Skessuhorn - 24.02.2021, Blaðsíða 21
MIÐVIKUDAGUR 24. FeBRúAR 2021 21
ÁLKLÆÐNINGAR
EFTIR ÞÍNUM
ÞÖRFUM
Fullvinnsla og sérsmíði á
klæðningum og áfellum
Hafðu samband:
sala@limtre.is | 412 5300
limtrevirnet.is
Aðalnúmer: 412 5300 | Söludeild: 412 5350 | Netfang: sala@limtrevirnet.is
Söluskrifstofur: Lynghálsi 2, 110 Reykjavík | Borgarbraut 74, 310 Borgarnes
Á fimmtudaginn í liðinni viku var
haldinn íbúafundur í Borgarbyggð.
Þar var fjárhagsáætlun sveitar-
félagsins fyrir árið 2021 kynnt.
Þórdís Sif Sigurðarsdóttir sveitar-
stjóri kynnti skipulagsbreytingar
sem farið var í á síðasta ári og farið
var yfir húsnæðismál Borgarbyggð-
ar í Brákarey. Að því loknu var opn-
að fyrir spurningar og sátu fulltrú-
ar úr sveitarstjórn, sveitarstjóri og
Heiðar Örn Jónsson, frá eldvarnar-
eftirliti Slökkviliðs Borgarbyggðar,
fyrir svörum. Fundurinn var sendur
út í streymi frá Hjálmakletti.
Fjárhagsáætlun
eiríkur Ólafsson, sviðsstjóri fjár-
málasviðs, kynnti fjárhagsáætlun
sveitarfélagsins sem var samþykkt
á fundi sveitarstjórnar 9. desember
síðastliðinn, þar sem samhliða var
samþykkt áætlun um fjárhag sveit-
arfélagsins til áranna 2022-2024.
Skatttekur sveitarfélagsins eru áætl-
aðar 3.712 milljónir króna fyrir árið
2021, þar af er áætlað að útsvarstek-
ur verði 2.067 milljónir króna sem
er 3,8% hækkun frá áætlun ársins
2020. Þá segir eiríkur rétt að hafa
í huga að ekki sé komið lokaupp-
gjör á útsvarstekjum fyrir árið 2020
en að vonir standi til að rauntekjur
verði hærri en áætlun gerir ráð fyr-
ir.
Fasteignaskattur er áætlaður
545 milljónir króna sem er 4,5%
hækkun frá árinu 2020. Það stafar
að sögn eiríks af 2,3% hækkun á
fasteignamati og að nokkuð er um
nýjar eignir sem lagt er á í fyrsta
skipti á þessu ári. Framlög úr jöfn-
unarsjóði sveitarfélaga hafa hækkað
um 5% frá árinu 2020 og er 1.007
milljónir, en það er þó lægra en árið
2019 þegar upphæðin var 1.128
milljónir. Þessa lækkun má rekja
til þess að tekjur ríkissjóðs hafa
lækkað. Tekjur vegna lóðaleigu eru
áætlaðar 93 milljónir, sem er 5,7%
hækkun frá árinu á undan.
Skuldahlutfall
áætlað 110%
Rekstrarkostnaður málaflokka í A
hluta sveitarsjóðs er áætlaður 3.686
milljónir króna og þar af er launa-
kostnaður 2.650 milljónir, sem eru
um 64% af rekstarkostnaði. Borg-
arbyggð er með um 350 manns á
launaskrá í rúmlega 270 stöðugild-
um. Rekstrarkostnaður B hluta er
áætlaður um 15 milljónir króna.
Í fjárhagsáætlun fyrir árið 2021
eru áætlaðar framkvæmdir fyrir
339 milljónir króna og er í áætlun
gert ráð fyrir að sveitarfélagið taki
400 milljóna króna. Þar af eru 300
milljónir fyrir A hluta og 100 millj-
ónir vegna lagningu ljósleiðara.
Handbært fé í árslok 2021 er áætl-
að 149 milljónir í A hluta og 279
milljónir í A og B hluta. Skulda-
hlutfall er hlutfall heildarskulda af
heildartekjum sveitarfélagsins. ei-
ríkur segir það hlutfall hafa farið
lækkandi hjá Borgarbyggð og var
það komið niður í tæp 95% í árs-
lok 2019. Nú eru þó líkur á að þetta
hlutfall hækki milli ára þar sem
skatttekjur hækki ekki í takt við út-
gjöld. Í árslok 2021 er gert ráð fyr-
ir að skuldahlutfall í Borgarbyggð
verði 110%.
