Skessuhorn


Skessuhorn - 24.02.2021, Blaðsíða 10

Skessuhorn - 24.02.2021, Blaðsíða 10
MIÐVIKUDAGUR 24. FeBRúAR 202110 Sigurður Ingi Jóhannsson, sam- göngu- og sveitarstjórnarráð- herra, færði á föstudaginn fulltrú- um þrettán björgunarsveita Lands- bjargar nýjar færanlegar rafstöðv- ar. Fór afhending þeirra fram við athöfn í húsakynnum Neyðarlín- unnar á Hólmsheiði. Færanleg- um rafstöðvum verður komið fyr- ir hjá björgunarsveitum sem tald- ar eru best til þess fallnar að nýta þær þegar neyðarástand skapast, en umráðamenn þeirra munu koma þeim á aðra staði þegar verkefni kalla eftir því. Staðirnir hér á Vest- urlandi sem fá færanlega rafstöð að þessu sinni er björgunarsveitirnar Brák í Borgarnesi, Lífsbjörg í Snæ- fellsbæ og Heimamenn á Reykhól- um. Áður hafði slíkri rafstöð verið komið fyrir á Akranesi og er hún staðsett í starfsstöð Mílu. Björgunarsveitir Landsbjargar munu alls fá um 30 nýjar færanleg- ar rafstöðvar á þessu ári. Tilgang- urinn með verkefninu er að efla rekstraröryggi í fjarskiptum þeg- ar óveður ganga yfir eða hamfarir verða. eiga þær að tryggja eins og kostur er að hægt verði að hringja eftir aðstoð í neyð og kalla út við- bragðsaðila. Með því að fjölga fær- anlegum rafstöðvum og staðsetja hjá björgunarsveitum víðsvegar um landið verður hægara að koma rafmagni aftur á þar sem þörf kref- ur og bæta þannig lífsgæði fólks og öryggi. Úrbætur til að bæta öryggi Afhending þessara færanlegu raf- stöðva markar upphaf á öðrum áfanga í átaki stjórnvalda um úr- bætur á fjarskiptainnviðum, en ákvörðun var tekin um að bæta það eftir óveðrið mikla sem gekk yfir norðanvert landið í desemb- er 2019. Í fyrri áfanga var varaafl bætt á 68 fjarskiptastöðvum, eink- um á Vestfjörðum, Norðurlandi og Austurlandi. Í þeim síðari er hugað að fjarskiptastöðvum á Suðurlandi, Vesturlandi og suðvesturhorninu. Færanlegar rafstöðvar bætast þann- ig við net af föstum rafstöðvum um land allt. Þegar átakinu lýkur mun samanlagt afl allra varaaflstöðvanna nema um 2 MW. Meðalafl fastra rafstöðva er um 20 KW en í fær- anlegum rafstöðvum um 15 kW. Verkefnið fékk 275,5 milljóna kr. fjárveitingu árið 2020 sem stýrt er í gegnum Fjarskiptasjóð. „Að bæta rekstraröryggi á fjar- skiptainnviðum er mikilvægt sam- félagslegt verkefni sem við tök- um þátt í og öxlum þannig okkar ábyrg sem hluti af almannavarna- kerfinu. Færanlegar rafstöðvar eru einnig frábært verkfæri fyrir björg- unarsveitir sem þurfa oft að glíma við krefjandi verkefni og munu þær nýtast vel í ýmsum aðstæðum í framtíðinni,“ segir Þór Þorsteins- son, formaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Tveir áfangar Neyðarlínan hefur átt í nánu sam- starfi við Mílu, fjarskiptafélögin Nova, Símann og Sýn (Vodafone) og Ríkisútvarpið um aðgerðir til að tryggja samfelld fjarskipti í langvar- andi rafmagnsleysi. Neyðarlínan er í forsvari fyrir verkefninu. Varaafls- verkefninu var skipt í tvo áfanga. Í fyrra áfanganum var unnið að verk- efnum á Vesturlandi, Vestfjörðum, Norðurlandi og Austurlandi og gerðar voru margvíslegar úrbætur á 68 fjarskiptastöðum. Settar hafa verið upp 32 nýjar fastar vararaf- stöðvar, rafgeymum bætt við á tíu lykilskiptistöðvum fjarskipta, tengl- ar fyrir færanlegar rafstöðvar settir upp á 26 stöðum, ljósleiðarateng- ingum fjölgað og ýmsar endurbæt- ur gerðar á öðrum stöðum. Vinna við annan áfanga er að hefjast og þá er stefnt á sambærilegar úrbætur á Suðurlandi, Vesturlandi og suð- vesturhorninu. Þó hefur þegar tek- ist að gera