Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.01.2021, Blaðsíða 12
VIÐTAL
12 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24.1. 2021
prófið þegar hann var bústjóri í Krýsuvík tveim-
ur áratugum áður.
„Ég hafði haldið flugskírteininu við að mestu í
þennan tíma. Ég keypti þá með þeim vélina, en
enginn þeirra hafði réttindi en þeir hugðust
læra. Þannig var ég alltaf fenginn í flug, enda
alltaf með flugdellu sem ekki lagaðist þarna.
Það var nú heilt ævintýri í kringum flugið. Ég
var oft að fljúga með fólk til og frá Eyjum með
fullu starfi í lögreglunni. Eitt leiddi af öðru, án
þess að ég stjórnaði atburðarásinni. Það var
læknir á Klaustri sem bað mig um að fljúga
sjúkraflug til Reykjavíkur og ég gat ekki neitað
því og eftir það fer ég fjölmörg sjúkraflug á
þessari litlu rellu, en tók þá hliðarsætið úr,“ seg-
ir Reynir sem mætti svo niður í Trygginga-
stofnun til að rukka fyrir sjúkraflugið. Það kom
fát á afgreiðslustúlkuna. „Hún sagði að ég
mætti bara þakka fyrir að vera ekki kærður; ég
hefði engan rétt til að fljúga svona flug enda
bara með einkaflugmannsréttindi. Og ég fékk
ekkert borgað,“ segir hann og brosir.
„Ég var svo grænn að halda að það yrði nóg
að fá atvinnuflugmannsréttindi, þannig að ég
samdi við sýslumanninn að fá smá frí í hverri
viku til að fara í flugskóla, í tvær annir,“ segir
Reynir, sem tók þá atvinnuflugmannsprófið.
„Ég hélt að það væri nóg til að fá að fljúga
sjúkraflug. En þá var spurt hjá hvaða flugfélagi
ég starfaði,“ segir hann og segist þá ekki hafa
vitað hvernig hann ætti að snúa sér í því.
„Ég ákvað þá bara að stofna flugfélag. En ég
vissi þá ekki að ég þyrfti að eiga tveggja hreyfla
flugvél með blindflugsheimild, sem mín hafði
ekki. Þá hittist á að ég sá til sölu þokkalega
tveggja hreyfila vél og ég rýk til og slæ víxla
hingað og þangað og kaupi þessa vél. Nú þóttist
ég góður og fer aftur til flugmálastjórnar. Ég
segist nú vera kominn með vél og ég ætli að
stofna flugfélag. Þá var spurt um flugrekstrar-
stjóra. Ég sagðist bara ætla að vera það sjálfur,
en þá var spurt um flugrekstrarstjóraréttindi,“
segir hann og hlær.
Til að gera langa sögu stutta fékk Reynir í
hendur fjórar fullar möppur af reglum og lögum
um flug, settist niður og las og lærði, og tók svo
flugrekstrarstjórapróf. Nú var ekkert að van-
búnaði og stofnaði Reynir flugfélagið Reynis-
flug.
Greinilegt er að Reynir lætur ekkert stöðva
sig; hann fer yfir hverja hindrun og leysir
hverja þraut.
„Þá átti ég sem sagt þessar tvær vélar og
flaug sjúkraflug í nokkur ár. Og fékk greitt fyr-
ir.“
Bensínið búið á flugi
Lentir þú í einhverjum hremmingum í fluginu?
„Ég hef sloppið við öll slys en hef lent í smá
veseni. Eitt skipti var gos nýbyrjað í Vatnajökli;
hafði byrjað daginn áður. Jón Ársæll var þá
með þáttinn Ísland í dag og vildi fljúga yfir með
myndatökumanninn Dúa Landmark. Ég flýg
svo með þá og þá er skýjabakki sunnan við jök-
ulinn og ég fer meðfram honum, en þá var kom-
inn skýjabakki yfir jöklinum. Ég var í brasi með
að komast nógu hátt og þarna var niðurstreymi.
