Morgunblaðið - 26.01.2021, Side 18

Morgunblaðið - 26.01.2021, Side 18
18 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. JANÚAR 2021 Á eins árs afmæli Covid-sjúkdómsins er eðlilegt að spyrja hvort hann sé versti sjúk- dómurinn sem riðið hefur yfir heiminn síð- ustu 100 árin. Svarið er næsta örugglega nei. Lömunarveiki 1950 olli dauða og lömun millj- óna barna svo dæmi sé tekið. Þá var mann- fjöldi heimsins um helmingi minni en í dag. Ýmsar inflúensur hafa ver- ið skæðar og tekið mörg mannslíf. Þegar þetta er skrifað er mannfjöld- inn í heiminum 7.698.677.585 og fólki fjölgar um þrjá á sekúndu eða um 260.000 á sólarhring. Á einu ári hafa tvær milljónir dáið úr Covid, en á sama ári hefur fólki í heiminum fjölgað um 95 milljónir. Andstætt því sem margir halda fram ógnar þessi sjúkdómur, þótt alvar- legur sé, ekki lífi mannsins á jörðinni og mundi ekki gera þótt ekki yrði gripið til neinna ráðstafana. Þróun í læknavísindum, næring- arfræði og margvísleg önnur aukin þekking hefur stuðlað að betri lýð- heilsu og lengt meðalævi fólks í okk- ar heimshluta jafnvel um tvo ára- tugi. Getur verið að vegna þessara miklu framfara á heilbrigðissviðinu teljum við að hægt sé að koma í veg fyrir eða fresta dauðsföllum nánast í það óendanlega og það beri að gera það, hvað svo sem það kostar? Traust almennings og trú á heil- brigðiskerfið og krafan um ábyrgð ríkisins á lífi og dauða leiddi til þess að heilbrigðiskerfið tók völdin í Covid-fárinu, en lætur stjórnmála- mennina bera siðferðislega ábyrgð á því sem gert er eða ekki gert. Kraf- an um að varðveita hvert einasta mannslíf og sú staðhæfing að mannslíf verði ekki metið til fjár er flutt fram af slíkum þunga að at- hugasemdir um slæm áhrif vegna sóttvarnaráðstafana m.a. á líf ann- arra skipta ekki máli og afgerandi þjóðfélagsleg tilraun á heilbrigðis- sviðinu er sett af stað og heldur áfram út í einhvern óendanleika. Svör við spurningum um siðferðis- lega ábyrgð á ákvörðunum sem varða líf og dauða eru mikilvæg. Ber einstaklingurinn ábyrgð, fjöl- skyldan, ríkið, Guð eða einhver ann- ar? Er í lagi að einstaklingurinn fari sér að voða en beri aldrei ábyrgð? Viljum við að ríkisvaldið setji ákveðnar reglur um líf og lífsstíl fólksins? Ef ríkisvaldið ber ábyrgð- ina á lífi og dauða, er þá ekki rétt að það taki ákvarðanir um fjarlægðar- mörk, hvað mörgum megi bjóða í boð, hvað margir megi koma saman, hvenær má kyssa ömmu og hvað megi borða og drekka og í hvað miklu magni? Matseðillinn frá lýð- heilsustofnun verður þá það eina sem verður í boði. Ef ríkisvaldið borgar allt, hefur það þá ekki líka rétt til að taka allar ákvarðanir m.a. um atriði eins og hvað gerir lífið þess virði að lifa því og hvað eigi að gera til að koma í veg fyrir að fólk deyi? Viljum við fela ríkisvaldinu svona víð- tækt vald? Var það ein- hvern tíma ákveðið að ríkið hefði alfarið með líf og dauða fólks að gera? Sagt er að Morgan skipstjóri, mikilvirkasti sjóræningi Karabíska hafsins, hafi spurt áhöfn sína þegar hann tók við sem foringi sjó- ræningjanna hvort þeir vildu stutt líf og skemmtilegt eða langt líf og leiðinlegt í hlekkjum. Áhöfnin valdi frekar stutt líf og skemmtilegt. Í þeim faraldri sem nú ríður yfir hefur ríkisvaldið ítrekað