Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.11.2012, Blaðsíða 18
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í nóvember 2012
En þegar flytja átti ullina í kaupstað um vorið
sá Gunnar að einn pokann vantaði. Sagði Anna að
Gunnar hefði orðið vondur og sagt ljótt, en aldrei
komst hann að sannleikanum.
Anna var hjá Jónasi og Maríu, fyrst á Alfgeirs völlum
og síðar á Asum í Húnaþingi.
Eitt sumar voru tvær kaupakonur á Asum, Þórdís
og Margrét. Urðu þær báðar ófrískar af völdum þeirra
bræðra Pálma og Sigurðar. Fæddust svo tveir dreng-
ir á réttum tíma. Sonur Pálma heitir Baldur og vinnur
hann hjá Utvarpinu. Sonur Sigurðar heitir Marínó og
er hann nú bóndi á Alfgeirsvöllum.
Margrét er dóttir Kristófers á Asum í Köldukinn í
Húnaþingi. Hún ól sjálf upp son sinn, Baldur. Þórdís
vildi ekkert hafa með sinn son að gera. Olst hann því
upp hjá afa sínum og ömmu á Alfgeirsvöllum.
Skilin eftir allslaus
Ekki var vistin of góð fyrir Önnu hjá Jónasi og Maríu
á Ásum; var hún látin vinna verk með iélegum áhöld-
um og aðbúnaði, svo sem að moka fjós með hross-
herðablaði og bera mykjuna á haug í fötu, sækja vatn í
fjós og bæ, svo eitthvað sé nefnt. Eitt sinn datt hún og
braut þumalfingur á annarri hendi. Var ekkert við það
gert eða hlíft við verkum meðan hún var í sárum.
Anna Gunna
✓
Finnsdóttir á Asum
Fólkið burt flutti afbænum
ífjarlœgð með bjarta vorblænum.
Pað girntist ei gamla hjúið,
sem greinilega orðið var lúið.
Anna sat eftir í hreysi
ein með sitt umkomuleysi.
Grátin afsöknuði sárum,
sá hún ei neitt fyrir tárum.
Hvar fœ ég kaffi að drekka?
Kerlingin mœlti með ekka.
Enginn vill auma mig gleðja
ellegar hungur mitt seðja.
A vergang því víst má ég fara,
til vinnunnar síst skal mig spara,
þvífái égfœði og larfa,
fús er ég œtíð til starfa.
O, Guð, þú sem grœðir hrjáða
gleður og huggar smáða,
víst má ég á þig vona
vesöl og einmana kona.
Agnes Guðfinnsdóttir
Agnes Guðfinnsdóttir kynntist Önnu Guðrúnu
Finnsdóttur vel þegar hún var vinnukona hjá henni og
manni hennar, Jóni Jóhannessyni, á Ytra-Skörðugili í
Skagafirði.
Árið 1920 keypti Jónas Álfgeirsvelli af Ólafi
Briem, er hann flutti suður. Skildu þau Jónas og
María Önnu allslausa eftir í Ásabænum. Sögðust þau
ekkert hafa með hana að gera og yrði hún að sjá um
sig sjálf. Anna hafði aldrei haft neitt kaup öll þau
ár er hún var búin að vera hjá þeim hjónum annað
en gömul og útslitin föt af Maríu sem ekki voru til
annars en að fleygja. Þó var það betra en í Syðra-
Vallholti, því ekki hefur stórbóndakonan gengið í
strigapilsi eða sjóvettlingum í sokkastað. Enda kvart-
aði Anna ekki undan því. Sat hún nú eftir grátandi í
Ásabænum. Hafði hún ekki flet til að sofa í og ekk-
ert til að nærast á.
Tók hún það ráð að leggja á stað gangandi
til Skagafjarðar og leita á náðir hreppsnefndar
Seyluhrepps. Vildi hún komst að Álfgeirsvöllum.
Fór nefndin að hitta Jónas bónda. Hann neitaði
að taka við Önnu, nema fá meðgjöf með henni, en
nefndarmenn töldu að Anna ætti það inni hjá Jónasi,
þar sem hún hefi aldrei fengið annað kaup hjá hon-
um en gömul og ónýt föt fyrir áratuga vinnu. Varð
það úr að Jónas tók hana í fá ár og skilaði henni svo
á Seyluhrepp.
Fróð og minnug
Mér virtist Anna hafa sæmilega greind. Hún var
fróð og minnug um menn og málefni frá fyrri árum
en henni gekk illa að segja frá vegna hósta. Hún var
komin hátt á tíunda áratuginn er hún sagði skilið við
þennan vonda heim.
Eg heyrði sitt hvað sagt frá Gunnari Gunnarssyni
í Syðra-Vallholti þegar eg kom í Skagafjörð. Hann
var sagður mesta hörkutól og fara illa með skepnur.
Hann hafði alltaf fjölda hrossa en hirti ekki um að
hafa fóður handa þeim. í hörðum vetrum hrundu þau
niður úr hor og hirðingarleysi. Þegar þessir vesaling-
ar voru að snöltra heim við bæ, hálfdauð úr bjarg-
arleysi, sparkaði hann þeim bara fram af bæjarhóln-
um og lágu þau þar unns yfir lauk.
Mannorðið lifir þótt maðurinn deyi.
(millifyrirsagnir eru ritstjóra)
http://www.ætt.is
18
aett@aett.is