Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.01.2021, Síða 32

Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.01.2021, Síða 32
Í sömu viku og efnisveitan Apple TV+ frumsýndi þættina Losing Alice frumsýndi breska sjónvarpsstöðin ITV þættina Finding Alice. Sturluð staðreynd. Því skal þó til haga haldið að ekkert samhengi er á milli þátt- anna enda þótt þeir sem týndu Alice hafi ugglaust verið vongóðir um það. Raunar má segja að menn hafi fundið Alice áður en þeir týndu henni því Finding Alice var frumsýndur 17. janúar en Losing Alice 22. janúar. Sem gerir málið bara enn flóknara og meira spennandi, ekki satt? Finding Alice er spédrama með Keeley Hawes, Nigel Havers, Joönnu Lum- ley og fleirum en Losing Alice er á hinn bóginn þriller með Ayelet Zurer, Lihi Kornowski og fleirum, þar sem áhorfandinn sogast inn í undirmeðvitund aðal- söguhetjunnar, Alice að nafni. Fróðlegt verður að sjá hvor þátturinn gengur betur í áhorfendur. Sjónvarpsþættirnir Losing Alice og Finding Alice hófu göngu sína í vikunni. Ayelet Zurer leik- ur týndu Alice. AFP Keeley Hawes fer með hlutverk fundnu Alice. AFP SUNNUDAGUR 24. JANÚAR 2021 STAN model 3035 L 170 cm Leður ct. 10 Verð 369.000,- L 206 cm Leður ct. 10 Verð 399.000,- DUCA model 2959 L 215 cm Leður ct. 10 Verð 529.000,- L 241 cm Leður ct. 10 Verð 549.000,- ESTRO model 3042 L 164cm Leður ct. 10 Verð 339.000,- L 198 cm Leður ct. 10 Verð 379.000,- ítölsk hönnun – ítölsk framleiðsla MENTORE model 3052 L 162 cm Leður ct. 10 Verð 419.000,- L 201 cm Leður ct. 10 Verð 469.000,- CASA býður upp á vaxtalausar raðgreiðslur (Visa / Euro) í allt að 6 mánuði. Skeifunni 8 | Sími 588 0640 | casa.is Opið virka daga 10-18, laugardaga 11-15 ETOILE model 2623 L 200 cm Leður ct. 25 Verð 529.000,- L 230 cm Leður ct. 25 Verð 569.000,- „Þegar lögreglumenn í Denver Colorado voru að yfirheyra sjúk- ling, sem orðið hafði fyrir hnífs- stungu, til að komast að því hver hefði verið árásarmaðurinn, benti sjúklingurinn Jose Deluna yfir í næsta rúm og sagði „það var hann“.“ Þessa ótrúlegu frétt mátti lesa á forsíðu Morgunblaðsins fyrir hálfri öld, 24. janúar 1971. „Sjúklingurinn í því rúmi reyndist vera Antonio Arrieta, nágranni Deluna og hafði hann orðið fyrir lögreglubifreið, sem var í sjúkrakalli, og fluttur í sama sjúkrahús nokkrum klukku- stundum á eftir Deluna,“ sagði þar ennfremur. Deluna sagði að þeir hefðu lent í rifrildi um kvöldið og hefði þá Arrieta dregið upp hníf og ráðist á sig og stungið í maga, en síðan hlaupist á brott. Deluna var fluttur meðvitundarlaus á sjúkrahús og þegar hann vaknaði sá hann nágranna sinn meðvit- undarlausan í næsta rúmi. „Lögreglan sagði að sjúkling- arnir yrðu ekki fluttir í sér- herbergi, þess gerðist ekki þörf, þeir gætu ekki ráðizt hvor á ann- an,“ voru lokaorð fréttarinnar. GAMLA FRÉTTIN Árásar- maðurinn í næsta rúmi Lögreglan í Denver í Coloradoríki rak upp stór augu fyrir fimmtíu árum. AFP ÞRÍFARAR VIKUNNAR Ari Matthíasson leikari Steinþór Hróar Steinþórsson leikari Anders W. Berthelsen leikari Týndu og fundu Alice í sömu vikunni

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.