspyrnuheim- inum í Evrópu. Liðið er nánast á hverju ári í Evrópukeppni og hef- ur uppbyggingin í kringum liðið verið stöðugt vaxandi,“ segir Arn- ór. „Liðið er með öflugan leik- mannahóp og nýr og glæsilegur leikvangur VEB ARENA var tek- inn í notkun árið 2016. Völlurinn tekur rúmlega 30.000 áhorfend- ur í sæti. Einnig hefur rússneska landsliðið leikið nokkra leiki á vell- inum. Það var auk þess mikil upp- bygging fyrir heimsmeistarakeppn- ina í knattspyrnu í Rússlandi 2018. Margir nýir og glæsilegir fótbolta- vellir voru byggðir og aðrir endur- nýjaðir.“ Mark gegn Real Madrid stendur upp úr Á ferli sínum með CSKA eru auð- vitað eftirminnileg augnablik sem standa upp úr hjá knattspyrnu- manninum Arnóri. „Það má segja að það eru svona fjögur atriði sem koma fyrst upp í hugann hjá mér,” svarar hann. „Það var leikurinn gegn Real Madrid í meistaradeild- inni á Spáni árið 2019 þegar við unnum 3:0. Ég skoraði eitt mark í leiknum og lagði upp annað. Mark- ið sem ég skoraði gegn Roma, einn- ig í meistaradeildinni sama ár, en það var fyrsta markið sem ég skor- aði fyrir félagið. Þá var eftirminni- legt þegar ég skoraði bæði mörkin fyrir CSKA gegn Spartak í 2:0 sigri gegn erkifjendunum í Moskvu. Síð- an var það mér mjög eftirminnilegt þegar ég skoraði mitt fyrsta lands- liðsmark fyrir Ísland í leik gegn An- dorra í október 2019.“ Arnór var yngstur Íslendinga til þess að leika í meistaradeild Evrópu þegar hann í september 2018 lék með CSKA gegn Viktoria Plzen þá aðeins 19 ára gamall. Fékk Covid Kórónuveirufaraldurinn hefur leik- ið marga grátt. Veiran skaut sér niður hjá félagi Arnórs í Moskvu og nokkrir leikmenn og starfsmenn félagsins sýktust og þeirra á meðal Arnór. „Ég var sem betur fór bara nokkuð heppinn. Ég fékk væg ein- kenni en missti lyktar- og bragð- skyn um tíma en hef náð mér alveg að fullu.“ Arnór gerði fimm ára samning við CSKA þegar hann kom til félagsins frá IFK Norrköping árið 2018. „Ég er núna hálfnaður með samning- inn, er búinn að vera tvö og hálft ár í Moskvu. Ég hef metnað fyrir því að ná lengra á mínum ferli. Hvort sem það verður hjá CSKA eða hjá öðru félagi verður bara tíminn að leiða í ljós. Ég er ánægður hjá fé- laginu og þetta er stór klúbbur. En hlutirnir eru oft fljótir að breytast og við verðum bara að sjá til hvað gerist í framtíðinni. Ég á nóg eftir,” segir Arnór að lokum. se/ Ljósm. úr einkasafni Arnórs. Hefur metnað fyrir því að ná lengra á sínum ferli Rætt við Arnór Sigurðsson leikmann CSKA Moskvu

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.