Það var ekki fyrr en í þriðju tilraun að ég náði
það hátt að komast yfir skýin. Þá sáum við gos-
mökkinn stíga upp úr skýjunum, en sáum ekki
niður á jökulinn. Þeir mynduðu þetta og það fór
góður tími í það og ég flaug þarna marga hringi.
Á meðan er alltaf þessi skýjabakki að færast
lengra norður og ég flýg í norður til að reyna að
fljúga undir hann. Þegar ég ætla suður var al-
veg lokað. Ég var að reyna að finna glufu en það
var alls staðar lokað og ég búinn að eyða heil-
miklu bensíni. Ég varð að fljúga blindflug suður
eftir. Það voru ekki blindflugstæki í þessari vél.
Ég flaug eftir kompásnum og klifra þarna upp í
7.000 fet í svartaþoku og sé ekki neitt. Svo fór að
koma ísing á vélina,“ segir hann og hlær.
„Ég lækkaði mig um 1.000 fet en þorði ekki
neðar, svo ég yrði ekki nærri fjöllum. Svo sjáum
við allt í einu gat niður og ég hringsóla niður
gatið og sé að við erum við upptök Skaftár. Til
öryggis ákvað ég að fylgja Skaftánni en á kafla
er hún í gljúfri. Þar var svo lágskýjað að ég varð
að vera í gljúfrinu og þeir félagar voru að benda
mér á kletta sem ég þyrfti að passa mig á. Þegar
ég kem úr gljúfrinu er albjart þar fyrir framan
og ég óskaplega ánægður og léttur,“ segir
Reynir sem segist hafa stefnt í átt að Kirkju-
bæjarklaustri þar sem þeir myndu lenda.
„Þá allt í einu kemur púff-hljóð í vélina; hún
missti úr slag og ég náttúrlega hrökk við. Ég
ákvað að hækka flugið og vera yfir veginum ef
eitthvað skyldi koma fyrir. Stuttu seinna drepur
hún alveg á sér. Það var mjög lítið bensín á
henni en mælirinn sýndi samt að það væri smá
eftir. En hún stoppaði og ég gat ekkert gert
nema að svífa, vélin smálækkar niður eftir og ég
ætlaði að lenda á veginum og var nokkur örugg-
ur að ég gæti það. En svo þegar ég er kominn
niður undir veg hittist það þannig á að þar er
akkúrat háspennulína yfir. Og pípuhlið og girð-
ing. Ég er kominn niður að veginum og reisi
hana aðeins við, sem maður gerir til að hægja á
og lenda. Þá hrekkur hún allt í einu í gang með
fullri orku og ég rýk upp og yfir háspennulín-
una, sem ég hafði ætlað undir. Svo þegar ég er
kominn í nokkra hæð fer hún aftur að hökta.
Það var eins og slegið inn í mig að ég kæmist
alla leið. Ég sá fyrir mér bensínið í tanknum og
vissi að það væru fjögur gallon af bensíni sem
ekki væri hægt að ná, en þegar ég beitti henni
upp þá flýtur bensínið aftast í tankinn. En þá
þurfti ég að fljúga henni með nefið uppi og velta
henni til að ná bensínlögginni,“ segir hann og
hlær.
„Hún var að hrökkva í gang og drepa á sér
með alls konar sprengingum og látum alla leið
til Klausturs. Þegar ég kem svo að flugvellinum
sé ég að ég er í allt of mikilli hæð þar og var að
yfirskjóta brautina. Þá gerði ég það sem orustu-
flugmenn gera; ég lagði hana á hliðina og lét
hana falla niður, slippa sem kallað er. Ég gerði
það þar til hún var komin í rétta hæð og lenti
henni svo. Ég held að þeir hafi orðið svolítið
hræddir þegar þeir fundu að hún var að falla út
á hlið,“ segir hann.