tekið ákvörðun um og talið sér heimilt að frysta efnahagsstarfsemina og borga fólki laun fyrir störf sem það vinnur ekki og eru jafnvel ekki leng- ur til. Það er fordæmalaust að rík- isstjórnir loki á atvinnustarfsemi og opni aftur að geðþótta. Á ríkisvaldið að hafa svo víðtækar heimildir? Hve- nær var það samþykkt, að ríkis- valdið hefði svona víðtæk völd yfir atvinnustarfseminni? Yfirvofandi efnahagskreppa er vegna pólitískra ákvarðana. Sú kreppa verður óhjá- kvæmilega þung, þótt fáir virðist skynja alvarleika hennar og ráð- herrar tali eins og aldrei komi að skuldadögum og ríkissjóður standi enn svo vel að við getum leyft okkur þetta. Vafalaust verður reynt að við- halda trylltum hrunadansi efnahags- kerfisins fram yfir kosningar ef þess gefst nokkur kostur, en hvað svo? Hafa stjórnmálaflokkar sett fram raunhæfa stefnu um það hvað eigi að gera til að vinna okkur út úr þeirri kreppu og hvernig þá eigi að skipta þjóðarkökunni? Ronald Reagan Bandaríkjaforseti sagði: „Helsta skylda ríkisins er að vernda borgarana en ekki stjórna lífi þeirra.“ Slíkt þjóðfélag krefst ein- staklingsfrelsis og einstaklings- bundinnar ábyrgðar, þar sem fólki er treyst til að ráða meiru en minnu um líf sitt og störf. Í slíku þjóðfélagi blómstra flest blóm og mannlífið nær þeirri reisn og fjölbreytileika sem er útilokaður í alræðishyggju ríkislausnasamfélags, sem við höfum stefnt hraðfara til undanfarin miss- eri vegna þess að stjórnmálamenn dagsins vilja ekki taka á sig ábyrgð og hafa takmarkaða hugmynda- fræðilega kjölfestu og viðmiðanir. Er ekki kominn tími til að treysta heilbrigðum einstaklingnum betur og láta hann gera sína réttu hluti og/ eða vitleysur á eigin ábyrgð en ekki á ábyrgð skattgreiðenda? Hver ber ábyrgð á lífi og dauða? Eftir Jón Magnússon » Í slíku þjóðfélagi blómstra flest blóm og mannlífið nær þeirri reisn og fjölbreytileika sem er útilokaður í al- ræðishyggju ríkis- lausnasamfélags. Jón Magnússon Höfundur er hæstaréttarlögmaður. jm@ilog.is Ég var svo barna- legur, að ég hélt að Bjarni Ben. ætlaði að snúa sér að loforða- listanum þegar hann baðst afsökunar og sagðist ekki geta sagt af sér. Það væru svo mörg stór mál, sem hann gæti ekki hlaup- ið frá. Nú hefur komið í ljós að stóra málið, sem hann yrði að klára fyrir lok kjörtímabilsins er að selja banka. Íslandsbanki skal seldur, hvað sem það kostar! Sporin hræða: Flestir muna, hvernig einkavæð- ing banka endaði 2008. Alla vega þeir, sem lentu í klóm hrægamma- sjóða og misstu heimili sín. Bless- unarlega náðu framsýnir menn Ís- landsbanka og Arion banka af hrægömmunum. Bjarni vildi selja Arion banka. Framsýnir menn bentu á að bank- inn væri stútfullur af peningum. Kaupendur myndu tæma hann með því að borga sér út arð. Betra væri að nýta forkaups- réttinn. Þá sagði Katr- ín, að ríkið ætti engan forkaupsrétt. Nokkrum vikum seinna féll hún frá forkaupsrétti. Það gekk eftir, að nýju eigendurnir greiddu sér fljótlega út miljarða í arð, eins og áhættufjárfestar gera. Fróðlegt væri að reikna dæmið til enda og sjá svart á hvítu hvað þeir borguðu raunveru- lega fyrir Arion banka og hvað ríkið hefur misst af miklum arð- greiðslum. Nú skal sagan endurtekin með sölu Íslandsbanka. Hann er stút- fullur af