Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.11.2012, Síða 17
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í nóvember 2012
fyrir mörgum vikum. Leyfði prestur það. Ekki vissi
Anna hvernig Finnur náði trippinu upp. En það tókst
og lifðu þau á því til vorsins.
Gleymdi barninu
Um sumarið var fært frá ánum í Glaumbæ. Færði
Finnur frá sínum ám og fengu þær að vera með
Glaumbæjaránum. Fór nú prestsfrúin að kvarta undan
mjöltunum hjá vinnukonunum; hún bjóst við að þær
helltu niður mjólkinni við mjaltir. Bað hún móður
Önnu að mjólka með vinnukonunum og gerði hún
það allt sumarið. „Hvað heldur þú að hún hafi fengið
í kaup?“ spurði Anna. „Hún fékk eitt sauðarslátur en
ekkert mél í það.“
Næst fluttu þau í torfkofa sunnan við Reykjarhólinn.
Hét þar Laugarbrekka. „Þar var gott að vera,“ sagði
Anna „Það var þak á honum.“
Finnur hefur verið eitthvað utangátta eftir því sem
Anna lýsti honum.
Eitt sinn fór móðir hennar til Víðimýrarkirkju og
bað Finn að lita eftir Önnu á meðan. Finnur tók því
vel, en lagðist út af eins og hann var vanur og gleymdi
Önnu. Fór henni þá að leiðast, fór út og á eftir móð-
ur sinni. Hitti móðir hennar hana langt uppi á mýrum
er hún kom frá kirkju. Þegar heim kom hafði Finnur
ekki tekið eftir að Anna var horfin, var Anna þá á 5.
eða 6. ári.
Enga þurra flík
Þegar Anna var komin yfir fermingu var hún ráð-
in vinnukona að Syðra-Vallholti til Gunnars
Gunnarssonar og Ingunnar konu hans. Var sá Gunnar
faðir Sveins, er frægur varð fyrir veraldarsögu sína á
öðrum tug þessarar aldar. Önnu líkaði illa við Gunnar
en vel við Ingunni konu hans, en Ingunn fékk engu
að ráða.
Anna átta að gera fjósverkin, gefa kúm, moka flór
og brynna. Kýrnar voru alltaf látnar út til að drekka,
hvernig sem veður var. Sagði Anna að sér hefði oft
verið kalt við það verk, því hún var illa búin. Meðal
annars var hún í einu strigapilsi að neðan og ekki í
neinu innan undir, eina sokka átti hún og sjóvettlinga
er hún notaði í sokkastað þegar sokkarnir voru blautir.
Hún varð að sofa á sokkunum á nóttunni til að þurrka
þá.
Þegar heylítið var, var hún sett við að rífa hrís. Var
það haft sem aukagjöf handa kúnum. Áður en hún fór
í fjósið fékk hún kalda sýrublöndu að drekka, annað
ekki. Þegar morgunverkin voru búin var hún sett fram
í eldhús við að mala korn þar til næstu fjósverk byrj-
uðu. Eldhúsið var alltaf fullt af reyk og kulda. í mis-
jöfnum veðrum hefur Anna oft verið blaut við að ausa
upp vatni handa kúnum, en hún átti enga þurra flfk til
að fara í er inn kom.
Þið getið hugsað ykkur hvernig Önnu hefur liðið að
standa í blautum fötum í kulda og reyk. Það má segja
að hennar forlög hafi verið að lifa lengur til að sýna
vonsku mannanna. Þetta stórskemmdi lungu Önnu.
Hún var síhóstandi alla sína löngu ævi og gat ekki
borðað þurrmeti fyrir hósta en vökvun með hvíldum.
Pils úr poka
Efir að hún kom á sveitina, flutti hún með sér
emaileraða skál er tók svona á að giska 3 merkur. Hún
var búin að vera hjá Bimi hreppstjóra á Stóru-Seylu
þegar hún kom til okkar.
Henni líkaði ekki vel þar. Hún sagði að hefði hún
leyft í skálinni, hefði alltaf verið bara bætt við það svo
að úr þessu hefði orðið sýrusull. Þarna bjó efnafólk.
Anna kvartaði hvorki undan matnum í Vallholti
eða Álfgeirsvöllum, enda ekki góðu vön úr fátækt-
inni í æsku.
Eitt sinn minntist Anna á það við Ingunni að
strigapilsið væri orðið svo slitið og götótt að hún héld-
ist ekki við í því. Varð það að ráði að Ingunn tók poka
sem hafður var undir ull að vorinu og gerði úr honum
pils handa Önnu, en ekki mátti Gunnar vita það.
• •
Bakland Onnu
Guðrúnar Finnsdóttur
Anna Guðrún Finnsdóttir var dóttir Finns „yngra“
Finnssonar (1799-1865) b. á Laugabrekku og
Hafsteinsstöðum og Sigurrósar Vigfúsdóttur
(1801-1863). Þau giftust 1841. Áður átti faðir
hennar eina dóttur, Önnu, með Helgu Þórðardóttur.
Anna var fædd 1830 og var vinnukona á Ytra-
Skörðugili. Hún var ógift og barnlaus. Anna
Guðrún átti eina alsystur Ingibjörgu, sem dó á
fyrsta ári. Móðir Önnu Guðrúnar var heldur létt-
ari á bárunni, hún átti amk fjóra barnsfeður og
með þeim fimm börn. Finnur var sá eini sem hún
giftist. Anna Guðrún var yngst sinna systkina.
Hálfsystkin Önnu Guðrúnar voru Helga
Kristjánsdóttir, f. 1822, vinnukona á Veðramóti í
Gönguskörðum 1845, Jónas Kristjánsson, f. 1827
d. 1855 bóndi á Barkastöðum í Svartárdal. Hann
átti amk tvö börn. Guðlaug Jónsdóttir, var einnig
systir Önnu Guðrúnar. Hún var fædd 1829. Hún
var vinnukona á Úlfsstöðum í Blönduhlíð 1845.
Valgerður Rafnsdóttir var yngsta hálfsyst-
ir Önnu Guðrúnar. Hún fæddist 1833 og lést
1901. Hún ólst upp í mikill fátækt hjá föður sín-
um Rafni. Hún giftist Brynjólfi Oddssyni, síð-
ast vinnumanni í Tunguhálsi, og átti með honum
fimm börn. Tvö dóu ung, tvö fóru vestur um haf,
en ein dóttir hennar, Sigurlaug Brynjólfsdóttir,
(1869-1966) varð húsfreyja á Sveinsstöðum,
Brandsstöðum og Grófargili. Sigurlaug lést hjá
Unu dóttur sinni á Sauðárkróki.
Af þessu má sjá að bakland Önnu Guðrúnar
var lítið og lélegt og fáir eða engir sem gátu kom-
ið henni til bjargar. (Samantekt ritstjóra)
http://www.ætt.is
17
aett@aett.is