Morgunblaðið - 26.01.2021, Síða 6

Morgunblaðið - 26.01.2021, Síða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. JANÚAR 2021 Fenix • Slitsterkt og hitaþolið yfirborðsefni • Silkimjúk áferð við snertingu • Sérsmíðum eftir máli Gylfaflöt 6-8, 112 Reykjavík | Sími 587 6688 | fanntofell.is Nokkur tilboð hafa borist í Lands- bankahúsið við Pólgötu á Ísafirði sem er til sölu. Eins og fram kom í Morgunblaðinu á dögunum er ætl- unin að flytja starfsemi útibús bank- ans í byggingu skammt frá núver- andi stað, það er Hafnarstræti 19 þar sem Sparisjóður Vestfirðinga var áður. Starfsemin verður þó áfram í hjarta bæjarins. Hús Landsbankas á Ísafirði er á fjórum hæðum; kjallari, tvær hæðir og ris. Grunnflötur er um 220 m2 en alls er húsið um 830 m2. Af- greiðslusalur og aðstaða fyrir við- skiptavini var á 1. hæð en á 2. hæð var m.a. íbúð fyrir útibússtjóra. Í svip er bankahúsið mjög líkt bygg- ingu Landsbankans á Selfossi, er þó minna og hlutföll önnur. Sem kunn- ugt er var húsið á Selfossi selt ný- lega, enda hentar það ekki lengur starfsemi bankans. Sama er uppi á teningnum á Ísafirði. Breyttur veru- leiki í bankastarfsemi kallar á önnur húsakynni. „Nokkur tilboð hafa borist í hús Landsbankans við Pólgötu á Ísafirði en engu þeirra hefur verið tekið af hálfu bankans,“ segir Rúnar Pálma- son, upplýsingafulltrúi Landsbank- ans. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Ísafjörður Landsbankahúsið er afar sterkur hluti af bæjarmyndinni. Bankahúsið er óselt  Tilboðum sem borist hafa ekki tekið  Landsbanki áfram í hjarta bæjarins lega,“ segir Nanna Kristín sem skrifaði handritið sem byggist á söngleik Dr. Gunna. Hún segir að myndin verði dans- og söngvamynd fyrir alla fjölskylduna. „Grunnurinn og boðskapurinn verður sá sami þó ýmislegt breytist. Þetta verður ótrú- lega skemmtilegt,“ segir Nanna sem segir ekki tímabært að ljóstra upp um leikara í myndinni. Hún getur þess þó að Þorvaldur Bjarni Þor- valdsson útsetji og semji tónlist, Val- gerður Rúnarsdóttir sé danshöf- undur og Ásgrímur Guðbjartsson sjái um kvikmyndatöku. Ekki liggur fyrir hvenær myndin verður frum- sýnd. Auk þessara tveggja mynda hafa þrjár kvikmyndir fengið vilyrði um framleiðslustyrk í ár; Fálkar að ei- lífu sem Óskar Þór Axelsson leik- stýrir, Northern Comfort sem Haf- steinn Gunnar Sigurðsson stýrir og Volaða land eftir Hlyn Pálmason. Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Þetta verður fyrsta bíómynd mín í rúm tíu ár sem er mér og mínum mikið gleðiefni. Ég er mjög spennt- ur fyrir þessu verkefni, bæði verður leikhópurinn frábær og svo er þetta öðruvísi mynd en ég hef áður gert,“ segir Hilmar Oddsson kvikmynda- leikstjóri. Hilmar hefur fengið vilyrði fyrir 110 milljóna framleiðslustyrk frá Kvikmyndamiðstöð Íslands til að gera kvikmyndina Á ferð með mömmu. Hlín Jóhannesdóttir fram- leiðir og nú er unnið að framhalds- fjármögnun í öðrum löndum. Mynd- inni er lýst svona á vef Kvikmynda- miðstöðvar: „Þegar móðir Jóns og hans mesti áhrifavaldur fellur frá verða alger umskipti í lífi hans. Með uppáklætt líkið í aftursætinu og hundinn Brésnef við hlið sér tekst hann á hendur ferð þvert yfir landið til að heiðra hennar síðustu ósk. En mamma hefur ekki sagt sitt síðasta.“ Þröstur Leó Gunnarsson leikur Jón og Kristbjörg Kjeld leikur mömmu hans. Þá fer Hera Hilm- arsdóttir, dóttir leikstjórans, með stórt hlutverk í myndinni. Tökur hefjast í ágúst. „Ég er búinn að stefna leynt og ljóst að því að gera þessa mynd í 25 ár þannig að þetta er einhver lengsta meðganga kvikmyndar sem um getur. Það er reyndar gott þegar hlutir fá að veltast í undirmeðvitund- inni lengi, ég finn það núna þegar ég vinn að þessu verkefni,“ segir Hilm- ar sem segir hugmyndina hafa orðið til eftir samtal hans og Þrastar Leós við gerð myndarinnar Tár úr steini 1994. „Við vorum á Bíldudal og hann var að segja mér sögur úr sínum heimahögum. Úr varð hugmynd sem ég gleymdi aldrei. Aðalhlutverkið er því brennimerkt Þresti Leó,“ segir leikstjórinn. Fleiri kvikmyndir eru í farvatninu í ár. Tökur eru