Morgunblaðið - 26.01.2021, Page 8

Morgunblaðið - 26.01.2021, Page 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. JANÚAR 2021 Heimssýn hugsar upphátt aðgefnu tilefni:    Eins og viðmátti búast sömdu Bretar og Evrópusam- bandið á ell- eftu stundu.    Sá samn-ingur lýtur að frjálsri verslun, báðum til hagsbóta og hann veldur mörgum í Noregi og á Íslandi heila- brotum.    Hvernig stendur á því að Íslend-ingar greiða verulegar upp- hæðir fyrir aðgang að markaði Evrópusambandins sem er svo ekki hindranalaus fyrir helstu útflutn- ingsafurð Íslendinga, sjávaraf- urðir?    Hvernig má það vera að Íslandætli að leyfa Evrópusamband- inu að skattleggja alla ferðamenn sem til Íslands koma frá löndum ut- an Schengensambandsins?    Hvernig stendur á því að Íslend-ingar láta óteljandi reglur og tilskipanir yfir sig ganga, óháð því hvort þörf sé á þeim og hvað það kostar samfélagið?    Hvernig stendur á því að Íslend-ingar framselja vald í orku- málum til Evrópusambandsins?    Er ekki tímabært að endurskoðafyrirbærið EES?“    Íslensk stjórnvöld verða að líta íeigin barm. Væru þau burðugri og gættu þeirra hagsmuna sem þeim ber og ekki annarra hefðu slíkar spurningar aldrei vaknað. Von að spurt sé STAKSTEINAR Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Borgarráð hefur samþykkt úthlut- un lóðar og sölu byggingarréttar fyrir 36 íbúðir við Skyggnisbraut 21-23, Silfratjörn 1-3 og Gæfutjörn 18 í Úlfarsárdal. Lóðarhafi er Blær, leigufélag VR. Úthlutunin byggist á lóðarvilyrði til VR sem borgarráð staðfesti í nóvember 2018. Hámarksbyggingarmagn er samtals 3.405 fermetrar ofanjarðar auk 1.204 m2 neðanjarðar. Greitt er fyrir byggingarréttinn 45.000 kr. pr. fermetra, sem er verð bygging- arréttar fyrir húsnæðisfélög sem rekin eru án hagnaðarsjónarmiða. Heildargreiðsla fyrir byggingar- rétt lóðarinnar, að meðtöldum gatnagerðargjöldum, er krónur 198.662.418. Lóðarhafi skuldbindur sig til þess að selja tvær íbúðir, auk sameignar og hlutdeildar í bílakjallara, á kostnaðarverði til Félagsbústaða hf. Fyrstu hugmyndirnar um Blæ voru teiknaðar upp í kjarasamning- unum 2015 þegar leigufélagið Bjarg var sett á laggirnar, sagði Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR nýlega í viðtali hér í blaðinu. Alltaf hafi staðið til að vera með hliðarfélag sem átti að heita Blær og myndi styðja við starfsemi Bjargs, þ.e.a.s. vera með meiri fé- lagslega blöndun þannig að þessi tvö félög gætu saman náð til fleiri hópa sem væru jaðarsettir á mark- aðnum. Til hafi staðið að Blær myndi byggja 400-500 íbúðir á ári og yrði almennara leigufélag en Bjarg. sisi@mbl.is Blær hyggst byggja í Úlfarsárdal Morgunblaðið/Ingó Blær byggir Leigufélagið hefur fengið úthlutaða lóð í Úlfarsárdal. Stjórn Vatnajökulsþjóðgarðs hefur ákveðið að tillögu svæðisráðs suður- svæðis þjóðgarðsins, að fella nú þeg- ar niður áður ákveðnar fjöldatak- markanir í samningum sem gerðir voru við fyrirtæki í atvinnutengdri starfsemi í íshellaferðir og jökla- göngur veturinn 2020-2021. Ástæð- an er sögð vera sú að nú sé orðið ljóst að sóttvarnaráðstafanir stjórn- valda muni hafa mikil áhrif á ferða- þjónustu á yfirstandandi ári og litlar líkur séu á að veruleg aukning verði á gestakomum ferðamanna til Ís- lands fyrr en árið 2022 miðað við þróun mála og áætlanir um bólu- setningar. Eins og fram hefur komið í Morg- unblaðinu var ákveðið í fyrra að koma á fót kvótaúthlutunum og setja hámark á fjölda gesta sem mega fara daglega í íshellaferðir og jökla- göngur á fimm svæðum á sunnan- verðum Vatnajökulsþjóðgarði til að létta álag ferðamanna á þessum stöðum. Slíkar ferðir voru flokkaðar sem takmörkuð gæði og var því tak- markað aðgengi í þær auglýst í fyrra og gengið til samninga við fyrirtæki sem bjóða upp á íshellaferðir og jöklagöngur á suðursvæðinu. „Eftir auglýsingu frá Vatnajökulsþjóðgarði var 26 fyrirtækjum úthlutað dag- legum sætum samkvæmt samningi um atvinnutengda starfsemi í ís- hellaferðum og jöklagöngum vet- urinn 2020 – 2021,“ segir í frétt á vefsíðu Vatnajökulsþjóðgarðs. Tekið er fram að þrátt fyrir að nú hafi verið ákveðið að fella niður fjöldatakmarkanir í ljósi aðstæðna í ferðaþjónustu, þá gildi áfram að öðru leyti áðurnefndir samningar um atvinnutengda starfsemi. omfr@mbl.is Fjöldatakmarkanir í íshella felldar niður  Ferðirnar ekki kvótasettar vegna færri ferðamanna Morgunblaðið/RAX Íshellir Vegna fjölda gesta átti að takmarka aðgengi í íshella.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.