Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.11.2012, Síða 21
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í nóvember 2012
ur og aflakló. Ekki vildi fóstri hennar þann ráðahag.
Þá gerði Guðmundur sér lítið fyrir og nam Margréti
á brott, þegar fóstri hennar var ekki heima, þó með
samþykki Ragnhildar móður hennar.
Jón, sem hafði um skeið átt við heilsuleysi að
stríða, leit ekki glaðan dag eftir brottnám Margrétar,
en hann sá enga leið til þess að ná henni aftur úr greip-
um Guðmundar. Eftir að hafa stikað upp á Búrfell og
hafst þar við fram eftir degi, fór hann heim, opnaði
skattholið og taldi úr því föðurarf eða heimanmund
Margrétar og sagði Ragnhildi að koma fjárhæðinni til
skila.
Kvaddi og fór
Eftir þetta var sem Jón festi ekki yndi og þar kom
að hann ákvað að selja þessa eignarjörð sína Búrfell.
Jörð sem var ein af óðalsjörðum sveitarinnar og þar
sem hann hafði búið í nær aldarfjórðung við mikla
auðsæld og óttablandna virðingu sveitunga sinna. Það
var merkisbóndinn Magnús hreppstjóri Þorsteinsson í
Auðsholti sem keypti Búrfellið.
Þegar kaupin voru um garð gengin bjó Jón sig
til brottfarar, til séra Jóns fóstursonar síns, vestur í
Hítardal, í fjarlægt hérað þar sem enginn þekkti hann.
Hann kvaddi sveitunga sína í auglýsingu í Þjóðólfi
6. júní 1868 og við messu gaf hann öllum börnum og
unglingum einn ríkisdal og var þetta örlæti hans lengi
í minnum haft.
Dvölin vestra varð aðeins eitt ár, þá keyptu þau
hjónin jörðina Suður-Reyki í Mosfellssveit. Þar þurfti
margt að byggja upp og lagfæra og fór nú að ganga
á eignir Jóns. Hann hafði einnig greitt stjúpbörnum
sínum föðurarf þeirra. Eftir þrjú ár selur hann hluta
af jörðinni og fjórum árum seinna þarf hann að taka
lán og stuttu seinna lét hann fara fram uppboð á búi
sínu.
Örsnauður á flækingi
Sama sumar, 1876, lést Ragnhildur kona Jóns á 78.
aldursári og setti Jón veglegan stein á leiði hennar á
Mosfelli í Mosfellssveit. Mælt var að honum hafði
orðið mikið um konumissinn og aldrei orðið samur
maður síðan. Þessi forni héraðshöfðingi var nú orðinn
einstæðingur og mátti þola mikinn mótgang næstum
til æviloka eða í um aldarfjórðung. Við það bættist að
Guðmundi í Landakoti þótti kona sín ekki hafa fengið
jafnt í arf og bræður hennar.
Jón seldi jörðina og flutti frá Suður-Reykjum 1877
og var má segja hamingjulítill og örsnauður á tlæk-
ingi næstu árin hér og þar og lifði, að mestu félaus,
af bónbjörgum góðra manna. Menn vildu senda hann
á sinn hrepp, Grímsnesið, en þangað vildi hann ekki
fara sem ölmusumaður. Lögð var fram bænaskrá á
Alþingi um hjálparstyrk handa Jóni, en því var hafn-
að.
Jón hafði einnig beðið Grímsneshrepp um ellistyrk,
ekki sveitarstyrk. Það varð úr að hreppurinn greiddi
Altaristaflan í Búrfellskirkju er máluð af Þorsteini Guð-
mundssyni frá Hlíð í Gnúpverjahreppi. Númerataflan
er máiuð af Ofeigi, bónda og listamanni Jónssyni frá
Heiðarbæ, en hann var bróðir Björns Jónssonar, bónda
á Búrfelli. Björn var fyrri maður Kagnhildar, konu Jóns
Halldórssonar. (Ljósmynd Guðmundur Guðmundsson)
honum 200 kr á ári sem var tvöföld sú upphæð sem
greidd var með öðrum. Grímsneshreppur leit ekki á
Jón sem venjulegan „sveitarlim", svo mikið var eftir af
virðingunni fyrir hinum gamla stórbónda frá Búrfelli.
Alkominn heim
Þó fór svo að þetta þótti of dýrt og til stóð að flytja
Jón austur með valdi. Ekki gerði hreppsnefnd
Grímsneshrepps þó tilraun til þess. Hreppsnefnd
Mosfellssveitar segir í bréfi til Grímsneshrepps haust-
ið 1893 að Jón Halldórsson sé hrumur á sál og líkama,
klæðlaus og sem bam í annað sinn og geti ekki lengur
lifað á þennan hátt. Enginn í sveitinni vilji taka hann
að sér á meðlag undir 200 kr.
Ur Mosfellssveitinni flækist Jón að Saurbæ á
Kjalamesi og Grímsneshreppur geiðir með honum
næsta árið 200 kr.
Það er svo sumarið 1895 sem Jón kemur aftur, og
nú alkominn, á sínar fornu heimaslóðir. Fyrst var hann
á Syðri-Brú, svo Snæfoksstöðum, en síðustu tvö árin
á Kiðjabergi, hjá Gunnlaugi hreppstjóra Þorsteinssyni
og Soffíu Skúladóttur konu hans. Þau Soffía þéruðust
allan þann tíma og mun Soffía hafa leitast við að gera
Jóni til hæfis.
Jón Halldórsson andaðist á Kiðjabergi 4. janú-
ar árið 1900, 84 ára að aldri. Hann var jarðaður í
Hraungerði, fáir voru viðstaddir og enginn minn-
isvarði var settur á leiði þessa aldna sveitarhöfðingja,
Jóns Halldórssonar. Leiði hans greri eins og önnur
leiði og gleymdist fljótt.
(samantekt Gudfinna Ragnarsdóttir)
http://www.ætt.is
21
aett@aett.is