Skessuhorn


Skessuhorn - 03.02.2021, Side 27

Skessuhorn - 03.02.2021, Side 27
MIÐVIKUDAGUR 3. FEbRúAR 2021 27 Síðastliðinn föstudag fögnuðum við 60 ára afmæli Körfuknattleiks- ambands Íslands, en sambandið var formlega stofnað sunnudaginn 29. janúar 1961. Körfubolti hafði verið stundaður hér á landi um nokkurt skeið áður en kom að stofnun KKÍ, en eftir dugnað stórhuga baráttu- manna tókst að setja KKÍ á stofn. Þeim eigum við mikið að þakka. Það gekk þó ekki þrautalaust fyr- ir sig þar sem nokkur andstaða var við fjölgun sérsambanda á þessum tíma. Ég held að á engan sé hallað þegar ég nefni að bogi Þorsteins- son, fyrsti formaður KKÍ hafi ver- ið sá sem barðist hvað mest fyrir stofnun KKÍ. Það má sannarlega segja að KKÍ og körfuboltinn á Íslandi hafi vax- ið og dafnað á þessum 60 árum. Íþróttin er orðin ein fjölmennasta og vinsælasta íþróttagrein lands- ins, en fjöldi sjónvarpsútsendinga, fjöldi iðkenda og sá fítonskraftur sem leynist í aðildarfélögum KKÍ ber þess glögglega merki. Við bárum þær væntingar í brjósti að geta fagnað þessum merkisdegi með hreyfingunni. Sá fögnuður þarf að bíða betri tíma þar sem aðstæð- ur í þjóðfélaginu bjóða ekki upp á veglegar samkomur. Við getum þó fagnað með okkar nánustu og notið þess að fylgjast með þeim aragrúa leikja sem sýndir eru í sjónvarpinu eða í netstreymi aðildarfélaga KKÍ, enda er varla leikið án útsending- ar þessi dægrin. Við gleðjumst yfir góðu samstarfi við fjölmiðla eins og dugnaði og elju félaganna við að koma sér upp eigin netsjónvarps- stöðvum, enda körfubolti svo sann- arlega ein vinsælasta íþróttagrein landsins. Vöxtur síðustu áratuga hefur ver- ið allt að því ævintýralegur. Það er lýginni líkast að rifja upp þann ára- tug sem liðinn er frá síðasta stóraf- mæli sambandins. Á þeim tíma höf- um við komist á tvö stórmót með karlalandsliðið, eitthvað sem var aðeins fjarlægur draumur fyrir tíu árum, kvennalandsliðið okkar hef- ur verð að styrkja sig mikið og tek- ur nú þátt í öllum þeim keppnum sem í boði eru ásamt því sem átta yngri landslið eru í verkefnum á hverju einasta ári. Fyrir áratug síð- an voru stöku leikir úrvalsdeildar karla í beinni útsendingu, ásamt því sem kvennakarfa sást varla nema í bikarúrslitum og lokaúrslitum Ís- landsmóts. Sá raunveruleiki sem við búum við í dag er allt annar, þar sem beinar útsendingar í sjónvarpi eru daglegt brauð. Fjölgun iðkenda hefur einnig verið mikil, eða hátt í 40% og mótahaldið hefur þannig stækkað ári frá ári, en KKÍ held- ur úti einu umfangsmesta móta- haldi innan sérsambanda ÍSÍ. Þetta ber þess merki hvað körfuknatt- leikshreyfingin hefur vaxið mikið á skömmum tíma og hægur leikur væri að telja til fleiri atriði. Þetta væri ekki hægt án fórnfýsi allra þeirra sem koma að starfi KKÍ og aðildarfélaganna öll þessi 60 ár. Þeim kann ég mínar bestu þakkir fyrir framlag þeirra til körfuboltans á Íslandi. Nú þegar þessu stórafmæli okkar er fagnað eru strangar sóttvarnar- reglur í gildi. Þessi staða er krefj- andi og reynir á alla sem að leikn- um koma, en á sama tíma eru allir að gera sitt best til að láta körfu- boltann ganga við þessar sérstöku aðsæður. Starf sjálfboðaliða hef- ur sjaldan verið jafn mikilvægt og núna, en án þeirra væri ekki hægt að halda úti þessu öfluga og vand- aða starfi sem byggst hefur upp á undanförnum árum. Við kunnum einnig að meta þá miklu fórnfýsi sem leikmenn, þjálfarar, dómarar og aðrir þeir sem að leiknum koma færa á hverjum degi. Það er einlæg von mín að KKÍ og körfuboltinn á Íslandi haldi áfram að vaxa og dafna næstu áratugina eins og hingað