Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.11.2012, Blaðsíða 3
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í nóvember 2012
Svala Rakel Hjaltadóttir:
Amma mín
Þórhildur Vigdís Sigurðardóttir
Ég mælti mér mót við ömmu mína, hana
Þórhildi Vigdísi Sigurðardóttur (Dúddu) og
við ræddum saman yfir volgum vöfflum og
ilmandi kaffi. Hún erfæddþann 17.jú!í 1943,
í Hafi'iarfirði, en fluttist til Reykjavíkur nokk-
urra mánaða gömul. Æskustöðvarnar eru
bœði í Reykjavík og á Höfða í Biskupstungum,
við túnfótinn í Skálholti. Höfði er óðalsjörð
og landnámsjörð. Þar nam Gissur hvíti land
og gaf spildu úr landi sínu til sonar síns,
Isleifs Gissurarsonar, sem varð fyrsti bisk-
up í Skálholti.
Það var langamma ömmu minnar, Guðrún Guð-
mundsdóttir, fædd 1852, ættuð frá Stóra-Fljóti í
Biskupstungum, af Kópsvatnsætt, sem fékk Höfðann
í heimanfylgju er hún fór úr föðurgarði. Hún eignaðist
þrjá eiginmenn og missti þá alla unga. Hún hóf búskap
á Höfða ásamt unnusta sínum, Katli Sigurðssyni, en
hann lést, aðeins 24 ára að aldri, eftir að hafa ofkælst.
Þá giftist hún Þorsteini Einarssyni, frænda sínum, en
þau hjónin voru systkinaböm. Þau vora mjög samhent
og bæði vel efnuð er þau hófu búskap. Það var svo
dóttir þeirra, Jóhanna, sem varð amma ömmu minnar.
Hún fæddist og bjó á Höfða alla sína tíð. Þriðji maður
Guðrúnar var Þórður Þorsteinsson.
Kaffi og kames
Amma horfir dreymin ofan í kaffibollann þegar hún
rifjar upp fyrstu minningar sínar frá Höfða, sem eru
frá því um fjögurra ára aldurinn. Hún segir frá því
þegar móðir hennar og hún sváfu saman í herbergi,
sem kallað var kamesið, sem var gamla hjónaherberg-
ið. Það var með mjög fallegu betrekki á öllum veggj-
um. Þá var afi ömmu dáinn og amma hennar flutt inn
í baðstofuna. Þær mæðgumar sváfu saman í rúmi sem
hægt var að stækka og minnka. Rúna, móðursystir
hennar, sem bjó á Höfða fram á elliár, kom og vakti
þær með kaffi á hverjum morgni og að sjálfsögðu
fékk hún sér einnig kaffi og mola með.
Sem barn og unglingur fór amma austur að Höfða
í maí, ár hvert, og dvaldi þar fram í september. Einnig
kom fyrir að hún dvaldi þar vetrarlangt. Eg spurði
hana hvernig hún hefði ferðast á milli, og kvaðst hún
iðulega hafa tekið áætlunarbíl með Ola Ket., Olafi
Ketilssyni, frá bifreiðastöðinni austur að Brúará, oft
ásamt Gunnu frænku sinni. Þá fóru þær alltaf með
köttinn hennar Gunnu í strigapoka og sátu þannig
með hann í fanginu austur.
Síðan fóru þær ýmist fótgangandi eða á hestum að
Höfða, en Gunna frænka var mikil hestakona. Hesta
segist amma hafa byrjað að sitja fjögurra ára gömul,
þótt ég eigi nú bágt með að trúa því, og hún segist
hafa verið hverja stund sem hún mátti á hestbaki.
Mjólkin á klakk
Þegar þarna er komið rifjar amma upp sögu af því
þegar Ragnheiður, dóttir Brynjólfs biskups, strauk
frá Bræðratungu, þar sem hún dvaldi, og sundreið
Hvítána. Kom hún upp í Ferjuklaufinni í Höfðalandi.
í Höfða er sagan við hvert fótmál enda Skálholt innan
seilingar. Jón biskup Arason, Brynjólfur biskup og
Ragnheiður dóttir hans voru, ásamt Jóni Gerrekssyni,
eins og heimilisvinir og mikið um þau rætt, og allt
eins og hefði það gerst í gær.
Þegar amma dvaldi í sveitinni var hún oftast eina
barnið. Hún segir frá því hversu sérstakt og þrosk-
andi það hafi verið að alast upp með fullorðnu fólki
og gamalmennum.
Mér lék hugur á að vita hvað amma hefði helst ver-
ið að sýsla í sveitinni svona ung. Hún sagðist hafa
sótt og rekið kýrnar, frá því hún var smástelpa, og
stundum mokað flórinn, þótt það hafi verið leiðinlegt.
Svala Rakel Hjalta-
dóttir erfœdd 14.
nóvember 1992. Hún
lauk stúdentsprófi
frá Verzlunarskóla
Islands vorið 2012
og leggur nú stund
á lífeindafræði við
Háskóla Islands.
Faðir hennar er
Hjalti Jónsson,
rekstrarhagfrœðing-
ur og móðir hennar
er Jóhanna Andrea
Guðmundsdóttir lífeindafrœðingur. Svala Rakel
á tvo bræður: Jón Andra, 23 ára, sem stundar
framhaldsnám í verkfrœði í Bandaríkjunum og
Hjalta Dag sem er 11 ára. Meðfylgjandi ritgerð
um ömmu sína skrifaði Svala Rakel á nœstsíð-
asta ári sínu í Verzlunarskólanum.
http://www.ætt.is
3
aett@aett.is