Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.11.2012, Síða 1
FRETTABREF
ÆTTFRÆÐIFÉLAGSINS
ISSN 1023-2672
4. tbl. 30. árg. - nóvember 2012
Meðal efnis íþessu blaði:
Svala Rakel Hjaltadóttir:
Amma mín
Þórhildur Vigdís Sigurðardóttir
Snjólaug G. Jóhannesdóttir:
Sinn er siður ífjölskyldu hverri
Guðfinna Ragnarsdóttir:
Fimmmannaleiðið í kirkjugarð-
inum á Snœfoksstöðum
Jón Þ. Þór:
Klausturhólar í Grímsnesi
Agrip sögu
Frásögn Agnesar
Guðfinnsdóttur
Anna Guðrún Finnsdóttir
Búrfell
höfuðból í Grímsneshreppi
hinum forna
Guðjón Óskar Jónsson skrifar:
Sveinbjörn Egilsson
ofl.
Taglhnýtingar, stullar, draugar, heimanfylgja, álög og örlög, klakkar, kames og
r r
Oli Ket., mjólkurbílstjórar, sólóeldavélar, sveitasími, gambri, Tunga, Alfaskeið,
en framar öllu Höfði í Biskupstungum. Þetta, og ótal margt fleira, bar á góma
þegar Svala Rakel Hjaltadóttir, tvítug Reykjavíkurmær, tók ömmu sína, Þórhildi
Sigurðardóttur, tali, fyrir ritgerð í skólanum. Þá, segir Svala Rakel, gerði ég mér
ljóst að þessi yndisiega amma mín, svo falleg og ungleg, hefur horft inn í allt aðra
og mér framandi veröld, veröld sem er í senn heillandi og spennandi. Ég er svo
glöð yfir því að hafa fengið að skyggnast inn í hana. Þessa mynd teiknaði Hringur
Jóhannesson, listmálari, af Þórhildi lítilli, en hann bjó árum saman í Tungu hjá
foreldrum hennar og var mikill heimilisvinur.
www.ætt.is