Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.01.2021, Qupperneq 10

Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.01.2021, Qupperneq 10
VIÐTAL 10 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24.1. 2021 Morgunblaðið/Ásdís L eiðin lá austur í Vík í Mýrdal til fundar við Reyni Ragnarsson, ævintýramann með meiru. Hann er reffilegur karl, á þrjú ár í nírætt en er sprækur og heilsuhraustur og enn með blik í auga. Reynir er í óðaönn að klára úr skyrdollu þegar blaðamann ber að garði. Hann hellir vel af rjóma yfir skyrið og býður upp á kaffi. Við færum okkur svo yfir í betri stofu þar sem Reynir kemur sér vel fyrir í góðum grænum „Lazy boy“-stól. Þar er gott að rifja upp sögur, en af þeim á Reynir nóg. Hann hefur marga fjöruna sopið og stundum í bók- staflegri merkingu, en ævintýrin sem Reynir hefur lent í í lofti, á láði og legi eru ófá. Eins og kötturinn virðist Reynir eiga sér níu líf og er lík- lega búinn með þau allnokkur. Kynntist stúlku á balli Reynir er fæddur í Reykjavík árið 1934 en flutti austur á land níu ára gamall og hefur búið þar alla tíð síðan. „Faðir minn var sjómaður og skipstjóri á fiskiskipi í stríðinu. Hann var náttúrlega í sí- felldri hættu en þeir sigldu með fisk til Bret- lands á stríðsárunum, þannig að hann sá það í hillingum að gerast bóndi. Hann keypti þá jörð- ina Höfðabrekku hér fyrir austan og ég er þá níu ára og elstur af systkinunum þegar við flutt- um austur,“ segir Reynir og segist hafa notið þess að alast upp í sveit. „Frá barnæsku ætlaði ég að verða bóndi og flugmaður. Sótti um nám í Bændaskólanum á Hvanneyri eftir gagnfræðapróf. Sumarið eftir fór ég til Siglufjarðar í síld. En það hittist þann- ig á að það kom engin síld þetta ár,“ segir hann og hlær. „Ég afskrifaði það þá að fara í skólann því ég hafði ekki þénað neitt en góður útgerðarmaður úr Hafnarfirði kom mér inn í skólann og borgaði fyrir mig vistina. Ég þurfti samt að fara einn túr með togaranum hans fyrst sem ég gerði. Eftir að skólanum lauk var ég hjá þessum manni til sjós, á Bjarna riddara,“ segir Reynir sem var á sjó frá átján ára til tvítugs og gerðist þá bústjóri í Krýsuvík í tvö ár. „Á þessum tíma gefa foreldrar mér land til að byggja nýbýli út frá Höfðabrekkunni en þar var ég þegar byrjaður að rækta tún. Rétt áður hafði ég kynnst stúlku á balli, Edith frá Færeyjum, og hún varð eiginkona mín,“ segir Reynir og segist þá hafa flutt austur með kærustunni og fengið vinnu hjá Vegagerðinni. „Ég vann á vélskóflu og síðar á ýtu og vann á henni í mörg ár og um leið var ég að byggja hús á nýbýlinu sem heitir Reynisbrekka. Búskap- urinn varð hornreka og það fór svo að ég og fé- lagi minn keyptum ýtu og stofnuðum fyrirtæki og fórum að vinna fyrir bændur og við það sem til féll,“ segir Reynir. Þau Edith eignuðust fimm börn, en hún lést árið 2007. Tvö barna þeirra búa nú í Vík og nokkrir afkomenda hans, en Reynir á tuttugu barnabörn og tuttugu barnabarnabörn. Reynir á danska vinkonu og heimsækja þau hvort ann- að til skiptis og ferðast þá gjarnan saman um náttúru landsins. Langaði að veiða hval Sem ungur maður var Reynir óhræddur við að prófa nýja hluti. „Ég var gefinn fyrir ævintýri og við tókum okkur saman níu strákar og keyptum okkur lít- inn hraðbát sem við flengdumst á um allan sjó. Við veiddum nú lítið til að byrja með en fórum gjarnan út í báta sem voru á togveiðum frá Vestmannaeyjum og fengum fisk hjá þeim, oft afgangsfisk. Við seldum fiskinn svo í landi. Við vorum allir í björgunarsveitinni þar sem ég var lengi formaður og við keyptum okkur ýmsan búnað sem við nýttum svo í björgunarsveitinni; froskbúninga, sjóskíði og köfunartæki. Við lærðum köfun og lentum í alls konar ævintýr- um. Sjóskíðaíþrótt var þá engin á landinu og vorum við beðnir að sýna listir okkar í Reykja- vík á sjómannadaginn, þrjú eða fjögur ár í röð,“ segir hann og útskýrir að þetta hafi verið í byrj- un sjöunda áratugar. „Mér datt svo eitt sinn í hug að fara með fjöl- skylduna til Vestmannaeyja á bátnum. Á baka- leiðinni þegar ég var kominn langleiðina að ströndinni sjáum við hvali. Uggarnir stóðu hátt upp úr sjónum. Þeir voru þar kyrrir og rólegir og ég sigldi að þeim til að athuga hvort þeir væru nokkuð dauðir. Það kom upp í mér