Skessuhorn - 03.02.2021, Síða 6
MIÐVIKUDAGUR 3. FEbRúAR 20216
Tekinn á 131
km hraða
VESTURLAND: Lög-
reglumenn í vegaeftirliti
stöðvuðu för ökumanns síð-
astliðinn miðvikudag. Hann
mældist á 131 kílómetra
hraða og var sektaður um
120 þúsund krónur. -frg
Hestakona
féll á bíl
AKRANES: Á föstudag
barst lögreglu tilkynning
um konu um sjötugt sem
fallið hefði af hestbaki á bíl
í hesthúsahverfinu Æðar-
odda á Akranesi. Ökumaður
sem var á leið að sínu hest-
húsi heyrði dynk og fann síð-
an liggjandi konu við bílinn.
Konan var með áverka á fæti
og var flutt á sjúkrahúsið á
Akranesi. bíllinn var nokkuð
dældaður en ekki er grunur
um ógætilegan akstur. -frg
Margir með
slökkt afturljós
VESTURLAND: Að sögn
lögreglu á Vesturlandi er
mjög algengt að ökumenn
gæti ekki að því að afturljós
bifreiða séu kveikt heldur aki
aðeins með dagljósabúnað.
Í mörgum nýlegum bifreið-
um er búnaði þannig hátt-
að að ekki kviknar sjálfkrafa
á afturljósunum. Þetta get-
ur verið stórvarasamt þegar
skyggni er lélegt og skapað
hættu á aftanáakstri. Sektin
fyrir slíkt brot nemur um 20
þúsund krónum. -frg
Veittist að öðr-
um með exi
AKRANES: Aðfararnótt
laugardags barst Neyðarlínu
tilkynning um mann sem
hefði veist að öðrum manni
með exi. Lögregla hóf leit
að manninum og fann hann
við hús þar sem búið var að
brjóta rúðu í útidyrahurð.
Ekki þótti ástæða til þess að
handtaka manninn en hann
var fluttur til aðhlynning-
ar á sjúkrahúsið á Akranesi.
Í framhaldinu var honum
boðin gisting á lögreglustöð
sem hann þáði. -frg
Á öðru hundr-
aðinu með
kerru
AKRANES: Að morgni
sunnudags stöðvuðu lög-
reglumenn för ökumanns
með kerru í eftirdragi.
Reyndist hann hafa ekið á
117 kílómetra hraða auk þess
sem kerran var óskráð. Hann
var sektaður m 96 þúsund
krónur fyrir brotið.
-frg
Fiskeldi 5% af
vöruútflutningi
LANDIÐ: Þrátt fyrir að fisk-
eldi hafi ekki farið varhluta af því
ástandi sem uppi var í heimsbú-
skapnum í fyrra, náði atvinnu-
greinin að framleiða meira og
afla meiri gjaldeyristekna en
hún hefur nokkurn tímann áður
gert. Í samantekt Samtaka fyrir-
tækja í sjávarútvegi kemur fram
að fiskeldi var ein fárra útflutn-
ingsgreina sem var í vexti á árinu
2020 og hefur vægi greinarinnar
í útflutningstekjum þjóðarbús-
ins aldrei verið meira. útflutn-
ingsverðmæti eldisafurða var um
11% af útflutningsverðmætum
sjávarafurða á árinu og tæp 5%
sé tekið mið af verðmæti vöru-
útflutnings í heild. „Er ljóst að
hér er orðinn til öflugur grunn-
atvinnuvegur, þó fiskeldi eigi sér
vissulega lengri sögu en aðeins
nokkur ár aftur í tímann,“ segir í
frétt SFS. -mm
Frumvarp til
stuðnings litlum
brugghúsum
LANDIÐ: Þórarinn Ingi Péturs-
son og fleiri þingmenn Framsókn-
arflokks hafa lagt fram frumvarp á
þingi er snertir smásölu og afslátt
af áfengisgjöldum til stuðnings
smærri innlendum áfengisfram-
leiðendum. Helsta nýjungin sem
kemur fram í frumvarpinu snertir
heimild til smásölu á framleiðslu-
stað smærri áfengisframleiðenda,
þ.e. framleiðendur á öli og sterku
áfengi, sem og afslættur af áfeng-
isgjöldum. „Markmið frumvarps-
ins er að auka stuðning til smærri
innlenda áfengisframleiðenda og
auka samkeppnishæfni þeirra, en
mikil gróska hefur verið í grein-
inni undanfarin ár. Þá sérstak-
lega á landsbyggðinni. Einnig er
frumvarpinu ætlað að stuðla að
frekari atvinnutækifærum t.a.m.
innan ferðaþjónustunnar,“ segir
í tilkynningu frá málshefjendum.
-mm
Línuskipið Jóhanna Gísladóttir
GK hafði stutt stopp í Ólafsvík síð-
astliðinn miðvikudag þar sem skip-
ið hafði fengið veiðarfæri í skrúf-
una. Komu kafarar að sunnan með
búnað til að skera úr skrúfunni. Að
sögn Sigurðar Sveins Guðmunds-
sonar hafnarvarðar tók verkið ekki
langan tíma og hélt Jóhanna strax
til veiða að nýju á breiðafirði.
af
Arkitektastofan Studio Granda hlaut
í síðustu viku Hönnunarverðlaun Ís-
lands 2020 fyrir hönnun Dranga á
Skógarströnd á Snæfellsnesi. Á bæn-
um hefur eldri útihúsum verið breytt
í gistiheimili þaðan sem ægifagurt út-
sýni er yfir breiðafjörð. Það var Þór-
dís Kolbrún R Gylfadóttir ráðherra
ferðmála, nýsköpunar og iðnaðar sem
afhenti verðlaunin og var sýnt frá at-
höfninni í streymi.
Í rökstuðningi dómnefndar segir að
Drangar séu metnaðarfullt hönnunar-
verkefni og afar vel heppnuð birting-
armynd aðkallandi viðfangsefnis arki-
tekta í nútíma samhengi, endurhugs-
un og endurnýting gamalla bygginga.
„Hér er sérstaklega vel útfærð breyt-
ing á gömlu sveitabýli og útihúsum í
gistihús fyrir ferðamenn. Veðraðar
byggingarnar fá að njóta sín og halda
útlitslegu yfirbragði með sterkri vís-
un í sögu og samhengi, en um leið
er heildarmynd staðarins styrkt og
efld.“ Einnig segir að verkið sé mik-
ilvægt fordæmi og viðmið í ljósi vax-
andi fjölda bygginga, ekki síst á lands-
byggðinni, sem kalli á endurskilgrein-
ingu og endurbyggingu vegna aldurs
og annars konar nýtingar.
Þess má einnig geta að Drangar
Country Guesthouse fær 9,7 í ein-
kunn á bókunarsíðunni booking.com
í 104 umsögnum gesta.
mm/ Ljósm. Drangar Country Gu-
esthouse.
Fékk í skrúfuna við veiðar á Breiðafirði
Hönnunarverðlaun fyrir
Dranga á Snæfellsnesi