Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.01.2021, Qupperneq 6

Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.01.2021, Qupperneq 6
VETTVANGUR 6 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24.1. 2021 Suðurlandsbraut 20, Reykjavík | Sími 588 0200 |eirvik.is | Opið virka daga10-18 – 3 tæki í einu og mögulegt að breyta samsetningu ryksugu eftir þörfum – Allt að 60 til120 mínútna samfelldur gangtími – Breiður ryksuguhaus sem hentar fyrir allar gerðir gólfefna Skaftryksuga frá Miele með Li-ion rafhlöðu Vinur minn kom í heimsókn um daginnog saman horfðum við á liðið okkará Englandi vinna. Stukkum uppúr sófanum og fögnuðum marki sem var skor- að af manni sem er með hærri laun á viku en við á ári. Þetta er okkar maður! Við höf- um haldið með þessu liði síðan við vorum litlir strákar og erum alls ekki að fara að hætta því. Við elskum fótbolta en nennum ómögulega að labba 300 metra til að fara á völlinn. Það sama gerist í pólitík. Við fylgdumst með bandarísku kosningunum af áfergju. Okkur hefði ekki getað verið meira sama um það hvernig íslenskur forseti var kjör- inn. Það var varla að maður nennti að drattast til að kjósa. Kannski er þetta merki um hvað Ísland er fáránlega lítið land. Sem það vissulega er. Hér eru ekki nema 350 þúsund manns og það eru náttúrlega takmörk fyrir því hvað þessi fámenna þjóð getur gert. Það er aðeins erfiðara að vera spennandi þegar við erum svona fá. Hér gerist harla fátt sem hefur áhrif á heimssöguna. Áhrif okkar eru í raun af- skaplega lítil og svo miklu minni en við værum til í að þau væru. Aðrar þjóðir vinna mót. Hjá okkur er það sigur að hafa komist þangað. Við erum þjóðin sem vann Euro- vision árið sem keppnin var ekki haldin. Líklega erum við sem þjóð frægust fyrir eldgos og risagjaldþrot. Sennilega er þetta ástæðan fyrir því að við erum svona spennt fyrir ensku knatt- spyrnunni og bandarískum stjórnmálum. Okkur langar til að vera með þeim stóru. Og það er kannski bara eðlilegt að Liver- pool eða United skipti þig meira máli en flest annað í lífinu. Það er alltaf skemmti- legra að fylgjast með þegar eitthvað mikið er í gangi. Sama hvar í heiminum það er. Ég hef aldrei horft á innsetningu forseta Íslands. Er ekki einu sinni viss um að það sé gert. Kom Guðni ekki bara hjólandi með buffið og tók við þessu? Hjólaði svo heim og tók með fjölskyldutilboð á Dominos í leið- inni. Bandaríkjamenn kunna svona hluti. Dag- urinn er kynntur með löngum fyrirvara og öryggisgæslan rosaleg. Hver einasta sek- únda er skipulögð í þaula og svo er allt náttúrlega í beinni útsendingu fyrir allan heiminn. Hjá þeim er líka allt eftir handriti með myndavélar í öllum hornum. Hver gegnir sínu hlutverki og dimmraddaður leikþulur kynnir til leiks þá helstu sem mæta. Svo nær þetta hámarki þegar forsetinn sver eið með biblíu á stærð við ferðatösku. Og það má ekki gleyma atriðunum. Þar eru engin smá- stirni. Lady Gaga mætir og syngur þjóð- sönginn. Garth Brooks, Tom Hanks, Bruce Springsteen, Justin Timberlake, Demi Lo- vato og Foo Fighters. Bara svo nokkrir séu nefndir. Svo endar þetta með Katy Perry að syngja undir dúndrandi flugeldasýningu. Í forgrunni má sjá forsetahjónin á svöl- unum í faðmlögum. Dálítið eins og loka- atriði í Disneymynd. En kannski er það ekki sýningin sem við erum spenntust yfir. Mögulega er það ekki allt þetta fræga fólk sem við höfum oft séð áður sem gerir það að verkum að við fylgd- umst svona vel með. Kannski var það frekar það að nú er búið að skipta um forseta og við getum aftur farið að bera virðingu fyrir manni sem kallaður er leiðtogi hins frjálsa heims og treyst því að þessi magnaða þjóð fari kannski að haga sér aðeins betur. ’Kom Guðni ekki barahjólandi með buffið ogtók við þessu? Hjólaði svoheim og tók með fjölskyldu- tilboð á Dominos í leiðinni. Á meðan ég man Logi Bergmann logi@mbl.is Fótbolti og forseti Grænar orkulindir eru eindýrmætasta náttúruauðlindokkar Íslendinga. Þær hafa fært okkur ómældan ávinning, spar- að okkur stjarnfræðileg eldsneytis- kaup til húshitunar, skapað dýrmæt störf og útflutningstekjur, hlíft and- rúmslofti jarðar við gróðurhúsa- lofttegundum, skapað forsendur fyrir þróun hugvits og þekkingar á heimsmælikvarða og sett Ísland í fremstu röð þjóða heims hvað varðar sjálfbæra orkunotkun. Forysta okkar er ekki sjálfgefin Aðrar þjóðir eru