ýmsar úrbætur á Vestur- og Suðurlandi í tengslum við fyrri áfangann en þeirri vinnu verður haldið áfram, segir í tilkynningu frá Landsbjörgu. mm/ Ljósm. Landsbjörg Síðastliðinn laugardag voru 76 nemendur brautskráðir frá Há- skólanum á Bifröst. Margrét Jóns- dóttir Njarðvík rektor Háskólans á Bifröst, Jón Snorri Snorrason forseti viðskiptadeildar og Njörð- ur Sigurjónsson forseti félagsvís- inda- og lagadeildar afhentu nem- endum skírteini sín við hátíðlega athöfn í Hriflu, hátíðarsal skólans. Af sóttvarnarástæðum var braut- skráningunni tvískipt og voru 32 nemendur útskrifaðir úr grunn- námi og háskólagátt fyrir hádegi; 13 úr viðskiptadeild, 18 úr félags- vísinda- og lagadeild og einn nem- andi úr háskólagátt. eftir hádegi voru 44 nemendur útskrifaðir úr meistaranámi; 35 úr viðskipta- deild og níu úr félagsvísinda- og lagadeild. Aðeins voru nemendur í salnum en nánustu aðstandend- ur gátu fylgst með streymi frá at- höfninni í kennslustofum. Þetta er fyrsta brautskráning Margrétar Jónsdóttur Njarðvík í embætti rektors. Í hátíðarræðu sinni lagði hún meðal annars út frá gildum skólans sem eru frum- kvæði, ábyrgð og samvinna. Hún hvatti hina útskrifuðu nemendur til að halda áfram að sýna frum- kvæði eins og þeir hefðu gert með því að hefja nám við skólann og axla ábyrgð eins og þeir hefðu gert með því að sinna námi sínu vel og ljúka því. Þá benti hún á að góð samvinna í hópi myndaði slíkan kraft að að tveir plús tveir yrðu jafnvel fimm. Margrét bað hina brautskráðu nema að taka með sér nokkur heilræði út í lífið; að láta muna um sig, halda áfram að vera sjúklega forvitin og sýna hugrekki, að huga að nýsköpun, að hlúa að vörumerkinu Bifröst, nýta menntun sína vel og rækta hamingjuna. útskriftarverðlaun í grunnnámi hlaut Helga Sigurlína Halldórs- dóttir sem stundaði nám í við- skiptadeild og Þórhildur elínar- dóttir Magnúsdóttir úr félags- vísinda- og lagadeild. Þórhildur er jafnframt yngsti nemandi sem lokið hefur grunnnámi frá skól- anum, fædd árið 2000. Í meist- aranámi hlutu erla Björnsdóttir úr viðskiptadeild og Klara Rún Ragnarsdóttir úr félagsvísinda- og lagadeild útskriftarverðlaun. Að auki fengu tveir nemendur felld niður skólagjöld á vormisseri 2021 vegna framúrskarandi náms- árangurs. Það voru þær Auður Ösp Ólafsdóttir í viðskiptadeild og Silja Stefánsdóttir í félagsvís- inda- og lagadeild. Þorgerður Sól Ívarsdóttir flutti ávarp fyrir hönd grunnnema við- skiptadeildar og Hafdís Jóhanns- dóttir fyrir hönd grunnnema félagsvísinda- og lagadeildar. Logi Jóhannesson flutti ávarp fyr- ir hönd meistaranema. Halldóra Lóa Þorvaldsdóttir kennslustjóri stýrði athöfnunum og eva Margrét Jónudóttir og Snorri Bergsson önnuðust tón- listarflutning við athöfnina. mm/ Ljósm. Bifröst. Þetta var fyrsta brautskráning Margrétar Jónsdóttur Njarðvík eftir að hún tók við stöðu rektors á síðasta ári. Háskólahátíð á Bifröst þegar 76 nemendur voru brautskráðir Þorgerður Sól Ívarsdóttir útskrifaðist úr grunnnámi viðskiptadeildar og flutti ávarp fyrir hönd hóps síns. Hér tekur hún við skírteini sínu úr hendi Margrétar Jónsdóttur Njarðvík rektors. Hér bruna félagar í Lífsbjörgu í Snæfellsbæ heim á leið eftir að hafa tekið við rafstöðinni til varðveislu og notkunar. Björgunarsveitir fá nýjar færanlegar rafstöðvar Ein færanleg rafstöð verður staðsett í Borgarnesi. Hér taka þau við henni Elín Matthildur Kristinsdóttir formaður Brákar og Pétur B. Guðmundsson stjórnarmaður.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.