Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.01.2021, Qupperneq 20

Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.01.2021, Qupperneq 20
20 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24.1. 2021 KNATTSPYRNA STOFNAÐ 1956 Glæsileg íslensk hönnun og smíði á skrifstofuna Bæjarlind 8–10 201 Kópavogur Sími 510 7300 www.ag.is ag@ag.is Fyrir Á. Guðmundsson starfa íslenskir, vel menntaðir arkitektar sem hafa þróað húsgögn og hönnunargripi sem skapa notalegt andrúmsloft. Hver hlutur ber einkenni klassískrar hönnunar en er einnig fallegur smíðisgripur sem er þægilegt að nota og sómir sér vel á skrifstofunni. Ekki einu sinni grjóthörðustuáhangendur ManchesterUnited hefðu trúað því í byrj- un nóvember að liðið þeirra ætti eft- ir að verða á toppi ensku úrvals- deildarinnar þegar Englandsmótið yrði hálfnað. Rauðu djöflarnir höfðu þá tapað enn einum heimaleiknum og möruðu í hálfu kafi í fimmtánda sæti. Menn sáu fram á tómt basl í vetur og jafnvel stjóraskipti fyrir jól. Dregið hafði ský fyrir Solskjær. Ekki bætti úr skák þegar United féll óvænt úr leik í Meistaradeild Evr- ópu. En Eyjólfur hresstist svo um munaði í deildinni; af leikjunum þrettán sem síðan hafa verið háðir hefur United unnið tíu og gert þrjú jafntefli. Og, jú, jú, er komið á topp- inn með 40 stig, þar sem stuðnings- menn félagsins fullyrða kinnroða- laust að það eigi lögheimili. Allt í einu er bara bragur á mannskapn- um, Bruno Fernandes stýrir leik af listfengi eins og Daniel Barenboim á góðum degi og almenn gleði og bjartsýni er skollin á í Leikhúsi draumanna. Meira að segja Þyrnirós okkar tíma, Paul Pogba, er rumskuð af værum blundi. Gerði til dæmis gullfallegt sigurmark gegn Fulham í vikunni. Það sem meira er, flestir geta ver- ið sammála um að United-liðið eigi talsvert inni – sem eru vond tíðindi fyrir önnur lið í toppbaráttunni. Því fer fjarri að það hafi verið að hund- þeyta andstæðingum sínum undan- farið, samanber hófstilltan marka- muninn, ellefu í plús. En það siglir sínum sigrum í land og um það snýst leikurinn. City búið að skella í lás Gatan er þó fráleitt greið fyrir Man- chester United en samkvæmisglaði nágranninn, Manchester City, sem farið hefur með veggjum í vetur, eins og fyllibyttan forðum, er skyndilega kominn í annað sætið, tveimur stigum á eftir United og með leik til góða. City hefur líka ver- ið á mikilli siglingu, unnið níu leiki í röð, þar af sex í deildinni. Skotgleði þeirra borgara hefur verið minni en í meðalári en 31 mark í 18 leikjum þykir ekki mikið á þeim bænum. Og kjöldráttur ekki lengur þeirra fag, alltént ekki í bili. Á móti kemur að vörnin, sem var eins og svissneskur ostur í fyrra, er orðinn þéttari en rasskinnarnar á Sylvester Stallone. Þökk sé portúgalska hvalrekanum Rúben Dias sem virðist hafa fyllt skarð Vincents Kompanys, eða Sigga féló, eins og hann er gjarnan kallaður í nýju blokkunum í Efsta- leitinu. City hefur aðeins fengið á sig 13 mörk í deildinni, árangur sem er hreint afbragð. Þá hefur gamalt tröll tekið sig upp í John Stones sem jafn- framt er byrjaður að skora mörk. Ekki amalegt að búa að verjanda sem heitir Jón Steinar. Leicester City er jafnsett Man- chester City í töflunni en hefur lakari markamun og búið að leika einum leik meira. Enginn skyldi afskrifa læri- sveina Brendans Rodgers í baráttunni fram undan enda þótt spekingum þyki þeir ef til vill ekki líklegir til að endur- taka ævintýri allra ævintýra frá 2016 og lyfta meistarabikarnum. Leicester- liðið leikur