Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.01.2021, Qupperneq 30

Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.01.2021, Qupperneq 30
30 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24.1. 2021 08.00 Strumparnir 08.20 Blíða og Blær 08.40 Hópurinn og sópurinn 09.10 Mæja býfluga 09.20 Adda klóka 09.40 Zigby 09.55 Mia og ég 10.15 Lína Langsokkur 10.40 Latibær 11.05 Lukku láki 11.30 Ævintýri Tinna 12.00 Nágrannar 12.20 Nágrannar 12.40 Nágrannar 13.05 Nágrannar 13.25 Nágrannar 13.50 Impractical Jokers 14.10 MasterChef Junior 14.55 Masterchef UK 15.55 Fjölskyldubingó 16.50 60 Minutes 17.35 Víglínan 18.26 Veður 18.30 Fréttir Stöðvar 2 18.40 Sportpakkinn 18.50 Ísland í dag 19.00 Tónlistarmennirnir okk- ar 19.30 The Great British Bake Off 20.40 Years and Years 21.45 Two Weeks to Live 22.10 Briarpatch 22.55 City Life to Country Life 23.40 Coyote 00.30 High Maintenance ÚTVARP OG SJÓNVARP Sjónvarp Símans RÚV Rás 1 92,4  93,5 Omega N4 Stöð 2 Hringbraut 20.00 Undir norðurljósunum 20.00 Sögur frá Grænlandi 20.30 Undir norðurljósunum 20.30 Vegabréf 21.00 Tónlist á N4 Endurt. allan sólarhr. 16.00 Trúarlíf 17.00 Times Square Church 18.00 Tónlist 18.30 Ísrael í dag 19.30 Jesús Kristur er svarið 20.00 Blönduð dagskrá 21.00 Blönduð dagskrá 20.00 Mannamál (e) 20.30 Suðurnesja-magasín Víkurfrétta (e) 21.00 Gengið á Alpana (e) 21.30 Stjórnandinn (e) Endurt. allan sólarhr. 10.00 The Block 11.00 The Block 12.00 Dr. Phil 12.45 Dr. Phil 13.30 The Bachelor 14.50 Það er komin Helgi 16.30 Family Guy 16.50 The King of Queens 17.10 Everybody Loves Ray- mond 17.35 For the People 18.20 This Is Us 19.05 Lifum lengur 19.35 Vinátta 20.00 The Block 21.20 Des 22.10 Your Honor 23.10 Cold Courage 00.10 The Good Fight 00.55 The Resident 02.00 The Rookie 02.45 MacGyver 03.30 Snowfall 06.55 Bæn og orð dagsins. 07.00 Fréttir. 07.03 Hringsól. 08.00 Morgunfréttir. 08.05 Á tónsviðinu. 09.00 Fréttir. 09.03 Svona er þetta. 10.00 Fréttir og veðurfregnir. 10.15 Bók vikunnar. 11.00 Guðsþjónusta í Linda- kirkju. 12.00 Hádegisútvarp. 12.20 Hádegisfréttir. 13.00 Sögur af landi. 14.00 Víðsjá. 15.00 Lestin. 16.00 Síðdegisfréttir. 16.05 Strokið um strengi: Sin- fóníuhljómsveit Ís- lands 65 ára. 17.00 Sunnudagskonsert. 17.25 Orð af orði. 18.00 Kvöldfréttir. 18.10 Loftslagsdæmið. 18.50 Veðurfregnir. 18.53 Dánarfregnir. 19.00 Óskastundin. 19.40 Ameríski draumurinn – staða svartra og bar- átta þeirra. 20.35 Gestaboð. 21.30 Fólk og fræði. 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Á reki með KK. 23.10 Frjálsar hendur. 24.00 Fréttir. 07.15 KrakkaRÚV 07.16 Refurinn Pablo 07.21 Úmísúmí 07.44 Kalli og Lóa 07.56 Poppý kisuló 08.06 Lalli 08.13 Kúlugúbbarnir 08.36 Nellý og Nóra 08.43 Flugskólinn 09.05 Hrúturinn Hreinn 09.12 Múmínálfarnir 09.34 Kátur 09.36 Konráð og Baldur 09.49 Sjóræningjarnir í næsta húsi 10.00 Ormstunga 11.00 Silfrið 12.10 Menningin – samantekt 12.35 Fæðingar og geðrof 13.35 Nærmyndir 14.05 Loftlagsþversögnin 14.20 Alsír – Sviss 16.05 Íþróttaafrek 16.20 Táknmálsfréttir 16.30 HM stofan 16.50 Ísland – Noregur 18.30 HM stofan 19.00 Fréttir 19.25 Íþróttir 19.35 Veður 19.40 Fyrir alla muni 20.15 Ormstunga 21.05 Um Atlantsála 22.05 Eyðimerkurblómið 00.05 Silfrið 01.05 Dagskrárlok 12 til 16 Þór Bæring Besta blandan af tónlist á sunnudegi og létt spjall með Þór Bæring. Hækkaðu í gleðinni með K100. 16 til 18 Tónlistinn Topp40 með Dj Dóru Júlíu. Einn vinsælasti plötusnúður landsins kynnir 40 vinsælustu lög landsins á hverjum einasta sunnudegi. Tónlistinn er eini opinberi vinsældalisti landsins. 18 til 00 K100 tónlist Besta tónlistin dunar í allt kvöld. Þættirnir Vinátta hófust í útsendingu í sjónvarpi Símans fyrir tveimur vik- um. Kristborg Bóel er ein af þeim sem áttu hug- myndina að þáttaröðinni en í henni er skyggnst inn í fjölda vina- sambanda, allt frá æsku- vinum á grunnskólaaldri til eldri borgara. Í hverj- um þætti koma nýir við- mælendur og sérfræðingar við sögu og sjónum er beint að ólíkum viðfangsefnum innan vináttunnar. Kristborg mætti í viðtal í morgunþáttinn Ísland vaknar og ræddi þar við þau Kristínu Sif, Ásgeir Pál og Jón Axel um þættina og vináttuna sjálfa sem getur einnig átt sér skuggahliðar. Viðtalið við Kristborgu má