Skessuhorn - 24.02.2021, Blaðsíða 31
MIÐVIKUDAGUR 24. FeBRúAR 2021 31
Snæfell spilaði tvo leiki í Domino‘s
deild kvenna í körfubolta síðustu
viku. Á miðvikudaginn mætti liðið
Keflavík í Hólminum. Liðin fylgd-
ust að í jöfnum fyrsta leikhluta en
eftir það fóru gestirnir að skilja sig
hægt og örugglega frá heimakon-
um og unnu með 12 stigum, 91-79.
Í liði Snæfells var emese Vida at-
kvæðamest með 22 stig og 18 frá-
köst, Haiden Denise Palmer var
með 16 stig, 15 fráköst og sex stoð-
sendingar og Tinna Guðrún Alex-
andersdóttir og Anna Soffía Lárus-
dóttir voru með tólf stig hvor en
aðrar skoruðu minna. Atkvæða-
mest í liði Keflavíkur var Daniela
Wallen Morillo með 37 stig og 17
fráköst.
Þá mætti Snæfell KR á sunnu-
daginn þar sem KR sigraði sinn
fyrsta leik í vetur. KR konur voru
fljótar að setja tóninn í leiknum og
voru komnar í stöðuna 9-0 þegar
þrjár mínútur voru búnar af leikn-
um. Hólmarar gáfu þá allt í leik-
inn og hleyptu Vesturbæingum
ekki langt frá sér en náðu þó ekki
að jafna og lokatölur 78-74 KR í
vil. Anna Soffía Lárusdóttir stiga-
hæst í liði Snæfells með 22 stig og
sjö fráköst, Tinna Guðrún Alex-
andersdóttir skoraði 16 stig og tók
fimm fráköst, Haiden Denise Pal-
mer skoraði 15 stig, tók sjö fráköst
og gaf átta stoðsendingar en aðrar
skoruðu minna. Í liði KR var Ann-
ika Holopainen atkvæðamest með
33 stig og 16 fráköst.
Næsti leikur Snæfells er þeg-
ar liðið tekur á móti Skallagrími í
Vesturlandsslag í kvöld kl. 19:15.
Skallagrímur hafði betur gegn
Fjölni þegar liðin mættust í Fjós-
inu í 1. deild karla í körfubolta
á föstudaginn. Jafnræði var með
liðunum í upphafi leiks en rétt
áður en fyrsti leikhluti kláraðist
náðu Fjölnismenn fjögurra stiga
forystu, 17-13. Í byrjun annars
leikhluta komst Fjölnir níu stig-
um yfir en þá ýttu Borgneingar á
bensíngjöfina og gáfu allt í leik-
inn og voru komnir fimm stig-
um yfir þegar gengið var til klefa
í hálfleiks. Í síðari hálfleik réðu
Skallagrímsmenn öllu á vellin-
um og silgdu örugglega fram úr
Fjölnismönnum og náðu góðum
17 stiga sigri, 84-67.
Atkvæðamestur í liði Skalla-
gríms var Marques Oliver með 23
stig og 16 fráköst, Kristófer Gísla-
son var með 22 stig og sex fráköst,
Marinó Þór Pálmason var með 18
stig, Kristján Örn Ómarsson var
með átta stig, Hjalti Ásberg Þor-
leifsson skoraði fimm stig, tók
níu fráköst og gaf fimm stoðsend-
ingar, Benedikt Lárusson skoraði
fimm stig og Davíð Guðmunds-
son skoraði þrjú stig.
Matthew Carr Jr. var atkvæða-
mestur í liði Fjölnis með 40 stig
og ellefu fráköst, Johannes Dol-
ven skoraði 14 stig og tók 17 frá-
köst, Karl Ísak Birgisson og Vikt-
or Máni Steffensen skoruðu fjög-
ur stig hvor, Hlynur Breki Harð-
arson skoraði þrjú stig og Daní-
el Bjarki Stefánsson skoraði tvö
stig.
Skallagrímur situr í sjötta sæti
deildarinnar með átta stig eft-
ir níu leiki. Næst leikur liðið við
Hamar í Hveragerði á föstudag-
inn, 26. febrúar, kl. 19:15.
arg/ Ljósm. Skallagrímur
Pútthópur eldri borgara í Borgar-
byggð, undir forystu Ingimund-
ar Ingimundarsonar, varð skyndi-
lega húsnæðislaus, þegar loka þurfti
púttvellinum í Brákarey 13. febrúar
síðastliðinn. Ingimundur segir að
slíkt slái áhugasama golfara ekki út
af laginu. „Við sömdum við Golf-
klúbbinn Leyni um að fá æfinga-
aðstöðu í húsi þeirra á Garðavöll-
um á Akranesi einu sinni í viku. Við
mætum þar í fyrsta sinn á morgun,
fimmtudag kl. 11.00 - 13.00,“ segir
Ingimundur. mm
Skallagrímur lék tvo leiki í Dom-
ino‘s deild kvenna í körfubolta í vik-
unni. Fyrst mætti liðið KR í Borg-
arnesi á miðvikudaginn. Skalla-
grímskonur náðu yfirhöndinni
strax í fyrsta leikhluta. KR-ing-
ar virtust ekki eiga nein ráð gegn
sterku liði Skallagríms og sigruðu
Borgnesingar örugglega með 67
stigum gegn 53. Í liði Skallagríms
var Sanja Orozovic atkvæðamest
með 18 stig, tíu fráköst og sex stoð-
sendingar. Nikita Telesford skor-
aði 16 stig. tók níu fráköst og gaf
fimm stoðsendingar, embla Krist-
ínardóttir var með 12 stig, fimm
fráköst og fimm stoðsendingar en
aðrar skorðu minna. Í liði KR var
Taryn Ashley Mc Cutcheon stiga-
hæst með 17 stig og níu stoðsend-
ingar.