„Vélin malaði eins og köttur þegar við kom-
um niður. Þegar þeir stigu út úr vélinni voru
þeir svo máttlausir í fótunum að þeir féllu á
grúfu og kysstu jörðina, eins og páfinn.“
Varstu aldrei hræddur í þessari flugferð?
„Ég var ekki hræddur en ég held að ég hafi
beðið guð að hjálpa mér mörgum sinnum í hug-
anum,“ segir hann og hlær dátt.
Skall til jarðar og brákaði hrygg
Löngu áður en Reynir eignaðist sína fyrstu vél
rakst hann á auglýsingu í blaði þar sem flug-
dreki var til sölu.
„Þetta var eins og skutla og mér datt í hug að
það gæti verið gaman að leika sér með þetta.
Það varð úr að ég pantaði svona flugdreka frá
Bandaríkjunum og hann var keyrður austur í
stranga á toppnum á bíl. Það kunni auðvitað
enginn á þetta og við settum hann saman eftir
teikningu. Svo hljóp ég fram af næsta hól og
reyndi að svífa eitthvað á þessu en það gekk nú
afskaplega brösuglega fyrst. Það var lítið svif í
honum, og ég byrjaði í litlum brekkum en sá svo
að ég yrði að fara fram af fjalli til að svífa. Ég
fór upp á Háfell og lét mig vaða fram af,“ segir
hann og hlær.
„Ég sveif svo niður en það var ekki betra en
það að ég náði engu flugi heldur sveif bara nið-
ur. Svo þegar ég var búinn að eiga hann í
nokkra mánuði var eitt af börnunum mínum að
fermast uppi á Reynisbrekku og það komu gest-
ir. Það var gott veður og ég og frændi minn fór-
um að spá í hvort ekki væri bara hægt að draga
mig á loft, eins og venjulegan flugdreka. Við fór-
um út á Mýrdalssand og strengdum línu milli
flugdrekans og bílsins og ég var dreginn á loft.
Það gekk ágætlega og ég sveif og hélt hæð á eft-
ir bílnum. Fermingarveislan horfði á og hafði
gaman af. Svo morguninn eftir erum við frænd-
ur að spjalla og ræddum hvort ekki væri eins
hægt að láta bara vindinn lyfta honum upp. Ég
ákvað að prófa og við hnýttum annan endann á
skotlínu í drekann og hinn í endann í ónýtri
dráttarvél. Ég festi mig við drekann og reisti
hann upp á móti vindinum. Þarna var oft mis-
vinda og stundum kom vindgustur og þá náði ég
að lyftast aðeins upp. Ég sá að þetta var nú ekk-
ert sniðugt og ætlaði að fara að losa mig frá
drekanum. Þá kemur feikna-vindhviða og hann
bara rýkur upp eins og þota en þegar ég er
kominn langt upp eins og bandið leyfði slitnar
það. Ég næ honum ekki niður að framan til að
svífa niður, hann var svo reistur á leiðinni upp.
Ég var að rembast við þetta en á meðan var
hann á fullri ferð niður til jarðar. Svo bara skell-
ur hann aftur á bak niður og ég heyrði að það
Reynir bregður á leik
fyrir framan litlu eins
hreyfils flugvélina sína.
Reynir hætti að fljúga svif-
dreka eftir að hafa brákað á
sér hrygginn eftir fall. Hann
fór þó óhræddur í svif-
vængjaflug með Gísla Stein-
ari Jóhannessyni fyrir stuttu.
’Hún var að hrökkva ígang og drepa á sérmeð alls konar spreng-ingum og látum alla leið til
Klausturs. Þegar ég kem
svo að flugvellinum sé ég
að ég er í allt of mikilli hæð
þar og var að yfirskjóta
brautina. Þá gerði ég það
sem orustuflugmenn gera;
ég lagði hana á hliðina og
lét hana falla niður.
Reynir lenti í ýmsum ævintýrum í björgunarsveit í gamla daga. Hér er hann
uppi á jökli með félögum sínum margt fyrir löngu. Hann er fjórði frá hægri.