Skessuhorn


Skessuhorn - 24.02.2021, Síða 9

Skessuhorn - 24.02.2021, Síða 9
MIÐVIKUDAGUR 24. FeBRúAR 2021 9 Skagafiskur ehf. • Kirkjubraut 40, Akranesi • Sími: 518 1900 • skagafiskur@skagafiskur.is • facebook.com/skagafiskur 1 árs Skagafiskur heldur upp á eins árs afmæli sitt þann 3. mars n.k og af því tilefni viljum við þakka ykkur fyrir viðskiptin á okkar fyrsta starfsári og bjóðum því 30% afslátt af öllum fiskréttum á afmælisdaginn. Hlökkum til að sjá ykkur 3. mars. Sími 455 54 00 postur@byggdastofnun.is byggdastofnun.is Átt þú rétt á styrk til jöfnunar flutningskostnaðar? Þeir sem geta sótt um styrk eru einstaklingar og lögaðilar sem eru fjarri innanlandsmarkað eða útflutningahöfn og:  stunda framleiðslu á vörum sem falla undir c-bálk ÍSAT2008  stunda framleiðslu á vörum sem falla undir flokk 01.1 og/eða flokk 01.2 í a- bálk ÍSAT2008 enda sé varan fullunnin í söluhæfar umbúðir. Umsóknarfrestur er til og með 31. mars. Um styrkina gilda lög um svæðisbundna flutningsjöfnun nr. 160/2011. Nánari upplýsingar um styrkina má finna á www.byggdastofnun.is Styrkir Fréttaveita Vesturlands www.skessuhorn.is Björgunarsveitin Brák í Borgarnesi stendur eins og kunnugt er í stór- ræðum en síðastliðið haust hófst bygging á nýju húsi fyrir starfsemi sveitarinnar að Fitjum 2 í Borgar- nesi. Nýja húsið verður um 760 fer- metrar að stærð, en þar verður m.a. fundasalur, búningaaðstaða, bún- aðargeymsla og tækjasalur. Auk þess verður þar skrifstofa sem hægt verður að nota sem aðstöðu fyrir aðgerðastjórn í stærri björgunarað- gerðum. Nú er Brák að hefja átak til að safna fé vegna húsbyggingar- innar því bygging björgunarmið- stöðvar er augljóslega stórvirki fyr- ir fámenna björgunarsveit. Kostn- aðaráætlun hljóðar upp á um 120 milljónir króna. „Þeir sem vilja láta eitthvað af hendi rakna geta millifært á söfnun- arreikning Brákar, 0326-22-2220. kt. 570177-0369. einnig má benda á að Brák hefur stofnað síðu á Fa- cebook þar sem má fylgjast með ýmsu varðandi húsbygginguna og söfnunina, slóð á síðuna er https:// www.facebook.com/ fjaroflun- Brak,“ segir í tilkynningu. „Björgunarsveitir Landsbjargar og Brák þar með hafa notið góðs stuðnings landsmanna í gegnum tíðina og fyrir það skal þakkað. Brák leitar nú til velunnara sveitar- innar og með að styrkja byggingu þessa nýja og glæsilega húss. Nú- verandi hús í Brákarey sem keypt var með myndarlegum stuðningi fyrirtækja og einstaklinga var stórt framfaraskref fyrir Brák á sínum tíma en er orðið þröngt fyrir starf- semina. einnig eru við það ókostir, sem dæmi má nefna staðsetninguna neðst í bænum og aðstöðuleysi á útisvæði. Það þarf ekki að fara mörgum orðum um nauðsyn björg- unarsveitanna hér á landi. Þær hafa marg-ítrekað sannað gildi sitt. er þar bæði um að ræða beina aðkomu að leitar- og björgunarstörfum og stuðning við löggæslu og aðra starf- semi sem heldur innviðum landins í lagi,“ segir í tilkynningu frá Brák. Meðfylgjandi eru nýlegar myndir þar sem verið var að steypta í grunn og hefja einangrun sökkuls. mm/ Ljósm. Brák. Björgunarsveitin Brák kynnir söfnun vegna húsbyggingar

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.