Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.11.2012, Side 4
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í nóvember 2012
Dúdda, amma mín, uppábúin á ljósmyndastofu, fjög-
urra eða fimm ára gömul.
„Þegar ég fór að stálpast mjólkaði ég kýrnar og svo
fór ég með mjólkina fram að Laugarási á hestum.
Heima var mjólkin geymd ofan í djúpum brunni, til
kælingar, og brúsamir síðan dregnir upp með reipum.
Síðan voru þeir hengdir upp á klakk á hestunum.
Bændurnir í Auðsholti komu á bátum, á hverjum
degi,yfirHvítámeð sínamjólk,aðAuðsholtshamrinum
í Laugaráslandi. Þeir hjálpuðu mér alltaf að taka brús-
ana af klökkunum,“ sagði amma. Þangað kom svo
mjólkurbíllinn og bakkaði alveg niður að árbakk-
anum. Mjólkurbílstjórinn var frá Skálholti og þótti
afar myndarlegur og því mikil spenna, þegar amma
eltist, að fara með mjólkina. Til að panta vörar úr
kaupstaðnum skrifaði amma hennar lista sem á stóð
eftirminnilega: ostur, saltfiskur og „export“. Miðann
afhenti hún mjólkurbílstjóranum sem kom svo með
vörurnar næsta dag.
Það var einmitt gegnum svona pöntunarmiða sem
amma stalst til þess að panta sinn fyrsta varalit. Fyrir
aftan orðið skrifaði hún: Bleikan! Þegar hann svo
kom, fór hún út í móa, með spegil, og prófaði grip-
inn. Hann var þá eldrauður! Setta, mamma hennar,
skildi ekkert í hvaða vitleysa þetta væri, þegar það
stóð varalitur á reikningnum!
Prati og púðar
„Jóhanna, amma mín, sem var fædd 1880, var mjög
pjöttuð og söngelsk og mikil hestakona," segir amma.
Hún var sögð eiga besta hestinn í sveitinni, hann hét
Prati og var mikill skeiðhestur. Hún reið alltaf í söðli.
Amma segist hafa fengið hestabakteríuna frá ömmu
sinni. Hún svaf, segir amma, með marga púða undir
höfðinu, næstum því upprétt, og alla púðana þurfti
að hrista á hverju kvöldi. En undir öllum púðunum
geymdi hún líka fallega, hvíta svuntu og hárlokk af
Helgu dóttur sinni, sem hafði dáið úr lungnabólgu rétt
rúmlega tvítug. Þessir hlutir voru ömmu heilagir og
við þeim mátti aldrei hrófla.
Oft greiddi „amma Dúdda“ og fléttaði hárið á
Jóhönnu ömmu sinni, er þær sátu í baðstofunni. Hún
hugsar til baka og það færist bros á vör þar sem hún
sönglar í hálfum hljóðum lagið „Það gefur á bátinn
við Grænland“, sem var það lag sem þær sungu oft-
ast saman meðan á hárgreiðslunni stóð. Þetta sama
lag spilaði svo hún amma mín á píanó, yfir Jóhönnu
ömmu sinni, þegar kistan hennar stóð uppi, í Tungu
við Suðurlandsbraut, þar sem amma mín bjó lengst af
sem barn og unglingur.
Þá hafði Sigurður, faðir ömmu, ásamt Steina og
Gunnu, börnum Jóhönnu, brotist yfir Hvítá, á báti, í
aftakaveðri, með kistuna, en þetta var snjóaveturinn
mikla 1954. En það kom ekki annað til greina en að
jarða Jóhönnu fyrir sunnan þar sem Víglundur, maður
hennar, var jarðaður.
Morgunblaðið og Tíminn
Langamma mín, Sesselja, kenndi ömmu minni eftir-
farandi vísu um Jóhönnu móður sína:
Er í Höfða hún Jóhanna
hrundin glaðlynd teljast má.
Fjölmargt starfar.fríð í ranni
fögur, meður börnin smá.
„Fastur liður hjá mér í sveitinni, var að fara með
Rúnu frænku út að Hrosshaga með Morgunblaðið. í
staðinn fengum við Tímann, blað framsóknarmanna.
Það var altalað að á þessum slóðum væri ferlega
reimt, einkum við Langasundskelduna, en þar á ein-
um Skálholtspresti eða biskupi að hafa verið drekkt.
Ég var alin upp við draugasögur og því alltaf smá
uggur í mér, en samt sem áður fannst mér þetta spenn-
andi.“
Amma segir frá því að þegar Margrét, húsfrú í
Hrosshaga, kom að Höfða, sem var oft, og alltaf í
peysufötum, spurði hún alltaf: „Urðuð þið vör við
eitthvað á undan mér?“ Þessi orð Margrétar fylltu
ömmu forvitni og enn meiri spennu. Eitt sinn, sagði
amma, datt ein kýrin dauð niður áður en Margrét
kom að bænum. I annað sinn brotnaði ljárinn í hesta-
sláttuvélinni, skömmu áður en Margrét birtist.
Amma man líka eftir álagalaut í túninu þar sem
bjó huldufólk. Kona kom til Guðrúnar, langömmu
hennar, í draumi og bað hana um að láta hvorki slá
né hreyfa við þessum bletti, en í klettum þar rétt hjá
http://www.ætt.is
4
aett@aett.is