til, og vera áfram í fremstu röð íþrótta hér landi. Fyrir hönd stjórnar og starfs- manna KKÍ, Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ. Fyrir stuttu átti sér stað mengun- arslys á Akranesi. Sementssíló við höfnina yfirfylltist með þeim af- leiðingum að sement rauk út í um- hverfið og olli tjóni. Þeir sem búið hafa á Akranesi þekkja vel lyktina frá Sementsverksmiðjunni meðan hún var starfrækt. Í suðvestanátt lagði fnykinn yfir bæinn og hest- húsahverfið í Æðarodda. Maður fór ekki á hestbak á slíkum dögum, þóttist vita að það væri ekki gott fyrir lungun. Nærri má geta hvern- ig loftgæðin hafa verið í grennd við yfirfulla sementssílóið um daginn. Sannarlega eiga þeir skilið sam- kennd sem lentu í tjóni, fengu sem- ent yfir bíla, húsþök og í öndun- arfæri og vonandi verða greiddar sanngjarnar bætur. Endilega hættið ekki fyrr. Sjálf hef ég lent í mengunarslysi og myndi ekki óska neinum þeirrar reynslu. Sem betur fer hefur hugs- unarhátturinn breyst síðan meng- unarslysið í Norðuráli átti sér stað sumarið 2006. Meiri skilningur rík- ir og sterkari viðbrögð verða. En það er fleira sem skilur þessi tvö mengunarslys að. Í fyrsta lagi: Á Akranesi sást hvað um var að ræða. Ekki var hægt að fela neitt. Strax var tekið til við að þrífa og tala um bætur til tjónþola. Aftur á móti var mengunarslysinu í Norðuráli 2006 haldið leyndu, en þá streymdi flúor óheftur út um eitt af þremur hreinsivirkjum verk- smiðjunnar í nærri sólarhring. Af því að flúor er gas þá sést hann ekki. Enginn er til frásagnar um hversu mikið magn fór út, ekki einu sinni álverið, þó það hafi slegið upp ein- hverjum áætluðum tölum. Kannski segja lömbin sunnan undir Akra- fjalli réttustu söguna, því í beinum þeirra haustið 2006 mældist a.m.k. 30 falt það magn flúors sem eðlilegt getur talist. Það var sem sagt hvorki hægt að forða dýrunum né sjálfum sér meðan flúormengunin var sem mest. Ég hafði getað smalað hross- unum, sett þau inn í hús og flutt þau síðan í burtu, en frétti ekki af slysinu fyrr en tveimur árum seinna og þá var ég búin að glíma við for- dæmalaus veikindi í hrossunum sem byrjuðu skömmu eftir atburðinn. Í öðru lagi þá hefur stóriðjan alla þræði vöktunar í hendi sér: Hvar á að vakta, hversu mikið, hvort mæla á eða bara skoða, hverjir eiga að vakta, hvernig upplýsingarnar eru settar fram. Hún velur verkfræði- stofu og greiðir henni fyrir orða- lag og útlitshönnun á skýrslu um niðurstöður vöktunarinnar. Þessara vafasömu „forréttinda“ njóta venju- leg fyrirtæki á Íslandi ekki, hvað þá almenningur. Í þriðja lagi þá hefur stóriðjan aldrei þurft að greiða bætur til ein- staklinga fyrir að menga, en það munu eigendur sílóanna á Akranesi væntanlega þurfa að gera, eins þó að slysið hjá þeim sé ekki síður „óvart“ en hjá Norðuráli á sínum tíma. Ak- urnesingar voru beðnir afsökunar um daginn, en slíkt virðist ekki hafa hvarflað að Norðurálsmönnum 2006. Til marks um hversu forhert- ir menn voru á þeim bæ má benda á svokallað „Grænt bókhald“ sem iðjuverið ber ábyrgð á og gefur út. Í hefti ársins 2006 stendur (bls. 7) að ekki hafi orðið mengunaróhöpp hjá fyrirtækinu á bókhaldsárinu 2006. Heftið kom út í maí 2007. Norð- urál hefur komist upp með að láta þessa klausu í „Græna bókhaldinu“ standa. Afleiðingar mengunarslyssins og mengunarálags eftir það, þ.e. skaðinn, eru ónýtir hagar og ég hef misst 21 hross vegna veikindanna. Vágesturinn mikli, flúor í of miklu magni, eyðileggur líffæri spen- dýra. Hrossin sem felld hafa verið á mínum bæ vegna veikindanna hafa fjórfalt meiri flúor í beinum sínum en hross frá