nú á fleygiferð í átt til sjálfbærrar orkunýtingar. Endur- nýjanlegir orkugjafar á borð við vind- og sólarorku eru sífellt að verða ódýrari. Áhugi á möguleikum græns vetnis og rafelds- neytis fer líka hratt vaxandi og víða er mikill þungi í þeirri þróun. Þetta er fagnaðarefni frá sjónarhóli loftslagsmála en minnir okkur líka á að sterk staða okkar í al- þjóðlegum samanburði er ekki sjálf- gefið náttúrulögmál. Samfélagið virkar ekki án orku. En orkan virkar ekki án samfélags- ins. Við höfum verk að vinna til að tryggja að við verðum áfram í fremstu röð. Að við getum nýtt tæki- færin til að skapa bæði sjálfum okkur og umhverfinu dýrmætan ávinning. Árangur kjörtímabilsins Margt hefur áunnist í orkumálum á kjörtímabilinu. Hálfum milljarði var varið í að flýta jarðstrengjavæðingu til að auka afhendingaröryggi í kjöl- far vonskuveðurs sem afhjúpaði ýmsa veikleika. Sam- þykkt hefur verið að setja aukið fé í jöfnun dreifikostnaðar raforku um landið, þannig að hann verði að fullu jafnaður frá og með næsta hausti. Stórar ívilnanir frá opinberum gjöld- um hafa, ásamt innviðauppbyggingu, greitt götu rafbílavæðingarinnar sem er á fleygiferð. Þriggja ára átak til að flýta þrífösun rafmagns á völd- um dreifbýlissvæðum hélt áfram. Frumvarp um einföldun regluverks fyrir raflínuframkvæmdir er komið fram. Verið er að reka smiðshöggið á regluverk um vindorku sem væntan- lega kemur fram á næstunni. Ákvörðun var tekin um að leggja nýj- an gagnastreng sem bætir skilyrði fyrir uppbyggingu gagnavera. Leiðir hafa verið teiknaðar upp til að tryggja betur raforkuframboð inn á almennan markað. Þannig mætti áfram telja. Rammaáætlun er auðvitað fíllinn í herberginu. Ég hef ekki farið leynt með þá skoðun mína að það ferli þurfi að endurskoða og einfalda til að það geti þjónað tilgangi sínum. Ísland verði óháð jarðefnaeldsneyti 2050 Af árangri í orkumálum á kjör- tímabilinu ber þó hæst að lang- tímaorkustefna fyrir Ísland var sam- þykkt í þverpólitísku samstarfi. Það hefur aldrei áður verið gert. Orkustefnan felur m.a. í sér tíma- móta-framtíðarsýn um að Ísland verði óháð jarðefnaeldsneyti árið 2050 sem er risastórt hagsmunamál, bæði umhverfislega en ekki síður efnahagslega. Mér vitanlega er Sví- þjóð eina landið sem hefur sett fram sambærilegt markmið. Þetta er því markmið á heimsmælikvarða og nú veltur það á okkur að fylgja því eftir. Við eigum raunhæfa möguleika á að verða algjörlega orkusjálfstæð, sem væri stórkostlegt bæði í efnahags- legu og umhverfis- legu tilliti. Hitaveituvæð- ingin var eins konar „tunglskot“ okkar Íslendinga á sínum tíma; gríðarlega metnaðarfullt verk- efni sem tók nokkra áratugi að fram- kvæma. Framtíðarsýnin um að verða óháð jarðefnaeldsneyti er okkar næsta tunglskot í orkumálum. Umræðan framundan Orkustefnan verður fljótlega til um- ræðu á Alþingi. Við þá umræðu mun ég jafnframt leggja fram til kynn- ingar aðgerðaáætlun mína sem markar fyrstu skrefin í að ná mark- miðum orkustefnunnar. Við höfum unnið að áætluninni undanfarnar vik- ur og hún felur í sér tugi aðgerða sem allar hafa skýra og beina teng- ingu við texta orkustefnunnar. Það verður meira kastljós á orku- málin næstu daga. Fyrir utan um- ræður á Alþingi um orkustefnu og aðgerðaáætlun hennar má nefna um- ræðu í þinginu á fimmtudag um stöðu stóriðju, fund Landsvirkjunar á miðvikudaginn um ný tækifæri í orkumálum og fund Samorku í byrj- un næsta mánaðar um græna endur- reisn. Þó að nýting grænna orkuauðlinda Íslands feli í sér mörg erfið deiluefni er líka margt sem við getum samein- ast um. Við höfum á kjörtímabilinu lagt mikla áherslu á að ná árangri á þeim sviðum – eins og ég fór yfir hér að framan – í stað þess að einblína á skotgrafirnar og sitja föst þar á með- an önnur framfaramál sitja á hak- anum. Ég bind vonir við að umræðan næstu daga muni draga fram enn fleiri markmið og verkefni í orku- málum sem við getum sameinast um. Morgunblaðið/Árni Sæberg Einstök tækifæri í orkumálum Úr ólíkum áttum Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir thordiskolbrun@anr.is ’ Framtíðarsýninum að verða óháðjarðefnaeldsneyti erokkar næsta tungl- skot í orkumálum. „Þó að nýting grænna orkuauðlinda Íslands feli í sér mörg erfið deiluefni er líka margt sem við getum sameinast um,“ skrifar höfundur. Fasteignir

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.