Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.01.2021, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24.1. 2021
ÁHRIFAVALDAR
Ég hafði aðeins verið að fikta við förðunen þá aðallega með áherslu á „beauty“-förðun og var þá að mála vinkonur mín-
ar. Ég teiknaði mikið sem barn en hafði ekki
fundið mig í neinu sérstöku þangað til ég
byrjaði í förðuninni. Ég fór svo að færa mig út
í fantasíuförðun og það er það sem ég er að
gera í dag,“ segir hin 21 árs gamla Embla
Wigum.
Hún er stúdent úr Menntaskólanum við
Hamrahlíð og hefur einnig klárað tveggja
mánaða námskeið hjá Reykjavík Makeup
School sem kveikti heldur betur áhugann.
„Eftir útskrift er er ég búin að vera að vinna
og fókusera á förðunina. Ég byrjaði á að setja
upp Instagram-síðu og Tik-tok-reikning og
festist svo í því og hef verið að vinna við það
síðan. Ég er líka að vinna hjá fyrirtæki sem
heitir Swipe Media. Þar sé ég um samfélags-
miðla fyrir fyrirtæki og um leið hjálpa þeir
mér með mína miðla, að komast í samstarf við
fyrirtæki.“
Milljónaáhorf á Tik-tok
Hvað er langt síðan þú settir fyrstu fantastíu-
myndina inn á Instagram?
„Ég bjó til síðuna þegar ég var í förðunar-
skólanum en fór að setja inn af alvöru árið 2018.
Ég byrjaði svo á Tik-tok snemma árs 2019,“
segir Embla en allar myndirnar eru af henni
þar sem hún hefur farðað sig. Í tilfelli mynd-
banda er hún svo að farða sig eða taka af förðun.
Hún segist vera lengi að undirbúa hverja mynd.
„Ég er ekkert lengi að taka myndina, en það
tekur um fjóra til fimm tíma að farða mig fyrir
hverja mynd. Þetta er heilmikil vinna. Ég næ
oftast ekki að setja inn mynd daglega, en reyni
að setja inn annan hvern dag,“ segir Embla.
Fylgjendur láta ekki á sér standa.
„Ég er með 35.000 fylgjendur á Instagram í
dag og flestir eru frá Bandaríkjunum,“ segir
hún og segist vera með enn stærri fylgjenda-
hóp á Tik-tok.
„Tik-tok er nýlega orðið vinsælt. Tik-tok er
svo skemmtilegur miðill og þetta fór fljótt á flug
hjá mér. Ég fékk strax í byrjun kannski 70-80
þúsund áhorf á fyrstu myndböndin mín,“ segir
hún og segist þá hafa byrjað að fá fylgjendur.
„Upp á síðkastið hefur fylgjendum á Tik-tok
fjölgað mjög; í byrjun desember var ég með
300.000 en nú 800.000. Ég hef verið heppin og
myndbandið sem er með flest læk er með held
ég þrjár, fjórar milljónir læka og kannski
fimmtán til átján milljónir áhorfa.“
Finnst þér ekkert skrítið að vita að átján
milljón manns séu að horfa á þitt andlit?
„Jú, það er mjög skrítið og ég held ég geri
mér ekkert grein fyrir því. Maður sér bara ein-
hverja sturlaða tölu og ég reyni stundum að
ímynda mér allt fólkið. En það er erfitt, það er
svo mikil fjarlægð á milli mín og áhorfenda.“
Auglýsi vörur sem ég elska
Færðu tekjur af þessu?
„Á Íslandi getur maður ekki fengið laun frá
Tik-tok þótt það sé hægt víða erlendis. Þetta
er frekar ósanngjarnt og það er betra að búa
úti þegar maður er í þessum bransa. Ég fæ
bara laun í gegnum sam-
starf við fyrirtæki. Ég er
núna að vinna með nokkr-
um fyrirtækjum, bæði á In-
stagram og Tik-tok, og aug-
lýsi þá vörur sem ég elska
og er að nota,“ segir Embla.
„Ég skrifa svo undir
myndirnar að þetta sé kost-
að samstarf. Ég get lifað af
þessum tekjum og það hef-
ur gengið ótrúlega vel að fá
samstarf við fyrirtæki.“
Spurð um framtíðar-
áform svarar Embla:
„Ég væri til í að geta
unnið hundrað prósent við
þetta og búa erlendis jafn-
vel, en þar eru meiri mögu-
leikar. Ég hef bara ótrúleg-
an áhuga á förðun og væri
til í að vinna eitthvað því
tengt eða jafnvel langar
mig að búa til mínar eigin
vörur,“ segir hún.
„Eins og staðan er núna
finnst mér langskemmtileg-
ast að gera það sem ég er að
gera.“
Ferðu einhvern tímann
út úr húsi án þess að mála
þig?
„Já, ég geri það oft og
jafnvel oftar núna eftir að
ég byrjaði að mála mig fyrir
Instagram og Tik-tok. Því
það er orðið vinnan mín að
mála mig,“ segir hún og
brosir.
Morgunblaðið/Ásdís
Embla Wigum er sam-
félagsmiðlastjarna og
áhrifavaldur með 35.000
fylgjendur á Instagram og
800.000 á Tik-tok.
Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is
Fimm
tíma að
farða mig
3
Ræktum og verndum geðheilsu okkar
Nýir skammtar daglega á gvitamin.is
Fagnaðu
hækkandi sól