peningum, sem verða greiddir út í formi arðs. Sala Lands- banka og Landsvirkjunar munu fylgja í kjölfarið. Sala þessara þjóð- areigna verður rökstud með því að meira vanti til rétta af Covid-19- hallann. Margir hafa rökstutt, að nú sé ekki rétti tíminn til að selja Íslands- banka. Fagleg framsetning Odnýjar Harðardóttur í Silfrinu var frábær. Hún er örugglega einn besti fjár- málaráðherra, sem við höfum átt. Það besta sem Bjarni og Katrín gætu gert væri að að vanda sig og gefa þinginu tækifæri og tíma til að ræða málið. Sala bankans má alveg bíða fram á næsta kjörtímabil. Bjarni fær þá tíma til að vinna niður loforðalistann og gæti sett eldri borgara í forgang. Katrín gæti farið yfir stefnu flokksins og hug- leitt, hvort VG standi fyrir að Vilja Gefa auðlindir þjóðarinnar. Eftir Sigurð Oddsson Sigurður Oddsson »Nú skal sagan endurtekin með sölu Íslandsbanka. Hann er stútfullur af peningum, sem verða greiddir út í formi arðs. Höfundur er verkfræðingur og eldri borgari. Að selja banka Samferðamenn mín- ir eru að hverfa af sjónarsviðinu vegna takmörkunar líftímans og mér skilst æ betur hve lífið er stutt og hverfult. Sérstaklega finnur fólk fyrir þessu fyrirbæri sem komið er vel yfir miðjan ald- ur. Eftirlifandi vinir mínir taka hamförum í umbreyting- unni miklu og þegar ég sjálfur lít í spegil eða sé myndir eða myndskeið af sjálfum mér, sem tekin eru um þessar mundir, undrast ég yfir sjálfsmynd minni og spyr sjálfan mig hvaða gamli maður þetta sé sem fyrir augu mín ber. Ég er yngri í anda en útliti. Þegar ég hugsa um líftíma mannsins undr- ast ég umfjöllun fjöl- miðla, sem nánast ein- göngu fjalla um veraldlega hluti, kaup og kjör, vexti og vísitöl- ur, græðgi og gróða. Allt skal mælt í verald- arauði, eignum, banka- innistæðum, já, öllu því forgengilega sem mennirnir sækjast eftir af miklu offorsi. Mönnum er því mið- ur ekki kennt að lifa eftir boðorðum himinsins í þessu jarðríki verald- arhugsjóna, þar sem kærleikur og elska eru fótumtroðin af eiginhags- munasýki og frægðarfaraldri fólks, sem eftir áratugi eða minna verður ekki annað en mold í gróinni gröf. Undurfalleg samtímasystir mín er núna dáin. Fyrir fáeinum árum var hún á meðal fegurstu mannlegu blóma. Í dag fallin, hulin moldu und- ir gróandi grasi á sumrin en á vetr- um hulin snjóhvítum feldi. Falleg mynd hennar lifir í huga mér og myndskeið í draumi, eins og við- burður gærdagsins; elskulegt andlit hennar ljúft í minningunni. Örstutt lífsins stund þetta líf sem við lifum á jörðu, sem gefur þó von um miklu lengri veröld sem snýst um allt annað en ofgnótt munaðar, peninga og frægðar í tímanlegum heimi okkar mannanna. Eftir Einar Ingva Magnússon Einar Ingvi Magnússon »Mönnum er því miður ekki kennt að lifa eft- ir boðorðum himinsins. Höfundur er áhugamaður um mannlífið. einar_ingvi@hotmail.com Tímanleg eilífðarmál Hvar er næsta verkstæði? FINNA.is Smiðjuvegi 4C | 200 Kópavogur | Sími 587 2202 | hagblikk@hagblikk.is | hagblikk.is HAGBLIKK Álþakrennur & niðurföll Þakrennurnar eru frá GRÖVIK VERK í Noregi Þær eru einfaldar í uppsetningu HAGBLIKK Ryðga ekki Brotna ekki Litir á lager: Svart, hvítt, ólitað, rautt silfurgrátt og dökkgrátt

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.