Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.01.2021, Qupperneq 28

Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.01.2021, Qupperneq 28
28 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24.1. 2021 LESBÓK SJÓNVARP Ríkissjónvarpið sýnir í kvöld, sunnudagskvöld, kvikmyndina Eyðimerkur- blómið (Desert Flower) frá árinu 2009. Um er að ræða ævisögulega mynd um ofurfyrirsætuna og aðgerðasinnann Waris Dirie sem fæddist í Sóm- alíu árið 1965. Hún var 13 ára þegar hún flúði Sómalíu eftir að hafa verið seld í hjónaband. Di- rie öðlaðist óvænt frama sem ofurfyrirsæta og nýtti frægðina til þess að vekja athygli á limlest- ingum á kynfærum kvenna í Sómalíu. Myndin er byggð á sjálfsævisögu Waris Dirie frá 1998 og aðalhlutverkið leikur Liya Kebede en leikstjóri er Sherry Hormann. Þess má geta að Waris Di- rie heimsótti Ísland árið 2001. Saga Waris Dirie Waris Dirie á Íslandi. Morgunblaðið/Kristinn BÚMM Rokkgyðjan Suzi Quatro fer mikinn í viðtali við breska blaðið The Guardian í vikunni og segir m.a. frá því að faðir hennar hafi gefið sjálfum föður rokksins, Chuck Berry, á lúðurinn forðum daga. Aðragandinn var sá að stúlkna- sveitin Pleasure Seekers, sem Quatro hóf feril sinn með, hitaði upp fyrir Berry og eftir eina tónleikana gerðist hann helst til vingjarnlegur við systur hennar, sem einnig var í bandinu. Á sama andartaki kom faðir þeirra inn í búnings- klefann – „og búmm,“ eins og Quatro orðar það. „Pabbi, þú kýldir Chuck Berry!“ Faðir hennar svaraði um hæl: „Og hvað með það? Þetta ætti hann ekki að gera. Andskotinn hafi það.“ Pabbi, þú kýldir Chuck Berry! Suzi Quatro er sjötug en aldrei hressari. AFP Dave Mustaine og Reggie Almeida. Kominn með fjólublátt belti BARDAGALIST Dave Mustaine, gítarleikari og söngvari Megadeth, gerði sér lítið fyrir og hlaut fjólubláa beltið í jiu-jitsu á dög- unum. Það var þjálfari hans í Gra- cie Barra Spring Hill í Tennessee, Reggie Almeida, sem hækkaði hinn 59 ára gamla málmhaus í tign. „Hann hefur verið handhafi bláa beltisins í tvö ár, æft vel og gengið hefur á ýmsu en í dag er það mér sannur heiður að afhenda hr. @davemustaine fjólubláa beltið sitt. Hann er vel að því kominn. Til hamingju, lagsi!!!“ sagði Almeida á samfélagsmiðlum. Okkar maður hlýtur að setja stefnuna á brúna beltið næst. Í bók sinni um Metallica, EnterNight, sem kom út árið 2010,gerir rokkblaðamaðurinn og rit- höfundurinn Mick Wall því skóna að James Hetfield og Cliff Burton hafi í fullri alvöru íhugað að reka Lars Ul- rich úr bandinu um miðjan níunda áratuginn. Ástæðan hafi verið sú að hann væri ekki og myndi aldrei verða á sama getustigi tónlistarlega og aðrir bandingjar. Í staðinn segir Wall að þeir hafi viljað fá Dave Lombardo, sem þá var í öðru Flóa- bandi, Slayer, sem barðist við Metal- lica um hylli þrasselskra. Þau áform runnu á hinn bóginn út í sandinn þegar Burton lést með voveiflegum hætti í rútuslysi í Smálöndunum í Svíþjóð haustið 1986. Þess ber að geta að þessi kenning hefur aldrei fengist staðfest, hvorki af James Hetfield né öðrum sem tengjast Metallica traustum böndum. Lombardo átti þó síðar eftir að koma fram með Metallica; á Down- load-hátíðinni í Donington-garði á Englandi sumarið 2004. Ulrich hafði þá ofgert sér og lá á spítala í Þýska- landi. Í stað þess að aflýsa gigginu fékk Metallica þrjá aðra kjuðunga til að fylla skarð hans. Það voru Flemming Larsen, trommutæknir Ulrichs, Joey Jordison úr Slipknot og Dave Lombardo, en bæði Slip- knot og Slayer komu fram á hátíð- inni þennan sama dag. Alvöruveisla. Hrokkið í kjuðung Lars Ulrich og Dave Lombardo eru líklega tveir frægustu trymblar málmsögunnar, af ólíkum af- rekum þó. Var sá fyrrnefndi virkilega nálægt því á sínum tíma að missa kjuðana í hendur hinum? Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Lars Ulrich er af mörgum talinn vinnusamasti trymbill málmsögunnar. Hann fæddist í Danmörku en hefur búið frá unglingsaldri í Bandaríkjunum. AFP Annað sem margir aðdáendur Metallica hafa velt fyrir sér gegnum tíðina, en fá aldrei svar við, er hvaða stefnu bandið hefði tekið hefði Cliff Burton ekki dáið. Sumir segja að Metallica hefði aldrei siglt seglum þöndum inn á miðjuna og gefið sig markaðs- öflunum á vald með þá hippísku sál innan- borðs, heldur haldið sig stolt við þrass- ræturnar. Meðan aðrir halda því fram að bandið hefði að öllum líkindum lagt út í enn frekari tilraunir enda var Burton, þegar allt kemur til alls, minnsti málm- hausinn af þeim öllum; með rætur í klass- ík og djassi og blæti fyrir sveitatónlist og suðurríkjarokki. En ef við tökum allt annað en hreina og ómengaða tónlistargáfu út fyrir sviga þá kemur tilhugsunin um þessa mergjuðu liðsuppstillingu óneitanlega róti á tilfinningalíf manns: James Hetfield, gítar og söng- ur; Kirk Hammett gítar; Cliff Burton bassi og Dave Lombardo trommur. Kemur róti á tilfinningalífið Cliff Burton var aðeins 24 ára þegar hann dó. Wikipedia

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.