Skipulagsbreytingar
hjá Borgarbyggð
Þórdís Sif Sigurðarsdóttir sveit-
arstjóri kynnti skipulagsbreyting-
ar sem tóku gildi 1. október á síð-
asta ári. Helstu breytingar á yfir-
stjórn var að fjármála- og stjórn-
sýslusviði var skipti í fjármálasvið
annars vegar og stjórnsýslusvið var
sameinað umhverfis- og skipulags-
sviði og heitir það svið nú stjórn-
sýslu- og þjónustusvið. Þá var
stofnuð skrifstofa sveitarstjóra þar
sem starfa tveir ásamt sveitarstjóra.
Þá sagði Þórdís margar starfsaug-
lýsingar frá Borgarbyggð undan-
farið ekki tengjast því að verið væri
að ráða fleira fólk inn í stjórnsýsl-
una og ráðhúsið heldur hafa miklar
mannabreytingar orðið undanfarið
ár. Aðeins hefur eitt stöðugildi bæst
við í þessum skipulagsbreytingum
og það er starf við skipulags- og
byggingadeild en Þórdís sagði all-
ar úttektir hafa gefið í ljós að efla
þyrfti þá deild.
Ástæða skipulagsbreytinganna
var að efla enn frekar þjónustu við
íbúa og fyrirtæki í Borgarbyggð
en Þórdís fjallaði um það að starf-
semi sveitarfélagsins og stofnanir
þess séu fyrst og fremst til að þjón-
usta íbúa og aðra í sveitarfélaginu.
Með breytingunum á að auka þjón-
ustuvitund og auka samtal stjórn-
sýslunnar bæði innan stofnana og
á milli stofnana og við íbúa. Með
þessu er vonast til að auka þjónustu
og að upplifunin verði betri þar
sem þjónustan miðar út frá notenda
en ekki stjórnsýslunni.
Lokanir í Brákarey
eins og Skessuhorn hefur áður
greint frá var allri starfsemi í hús-
næði sveitarfélagsins í Brákarey
lokað fyrr í þessum mánuði vegna
ófullnægjandi eldvarna í húsinu.
Heiðar Örn Jónsson eldvarnaeftir-
litsfulltrúi sagði hlustendum fund-
arins frá þeim ástæðum sem liggja
að baki þessari ákvörðun. Í upp-
hafi tók hann út starfsemi Öldunn-
ar mánudaginn 1. febrúar síðastlið-
inn þar sem strax fundust ágallar
sem þyrfti að leysa. eftir þá skoð-
un var ljóst að loka þyrfti starfsem-
inni í þessu húsnæði strax. Þá var
talið rétt að allt húsið yrði tekið út
af eldvarnafulltrúa ásamt bygginga-
fulltrúa sveitarfélagsins. Heiðar
sagði að strax við undirbúning út-
tektarinnar hafi komið í ljós að ekki
væri allt eins og það ætti að vera.
Í húsnæðinu væru 14 mismunandi
aðilar með starfsemi af ýmsum toga
en í þjóðskrá er húsnæðið skráð
sem sláturhús, kjötvinnsla og fóð-
urgeymsla. er því öll önnur starf-
semi í húsnæðinu ólögleg.
Þeir aðilar sem væru með starf-
semi í húsinu, aðra en kjötvinnslu
eða slátrun, sagði Heiðar Örn að
þyrftu að láta teikna húsið eft-
ir þeirri starfsemi og fá rétt leyfi.
Byggingafulltrúi ætti þá að taka út
hverja starfsemi fyrir sig með ör-
yggis- og lokaúttektum. Með þau
gögn sem liggja fyrir um húsnæð-
ið í dag myndi slökkvilið fá til-
kynningu um eld í tómu slátur-
húsi ef eldur kviknaði í þessu hús-
næði. ekki myndi fylgja að tugir
eða hundruðir manna gætu verið
saman komin í rýmum sem erfitt
væri að komast út úr. Taldi Heiðar
mun betra að eiga þetta samtal við
íbúa á þessum tímapunkti frekar en
að þurfa að útskýra hvað hefði farið
úrskeiðis í úttekt og öryggismálum
þegar einhver hefði látið lífið.
