Morgunblaðið - 26.01.2021, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 26.01.2021, Qupperneq 24
24 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. JANÚAR 2021 TUDOR rafgeymar TUDOR TUDOR Er snjósleðinn tilbúinn fyrir vetrarkuldann? Bíldshöfða 12 • 110 Rvk • 577 1515 • skorri.is Mikið úrval - Traust og fagleg þjónusta Veldu öruggt start með TUDOR 50 ára Jón Matti er frá Ísabakka í Hruna- mannahreppi en býr í Kópavogi. Hann er stúdent frá Mennta- skólanum á Laugar- vatni og er sölu- og skoðunarmaður hjá Ís- felli. Maki: Anna Elín Hjálmarsdóttir, f. 1975, heimavinnandi. Börn: Margrét, f. 2005, Hjálmar, f. 2006, og Oddný, f. 2014. Foreldrar: Helgi Jónsson, f. 1937, d. 1988, og Anna Soffía Sigurðardóttir, f. 1944, d. 2011, bændur á Ísabakka. Jón Matthías Helgason Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Ekki hika við að segja fjölskyldu- meðlimum að þú elskir þá. Reyndu að finna tíma til að vera með börnunum, þau eru besti félagsskapurinn. 20. apríl - 20. maí  Naut Þú þarft að taka á honum stóra þínum til þess að komast fram úr öllu því sem gera þarf. Að horfa á raunveruleikann í gegnum töfrandi bleika þoku er ekki svo slæmt. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Þú þarft að vera í einrúmi í dag. En gættu þess að þú hefur aðrar skuldbind- ingar sem líka þarf að sinna. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Af einhverjum ástæðum ert þú mið- punktur athyglinnar. Fólk lítur lífið mis- jöfnum augum og þér er frjálst að velja þá sýn sem hentar þér best. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Samstarfsmaður, sem þú hefur svo sem ekki veitt neina athygli, leitar til þín með vandasamt mál. Nú er bara að sýna dirfsku og staðfestu og sigla málunum í örugga höfn. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Þú hefur lengi velt fyrir þér hvernig hægt sé að bæta andrúmsloftið á vinnustað. Sýndu göfuglyndi, þú munt ekki iðrast þess síðar. 23. sept. - 22. okt.  Vog Þú ert forvitin/n og hefur gaman af að spjalla við aðra og skiptast á skoðunum. Þér verður boðið á stefnumót sem á eftir að breyta lífi þínu. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Einhver þér nákominn á bágt með að skilja framkomu þína og stefnu í líf- inu. Ekki láta slá þig út af laginu. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Það eru einhver ónot í þér þessa dagana. Farðu þér hægt og brjóttu málin til mergjar áður en þú ákveður nokkuð. 22. des. - 19. janúar Steingeit Mundu að allt sem þú gerir hefur sínar afleiðingar bæði fyrir sjálfa/n þig og aðra. Þér hættir til að hafa áhyggjur af hlut- um sem skipta í raun engu máli. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Kappkostaðu að reyna á þig lík- amlega nokkrum sinnum í viku. Þér verður hrósað fyrir skemmtilega sýn á verkefni sem þú sinnir í vinnunni. 19. feb. - 20. mars Fiskar Ekki örvænta þótt þér finnist þú ekki eiga næga peninga. Láttu sem þú eigir meira en nóg og sjáðu hvað gerist. Mundu að það er gott að þakka fyrir hlutina. vorum til dæmis í heildsölu fyrir úrsmiði í Reykjavík.