ein- hver veiðináttúra og mig langaði að reyna að ná einum. Þetta var nú ótrúleg vitleysa, en ég var með band sem ég ætlaði að kasta yfir sporðinn og svo ætlaði ég að reyna að taka hann í eftir- dragi í land,“ segir hann og skellihlær. „Ég var með konuna og þrjú börn í bátnum. En það gerðist ekki annað en að þeir létu sig hverfa ofan í hafið, en hefðu auðveldlega getað velt bátnum. En ég missti af veiðinni, sem betur fer,“ segir hann og brosir. Með töskur fullar af sjó Í annað sinn ákvað Reynir að koma fjölskyld- unni til Færeyja og hugðist sigla með hana út í færeyskan línubát sem var skammt undan ströndinni. „Krakkarnir voru þá orðnir stálpaðri. Frændi þeirra var skipstjóri og ætlaði að sigla með þau til Færeyja. Þennan dag var svolítið brim þann- ig að ég ákvað að fara frá Reynisfjörunni. Aldan þar gat verið sterk. Þegar kom lag ýttum við á flot og ég hoppa um borð og set í gang,“ segir Reynir og segir þá að splitti í skrúfunni hafi gef- ið sig. „Þannig að skrúfan snerist ekki. Við vorum stopp þarna en það byggist allt á því að komast á skriði út. Á næsta andartaki kemur alda og kastar okkur upp og á hvolf. Ég lenti utan við bátinn en Magga og Denni undir honum. Ég gríp strax í lunninguna og þau skríða undan. Hræðslan var ekki meiri í Möggu en svo að hún sá töskuna sína fljóta í burtu og rauk á eftir henni og sótti áður en hún kom sér upp á strönd,“ segir hann og brosir. „Við vorum öll auðvitað holdvot.“ Reynir rauk þá til Víkur og náði í annan mót- or og gerð var önnur tilraun sem gekk vel. Og allir komnir í þurr föt? „Nei, nei, þau fóru bara í blautu fötunum. Með töskurnar fullar af sjó,“ segir hann og hlær dátt. Á vakt allan sólarhringinn Eftir tveggja áratuga starf í ýtubransanum var kominn tími á smá frí. „Krakkarnir voru þá orðnir sjálfbjarga og fórum við sem leið lá til Ísraels og komum víða við á leiðinni. Í Ísrael unnum við tvo mánuði á samyrkjubúi nálægt Haifa og ferðuðumst svo um. Þetta var mikið ævintýri en við vorum tæpt ár í burtu,“ segir hann og segir þau hafa endað ferðina í Færeyjum þar sem hann vann í tvo mánuði við jarðgangagerð. Við heimkomuna þurfti Reynir að ákveða hvað hann tæki sér fyrir hendur. „Á þeim tíma var hér aðeins einn lög- reglumaður í hálfu starfi og hann var búinn að segja upp. Ég sótti um í bríaríi, þótt ég væri kominn nálægt fimmtugu, og fékk starfið. Ég fór svo í lögregluskólann tvær annir og var svo í lögreglunni í tuttugu ár. Helminginn af þeim tíma var ég eini fastráðni lögreglumaðurinn í sýslunni, en hafði mér til aðstoðar héraðslög- reglumenn sem ég gat kallað út og valið þá mér stærri og sterkari menn. Þetta var rólegt svæði en þó svoleiðis að ég var á vakt allan sólarhring- inn. Það var hringt jafnt á nóttu sem degi, vegna óhappa og annars. Það var orðið svoleiðis að ég svaf í skyrtunni og hoppaði svo í buxur þegar kom útkall. Ég hvíldi mig svo bara þegar ég gat. Það var meira en nóg að gera og oft var maður mjög þreyttur,“ segir hann og segist hafa þurft að fara á vettvang slysa og óhappa á vegunum sem voru þá malarvegir, auk þess að mæta á staði þar sem erjur og fyllirí voru í gangi. „Erfiðust var óvissan þegar maður var á leið í útkall þegar það var bílvelta eða stórslys. Þá var maður með hnút í maganum. Þessi ófyrir- sjáanleiki var erfiður.“ Flugdella sem ekki lagaðist Á svipuðum tíma og hann tekur við sem lög- reglumaður stungu félagar hans upp á því að kaupa saman flugvél sem auglýst var til sölu. Reynir hafði nefnilega tekið einkaflugmanns- Ég var gefinn fyrir ævintýri Ævintýramaðurinn Reynir Ragnarsson í Vík hefur margoft komist í hann krappan en alltaf sloppið fyrir horn. Hann var sjómaður, ýtumaður, lögreglumaður, björgunarsveitar- maður og flugmaður sem stofnaði sitt eigið flugfélag. Nú þegar hann nálgast nírætt vill hann fara að sigla með ferðamenn. Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is ’Á næsta andartaki kemuralda og kastar okkur upp og áhvolf. Ég lenti utan við bátinn enMagga og Denni undir honum. Ég gríp strax í lunninguna og þau skríða undan. Hræðslan var ekki meiri í Möggu en svo að hún sá töskuna sína fljóta í burtu og rauk á eftir henni og sótti áður en hún kom sér upp á strönd.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.