Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.01.2021, Qupperneq 15
Gunnar veit fátt skemmtilegra en
að taka upp hljóð í náttúrunni.
Hér er hann á Grænlandi.
hvað. Mismikið auðvitað. Það er mikið álag að
sjá um hljóðið í leiksýningu á sviði eða beinni
útsendingu í sjónvarpi. Þið hafið tekið eftir því
að þegar eitthvað byrjar að klikka í fréttatím-
anum í sjónvarpi þá halda hlutirnir áfram að
klikka. Við þær aðstæður reynir verulega á
hljóðmanninn og hann verður bara að vera
eins og fótboltamaðurinn sem brennir af í
dauðafæri. Það þýðir ekkert að dvelja við það.
Þvert á móti verður hann að hætta að hugsa
um það sem fór úrskeiðis og halda áfram,“ seg-
ir Gunnar sem unnið hefur fjórar Eddur fyrir
hljóðvinnslu á ferlinum.
Undanfarinn aldarfjórðung hefur Gunnar bú-
ið að sínu eigin hljóðveri en nýja hljóðverið er
það áttunda í röðinni. Það fyrsta var í Braut-
arholti. „Maður lærir alltaf eitthvað nýtt þegar
maður kemur sér upp nýju stúdíói og að því kom
að mig langaði í alvörustúdíó sem gæti fengið
viðurkenningu að utan. Hitt er eins og að nota
strumpastrætó til að kenna meiraprófið á rútu.“
Aðallega fyrir sjálfan mig
Gunnar er á kafi í verkefnum um þessar mund-
ir og hefur ekki haft tíma til að kynna og mark-
aðssetja nýja hljóðverið. Hugmyndin er þó að
það verði opið þeim sem vilja taka það á leigu.
Sjálfur er hann með annað smærra hljóðver í
sama húsnæði, þar sem hann vinnur að mestu
leyti að sínum verkefnum. „Annars er þetta
nýja stúdíó aðallega gert fyrir mig sjálfan en
vilji aðrir notað það yrði það bara bónus.“
Hann bendir á að fá Dolby-vottuð hljóðver í
heiminum séu líklega betur til þess fallin að
vera í notkun á þessum síðustu og verstu pest-
artímum. Það hafi komið vel í ljós þegar sér-
fræðingur Dolby stakk hér við stafni. Lítið mál
var að tryggja honum vinnusóttkví, þar sem
hann hafði hvíldar- og klósettaðstöðu út af fyr-
ir sig í húsnæðinu.
Flottasta hljóðið í Ásbyrgi
Talið berst að hljóðvinnslunni sjálfri og Gunn-
ar viðurkennir að hann hafi alltaf jafngaman af
starfinu, enda sé það ákaflega fjölbreytt. „Það
heldur manni í þessu. Ég vinn við kvikmyndir,
sjónvarp, útvarp, kem að auglýsingum, geri
hljóðbækur fyrir menntamálastofnun og
hanna hljóð fyrir hinar ýmsu sýningar út um
allt land, svo fátt eitt sé nefnt.“
Sjálfur á hann gríðarlegt safn af umhverf-
ishljóðum sem hann hefur komið sér upp á um-
liðnum áratugum. Þau Stefanía vita fátt
skemmtilegra en að ferðast um landið og hann
tekur alltaf upptökugræjur með. Fyrir vikið
eru flest af þessum hljóðum séríslensk. „Sumt
af þessu efni nota ég strax, annað kannski eftir
tuttugu ár og enn annað aldrei. Maður veit
aldrei hvenær maður þarf á ákveðnum hljóð-
um að halda og þá er áríðandi að þau séu til.
Betra er að taka upp hljóð og nota það aldrei
en missa af tækifæri til að taka upp hljóð og
þurfa það svo nauðsynlega seinna.“
Eitt sumarið ferðaðist Gunnar 2.000 km á
mótorhjóli umhverfis landið á tveimur dögum
og náði að taka upp á tuttugu stöðum í leiðinni.
„Auðvitað þarf maður einhvern tíma að eiga frí
en á móti kemur að mér finnst þetta svo ofboðs-
lega gaman að erfitt er að skilgreina það sem
vinnu. Þessu verkefni mínu mun aldrei ljúka; ég
verð aldrei búinn að taka upp öll hljóð.“
– Hvar er flottasta hljóð sem þú hefur heyrt?
„Í Ásbyrgi. Ekki spurning. Ég kom þar einu
sinni eldsnemma að morgni meðan verið var að
slá grasið. Sem betur fer lauk því verki áður en
ferðamennina dreif að og ég náði nokkrum
mínútum með fuglunum, öndunum, fýlnum og
mófuglinum, og bergmálinu. Ótrúlegt hljóð.
Annars er himbrimi uppáhaldsfuglinn minn,
hann er með flottasta hljóðið. Það er spari-
hljóðið mitt og ég nota hann bara í kvikmynd-
um sem ég er ánægður með.“
Hann glottir.
Eins og svissneskur vasahnífur
Við ljúkum heimsókninni á skoðunarferð um
húsnæðið; hitt hljóðverið og upptökuherbergið
og rúmgóða geymsluna, þar sem ófá mótorhjól,
sum heil og önnur í bútum, og tilheyrandi bún-
að er að finna. „Þetta er stórt áhugamál,“ upp-
lýsir Gunnar, „en ég hef ekki haft mikinn tíma
til að sinna því síðustu tvö árin eða svo.“
Loks liggur leiðin upp í setustofuna, þar
sem úir og grúir af hljóðfærum; þarna eru til
dæmis fjölmargir gítarar, trommusettið úr
Englum alheimsins, Hammond-orgel í eigu
Grétars Örvarssonar og gítarmagnari frá Ólafi
heitnum Gauki. Gunnar dregur fram forláta
vatnsfón og spilar á hann. „Kannist þið ekki
við þetta hljóð úr hryllingsmyndunum?“
Okkur Árna rennur kalt vatn milli skinns og
hörunds. Sem betur fer varð Pjakkurinn eftir
niðri.
Spurður hvort hann spili á öll þessi hljóðfæri
svarar Gunnar: „Ég er svona svissneskur
vasahnífur; get spilað á mörg hljóðfæri en er
ekki góður á neitt þeirra.“
Margt fleira er að finna í setustofunni; svo
sem Imperial C-ritvél frá 1915 og þrívíddarsjá
sem var í eigu langafa Gunnars. Við fáum að
prófa hana, mergjuð græja.
Mál er komið að kveðja og Pjakkur fylgir
okkur og húsbónda sínum alla leið út á bíla-
stæði; til að gæta þess að við förum hvorki með
allt vitið úr húsinu né hljóðið úr hljóðverinu.
Það yrði alvöru bömmer.
Eddurnar fjórar sem Gunnar
hefur hlotið fyrir hljóðvinnslu.
Gunnar Árnason við mix-
erinn í nýja Dolby Atmos-
vottaða hljóðverinu sínu.
Tjaldið í bakgrunni.
’Sumt af þessu efni nota égstrax, annað kannski eftir tutt-ugu ár og enn annað aldrei. Mað-ur veit aldrei hvenær maður þarf
á ákveðnum hljóðum að halda og
þá er áríðandi að þau séu til.
Christian Lerch, þýskur sérfræðingur frá Dolby,
ásamt Einari Gíslasyni og Gunnari sjálfum.
Ljósmynd/Stefanía Björk Sigfúsdóttir
24.1. 2021 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15