Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.01.2021, Blaðsíða 29
Ástæðan fyrir því að við erum að
velta þessu fyrir okkur hér er sú að
Lombardo var á dögunum gestur
hlaðvarpsþáttarins Speak N’
Destroy í umsjá Ryans J. Downeys
vestur í Bandaríkjunum en hann er
tileinkaður Metallica.
Lombardo sagði fyrirspurnina um
að leysa Ulrich af á Download-
hátíðinni hafa komið frá umboðs-
manni Slayer og að hann hafi glaður
slegið til. Hann þekkti nýrra efni
Metallica ekki nægilega vel og nið-
urstaðan varð því sú að hann tromm-
aði bara í tveimur fyrstu lögunum,
Battery og The Four Horsemen.
„Ég hitti strákana í litla æfinga-
rýminu þeirra, búningsklefanum, og
við æfðum lögin tvö sem ég kann-
aðist við. Skömmu síðar fórum við á
svið. Við skemmtum okkur frábær-
lega í upphituninni enda dýrka ég
þessa stráka. Ég hef aldrei lent upp
á kant við þá; samskipti okkar hafa
alltaf verið elskuleg og góð. Þeir
hafa alltaf verið yndislegir við mig
og öfugt.“
Þess má geta að Lombardo hefur
hljóðritað Battery, fyrir plötuna Me-
tallic Assault: A Tribute To Metal-
lica, sem kom út árið 2001. Þar lék
enginn annar en Robert Trujillo á
bassa en hann gekk sem kunnugt er
til liðs við Metallica árið 2003. „Já,
já, þetta er til,“ sagði Lombardo.
Ekki dró úr fjörinu þegar á aðal-
svið Download var komið. „Þetta var
sögulegt andartak og ég naut þess –
þetta var geggjað. Sérstaklega þeg-
ar ég sigldi inn í tvöfalda bassapart-
inn undir lokin á Battery og lesa
mátti úr svipnum á James: Hver
þremillinn!“
Lombardo gekkst við því í viðtali
við Rhythm-tímaritið árið 2009 að
hann hefði haft gaman af því að
„sýna þeim hvernig á að gera þetta“.
„Með fullri virðingu fyrir Lars,
sem er frábær og yndislegur náungi,
en hann þyrfti að koma heim til mín í
æfingabúðir í viku. Ég gæti kennt
honum ýmislegt.“
Seinna kvaðst Lombardo hafa
verið að spauga; þetta hefði bara
verið angi af gömlum kýtingi milli
Metallica og Slayer. En öllu gamni
fylgir alvara; ekki þarf forframaða
málmvísindamenn til að heyra að
Lombardo er betri á trommur en Ul-
rich. Og hefur alltaf verið.
Þetta var fyrsta og eina Metallica-
giggið sem Ulrich hefur misst af – en
bandið fagnar fertugsafmæli sínu á
árinu. Og ef marka má ummæli hans
í viðtali árið 2005 verða þau ekki
fleiri. „Mynduð þið vilja liggja á spít-
ala í Þýskalandi meðan Dave Lomb-
ardo – besti trymbillinn á hnettinum
– er að spila með bandinu ykkar?
Það er ekki auðvelt.“
Frábær skipuleggjandi
En listfengið er ekki allt, eins og
Lombardo benti á þegar hann var
spurður um það á ráðstefnu á Ítalíu
árið 2014 hvers vegna hæfni Ulrichs
við settið væri stöðugt til umræðu.
„Hann er frábær skipuleggjandi.
Hann skipuleggur. Án Lars væri
Metallica ekki til. Því mega menn
ekki gleyma.“
Að ekki sé talað um um tenging-
una innan bandsins (okkur vantar al-
mennilegt íslenskt orð yfir enska
orðið „chemistry“). „Það má aldrei
vanmeta hvað getur gerst þegar
fjórir menn smella fullkomlega sam-
an. Dragi maður einn frá þá er teng-
ingin ekki lengur sú sama. Tæki
maður Lars út úr jöfnunni yrði út-
koman önnur.“
Þarna hittir Lombardo líklega
naglann á höfuðið; þegar frá líður
verður Lars Ulrich ugglaust fyrst
minnst sem framkvæmdastjóra
stórfyrirtækisins Metallica og síðan
sem trommuleikara bandsins. Sýn
hans hefur alltaf verið skýr; hann
ætlaði að koma Metallica á toppinn
og gerði það. Maðurinn gæti hæg-
lega gert tilkall til doktorsgráðu í
markmiðasetningu og markaðs-
fræðum. Að ekki sé talað um þraut-
seigju. Án hans hefði vegferð Metal-
lica orðið allt önnur.
Að sama skapi er auðvitað úti-
lokað að velta fyrir sér hvað hefði
gerst hefði Lombardo gengið til liðs
við Metallica. Í hvaða átt hefði band-
ið þá farið? Því getur vitaskuld ekki
nokkur maður svarað. Og hefði Sla-
yer yfir höfuð sleppt honum? Hann
hætti þar reyndar síðar, ekki bara
einu sinni heldur tvisvar. Og hvað
hefði orðið um Ulrich? Nei, hættum
nú, áður en við ærum óstöðugan.
Málmsagan er víst nógu skrautleg
eins og hún er, þótt við bætum ekki
ef- og hefði-kaflanum við líka.
Dave Lombardo er af
mörgum talinn besti
trymbill málmsögunnar.
Hann fæddist á Kúbu.