ómenguðum svæðum. Flúor er eitt skæðasta eitur sem til er og auðvitað vill enginn hesta- maður fá slíkan óþverra í sín hross. En um það hef ég aldrei verið spurð þ.e. hvort ég væri til í að fórna mín- um hrossum fyrir álverið. Þau eru bara gerð að þolendum í þágu stór- iðjunnar. Í fjórða lagi. Samskonar atburð- ur mun trúlega ekki endurtaka sig á Akranesi. Íbúar geta fylgst með og það eru viðurlög. Í Hvalfirði getur mengunarslys vel orðið án þess að íbúar séu látnir vita. Hreinsibúnað- ur má, skv. starfsleyfi, liggja niðri í 3 klst. án þess að íbúar fái um það vitneskju og það stendur ekkert í starfsleyfinu hversu oft slíkt má gerast. Og þrátt fyrir að mengun- arskot frá Elkem séu vel sýnileg þá hefur reynst ómögulegt að fá for- svarsmenn þess til að skilja að slíkt háttarlag flokkist undir mannrétt- indabrot í nútíma þjóðfélagi. El- kem fær frjálsar hendur um að dæla mengun yfir byggð ból þegar hent- ar og kallar það „neyðarlosun.“ Ég skal viðurkenna að mér brá við að lesa á „fésbók“ skilaboð frá Akurnesingi þar sem hann lagði til að sementssílóið yrði flutt í burtu og datt honum helst í hug að setja það niður á Grundartanga, sem er reyndar hluti af landbúnaðarhér- aðinu Hvalfirði með fjölda íbúa sem margir hverjir líða fyrir meng- un sem nú þegar er þvingað upp á þá. Það býr nefnilega fólk í Hval- firði. Stöndum vörð um réttinn til heilnæms umhverfis! Ragnheiður Þorgrímsdóttir Kúludalsá Skógarstrandarvegur hefur verið mér hugleikinn frá því áður en ég settist fyrst á þing. Í ræðum mín- um hef ég oftar en ekki talað fyr- ir því að uppbygging á Skógar- strandarvegi verði flýtt og nú hef ég í annað sinn lagt fram tillögu til þingsályktunar um hagkvæmn- isathugun á uppbyggingu Skógar- strandarvegar. Viðhald og endurbætur á vegin- um hafa nánast engar verið á und- anförnum árum og lítill áhugi hef- ur verið á umbótum. Vegurinn er malarvegur og mörg slys hafa orð- ið á honum og er hann flöskuháls í samgöngum austan Stykkishólms og inn í Dali. Þennan veg ætti að setja í forgang enda er hann í mik- illi niðurníðslu. Í samgönguáætlun fyrir árin 2020-2034 kemur fram að kostn- aður við framkvæmdir á Skógar- strandarvegi sé 4 milljarðar kr. Á fyrsta tímabili (2020–2024) fari 100 milljónir í framkvæmdir á veg- inum, 850 milljónir á 2. tímabili áætlunarinnar (2025–2029) og á 3. tímabili (2030–2034) er áætlað- ur 3,1 milljarður. Ekki liggur fyrir hvenær áætlað er að verkinu verði lokið en ljóst er af samgönguáætlun að það verður í það minnsta ekki á næstu 15 árum. Slík bið eftir nauð- synlegum úrbótum á veginum er ótæk og mikilvægt að fjármögnun framkvæmdarinnar verði tryggð fyrr. Það er brýnt að hafist verði handa sem fyrst við uppbyggingu vegarins svo hann verði ekki leng- ur sú slysagildra sem hann er og uppfylli samgönguhlutverk sitt. Efling og úrbætur samgangna um norðanvert Snæfellsnes og innanverðan breiðafjörð opna nýja möguleika til margvíslegs sam- starfs og bættrar þjónustu, svo sem í heilbrigðis- og menntamálum. byggðirnar eiga sumar hverjar í vök að verjast og er það hlutverk okkar stjórnmálamanna að standa vörð um þær. Það mun ég halda áfram að gera og berjast fyrir því að uppbyggingu um Skógarstrand- arveg verði flýtt. Sigurður Páll Jónsson. Höf. er þingmaður Miðflokksins í NV-kjördæmi. Pennagrein Óboðleg Samgöngutenging Snæfellsness og Dala Pennagrein Körfuknattleiks- samband Íslands 60 ára í dag Pennagrein Mengunarslys hafa afleiðingar Reyklosun af mannavöldum úr hreinsibúnaði hjá Elkem. Ljósm. Þórarinn Jónsson.

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.