Skessuhorn


Skessuhorn - 05.05.2021, Síða 25

Skessuhorn - 05.05.2021, Síða 25
miðvikudagur 5. maí 2021 25 Útskriftarnemendur Fjölbrauta- skóla vesturlands á akranesi héldu lokahóf sitt, dimmisjón, í gær, þriðjudaginn 4. maí. venju sam- kvæmt hófst fögnuðurinn á því að nemendur buðu kennurum og öðru starfsfólki skólans upp á morg- unverð í sal skólans. að því búnu lögðu útskriftarnemendur af stað í skemmtiferð þar sem hópurinn átti góðan dag saman. arg/ Ljósm. Björg Bjarnadóttir knattspyrnufélagið kári leikur í 2. deild karla fjórða árið í röð í sum- ar en liðið endaði í sjöunda sæti í fyrra. Ásmundur guðni Haraldsson var ráðinn þjálfari kára í nóvember. við settumst niður með Ása í smá spjall og fórum yfir fótboltasumar- ið sem framundan er: Hvernig hefur undirbúnings- tímabilið gengið? „Það hefur geng- ið heilt yfir ágætlega en þó með einhverjum faraldurshöktum og slíku. Liðið hefur æft tiltölulega vel en kannski ekki fengið nógu marga leiki núna síðastliðnar vikur eins og lög gerðu ráð fyrir. Hóp- urinn minnkaði svo eftir því sem á leið og aðeins búið að grisja út og búa til pláss fyrir hina ungu og efnilegu leikmenn ía sem nú hafa bæst í hópinn. Úrslitin úr þessum fáu leikjum hafa verið upp og ofan en alltaf framþróun í spilamennsku liðsins sem er mjög mikilvægt fyrir káraliðið.“ Líst vel á deildina „mér líst mjög vel á deildina, held að hún verði jöfn og skemmti- leg. mörg lið eru mönnuð og vel þjálfuð lið sem ætla sér stóra hluti í deildinni. virkilega sterk deild og það er eitthvað sem við hlökkum til að takast á við. deildirnar eru alltaf að verða betri og betri og metnað- urinn á bak við klúbbana og starfið er mikill. Það eru bara miklu fleiri betri leikmenn í þessari deild en voru fyrir 10-15 árum og því held ég að það verði virkilega gaman að taka þátt í sumar.“ Það má með sanni segja að önnur deildin sé mikil landsbyggðardeild, en er ekki alltaf stemning að spila úti á landi fyrir þessa ungu stráka og er það ekki gott í reynslubank- ann? „Það myndi ég nú halda. Það er mikill sjarmi við það að fara út á land, heimsækja falleg bæjarfélög og spila fótbolta við stórkostlegar aðstæður. með brekkuna fulla af ástríðufullu heimafólki sem styður sitt lið. Ef þessar aðstæður eru ekki til þess fallnar að undirbúa unga stráka fyrir alvöruna þá eru fáar slíkar til. Þeir hafa svo með sér eldri og reyndari leikmenn sem hafa séð tímana tvenna til þess að leiða þá í gegnum þetta.“ Heimaleikir í höllinni Nú spilar kári alla heimaleiki sína á gervigrasi og inni í akraneshöll, er þetta eitthvað sem hentar ykk- ur sérstaklega eða sjáið þið fram á að kíkja út í góða veðrið á næstu árum? „auðvitað væri gaman að geta spilað úti við bestu aðstæður á sumrin í góða veðrinu á Skagan- um. Ég hugsa að allir geti verið sammála því. En ég held bara að það henti allri umgjörð og öðru að spila í akraneshöllinni eins og sakir standa á meðan að okkur býðst ekki önnur aðstaða. Hugsa að við séum ekki að fara að spila á aðalvellinum og æfingasvæðið býður okkur ekki upp á aðstæður sem myndu teljast boðlegar fyrir 2. deild,“ segir Ás- mundur guðni að lokum. kári spilar við kF í fyrstu um- ferð íslandsmótsins á laugardaginn næsta í akraneshöllinni og hefst leikurinn kl. 14. vaks rafíþróttaaðstaða ungmennafélags grundarfjarðar er tilbúin og nú er ekkert að vanbúnaði að hefja nám- skeið. Stefnt er að því að fyrstu raf- íþróttanámskeiðin hefjist 10. maí næstkomandi. miðvikudaginn 28. apríl mættu meðlimir úr stjórn umFg ásamt þjálfurum og um- sjónarmönnum hússins til að prófa aðstöðuna með allar tölvur í notk- un. Það gekk ljómandi vel og því ekkert að vanbúnaði að hefja æf- ingar. Á meðfylgjandi mynd má m.a. sjá þau Loft Árna Björgvins- son þjálfara, mikael mána Hinriks- son iðkanda og Sigríði guðbjörgu arnardóttur formann umFg þar sem þau reyndu á hæfileika sína í tölvuleiknum rocket League. tfk í dag, miðvikudaginn 5. maí, mun íþrótta- og Ólympíusamband ís- lands hefja heilsu- og hvatningar- verkefnið Hjólað í vinnuna í nítj- ánda sinn. verkefnið stendur að vanda yfir í þrjár vikur eða til 25. maí. Á þeim tíma eru landsmenn hvattir til að hreyfa sig og nýta sér heilsusamlegar, umhverfisvænar og hagkvæmar samgöngur með því að hjóla, ganga eða nota annan virkan ferðamáta. Nú sem aldrei fyrr er nauðsyn- legt að huga vel að heilsunni og sinna sinni daglegu hreyfingu. Það er mjög mikilvægt fyrir vinnustaði landsins að standa vörð um starfs- andann á þessum fordæmalausu tímum. verkefnið Hjólað í vinnuna er góð leið til þess að hressa upp á stemninguna og þjappa hópnum saman. Hjólreiðar eru bæði virk- ur og umhverfisvænn ferðamáti og jafnframt eru þær frábær útivist, hreyfing og öflug líkamsrækt. mm Mikill sjarmi við það að fara út á land Segir Ásmundur Guðni þjálfari Kára á Akranesi Ásmundur Haraldsson þjálfari Kára. Gyða Sól hjólar hér í vinnuna. Ljósm. úr safni. Verkefnið Hjólað í vinnuna hefst í dag Rafíþróttahús UMFG tilbúið Steinunn skólameistari tekin föst. Dimmi- terað í FVA Útskriftarnemendur ásamt Steinunni skólameistara.

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.