Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.01.2021, Page 2
Hver er konan?
Ég heiti Viktoría Sigurðardóttir og er útskrifuð
leikkona frá London College of Music. Ég kom
heim 2016 og hef leikið í Rocky Horror, Matt-
hildi, We Will Rock You og Vorið vaknar en ég
lærði einmitt söngleikjaleiklist.
Hvernig var síðasta ár fyrir þig?
Ég hef verið mjög heppin. Ég var fyrir norðan að leika í
Vorið vaknar þegar veiran skall á og þá þurftum við að hætta.
Svo stuttu síðar fékk ég hlutverk í Bakkabræðrum með leik-
hópnum Lottu. Blessunarlega var sumarið geggjað og við gát-
um sýnt, en eins og allar sumarsýningar hjá Lottu var sýningin
sýnd úti. Svo í haust byrjuðu æfingar á söngleiknum Fimm ár.
Við erum búin að þurfa að fresta frumsýningu nokkrum sinn-
um en við frumsýnum loksins núna um helgina!
Hvaða söngleikur er Fimm ár?
Hann heitir á ensku The Last Five Years og er eftir Jason Robert
Brown en þetta er frumflutningur á Íslandi í þýðingu Jóhanns Ax-
els Andersen. Í sýningunni eru aðeins tveir leikarar, en verkið er
nánast allt sungið í gegn. Þar segir frá fimm ára sambandi Cathy
og Jamies en hennar saga byrjar á endanum en hans á byrjuninni.
Þetta er æðislegur söngleikur með geggjaðri tónlist, einn af mínum
uppáhalds!
Hvað er fleira í gangi hjá þér?
Ég er líka að leika í Fuglabjarginu í Borgarleikhúsinu sem er
splunkunýtt verk fyrir börn. Þar er sögð saga fugla sem búa á eyj-
unni Skrúð og förum við í ýmis fuglagervi.
Verður nóg að gera hjá þér í framtíðinni?
Já, ég trúi því. Íslendingar elska söngleiki.
Morgunblaðið/Eggert
VIKTORÍA SIGURÐARDÓTTIR
SITUR FYRIR SVÖRUM
Í FÓKUS
2 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24.1. 2021
Þetta var viðburðarík vika. Lengsta og áhrifamesta listgjörningi mann-kynssögunnar, sem framinn hefur verið í hvítu húsi úti í heimi síðustufjögur árin, lauk og listamaðurinn hélt á vit nýrra ævintýra. Hann hef-
ur að vísu ekki enn þá sagt það í svo mörgum orðum að þetta hafi verið gjörn-
ingur en mun ugglaust gera það á næstu dögum eða vikum þegar hljóðið í
honum verður skrúfað upp að nýju. „Hahaha, plataði ykkur öll!“
Listamaðurinn í hvíta húsinu var ekki fyrr farinn út af sviðinu en Össur
Skarphéðinsson birtist, eftir áralanga útlegð frá sviðsljósinu, með digra
skýrslu um Grænland undir hend-
inni sem Guðlaugur Þór Þórðarson
utanríkisráðherra pantaði hjá hon-
um. Er það vel. Norðurslóðir, ekki
síst Grænland, gegna ört vaxandi
hlutverki í nýrri heimsmynd og
mikilvægt fyrir okkur Íslendinga að
átta okkur á því hvar við ætlum að
standa í því tafli öllu. Ég meina, Kín-
verjar eru mættir á svæðið, Rússar
eru með bæði augun opin og áhugi
Bandaríkjanna hefur farið vaxandi,
þó sumum finnist að hann mætti
vera meiri.
Össur fór mikinn, bæði í viðtali
hér í Morgunblaðinu og í Kastljós-
inu, og það rifjaðist óhjákvæmilega upp fyrir manni hve mælskir stjórn-
málamenn voru í gamla daga. Í öllum flokkum. Hvenær ætli mælskir stjórn-
málamenn komist eiginlega aftur í tísku?
Hafi manni ekki liðið þannig þegar Össur steig fram þá var enginn vafi á
því að manni fannst maður vera kominn aftur til ársins 2007 þegar Jón Ás-
geir Jóhannesson birtist í Kveik, beint á eftir Kastljósinu. Hann er víst snú-
inn aftur í íslenskt viðskiptalíf. Andrúmsloftið í viðtali Helga Seljan við hann
var svolítið skrýtið; Helgi freistaði þess að þjarma að Jóni en afskaplega lítið
kom út úr því; Jón lýsti sig bara ósammála spurningum/fullyrðingum Helga.
Svo hlógu þeir og skríktu inn á milli vegna tilburða hunds í eigu Jóns.
Strákarnir okkar hafa ekki átt sjö dagana sæla á HM í handbolta í Egypta-
landi og eftir grátlegt tap gegn Sviss, þar sem urmull dauðafæra fór í súginn,
gaf þjálfarinn, Guðmundur Þ. Guðmundsson, þá skýringu að þjóðin, með sér-
fræðinga RÚV í broddi fylkingar, hefði gert of miklar kröfur til liðsins. Aum-
ingja strákarnir okkar sáu sumsé bara glottið á Loga Geirssyni fyrir sér í
dauðafærunum og vítunum og hentu boltanum skelfingu lostnir beint í sviss-
neska markvörðinn sem var svo ósvífinn að færa sig ekki frá.
Ég er alveg steinhættur að botna í þessu.
Gjörningur, glens
og guðmundska
Pistill
Orri Páll
Ormarsson
orri@mbl.is
’ Ég meina, Kínverjareru mættir á svæðið,Rússar eru með bæði aug-un opin og áhugi Banda-
ríkjanna hefur farið vax-
andi, þó sumum finnist að
hann mætti vera meiri.
Almar Kristmannsson
Já, snjóbretti.
SPURNING
DAGSINS
Stundar þú
vetrar-
íþrótt?
Ösp Jónsdóttir
Nei. Stundaði skíði sem barn en
ekkert núna.
Salómon Kjartansson
Já, ég geng á fjöll og er í Ferðafélagi
Íslands.
Íris Freyja Kristínardóttir
Nei, ekki nema fjallgöngur teljist
með.
Ritstjóri
Davíð Oddsson
Ritstjóri og
framkvæmdastjóri
Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri
og umsjón
Karl Blöndal kbl@mbl.is
Prentun
Landsprent ehf.
Hádegismóum 2,
110 Reykjavík.
Sími 5691100
Útgáfufélag
Árvakur hf.,
Reykjavík.
Forsíðumyndina tók
Ásdís Ásgeirsdóttir
Söngleikurinn Fimm ár er frumsýndur í Kaldalóni í Hörpu laugardaginn
23. janúar. Viktoría leikur þar annað aðalhlutverkið á móti Rúnari Kristni
Rúnarssyni. Viktoría leikur einnig á litla sviði Borgarleikhússins í barna-
söngleiknum Fuglabjarginu. Miðar fást á tix.is.
Fimm ár og
fuglabjarg
VERIÐ
VELKOMIN Í
SJÓNMÆLINGU
Hamraborg 10, Kópavogi, sími 554 3200
Opið: Virka daga 9.30–18, laugardaga 11-14
Nú finnur þú
það sem þú
leitar að á
FINNA.is