“ Á tímabili störfuðu sjö manns við fyrirtækið. Árið 1975 flutti Jón verslunina í þessi leyfi fyrir innflutningi. En þetta var samstarf okkar feðganna og við fluttum mikið inn af vörum, það var stór hluti af rekstrinum og J ón Bjarnason fæddist 26. janúar 1936 í Reykjavík en fluttist til Akureyrar 1939, fyrst í Hafnar- stræti en bjó lengst af í Brekkugötu 31. Árið 1955 flyst fjölskyldan síðan í Byggðaveg 111. Árið 1943 byggði fjölskyldan sum- arhús á Svalbarðseyri, úr landi Svalbarðs þar sem þeir bræður undu sér vel öll sumur. Jón hjálp- aði líka við sveitastörf hjá ömmu- bróður sínum, Stefáni Stefánssyni bónda á Svalbarði. „Ég var strax innan við tíu ára farinn að keyra rakstrarvélar og múgavélar. Ég var mikið hjá frænda mínum, en þetta var mjög sérstakt heimili hjá okkur. Báðir bræður mínir eru mjög veikir frá fæðingu og síðar fæðast einnig tví- burar sem eru með sömu veiki, og ég er líka mikið að hjálpa mömmu minni með þá og er með þeim í sveitinni. Svo kemur Akureyrar- veikin 1949 og þá er allt lokað og ég hef ekkert að gera, svo ég fór alltaf inn á smíðaverkstæði og var að dunda mér við að smíða.“ Jón stundaði nám í Barnaskóla Akureyrar, Gagnfræðaskóla Akur- eyrar, tók landspróf 1952 og gagn- fræða- og iðnskólapróf 1953. Árið 1956 lauk hann prófi í úrsmíði. Jón stundaði einnig nám í öldungadeild MA. „Ég fór fyrst í máladeild til að undirbúa mig fyrir að fara út í nám og síðan í náttúrufræðideild til að læra undirstöðurnar í efna- fræði.“ Árið 1957 fór Jón til Bienne í Sviss í framhaldsnám í úrsmíði og fór árlega á námskeið og vörusýningar í tengslum við starfið. „Ég var duglegur að fara á Hannover-messuna sem var mikil sýning og Basel-sýninguna strax á eftir.“ Jón byrjaði að vinna um ferm- ingaraldur á úrsmíðaverkstæði föð- ur síns, Bjarna Jónssonar frá Gröf. Hefur hann unnið við úrsmíði alla tíð síðan. Jón opnaði eigið úr- smíðaverkstæði og verslun í Ham- borgarhúsinu Hafnarstræti 94 árið 1961. „Það var út af leyfisveseni, við þurftum að vera með tvö verk- stæði til að geta verið með öll Kaupvangsstræti 4 þar sem hún er enn starfandi. Þar ræður nú ríkj- um Bjarni sonur hans. „Við færð- um okkur meira í skartgripina seinni árin, enda eru breyttir tímar. Ég er að mestu leyti hættur og er orðinn heimavinnandi hús- móðir, en ég er þó með klukku hérna sem ég er að dytta að.“ Jón hefur verið viðloðandi íþróttir alla tíð. Hann starfaði mik- ið við íþróttir, t.d. við tímatökur á mótum, skíðum og frjálsum íþrótt- um. Hann stundaði m.a. skíði, handbolta, fótbolta, badminton og blak fram á seinni ár og á Íslands- meistaratitla að baki í öldunga- deildinni í blaki auk innanfélags- titla í öðrum greinum. Jón var gjaldkeri í stjórn Þórs og hefur starfað mikið innan Odd- fellow-reglunnar, frá 1961 og er enn að. „Það eru ekki margir sem hafa náð að starfa fyrir hreyf- inguna í 60 ár.“ Áhugamál voru veiði og útivist framan af ævinni. „Ég á stórkost- Jón Bjarnason úrsmiður – 85 ára Á Svalbarðseyri Jón og Sigrún ásamt Ólöfu, dóttur sinni, rétt við sumarbústað sinn. Er enn að dytta að klukkum Hjónin Jón og Sigrún í heimsókn hjá dóttur sinni, Ólöfu, í Milwaukee. 30 ára Berglind er Kópavogsbúi og vinnur á leikskól- anum Vinaminni. Maki: Hlynur Þór Agnarsson, f. 1988, aðgengis- og upplýs- ingafulltrúi hjá Blindrafélaginu. Börn: Jökull Orri, f. 2015, og Sóldís María, f. 2020. Foreldrar: Kristín Rósinbergsdóttir, f. 1955, vinnur hjá Kópavogsbæ, búsett þar, og Jón Hansson, f. 1953, sjálf- stætt starfandi smiður, búsettur í Njarðvík. Berglind Jónsdóttir Til hamingju með daginn Kópavogur Sóldís María Hlyns- dóttir fæddist 20. apríl 2020. Hún var 4.116 g að þyngd og 52 cm að lengd. Foreldrar hennar eru Berg- lind Jónsdóttir og Hlynur Þór Agn- arsson. Nýr borgari

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.