nálg- ast í heild sinni á K100.is. Vináttan getur einnig átt sér skuggahliðar Sjanghaí. AFP. | Yan Bingtao er af fátæku f́ólki kominn og þegar hann tekur fram kjuðann til að spila snóker er það til að styðja móður sína, sem þjáist af krabbameini. Yan er nýjasta undrabarnið í kínverskum íþróttaheimi. Hin tvítuga snókerstjarna kom John Higgins, fjórföldum heims- meistara, gjörsamlega í opna skjöldu þegar hann lagði hann 10-8 á sunnudag og sigraði í Masters- mótinu, sem haldið var í Milton Keynes á Englandi. Yan er yngsti sigurvegarinn á mótinu í 26 ár. Yan er skráður í 11. sæti á heims- listanum í snóker og þetta var fyrsti stóri titillinn hans. Hann er aðeins ári eldri en Ronnie O’Sullivan var þegar hann sigraði á Masters- mótinu 1995. O’Sullivan var 19 ára og þá var fórnarlambið einnig Higg- ins. „Ég væri mjög hissa ef hann ynni ekki að minnsta kosti einn eða tvo heimsmeistaratitla,“ sagði O’Sulli- van, sem er sexfaldur heimsmeist- ari, á íþróttastöðinni Eurosport. Yan hefur verið kallaður „kín- verski tígurinn“ og sigurinn á fyrsta Masters-mótinu, sem hann tekur þátt í, kom eftir langa baráttu, sem stundum virtist ætla að enda með því að ferillinn fjaraði út með grát- legum hætti. Yan fæddist í Zibo í héraðinu Shandong í austurhluta Kína 16. febrúar árið 2000. Hann tók í fyrsta skipti upp kjuða til að spila á hrör- legu billjardborði utandyra þegar hann var sjö ára gamall. „Ég man að það var óslétt, það voru laufblöð í hornunum og hvíta kúlan rúllaði furðulega,“ var haft eftir honum í ríkismiðlinum Dag- blaði alþýðunnar í fyrra. En Yan hafði hæfileika og í þeirri von að hann ætti framtíð fyrir sér í íþróttinni sagði faðir hans, Yan Dong, starfi sínu í lyfjaverksmiðju lausu. Feðgarnir fóru að heiman þvert á ráð vina og ættingja og Yan hætti í skóla átta ára til að leita snóker- gæfunnar í Peking. „Til að spara peninga leigðum við pabbi herbergi í úthverfunum með bara rúmi og skrifborði fyrir 280 jú- an (tæpar 6.000 kr.) á mánuði,“ sagði Yan eftir sigurinn um helgina og hefur víða verið eftir honum haft. Þeir höfðu ekki efni á að kynda og það var svo kalt að þeir voru í úlpum innan dyra, sagði Yan við kínverska fjölmiðla. Feðgarnir áttu í basli með að ná endum saman og á endanum játuðu þeir sig sigraða og sneru aft- ur til Zibo. Einhverjar frásagnir herma að fjölskyldan hafi selt flestar sínar eignir til að fjármagna snókerferil Yans. Enn seig á ógæfuhliðina árið 2013 þegar móðir hans, sem hafði verið fyrirvinna fjölskyldunnar, fékk krabbamein og þurfti að fara í að- gerð. „Aldrei gefast upp“ Til þess að standa undir meðferð móður sinnar skráði Yan sig á hvert mótið á eftir öðru. Þegar hann var þrettán ára og orðspor hans fór vax- andi voru honum farin að bjóðast laus sæti fyrir áhugamenn á at- vinnumannamótum. Ári síðar, 2014, varð hann yngsti keppandinn til að sigra á heimsmeistaramóti áhuga- manna í snóker. Eftir það hefur leiðin legið hratt upp á við. Hann varð atvinnumaður 2015, flutti til Englands til að eiga auðveldara með að hasla sér völl og vann fyrsta titilinn á stigamóti í Riga í Lettlandi 2019. Yan fékk 250.000 pund (44 milljónir króna) fyrir sig- urinn um helgina. Það er hæsta upp- hæð sem hann hefur unnið. Hann er fremstur margra upp- rennandi kínverskra snókerspilara og hefur verið hampað í fjölmiðlum heima fyrir sem arftaka hins 33 ára Ding Junhui, sem um nokkurt skeið hefur verið besti leikmaður Kínverja í greininni og veitt Yan innblástur. Margir sem fylgdust með, þeirra á meðal O’Sullivan, dáðust að yfirveg- un og þroska Yans þegar hann vann upp forskot Higgins, sem orðinn er 45 ára og gæti verið pabbi Yans. Eftir viðureignina þýddi kærasta Yans viðtalið við hann á ensku. Yan var hins vegar með hugann við for- eldra sína, sem lögðu allt undir fyrir hann. „Mamma mín og pabbi voru að horfa á sjónvarpið, þau hafa líklega ekki sofið í nótt,“ sagði hann. „Þau hafa alltaf sagt mér að gefast aldrei upp og njóta lífsins.“ Yan Bingtao hefur vakið mikla at- hygli eftir sigur sinn á Masters- mótinu í Milton Keynes um helgina. Hann þykir undrabarn í greininni. AFP KÍNVERSKA UNDRABARNIÐ Í SNÓKER Fjölskyldan lagði allt undir ALLA LAUGARDAGA MILLI 10 OG 14

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.