Morgunblaðið - 26.01.2021, Síða 22

Morgunblaðið - 26.01.2021, Síða 22
22 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. JANÚAR 2021 Atvinnuauglýsingar Álnabær Verslunarstarf Starfskraftur óskast í verslun okkar í Síðumúla 32, Reykjavík. Vinnutími frá kl. 10-18 eða kl. 13-18 alla virka daga. Áhugasamir sendi umsókn á ellert@alnabaer.is Tilkynningar Sveitarfélagið Mýrdalshreppur ákvað á fundi sínum 22. janúar 2021 að heimila ekki frekari breytingar á Aðalskipulagi Mýrdalshrepps 2012 – 2028 frá og með 1. mars 2021. Ástæða fyrir því er að vinna við endurskoðun aðalskipulags sveitarfélagsins er hafin og fyrirhugaðar breytingar á aðalskipulagi yrðu þá teknar til skoðunar inn í þeirri vinnu. George Frumuselu Skipulags- og byggingarfulltrúi Mýrdalshrepps Auglýsing um skipulagsmál í Mýrdalshreppi Skipulags og byggingarfulltrúi Félagsstarf eldri borgara Árskógar Smíðar, útskurður með leiðbeinanda kl. 9-16. Opin vinnu- stofa kl. 9-12. Handavinnuhópur kl. 12-16. Hádegismatur kl. 11.30- 12.50. Dansleikfimi með Auði kl. 13.45. Kaffisala kl. 14.15-15.30. Heitt á könnunni, allir velkomnir. Grímuskylda og það þarf að skrá sig í við- burði eða hópa, sími 411-2600. Boðinn Stafganga kl. 10, farið frá anddyri Boðans, allir velkomnir. Fuglatálgun kl. 13. Sundlaugin er opin frá kl. 13.30-16. Grímuskylda er í Boðanum og tveggja metra reglan viðhöfð. Bólstaðarhlíð 43 Opin handverksstofa kl. 9-16. Morgunkaffi í kaffi- horninu kl. 10-10.30. Saumastofan, saumað með Björgu (og Bryndísi aðstoðarmanni) kl. 10.30. Leikfimi með Silju kl. 13-13.40. Qi-gong kl. 17. Opið kaffihús kl. 14.30. Vegna sóttvarnaregla biðjum við ykkur að skrá ykkur fyrirfram í alla viðburði hjá okkur í síma 535-2760. Félagsmiðstöðin Hæðargarði 31 Opið frá kl. 8.10-16. Kaffi og spjall kl. 8.10-11. Prjónum til góðs kl. 9-12. Hádegismatur kl. 11.30- 12.30. Kríur Myndlistarhópur kl. 13-16. Síðdegiskaffi kl. 14.30-15.30. Þátttökuskráning í síma 411-2790 og á skrifstofu. Grímuskylda. Virðum allar sóttvarnir. Gerum þetta saman, þannig náum við bestum árangri. Nánari upplýsingar í síma 411-2790. Garðabær Opið í Jónshúsi og heitt á könnunni. Hægt er að panta hádegismat með dags fyrirvara. Pool-hópur í Jónshúsi kl. 9. Göngu- hópur fer frá Jónshúsi kl. 10. Stólajóga kl. 11 í sal í kjallara Vídalíns- kirkju. Botsía Ásgarður kl. 12.55. Smíði; Smiðja Kirkjuhvoli kl. 9 og 13. Áfram skal gæta að handþvotti og smitvörnum og virða 2 metra, athugið grímuskylda í Jónshúsi og Smiðju Kirkjuhvoli. Gullsmári Myndlist kl. 9. Tréútskurður kl. 13. Grímuskylda og tveggja metra reglan viðhöfð. Hraunsel Dansleikfimi á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 8.30 og 9.30. Bingó á miðvikudögum kl. 13. Handverk á miðvikudögum kl. 13. Píla á fimmtudögum kl. 13. Línudans á föstudögum kl. 10 og 11. Grímuskylda og 2ja metra reglan eru í gildi og nauðsynlegt að skrá sig í allt starf fyrirfram í síma 5550142. Hvassaleiti 56-58 Morgunkaffi og spjall frá kl. 8.30-10.30. Útvarps- leikfimi kl. 9.45. Gönguferð kl. 13.30, styttri ganga ef veður leyfir. Korpúlfar Morgunleikfimi kl. 9.45 í Borgum og botsía kl. 10 í Borg- um. Helgistund kl. 10.30 í Borgum, spjallhópur í listasmiðu í Borgum kl. 13 og sundleikfimi í Grafarvogssundlaug kl. 14 í dag. Virðum allar sóttvarnir og grímuskyldu í Borgum. Heitt á könnunni og allir hjartanlega velkomnir. Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar  Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum.  Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum.  Smíðum gestahús – margar útfærslur.  Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum.  Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Byggingavörur Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, pallaefni, parket, útihurðir o.fl. Gæði á góðu verði. Eurotec A4 harðviðarskrúfur. Penofin harðviðarolía. Indus ehf., Óseyrarbraut 2, Hf. Upplýsingar hjá Magnúsi í símum 660 0230 og 561 1122. Hreinsa þakrennur og tek að mér ýmisskonar húsaviðhald. Uppl. í síma 847 8704 manninn@hotmail.com Húsviðhald Smá- og raðauglýsingar Við kveðjum Fjólu föðursystur okkar með þakk- læti fyrir áralanga samfylgd sem nú vekja ljúfar minningar. Hún var glaðlynd, stutt í dill- andi hlátur og vildi allt fyrir okkur gera. Henni féll aldrei verk úr hendi. Það var alltaf heimabakað með kaffinu og saumavélin var alltaf uppi á borði – í stöðugri notkun. Heimilið var fjörugt, Anna elst og svo þrír líflegir bræður, Sverrir, Guðni Rúnar og Hilm- ar. Systkinin voru öll á kafi í músík og öllu sem því fylgdi. Foreldarnir Fjóla og Agnar voru gestrisin og vinmörg. Þau höfðu unun af söng og dansi og það var upplifun að horfa á þau svífa um dansgólfið. Þrátt fyrir stórt heimili tóku þau Fjóla og Agnar oft að sér unglinga sem bjuggu hjá þeim um lengri eða skemmri tíma. Síðan komu barnabörnin í stríðum straumum og áttu öll öruggt skjól hjá ömmu og afa. Fjóla H. Guðjónsdóttir ✝ Fjóla H. Guð-jónsdóttir fæddist 7. sept- ember 1926. Hún lést 12. janúar 2021. Útför Fjólu fór fram 22. janúar 2021. Þeir eru ófáir unglingarnir sem Fjóla kom til manns. Þegar við komum í heim- sókn var alltaf spennandi að sjá hverjir sætu við eldhúsborðið og umræðurnar sem þar spunnust voru jafnan skemmtilegar. Við erum sérlega þakklát fyr- ir hvað Fjóla og bróðir henn- ar, faðir okkar Guðbjörn, studdu hvort annað alla tíð. Systkinabandið var sterkt og samgangur þeirra á milli mik- ill. Ofan á allt þetta vann Fjóla sem handavinnukennari og í mörg ár sem fararstjóri með Agnari á ferðaskrifstofu þeirra, Bændaferðum. Stíg- andi aldur og sjúkdómar öftr- uðu ekki Fjólu að njóta lífs- ins. Hún var fljót að skipta um umræðuefni ef kvillar komu til tals og oftast endaði samtalið í eftirminnilegum hlátri. Okkar innilegustu samúð- arkveðjur til Agnars og allrar stórfjölskyldunnar. Óteljandi minningar og hughrif munu fylgja okkur um ókomin ár. Hrafnhildur Soffía og Björn. Yndislega systir mín, mikið á ég eftir að sakna þín, stóra systir mín sem ég leit svo upp til. Það var alltaf svo stutt í brosið þitt og húm- orinn. Það var ómetanlegt hvað við náðum að halda góðum tengslum þrátt fyrir að þú hafir verið alin upp í Vestmannaeyjum hjá ömmu en ég í Reykjavík hjá mömmu. Það eru margar góðar minningar sem við áttum og koma upp í hug- ann núna. Það gleymist seint þegar ég kom til Eyja fjórtán ára og við unnum í frystihúsinu. Þá brölluðum við mikið saman og amma dekraði við okkur eins og prinsessur. Það kom fljótt í ljós hvað þú varst hand- lagin og snögg að vinna enda fékkstu