AFP
24.1. 2021 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29
Hugsum áður en við hendum!
www.gamafelagid.is 577 5757
GLÆPIR Önnur sería bresku glæpaþátt-
anna The Bay er nú aðgengileg í Sjón-
varpi Símans Premium. Lisa Armstrong
(Morven Christie) lögreglukona er að ná
vopnum sínum eftir persónulegan skell
í fyrstu seríunni, þar sem hún átti vin-
gott við mann sem lá undir grun í
morðrannsókn lögreglu. Nú rann-
sakar hún, ásamt félögum sínum,
morð á fjölskylduföður sem
tekinn er af lífi, að því er virð-
ist af fagmanni, í gættinni á
heimili sínu, að ungum syni
sínum viðstöddum.
Fjölskyldufaðir tekinn af lífi
Morven Christie
leikur Lisu löggu. AFP
BÓKSALA 13.-19. JANÚAR
Listinn er tekinn saman af Eymundsson
1 Snerting Ólafur Jóhann Ólafsson
2
Lífsbiblían
Alda Karen Hjaltalín
/Silja Björk Björnsdóttir
3 Yfir höfin Isabel Allende
4 Borðum betur Rafn Franklín Johnson Hrafnsson
5 Ofurhetjan Hjalti Halldórsson
6 Almanak fyrir Ísland 2021
7 Grunnteikning 2
8
Betri útgáfan
Ingi Torfi Sverrisson
/Linda Rakel Jónsdóttir
9 Vetrarmein Ragnar Jónasson
10 Bráðin Yrsa Sigurðardóttir
1 Ofurhetjan Hjalti Halldórsson
2 Syngdu með Láru og Ljónsa Birgitta Haukdal
3 Hundmann – taumlaus Dav Pilkey
4 BFG kilja Roald Dahl
5 Öflugir strákar Bjarni Fritzson
6 Narfi – einhyrningur hafsins Ben Clanton
7 Ofur-Narfi og Gréta glytta Ben Clanton
8
Ég er kórónuveiran
Hjálmar Árnason
/Fanney Sizemore
9
Orri óstöðvandi – bókin
hennar Möggu Messi
Bjarni Fritzson
10
Herra Bóbó Amelía og
ættbrókin
Yrsa Sigurðardóttir
Allar bækur
Barnabækur
Ég les allajafna nokkuð mikið og
finnst fátt skemmtilegra en kaupa
nýja bók eða fá bækur að gjöf. Þær
eru í stöflum á náttborðinu, á sófa-
borðinu og í bókahillum heimilis-
ins. Ég nota flest tækifæri til að
grípa í lestur, svo sem á meðan
maturinn eldast en hef líka bók
með í töskunni ef ég skyldi þurfa
að bíða eftir afgreiðslu.
Hvað les ég? Áhugasviðið er
breitt en ég er ekki alæta á bækur.
Ég er sérstaklega veik fyrir alþýð-
legum fræðibók-
um, einsögu-
rannsóknum og
Lærdómsritum
Hins íslenska
bókmenntafélags
en sömuleiðis
ljóðum og skáld-
sögum sem skilja
eftir rými til túlk-
unar eða gefa
innsýn í annan heim. Þar vil ég
nefna sem dæmi útgáfur frá Ang-
ústúru; Tíkin, Veisla í Greninu,
Etýður í snjó og Litla land. Fyrir
stuttu barst mér nýjasta bókin í
þessari ritröð, Uppljómun í eðal-
plómutrénu eftir íranska rithöf-
undinn Shokoofeh Azar. Hún mun
óefað leiða mig um áður ókunnar
lendur.
Desember er uppskerumán-
uður bókaunn-
enda og árið í ár
var gjöfult. Af
mörgum góðum
vil ég geta þriggja
ljóðabóka sem
eru ólíkar að efni
og innihaldi.
Taugaboð á há-
spennulínu eftir
Arndísi Lóu Magnúsdóttur er tví-
skipt en myndar samt sterka heild.
Tengsl við umhverfi og aðrar
manneskjur, skynjun í víðum skiln-
ingi þess orðs eru meginviðfangs-
efnið. Ég las bókina í einum rykk
og svo ítrekað aftur. Mun án vafa
grípa í hana oftar.
Höfundur Inn-
rætis er önnur
Arndís en nú
Þórarinsdóttir.
Ljóðin eru
ísmeygileg, frá-
sögnin í fyrstu
persónu og ljóð-
mælandi iðulega
kona sem íhugar stöðu sína og
verkefni daglegs lífs. Niðurstaðan
er meinhæðin krufning á hvers-
dagsleikanum. Ég skellihló oft við
lesturinn líkt og yfir ljóðum Þór-
dísar Gísladóttur eða við að skoða
myndir Lóu Hlínar Hjálmtýsdótt-
ur. Ákveðin kúlheit sem felast í því
að gangast við ófullkomleikanum.
Síðast má svo nefna Draumstol
eftir Gyrði Elíasson sem hefur ver-
ið á náttborð-
inu frá því um
jól en ég gríp
gjarnan í hana
fyrir svefninn.
Kæruleysis-
legur húmor og
léttleiki er
gegnumgang-
andi í ljóðun-
um, orðaleikir og tilvísanir, í eigin
texta, önnur skáld, listamenn eða
atburði ýmissa tíma. Í bókinni eru
endurtekin viðfangsefni tengd
sjálfu ljóðinu og því að yrkja. Býsna
fínt.
Næst í bunkanum er svo Hetju-
sögur eftir Kristínu Svövu Tóm-
asdóttur.
SIGURBORG RÖGNVALDSD. ER AÐ LESA
Alltaf með bók í töskunni
Sigurborg
Rögnvalds-
dóttir er verk-
efnastjóri.