Slæmt ástand á húsinu
ekki var þó aðeins formleg skrán-
ing húsanna í Brákarey sem leiddi
til þess að starfseminni væri lok-
að heldur þykir ástand hússins ekki
nægileg gott til að geta haldið starf-
semi þar áfram. Húsið er í dag bara
eitt brunahólf svo sambrunahætt-
an er mikil ef eldur kviknar. Raf-
magn í húsinu reyndist allt í ólagi,
búið er að klippa á lagnir víða um
húsið þar sem erfitt var að greina
hvort væri straumur á eða ekki.
Húsið lekur og vatnið kemst víða
óhindrað að rafmagnstöflum og
bera þær þess merki, t.d. með ryði.
Víða um húsnæðið er að finna gal-
opnar og óvarðar rafmagnstöflur
auk þess sem húsið er víða svo gott
sem hrunið að sögn Heiðars. As-
best klæðningar lafa niður úr loft-
um og veggir „standa uppi á lukk-
unni einni, og kannski ruslatunnum
sem er búið að hlaða á þær,“ sagði
Heiðar.
Spurningar og svör
Í lok fundarins var spurningum íbúa
svarað. Það sem íbúar virtust helst
vilja vita var um uppbyggingu at-
vinnustarfsemi í Borgarbyggð og
hvernig sveitarfélagið ætlaði að
bregðast við íbúafjölgun, af hverju
friða ætti Borgarvoginn og framtíð-
arsvæði grunnskóla í dreifbýli sveit-
arfélagsins. Lilja Björg Ágústsdótt-
ir, forseti sveitarstjórnar, sagði að
Borgarbyggð væri að hvetja til upp-
byggingar atvinnurekstrar í sveitar-
félaginu með ýmsum hætti. Álagn-
ingarhlutfall fasteignaskatts var
lækkað á atvinnuhúsnæði, í fyrra var
veittur 50% afsláttur af gatnagerð-
argjöldum auk þess sem afsláttur
var veittur af lóðargjöldum. Þá voru
lóðir við Sólbakka minnkaðar þar
sem margar þeirra voru of stórar.
Um friðun Borgarvogs sagði
Halldóra Lóa Þorvaldsdóttir for-
maður byggðarráðs að friðun Borg-
arvogs væri mikilvæg þar sem um
væri að ræða einstakt svæði með
miklu fugla- og skordýralífi auk
þess sem þar eru sérstakir þörung-
ar og mikið sögusvæði. Hún sagði
friðun svæðisins gera sveitarfé-
laginu kleift að sækja um fjármagn
t.d. til að bæta þar aðgengi auk þess
sem því myndi fylgja aukin umfjöll-
un og ferðamenn.
Fjölgun í sveitarfélaginu
Við spurningum um áætlun sveit-
arfélagsins til að koma til móts
við fólksfjölgun kom fram að ver-
ið væri að skoða stækkun leikskóla
í Borgarnesi. Á Uglukletti hefur
verið brugðist við með færanlegri
kennslustofu til að bæta við plássum
auk þess sem samþykkt hafi verið
að bæta við starfsfólki í leikskóla. Í
framkvæmdaáætlun er gert ráð fyrir
að hefja hönnun á viðbyggingu við
annan eða báða leikskólana í Borg-
arnesi. Þá var bent á að enn væru
laus pláss á leikskólunum Hnoðra-
bóli á Kleppjárnsreykjum og á
Hraunborg á Bifröst. Þá kom fram
að Bjargsland er hugsað sem fram-
tíðar byggingarland í núgildandi
aðalskipulagi og að Grunnskólinn
í Borgarnesi geti tekið við nærri
100 nemendum til viðbótar eins
og staðan er í dag. Um skólamál í
dreifbýlinu kom fram að meirihluti
sveitarstjórnar hyggst rækta áfram
allar þrjár starfsstöðvar Grunnskóla
Borgarfjarðar og fulltrúar úr minni-
hluta sögðust styðja meirihlutann í
þeirri ákvörðun.
arg
Íbúafundur í Borgarbyggð í liðinni viku
Skjáskot af íbúafundi Borgarbyggðar í síðustu viku.