Skessuhorn


Skessuhorn - 24.02.2021, Síða 17

Skessuhorn - 24.02.2021, Síða 17
MIÐVIKUDAGUR 24. FeBRúAR 2021 17 Það krefst þjálfunar að ná góðum myndum af skartgripum. ir merkinu Brosway. Þar var Íris að mynda alla skartgripi fyrir fyrirtæk- ið. „Þar lærði ég líka mikið. Mað- ur getur verið frábær ljósmyndari en ekki kunnað að mynda skart- gripi. Þeir eru erfiðir að mynda og það krefst þjálfunar. Skartgrip- ir eru pínulitlir, það glampar á þá og maður þarf að hafa réttar græjur og svo eru allskonar litlir hlutir sem skipta miklu máli við svona mynda- töku,“ segir Íris. Eins og að búa í póstkorti Á meðan hún vann við skartgripa- ljósmyndun á Ítalíu bjuggu þau Francesco í sveitasælu á Ítalíu og líkaði þeim það mjög vel. „Ítalía er einstakt land. Ég var lengi að venj- ast því að vakna á morgnana vitandi að ég væri í alvöru á Ítalíu,“ segir Íris og hlær. „Þegar við bjuggum í Marche var þetta eins og að búa í póstkorti. Maður hjólaði þarna innan um sólblómin og allar fal- legu hlíðarnar með margbreyti- legri náttúrufegurð. Maður á eigin- leg engin orð um hvernig upplifun þetta var,“ segir Íris og bætir við að nærri hvert sem komið er á Ítalíu blasir við eintóm fegurð. „Feneyjar eru eins og að koma aftur í tímann. Þar er allt fullt af þröngum götum og sýkjum, og lítur út eins og það gerði fyrir 300 árum. Ég kom þar einu sinni í nóvember þegar enginn var á ferli og það var draumi líkast. Svo fer maður til Rómar þar sem listaverkin eru á hverju horni og fornminjar grafnar upp nærri dag- lega,“ segir hún en bætir við að á Ít- alíu sé þó einnig mikið ströggl fyr- ir marga að lifa. „Það er mikið at- vinnuleysi og samkeppnin hörð um öll störf. Það er líka mikill munur á norður og suður Ítalíu, fyrir norð- an er meira um vinnu að fá en fyrir sunnan er meiri fátækt og erfiðara að lifa,“ segir hún. Elti manninn heim Árið 2015 lauk Francesco doktors- námi og hóf atvinnuleit. eftir tölu- verða leit að vinnu fékk hann starf við Háskólann á Bifröst. Íris flutti því aftur heim til Íslands vegna þess að ítalski maðurinn hennar fékk starf hér á landi. Íris opnaði strax stúdíó í Reykjavík þar sem hún fékk fljótlega næg verkefni. „Þeg- ar ég flutti út hafði ég ekkert ver- ið að taka myndir hér heima svo ég þekkti ekkert inn á þann mark- að hér. Ég byrjaði bara á að hafa samband við alla sem framleiða skartgripi því það var það sem ég kunni að mynda og var góð í. Ég var heppin að það var bara alveg gat í þessum markaði hér á Íslandi og vantaði alveg ljósmyndara í svona myndatökur. Ég fékk því strax mörg flott fyrirtæki til að mynda fyrir. Sumir þurftu myndir af öllu sem þeir höfðu framleitt langt aft- ur í tímann. Ég var því fljótt kom- in með mörg spennandi verkefni og það hefur gengið vel í þessu síðan,“ segir Íris. Gott að vera á Bifröst eftir fimm ár á Íslandi ákváðu þau hjónin svo að flytja á Bifröst og lík- ar það mjög vel. „Það er magnað hvað allt hefur gengið upp hjá okk- ur og við höfum með einhverjum hætti alltaf tekið rétt skref á rétt- um tíma,“ segir Íris. „Ég er viss um að þetta skref að flytja hingað hafi verið hárrétt. Hér er ótrúleg fegurð og ég vona að ég fái að taka brúð- kaupsmyndir hér í sumar. Nátt- úran í nágrenninu er svo dásam- leg, bara eitt stórt stúdíó hvert sem þú horfir. Þetta er Paradís,“ segir hún og brosir. Aðspurð segist hún spennt að kynnast fólkinu á Vestur- landi og vonast til að fá fleiri verk- efni í landshlutanum. „Mig lang- ar svo að komast inn í samfélagið hér og það væri ótrúlega gaman að fá fleiri verkefni hér í nágrenninu, hvort sem það er að mynda fólk eða vörur. Nú þegar fólk er mikið að opna vefverslanir er alltaf gott að hafa góðar myndir af vörunum,“ segir Íris og brosir. Hægt er að hafa samband við Írisi í gegnum vefsíð- una hennar iris.is. arg/ Ljósm. Íris Stefánsdóttir Á sumrin er mikið að gera í brúðkaupsmyndatökum. „Það er skemmtilegast þegar maður fær gott veður til að taka fallegar myndir úti,“ segir Íris. Feðgarnir Pietró Stefán og Francesco Macheda við Hreðavatn. Skemmtileg fermingarmynd í Hörpu. „Nú þegar fólk er mikið að opna vefverslanir er alltaf gott að hafa góðar myndir af vörunum.“ Mynd frá undirbúningi á brúðkaupsdaginn. „Það er æðislegt að vera hér á Bifröst, í allri þessi fegurð hér í kringum okkur. Þetta er alveg stórkostlegt.“ Þessa fallegu mynd af blómavasa tók Íris fyrir Kaolin keramik gallerí.

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.