skilvirka knattspyrnu og hver maður þekkir sitt hlutverk upp á hár. Og þrátt fyrir ítrekaða töflufundi um allt land hefur andstæðingunum enn ekki tekist að finna lausnina gegn Jamie Vardy. Gamli tófusprengurinn er kominn með 11 mörk í deildinn, ný- orðinn 34 ára. Blýi skipt úr fyrir púður Meistarar Liverpool koma í humátt á eftir toppliðunum þremur, með 34 stig úr 19 leikjum. Það er rýrari upp- skera en menn bjuggust við, ekki síst í ljósi þess að Rauði herinn gerði sig líklegan til að slíta sig frá hjörð- inni fyrir örfáum vikum. Heldur hef- ur vélin þó hikstað að undanförnu. Ekki hefur verið við vörnina að sak- ast sem ýmsir höfðu áhyggjur af í ljósi þess að miðverðirnir stráféllu á haustmisserinu, þeirra á meðal sjálf- ur hershöfðinginn Virgil van Dijk. Hún hefur eigi að síður staðið sína plikt, mönnuð af sveigjanlegum mið- vellingum. Skytturnar þrjár í fram- línunni hafa á hinn bóginn af óþekkt- um ástæðum látið blý víkja fyrir púðri upp á síðkastið. Öðruvísi mér áður brá. Mögulega brá þeim við að missa Jakob mennska, Diogo Jota, í meiðsli en hann rauk heldur betur upp úr rásblokkunum á Anfield. En í öllu falli, enginn á von á því að Liver- pool fái færri stig í seinni umferðinni en þeirri fyrri, þannig að titillinn verður ekki látinn baráttulaust af hendi. Ljósið sem er tanngarðurinn hans Jürgens Klopps vísar veginn. Tottenham Hotspur hefur aðeins dregist aftur úr, eftir að hafa leitt hlaupið um stund. Er með 33 stig en á leik til góða. Kane og Son hafa slátrað hverju liðinu af öðru í vetur – án þess að svitna – og Fýlu-Móri, José Mourinho, er án efa búinn að teikna vormisserið upp af verk- fræðilegri nákvæmni. Ekki yrði amalegt að halda upp á sextíu ára af- mæli síðasta titils með nýjum titli. Hamar með karamellusósu Everton, eða Gylfi og félagar, eins og félagið heitir hér um slóðir, eru heldur ekki úr leik í toppslagnum. Eiga tvo leiki til góða og sigrar í þeim myndu færa þá karmellunga upp að hlið Manchester City og Leicester. Hvorki meira né minna. Gleymum því heldur ekki að Carlo Ancelotti kann að draga titilinn á land, rétt eins og hvern ann- an sjóbirting. Í augnablikinu er hann alla vega líklegri en liðið sem lét hann á sínum tíma fara, Chelsea, sem er þremur stigum og tveimur sætum neðar. Ekki einu sinni bjartsýnustu menn myndu treysta sér til að telja þá bláu með að þessu sinni. Biðjum við þá frekar um West Ham United. Já, segi ég og skrifa. Hamrarnir eru í sjöunda sæti, að- eins átta stigum frá toppnum, eftir æðisgengna Grettisglímu við fall- drauginn Glám á liðnu sumri. Ís- landsvinurinn David Moyes veit greinilega hvað hann er að gera. Meistarartitill til handa West Ham myndi fá menn sem brotnir eru af bergi til að fella tár. Gummi, hver er stuðullinn á Lengjunni? Engar fjöldatakmarkanir á toppnum Mohamed Salah og Bruno Fern- andes eru í algjörum lykilhlut- verkum hjá erkiféndunum, Liv- erpool og Manchester United, sem báðir ætla sér titilinn. AFP Manchester City hefur læðst bak- dyramegin inn í toppbaráttuna og lít- ur vart um öxl úr þessu. Hey, gamli, heyrirðu ekkert? Jamie Vardy og James Maddison stefna alla leið með Leicester City. Englandsmótið í knatt- spyrnu er nú hálfnað, að kalla. Nokkrir frest- aðir leikir óleiknir. Vart má á milli efstu sveit- anna sjá og útlit fyrir æðisgengnasta vor- misseri í manna minn- um, þar sem góðkunn- ingjum og boðflennum ægir saman í sam- kvæminu. Guð almátt- ugur veri með okkur, dauðlegum mönnum! Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.