Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.11.2012, Blaðsíða 19

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.11.2012, Blaðsíða 19
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í nóvember 2012 Búrfell höfuðból í Grímsneshreppi hinum forna Jöröin Búrfell var aö fornu mati 47 hundruð aö dýrleika og lengi talin eitt afhöfuðbólum í Grímsneshreppi hinumforna. Jörðin var ein af hinum svo nefndu Skálholtsjörðum, eign dómkirkjunnar allt fram til 1784, en þá var farið að selja þessar jarðir. Hér verður sagt frá tveim Búrfellsbœndum sem urðu miklir sveitarhöfðingjar og athafnamenn en örlög þeirra voru mjög samtvinnuð. Þessir bænd- ur voru Björn Jónsson og Jón Halldórsson. Björn Jónsson var fæddur að Búrfelli 9. apríl 1784 og þar ól hann nær allan aldur sinn. Hann var hreppstjóri og meðhjálpari. Foreldrar hans voru Jón Vernharðsson bóndi á Búrfelli og kona hans Ingunn Magnúsdóttir frá Laugardalshólum. Þau bjuggu lengi á Búrfelli við auðsæld og mannvirðingar. Jón Vernharðsson var hagleiksmaður. Hann var smiður og sagður bókbindari góður, batt bækur í leður og látún, sem lengi voru til eftir hans daga. Börn þeirra hjóna voru auk Björns, Ofeigur, listamaður og smiður, lengi bóndi á Heiðarbæ í Þing- vallasveit, Asmundur bóndi í Laugardalshólum, Magnús bóndi og hreppstjóri á Laugarvatni, stund- um nefndur „hinn ríki“, Olafur bóndi á Efri-Brú í Grímsnesi, listfengur skrifari, Sigríður, kona Þorkels bónda Guðmundssonar í Asgarði og Guðrún, kona Erlends bónda Þorgilssonar í Miðengi í Grímsnesi. Ráðskonan Björn var kominn af fyrirsvarsmönnum í héraði, sum- ir voru skólalærðir prestar og lögréttumenn, margir fjáraflamenn og auðsælir og mikils metnir og höfðu flestir mannahylli í héraði. Björn var listrænn hag- leiksmaður, og lærði gull- og silfursmíði bæði hér- lendis og í Kaupmannahöfn. Eftir það settist hann alfarið að á Búrfelli. Hann var í miklu áliti, varð meðhjálpari og hrepp- stjóri, þótti jafnan tillögugóður og maður friðsamur. Heimili hans stóð föstum fótum fjárhagslega. Hann tók við búinu af föður sínum árið 1812 þá 28 ára. Gamalt fólk sagði að Björn hefði verið nærfærinn við sjúka og fengist talsvert við lækningar. Hann var einnig bólusetjari um nokkurra ára skeið. Björn hélt ráðskonu, Önnu Jónsdóttur frá Bíldsfelli, í 18 ár, en ekki varð úr því hjónaband. Ekki er vit- að hvers vegna. Anna var fædd 9. desember 1791 á Bíldsfelli í Grafningi. Hún var dóttir Jóns Sigurðssonar silfursmiðs. Hún þótti snemma tápmikil myndarstúlka. Hún átti fyrir sér langa og merka sögu, giftist tvisv- ar og voru báðir eiginmenn hennar prestar, annar í Klausturhólum, hinn á Mosfelli og lifði Anna þá báða. „Stálhöndin“ Arið 1808 fluttist Anna úr föðurgarði, þá 17 ára, að Búrfelli til Jóns Vernharðssonar og Ingunnar Magnúsdóttur konu hans. Þegar gamla konan á Búrfelli féll frá tók Anna við húsmóðurstörfum á staðnum, og hún er nefnd ráðskona árið 1816. Dvöl Önnu á Búrfelli varð 18 ár og nær allan þann tíma var hún ráðskona Björns. A þessum árum sat í Klausturhólum Jón prestur Jónsson. Hann þjónaði líka Búrfellssókn og var því gagnkunnugur Búrfellsheimilinu. Séra Jón átti til merkra að telja. Faðir hans var bróðir Hannesar bisk- ups í Skálholti. Hann var álitlegur maður ásýndum, búmaður góður og hið mesta hraustmenni að burð- um og var vegna mikilla krafta stundum nefndur „stálhönd“. Séra Jón var þrígiftur. Fyrsta kona hans var Ragnhildur, systir Steingríms biskups Jónssonar. Önnur kona séra Jóns var Margrét, dóttir séra Kolbeins,latínuskálds í Miðdal, Þorsteinssonar. Þegar hún lést var hann hálf sextugur. Orlagaþræðirnir hnýttir Séra Jón var fljótur að finna þriðja konuefnið sitt, enda var hún skammt undan. Það var ráðskonan á Skúli Helgason, frœðimaður, einn aðahöfund- ur og heimildamaður að bókunum Grímsnes Búendur og saga, fékk mánaðarlegan styrk frá Grímsneshreppi til frœðistarfa, í rúman áratug, í hreppstjóratíð Böðvars Pálssonar, bónda á Búrfelli. Þá tók hann m. a. saman mjög grein- argott yfirlit um Björn Jónsson (1784-1842) og Jón Halldórsson (1815-1900), bændur á Búrfelli, aitk tveggja annarra bœnda á staðnum. I með- fylgjandi grein er stiklað á stóru í samantekt Skúla um þessa merkisbœndur, Björn og Jón, en örlög þeirra ertt mjög saman tvinnuð. Samantekt Skúla, yfir Búrfellsbœndur, hef- ur aldrei komist á prent, og mikið af gögnum hans eru, samkvœmt hans eigin fyrirmœlum, ekki aðgengileg fyrr en 50 árum eftir lát hans, en hann lést árið 2002. Handritið um Búrfellsbœndur afhenti Skúli núverandi Búrfellsbœndum, Böðvari Pálssyni og Lísu Thomsen árið 1993. http://www.ætt.is 19 aett@aett.is

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.