Skessuhorn


Skessuhorn - 03.02.2021, Blaðsíða 14

Skessuhorn - 03.02.2021, Blaðsíða 14
MIÐVIKUDAGUR 3. FEbRúAR 202114 Slysavarnafélagið Landsbjörg hef- ur auglýst útboð á þremur nýj- um björgunarskipum. útboðið er stærsta einstaka fjármögnunarverk- efni sem Landsbjörg hefur ráðist í. Fyrirhugað er að skipin verði tekin í notkun fyrir árslok 2023. björg- unarskipin þrjú, sem nú hafa ver- ið boðin út, koma í stað eldri skipa Landsbjargar en samtökin eiga alls þrettán björgunarskip. Flest þeirra eru komin vel til ára sinna en elsta skipið var smíðað 1978. björgunar- skip Landsbjargar eru mikilvægur hlekkur í þéttu öryggisneti björg- unarsveitanna. Þau eru mönnuð sjálfboðaliðum og sinna að jafnaði á bilinu 70 til 110 útköllum árlega. útboðið er fyrsti áfanginn í end- urnýjun skipanna. Það er haldið á grundvelli samkomulags við dóms- málaráðuneytið um að ríkið fjár- magni hluta verkefnisins en for- svarsmenn ríkisstjórnarinnar hafa undirritað fyrir hönd ríkissjóðs samning um endurnýjun flotans næstu tíu árin. útboðið er auglýst á Evrópska efnahagssvæðinu en gert er ráð fyr- ir að smíði á fyrsta skipinu hefjist fyrir haustið. mm Í febrúarhefti blaðsins QST í bandaríkjunum, sem er félagsblað amerískra radíóamatöra, er áhuga- verð frásögn sem tengist morsi. Georg Magnússon lesandi sendi Skessuhorni úrklippuna. Þar seg- ir frá því að Thomas Wayne King, sem er radíó amatör og býr í Salon Springs í Wisconsin í USA ásamt konu sinni Debru, heldur sex ís- lenskar kindur. Thomas hefur kennt tveimur kindanna mors táknin G og T (G er löng-löng-stutt og T er stutt) og notar það til að kalla hóp- inn í mat eða annað dekur heima á bænum. Nöfn þessara bráðgáfuðu kinda eru að vísu Thorgeir og Ari, en af myndinni að dæma eru þeir báðir rosknar kindur þannig að eitthvað hafa kynjaheitin skolast til. Ekki fylgir sögunni hvar þau Tho- mas og Debra fengu íslensku kind- urnar sínar. mm búið er að tengja að nýju saman vegslóðann yfir bugs- gilið í Snæfellsbæ. Það var Hesteigendafélagið Hring- ur í Ólafsvík sem stóð fyr- ir framkvæmdinni. Sprengt var grjót og fyllt að tveim- ur rörum á þeim stað sem brú var áður, en hún hrundi fyrir nokkrum árum. Styrk- ur fékkst frá reiðveganefnd hestamannafélagsins Snæ- fellings og fleirum til verks- ins. Tilgangurinn með þess- ari framkvæmd var að bæta aðstöðu hestamanna til út- reiða sem og allra annarra sem eiga leið þarna um. þa Eldur kviknaði í bifreið við Esju- velli á Akranesi á níunda tímanum á föstudagsmorgun. Þar kviknaði í vélarrúmi í eldri bíl sem stóð í lausa- gangi. bíllin er sennilega ónýtur en hann ku vera búinn að þjóna eiganda sínum vel og ekinn á þriðja hundrað þúsund kílómetra. Talsverður við- búnaður var á staðnum en nokkuð þröngt var fyrir viðbragðsaðila eins og sést á meðfylgjandi mynd. Í samtali við eiganda bílsins, Gunnar Sigurgeir Ragnarsson, sagðist hann vera með sorg í hjarta enda hefði bíllinn, sem er Volkswa- gen Golf árgerð 2005, flutt hann yfir 150 þúsund kílómetra eða sem svar- ar nærri þremur hringjum umhverf- is jörðina. Dóttir Gunnars, Guðlaug Sara, ætlaði í skólann á bílnum en þegar hún kom að honum var eldur- inn byrjaður að loga undir vélarhlíf- inni. Erfiðlega gekk fyrir slökkvi- lið að komast að eldinum og þurfti að beita öflugum tækjum til þess að spenna upp vélarhlífina. Að sögn Gunnars var næsta mál á dagskrá að kaupa sér öflugt slökkvi- tæki í hinn heimilisbílinn enda gera svona atburðir sjaldan boð á undan sér. frg bókakaffið í Ármúla 42 í Reykjavík leggur nú sérstaka áherslu á ætt- fræðibækur. „Við erum með lager- sölu á fjölmörgum vinsælum niðja- tölum og auk þess mikið úrval not- aðra ættfræðibóka og fágætra smá- rita um ættfræði. Alltaf er eitthvað nýtt á boðstólum í hverri viku og hér gildir hið fornkveðna að fyrstur kemur, fyrstur fær. Ættfræðimark- aðurinn stendur út febrúar. Sann- gjarnt verð og notalegt andrúms- loft. Alltaf heitt á könnunni,“ segir í tilkynningu. bókakaffið festi nýlega kaup á bókalager Ættfræðiþjónustunnar en þar er meðal annars að finna fjölmörg þeirra ættfræðirita sem komu út á seinasta fjórðungi 20. al- dar. Þá hafa smærri söfn ættfræðibó- ka borist fyrirtækinu með öðrum bókasöfnum. Í bókakaffinu í Ármú- la er einnig gott úrval af íslenskum ævisögum, þjóðlegum fróðleik, sa- gnfræði og fleiru. bókakaffið selur jöfnum höndum nýjar og notaðar bækur. Auk bókanna sem gestir finna í hillum hefur verslunin yfir að ráða stórum bókalager notaðra bóka austanfjalls en bókakaffið í Ármúla er hluti af rekstri bókakaff- isins á Selfossi. Meðal þeirra ættartölurita sem bjóðast nú á hagstæðu verði í lagersölu má nefna Auðsholtsætt, bollagarðaætt, briemsætt, Deildartunguætt, Engey- jarætt, Galtarætt, Gunnhildargerðisætt, Hallbjarnarætt, Hreiðarsstaðakotsætt, Húsatóftaætt, Knudsensætt, Lau- gardalsætt, Longætt, Lækjarbotnaætt, Ófeigsfjarðarætt, Pálsætt undan Jökli, Reykjaætt, Róðhólsætt, Zoëgaætt og að auki margskonar smáprent og stét- tatöl. bókakaffið í Ármúla 42 er opið frá 11-18 alla virka daga og frá 11-16 á laugardögum. Lokað á sunnudögum. mm Bjóða út smíði á þremur nýjum björgunarskipum Björgunarskipið Björg, sem Lífsbjörg í Snæfellsbæ gerir út, kemur hér að landi með vélarvana smábát. Ljósm. úr safni. Bráðgáfaðar íslenskar kindur í Westurheimi Bugsgilið að nýju fært þurrum fótum Kviknaði í bíl á Akranesi Viðbragðsaðilar að störfum á Esjuvöllum. Guðlaug Sara Gunnarsdóttir og faðir hennar Gunnar Sigurgeir Ragnarsson sorgmædd yfir afdrifum bílsins. Ættfræðibækur á bókamarkaði

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.