hafnar á Abbababb! í leikstjórn Nönnu Kristínar Magnús- dóttur. „Vegna Covid dreifast tökur meira en ella. Fólk er að taka hlé, þetta er flóknara tímabil en venju- Hugmyndin 25 ára gömul  Fimm kvikmyndir hafa fengið vilyrði fyrir framleiðslu- styrk í ár  Hilmar Oddsson með stórskotalið í vegamynd Morgunblaðið/Hari Tökur Minnst fimm nýjar íslenskar kvikmyndir eru á teikniborðinu í ár. Hilmar Oddsson Nanna Kristín Magnúsdóttir Allt að þrettán íslenskar kvikmyndir og átta sjónvarpsþáttaraðir gætu verið frumsýndar á árinu, samkvæmt yfirliti á Klapptré.is. Meðal kvik- mynda eru Alma eftir Kristínu Jóhannesdóttur, Saumaklúbburinn sem Gagga Jónsdóttir leikstýrir, en myndin er einskonar systurmynd Veiði- ferðarinnar, og Skjálfti sem Tinna Hrafnsdóttir leikstýrir. Sú mynd er byggð á bók Auðar Jónsdóttur og Anita Briem fer með aðalhlutverkið. Tvær aðrar myndir sem byggðar eru á þekktum skáldsögum eru í píp- unum; Svar við bréfi Helgu sem Ása Helga Hjörleifsdóttir gerir og Sum- arljós og svo kemur nóttin í leikstjórn Elfars Aðalsteinssonar. Af þátta- röðum má nefna Kötlu, Ófærð 3 og Stellu Blómkvist 2. Mikið af nýju efni í pípunum BLÓMLEGUR KVIKMYNDABRANSI Á ÍSLANDI Í síðustu viku samþykkti manna- nafnanefnd aðra útgáfu af nafni en það sem lagt hafði verið fyrir nefnd- ina. Þannig var eiginnafninu Alaia hafnað, en þess í stað var ákveðið að úrskurða nafnmyndina Alaía í mannanafnaskrá. Að sögn Sigurðar Konráðssonar, prófessors og nefnd- armanns í mannanafnanend, heyrir það til undantekninga að nefndin leggi til aðra framsetningu á nafni sem ekki hlýtur brautargengi. „Það er mjög óalgengt en ef það er eitt- hvað alveg náskylt sem samræmist lögum þá kannski bendum við á það. Það gerist ekki oft enda er það í sjálfu sér óþarfi að gera það. Hins vegar getur það verið ákveðið vinnu- hagræði í þeim skilning að þá þarf viðkomandi ekki endilega að byrja aftur frá byrjun,“ segir Sigurður. Eins og áður hefur verið greint frá hefur Áslaug Arna Sigurbjörns- dóttir dómsmálaráðherra lagt fram frumvarp á Alþingi sem snýr að auknu frelsi við nafnaval. Hluti af umræddu frelsi er að afnema há- mark á fjölda nafna auk þess að leggja niður mannanafnanefnd. Sjálfur segist Sigurður ekki hrifinn af ráðstöfuninni. „Þetta verður erf- iðara og dýrara í framkvæmd. Í stað þess að hafa áhugamannanefnd þá þarf að standa fyrir sérstakri deild eða manni í fullu starfi.“ Í nýjustu úrskurðum manna- nafnanefndar má sjá margar skondnar tillögur að nöfnum, þar á meðal Aquamann, Lilith og Brett- ingz. Aðspurður segir Sigurður að ákveðinn galli sé á reglunum hvað sérstök nöfn varðar. „Það er stór galli á reglunum að öll nöfn sem samþykkt eru fara inn á manna- nafnaskrá. Eftir það getur hver sem er notað þau. Með öðrum orðum skiptir engu hvort sá sem er að breyta um nafn sé fertugur karl á fylleríi eða ungbarn. Það væri mikill fengur í því að fá sérstaka skrá fyrir þá sem vilja taka upp sérviskunöfn.“ Vill sérstaka skrá fyrir sérviskunöfn  Nýtt fyrirkomulag verður dýrara Andlát manns sem lést í Sundhöll Reykjavíkur á fimmtudag er rannsak- að sem vinnuslys. Er það vegna þess að maðurinn var að störfum þegar and- látið átti sér stað. Þetta staðfestir Jó- hann Karl Þórisson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Maðurinn var með geðfatlaðan ein- stakling í liðveislu þegar andlátið átti sér stað. Er málið þess vegna á borði lögreglufulltrúa og rannsakað sem vinnuslys en ekki hjá miðlægri deild lögreglu. „Við fengum málið til okkar því hann var í vinnunni þar sem hann starfaði sem stuðningsfulltrúi,“ segir Jóhann Karl. Í tilkynningu frá íþrótta- og tóm- stundasviði Reykjavíkurborgar kemur fram að laugarverðir hafi verið á sínum stað í sal og turni Sundhallarinnar þeg- ar slysið varð. Maðurinn er sagður hafa verið sex mínútur á botni laug- arinnar. Lögregla hefur fengið sendar öryggisupptökur af atvikinu. Andlátið rannsakað sem vinnuslys  Segja verði hafa verið á sínum stað Morgunblaðið/Eggert Sundhöllin Slysið átti sér stað þar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.