Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.01.2021, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.01.2021, Blaðsíða 17
áhrif á íslenskar kosningar (miðað við hefðbundið aug- lýsingafé í báðum löndum)! Vitleysan var sem sagt þyngri en tárum taki. En hin ástæðan fyrir andúðinni á Trump var margvísleg framganga hans sjálfs, ekki síst í baráttu hans í prófkjöri repúblikana. Gjörólíkir kosningataktar Bandarískar kosningar eru um margt mjög ólíkar því sem Íslendingar eiga að venjast. Sjónvarpsauglýs- ingar eru áberandi þar og allur þorri þeirra er svokall- aðar neikvæðar auglýsingar. Markmiðin eru að skaða ótrúverðugleika andstæðings og gera hann tor- tryggilegan. Hér eru sjónvarpsauglýsingar fáar, enda flokkar fjárvana. Neikvæðar auglýsingar myndu virka öfugt hér og þær sem væru yfir sig jákvæðar um flokka og frambjóðendur bæði væmnar og fráhrind- andi. Enginn sláandi munur var á milli flokka í kosn- ingunum 2016. En hið nýja við Trump var hvernig hann braust fram sem frambjóðandi, sem flestir töldu að ætti slakan möguleika á vinningi í prófkjöri repú- blikana. Það varð reyndar við mikinn fögnuð stjórn- enda demókrataflokksins þegar þeim birtust fyrstu til- þrif Trumps. Hann yrði helst að verða loka- frambjóðandi repúblikana. Þeir töldu sig eiga auðvelt með að afgreiða Trump og að kjör Hillary Clinton sem forseta væri með hann sem andstæðing hreint forms- atriði. Trump náði athygli í afar fjölmennu prófkjöri repú- blikana með aðferðum sem virkuðu ekki vel á fólk sem fylgdist með austan Atlantshafs. Og er þá varlega tal- að. Hann uppnefndi alla meðframbjóðendur sína í prófkjörinu. Og ekki með neinum góðlátlegum upp- nefnum. Þau voru öll til þess fallin að benda á veika eiginlega hvers frambjóðanda og helst niðurlægja þá og engrar „óþarfrar“ sanngirni var gætt svo ekki sé nefnd almenn kurteisi. En skyndilega var Trump orðinn sá frambjóðandi sem skar sig úr í hinum stóra hópi þótt allir hefð- bundnir áheyrendur hefðu skömm á aðferðunum. Á fyrsta degi framboðsins hafði hann komið niður rúllustiga í turni sínum í New York og svo flutt ræðu. Hún beindist ekki síst að ólöglegum flóttamönnum sem komu yfir suðurlandamæri Bandaríkjanna. Vafa- laust var þar misjafn sauður í stórri hjörð. En alhæf- ingar frambjóðandans voru með þeim hætti og áfellis- dómarnir svo þungir meira eða minna yfir öllum sem áttu í hlut, að flestum var brugðið. Í boði andstæðinganna Í aðdraganda framboðs Trumps var rætt töluvert um ríkidæmi hans og sagt að hann gæti komist langt með að kaupa sér sigur í prófkjörinu. Sumir töldu hann þó ýkja eignir sínar og draga úr hinu. En allar stóru sjónvarpsstöðvarnar sem fyrir lá að myndu styðja demókrata eins og vant er voru enn ákafari í þetta sinn. Þær mátu það svo að réttast væri að senda alla kosningafundi Trumps út með öllum þeim einkennilegu yfirlýsingum og stóryrðum sem bóka mætti að yrðu látin fjúka. Allar stöðvar hefðu úr ofboðslegu efni að moða og velja daginn eftir. Á öllum þessum fundum lét Trump fréttamenn þessara stöðva heyra það. Þeirra „fake news“-fréttir voru nefndar oft- ar en flest annað. Tugþúsundir manna komu á hvern fund. Trump þurfti ekki að kosta krónu af sínum auð- æfum í baráttuna. Óvinirnir sendu allt út samkvæmt sinni snilldarhernaðaráætlun. Sá karl kunni að meta það. „A free ride“ kallaði hann það. Það var ekki fyrr en um seinan sem stjórnendur demókrata áttuðu sig á því að þessa kjósendur á fjöldafundunum höfðu þeir aldrei séð hjá sér. Og ekki heldur á fundum repúblik- ana! Hillary missti út úr sér að þetta væru „the deplor- able“. Það var slys. Fólkið lét prenta það á húfurnar sínar og boli. Hvað myndir þú kjósa? Bréfritari var spurður um það nokkrum sinnum opin- berlega í mynd og hljóði hvorn frambjóðandann í Bandaríkjunum hann myndi kjósa, mætti hann það. Það var næstum út í hött að lifa sig svo inn í bandarísk- ar kosningar uppi á Íslandi að menn væru að þykjast kjósa annan hvorn frambjóðandann. En bréfritari hugsaði upphátt og gæti hafa svarað því til að hann myndi við þessar aðstæður fremur kjósa Hillary en Trump. Hann þekkti Hillary allvel persónulega, þau hjón höfðu verið heima í Skerjafirði og við hjón í Hvíta húsinu og þeir Bill Clinton höfðu talað saman oft og víða og síðast hefði hann boðið sínum gamla „starfs- bróður“ að vera viðstaddur opnun bókasafns hans í Little Rock, þótt gesturinn væri ekki lengur forsætis- ráðherra. Trump væri óræð stærð og ekki væri annað hægt en að undrast margt í framgöngu hans í prófkjöri repúblikana. Varð þá hugsað m.a. til Jebs Bush sem bréfritari hafði borðað með tvisvar niðri í Flórída og hann hafði í framhaldi af öðrum fundinum óumbeðinn haft sam- band við föður sinn forsetann og sagt honum frá því hvað Íslendingurinn vildi ná að ræða á fyrirhuguðum fundi í New York. Þetta kom í ljós þegar nefnt var við forsetann í upp- hafi fundar hvað gesturinn vildi fá að ræða á stuttum fundi þeirra. Forsetinn greip fram í og sagði á þessa leið: Jeb hringdi í mig í gær og upplýsti mig um þína óskadagskrá! Óvænt úrslit Þvert á allar spár endaði kosninganóttin þannig að Trump var að undirbúa för í Hvíta húsið. FBI og nokkrar af þessum 17 leyniþjónustum Bandaríkjanna höfðu aðrar hugmyndir. Tveimur vikum eftir að forset- inn hafði verið settur í embætti hafði FBI náð öryggis- fulltrúa forsetans, fjögurra stjörnu hershöfðingja, fyr- ir það að hafa tekið síma frá sendiherra Rússa í Washington. Það væri brot á 225 ára gömlu laga- ákvæði, Logan-ákvæðinu, sögðu þeir. (Reynt hafði verið tvisvar að ákæra með stoð í þessu ákvæði með hálfrar aldar millibili, en í hvorugu tilvikinu dæmt.) Svikahrappar FBI höfðu náð af Flynn hershöfðinga íbúðarhúsi hans upp í kostnaðinn af lögfræðivörn og hann var án launa í fjögur ár eða allt til þess að Trump náðaði hann. Þannig byrjaði ótrúlegt ball. Það verður ef til vill rætt síðar. Morgunblaðið/Árni Sæberg ’Bréfritari var spurður um það nokkrumsinnum opinberlega í mynd og hljóðihvorn frambjóðandann í Bandaríkjunumhann myndi kjósa, mætti hann það. Það var næstum út í hött að lifa sig svo inn í banda- rískar kosningar uppi á Íslandi að menn væru að þykjast kjósa annan hvorn frambjóðandann. 24.1. 2021 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.