alltaf háan bónus í frysti- húsinu og ekki nokkur leið að halda í við þig í þeim efnum. Ég dáðist allt- af að því að þú gast prjónað og saumað allt sem þér datt í hug á þig og þína, þig munaði heldur ekki um að sauma á mínar stelpur líka. Svo sendirðu mér hannyrðauppskriftir á milli landshluta, hvattir mig áfram og sagðir mér til í gegnum síma þar til flíkurnar voru fullkláraðar. Þetta Ásdís Erna Guðmundsdóttir ✝ Ásdís ErnaGuðmunds- dóttir fæddist 17. febrúar 1954. Hún lést 9. janúar 2021. Útför Ásdísar fór fram í kyrrþey. mat ég mikils. Seinna komstu til Grundar- fjarðar með fjöl- skylduna og við fór- um í útilegur, veiðitúra og reiðtúra saman með krakk- ana. Þegar við svo heimsóttum ykkur til Eyja voru ævintýrin nú ekki minni. Þú varst heppin með börnin þín og barnabörnin sem þú varst svo stolt af. Þú varst svo mikil móðir og amma í þér, ljómaðir alltaf þegar þú talaðir um þau. Ásdís mín, mér þykir svo vænt um þig og það er búið að vera erfitt að fylgjast með þér í erfiðu veikind- unum þínum síðustu árin. En eins og þér var lagið barstu þig alltaf svo vel. Nú ert þú frjáls frá veik- indum og amma og afi taka vel á móti þér. Hvíl í friði systir mín. Megi algóður guð þína sálu nú geyma, gæta að sorgmæddum, græða djúp sár, þó komin sért yfir í aðra heima mun minning þín lifa um ókomin ár. ( Höf. óþekktur) Elsku Aldís, Ólöf, Pálmi Ernir og fjölskyldur, missir ykkar er mikill. Megi góður guð styrkja ykkur í sorginni. Kolbrún Linda. Jóna Kristjánsdóttir ✝ Jóna Krist-jánsdóttir fæddist 17. sept- ember 1926. Hún lést 11. janúar 2021. Útförin fór fram 22. janúar 2021. Nú þegar komið er að kveðjustund rifjast gamlar minn- ingar um Jónu frænku upp fyrir okkur systkin- um. Hún og móðir okkar Þórunn voru systradætur og miklar vin- konur. Jóna sagði oft að þær væru eins og systur. Í huga okkar birtist mynd af mömmu og Jónu. Þær sitja í eldhúsinu hennar mömmu með kaffibolla og rifja upp gamla tíma. Þær hlæja svo innilega að það er ekki hægt ann- að en að hlæja með. Það var oft mikið fjör þegar sá gállinn var á frænku, talað hátt og hlegið dátt. Önnur minning sem við eigum um Jónu er talsvert ólík þeirri fyrri en hún er þegar þær frænkur sitja hvor í sínum stólnum inni í stofu, kveikt á sjón- varpinu og dagskrá- in rúllar áfram en þær sofa báðar, önnur með höfuðið ofan í bringu en hin hallaði út á hlið. Margar fleiri góðar minningar eigum við um frænku okkar frá því við bjuggum í foreldrahúsum en þær geymum við með okkur og brosum yfir þeim. Ástvinum Jónu sendum við samúðarkveðju. Freyja, Sveinn, Elísa og Rúna. Þann 22. desem- ber síðastliðinn lagði ég af stað frá Reykjavík og áleiðis til Grundarfjarðar. Í för með mér var faðir minn, sem ætlaði sér að halda jól í íbúð- inni sinni í síðasta skiptið áður en hún yrði seld í janúar. Jóla- skatan var á sínum stað 23. desember, og daginn eftir kom jólamatur á borð á þeim tíma sem vant var, og pakkar opn- aðir. Jólahátíðin ætlaði að blessast nokkuð vel þetta árið Halldór Guðmundsson ✝ Halldór Guð-mundsson fæddist 4. ágúst 1935. Hann lést 27. desember 2020. Útför hans fór fram 5. janúar 2021. þrátt fyrir engar heimsóknir. En þann 27. desember kvaddi faðir minn þennan heim skyndilega, er hann var að leggj- ast til svefns. Margir sem heimsóttu