ekki gekk Skallagrímskonum
eins vel á sunnudaginn þegar þær
tóku á móti Valskonum í Fjós-
inu. Gestirnir tóku stjórnina strax
í fyrsta leikhluta og Borgnesing-
ar náðu lítið að gera til að halda í
við Valskonur sem gjörsigruðu með
91 stigi gegn 65. Í liði Skallagríms
var Keira Robinson stigahæst með
20 stig, Sanja Orozovic skoraði 18
stig og tók tíu fráköst, Sigrún Sjöfn
Ámundadóttir skoraði sjö stig en
aðrar skoruðu minna. Í liði Vals var
Kiana Johnson atkvæðamest með
32 stig og sjö stoðsendingar.
Skallagrímur er í fimmta sæti
deildarinnar með átta stig. Næsti
leikur Skallagríms er Vesturlands-
slagur gegn Snæfelli í Stykkishólmi
í kvöld, miðvikudag, kl. 19:15.
arg/ Ljósm. Skallagrímur
Karlalið Víkings Ólafsvík lék
sinn annan leik í Lengjubikarn-
um í Akraneshöllinni á laugardag-
inn, nú gegn KA. Víkingar töp-
uðu stórt fyrir úrvalsdeildarliðinu,
með fimm mörkum gegn engu.
Staðan í hálfleik var 0:1 með
marki Nökkva Þeys Þórissonar.
en í upphafi síðari hálfleiks bætti
Ásgeir Sigurgeirsson öðru marki
við. eftir um klukkutíma leik varð
Alex Bergmann Arnarsson fyr-
ir því óhappi að skora sjálfsmark.
Ásgeir Sigurgeirsson skoraði ann-
að mark sitt og fjórða mark KA í
leiknum um miðjan hálfleikinn.
Tveimur mínútum fyrr leikslok
skoraði Jonathan Hendrickx síð-
an fimmta og síðasta mark norð-
anmanna.
Víkingar töpuðu fyrsta leik sín-
um í Lengjubikarnum gegn Aftur-
eldingu í Mosfellsbæ 0:3. en næsti
leikur þeirra verður gegn Íslands-
meisturum Vals á Hlíðarenda,
næstkomandi sunnudag. se
Skagaliðin ÍA og Kári áttu leiki
í Lengjubikarkeppninni í knatt-
spyrnu karla síðastliðið föstudags-
kvöld. Þar hafði knattspyrnufélag-
ið Kári sigur gegn ÍH, en ÍA tap-
aði leik sínum við Stjörnuna.
Góður sigur Kára
Káramenn byrjuði vel í B-deild
karla í Lengjubikarnum með
öruggum sigri gegn ÍH 4:1 í Akra-
neshöllinni á föstudagskvöldið.
Það var Breki Þór Hermannsson
sem kom Káramönnum á bragð-
ið með opunarmarkinu á 20. mín-
útu. Aðeins þremur mínútum síð-
ar kom Andri Júlíusson Kára í
2:0 með marki úr vítaspyrnu. ÍH
minnkaði muninn skömmu fyr-
ir lok fyrri hálfleiks en Garð-
ar Gunnlaugsson kom Kára í 3:1
í upphafi síðari hálfleiks og um
miðjan hálfleikinn urði ÍH menn
fyrir því óláni að skora sjálfsmark.
Öruggur sigur Kára var í höfn.
Næsti leikur Kára í Lengjubikarn-
um er gegn Augnabliki í Akranes-
höllinni laugardaginn 6. mars nk.
Tap gegn Stjörnunni
ÍA tapaði 0:2 fyrir Stjörnunni í leik
í annarri umferð Lengjubikarsins
sem fram fór á Samsung vellinum
í Garðabæ sömuleiðis á föstudags-
kvöldið. Stjörnumenn byrjuðu leik-
inn betur og náðu forystunni strax á
10. mínútu leiksins með marki Trist-
ans Freys Ingólfssonar og bættu síð-
an öðru marki við á 27. mínútu þeg-
ar Hilmar Árni Halldórsson skor-
aði af stuttu færi. ekki batnaði staða
gestanna þegar Inga Þór Sigurðs-
syni var vísað af velli með sitt annað
gula spjald á 41. mínútu leiksins. en
Skagamönnum til hróss þá voru þeir
mjög skipulagðir í leik sínum einum
færri í síðari hálfleik. Fengu Stjörnu-
menn nánast engin alvöru færi til
þess að bæta við mörkum og kom-
ust Skagamenn reyndar næst því að
skora og minnka muninn á lokamín-
útunum þegar markvörður Stjörn-
unnar varði með tilþrifum auka-
spyrnu Gísla Laxdals Unnarsson rétt
utan vítateigs. Næsti leikur Skaga-
manna í Lengjubikarnum er gegn
Vestra frá Ísafirði í Akraneshöllinni
föstudagskvöldið 5. mars nk. se
Erfið vika hjá Snæfelli
Snæfell í leik gegn Fjölni í síðasta
mánuði. Ljósm. sá
Góður sigur Borgnesinga
á föstudaginn
Sigruðu KR örugglega en
töpuðu stórt fyrir Val
Ingimundur ásamt hluta pútthóps eldri borgara. Ljósm. úr safni/mm
Púttarar í Borgarbyggð
bruna nú á æfingar á Akranes
Tap og sigur Skagaliða
í Lengjubikarnum
Tap hjá Víkingi
Ólafsvík gegn KA