pabba og mömmu á Grundargötuna, muna eftir skreyt- ingum sem pabbi gerði úr skeljum sem hann fann skammt frá heimilinu við skel- vinnslu staðarins. Barnabörnin gleyma líka seint heimsóknum til afa síns á Grundargötuna, því íbúðin hafði að geyma nokkuð sem flesta krakka dreymir um, en það var háa- loftið með alls konar dóti og forvitnilegum hlutum úr fortíð- inni. Þarna léku barnabörnin sér án afskipta eða athuga- semda þrátt fyrir hávaða og önnur hljóð. En oft komu þau þó við hjá afa sínum til að fá leyfi fyrir ýmsu sem var oftast samþykkt. Pabbi var yfirleitt góð fyrirmynd og var sjaldan að hamra á neinum hlutum eða gera athugasemdir. Hann var aldrei að draga það að fram- kvæma eitthvað sem þurfti að gera, og var alla tíð vinnu- samur og fór stundum til sjós á trillunni þótt allir aðrir væru í landi vegna veðurs. Margar ljúfar minningar á ég til um föður minn þó að við feðgarnir höfum ekki verið að hugsa það sama og haft ólíkar skoðanir á ýmsu, en það sem fyrst kemur upp í hugann eru heimsóknir til bræðra hans er ég var krakki, en þeir voru stórskemmtilegir og pabbi hló mikið með þeim og ég líka. Þeir voru margir bræðurnir, en þeir eftirminnilegustu voru Jóhannes og Hjörtur. Jóhann- es fyrir stórskemmtilegan frá- sagnarstíl en Hjörtur fyrir hrós og falleg orð í garð barna. Ég átti þess kost að vinna með pabba í nokkur ár á trillu, og þarna sá ég starf sem virtist gefa honum mikið. En þar sem ýmis óhöpp urðu á vegi okkar á sjónum, lauk trillustandinu sumarið 1991 og ekkert komið upp síðan sem bendi til þess að ég muni klæða mig upp í sjó- galla aftur, en ef svo skyldi nú vera að pabbi sé kominn á nýj- an stað eða heim, kæmi ekki á óvart að hann væri nú að skoða nýjan bát með öllum tækjum og tilheyrandi tólum, og velt- andi því fyrir sér hvort mamma hafi eitthvað við litinn að athuga. Takk fyrir allt sem við átt- um saman pabbi minn, og von- andi er veröldin þannig úr garði gerð, að okkur sé gert kleift að vakna upp á nýjum stað og hitta aftur megnið af þeim góðu félögum og ættingj- um sem voru með okkur, og vera svo með þeim í gleði og friði um alla eilífð. Kveðja, þinn sonur Gunnar Karl Halldórsson. Það er dýrmætt að hafa átt afa og ömmur á sínum uppvaxtarárum og fyrir það erum við ólýsanlega þakklát. Afi nafni var mikill vinur. Hann gaf sér alltaf tíma hvort sem var fyrir spjall, fræðslu eða bara samveru í þögn. Við kunnum til að mynda skringilega mörg örnefni og blómaheiti, þökk sé afa. Afi var þolinmóður og mjög hlýr. Ferðir með honum og ömmu í sumarbústaði, skoðunar- Þórarinn Guðmundsson ✝ Þórarinn Guð-mundsson fæddist 7. mars 1927. Hann lést 27. desember 2020. Útför fór fram í kyrrþey að ósk hins látna. ferðir eða heim- sóknir fram í sveit voru skemmtilegar og stundirnar voru ófáar þar sem við sátum og skoðuðum steinasafnið hans, lásum ljóð eða kíkt- um í hesthúsin. Minningarnar eru margar og þær koma fram í hlýju ljósi, sátt og gleði. Við erum þakklát og rík fyrir tímann okkar saman elsku afi okkar. Það er gott að hugsa til þess að þið amma hafið aftur samein- ast og hvílið nú í nýrri vídd. Við munum sakna ykkar alla daga en gleðjumst yfir því að hafa átt ykkur að. Þín Þórarinn, Íris Helga og Elfur Sunna.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.