Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.01.2021, Page 24

Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.01.2021, Page 24
24 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24.1. 2021 HEILSA Hristum þetta af okkur L augarnar í Rey k javí k w w w. i t r. i s 2m Höldumbilinu og sýnum hvert öðru tillitssemi Læknadagar voru í vikunni, íþetta sinn með breyttu sniðiog einungis rafrænir. Einn fyrirlesara var hinn þekkti vís- indamaður og rithöfundur Matthew Walker sem skrifaði bókina Þess vegna sofum við. Bókin hefur heldur betur slegið í gegn, enda margir sem hafa áhuga á svefni eða á að bæta svefn. „Það er ótrúlega magnað að við eyðum þriðjungi ævinnar sofandi. Við höfum í raun vitað mjög lítið um svefn en það á sér stað alveg gríðar- lega mikil aukning á þekkingu núna,“ segir Þórgunnur. „Svefninn er okkur algjörlega lífs- nauðsynlegur, bæði fyrir líkamlega og andlega heilsu okkar. Hann er hornsteinn heilsunnar.“ Draumsvefn og djúpsvefn „Ég var svo heppin að fá að spyrja Walker spjörunum úr. Hann er prófessor í taugavísindum og sál- fræði við Berkeley-háskóla í Bandaríkjunum og svefnsérfræð- ingur og ég mæli eindregið með að fólk lesi bókina hans. Þar útskýrir hann á mannamáli af hverju það er svo mikilvægt að sofa og sofa vel. Ég hefði gjarnan viljað spjalla lengur við hann!“ segir Þórgunnur og brosir. „Það hefur lengi verið þekkt að svefninn skiptist upp í fasa og það er mikilvægt að ná djúpsvefni. Þá á sér stað mikil endurnýjun á kerfunum okkar. En nú er meira vitað um draumsvefninn en áður. Hann skipt- ir gríðarlegu máli í úrvinnslu tilfinn- inga, bæði til að vinna úr tilfinn- ingum og að tengja saman minningar,“ segir hún. „Við skiptumst á að vera í þessum svefnfösum yfir nóttina og fyrri hluta nætur erum við meira í djúp- svefni en seinni hlutann meira í draumsvefni. Ef við styttum svefn- inn okkar þá skiptir máli hvaða hluti styttist. Ef við ætlum að vakna til dæmis klukkutíma fyrr á morgnana þurfum við að fara fyrr að sofa. Full- orðnir þurfa flestir sjö til níu tíma og að hafa reglu á svefni. Svo er gott að hafa svalt í herberginu.“ Skaðlegt að sofa of lítið Þórgunnur segir að við Íslendingar eigum oft erfiðara með að halda reglu á svefni þar sem hér er svo mikill munur á birtistigi eftir árstíðum. „Fólki er eðlislægt að vakna við dagsljós að morgni en við búum hér við öfgar. Á morgnana eigum við að nota sterk ljós þegar úti er dimmt. Á kvöldin eigum við svo að dimma ljós- in. Við erum oft að horfa í skjá og það er ekki mælt með því að horfa á skjá klukkutíma fyrir svefn,“ segir hún og segir að fólk eigi að róa sig niður vel fyrir svefninn. „Í nútímanum höfum við gert lítið úr svefninum og það er litið á það sem dyggð að sofa lítið. Fólk er jafn- vel að monta sig af því að það komist af með þriggja fjögurra tíma svefn. En það er svakalega skaðlegt fyrir heilsuna, andlega og líkamlega. Rannsóknir sýna að það er fylgni á milli lítils svefns og aukinnar dánar- tíðni og það eru tengsl milli of lítils svefns og krabbameins og hjarta- og æðasjúkdóma.“ Bera virðingu fyrir svefni Fólk á misauðvelt með að sofna og sumir sofa illa yfir nóttina. „Svefntruflanir eru fylgifiskur flestallra geðsjúkdóma. Svo eru til svefnsjúkdómar eins og til dæmis kæfisvefn. En hjá flestum tengjast svefnerfiðleikar lífsstílnum; streitu, áhyggjum og að fólk gefi sér ekki nógu mikinn tíma fyrir svefn. Við þurfum að bera meiri virðingu fyrir svefni. Sumir segja að það að vakna við vekjaraklukku sé vanvirðing við svefninn og líkja því við að sitja við dýrindis veisluborð að njóta þegar klukkan hringi og skipi manni að hætta að borða. Ef þú þarft að vakna við klukku, er það merki um það að þú sért ekki að fá nægan svefn. Það er skynsamlegra að nota vekjaraklukku á kvöldin til að minna okkur á að fara að undirbúa okkur í háttinn. Fólk þarf að setja svefninn í forgang því það skilar sér margfalt í heilsu og lífsgæðum og tilfinninga- lífið verður betra.“ Svefnleysi með aldrinum Þórgunnur segir svefnleysi eða svefnóreglu skaða fólk á margan hátt. „Fólk leitar oft í einhver efni ef það er þreytt, ef það er rænt dýr- mætum svefni. Sumir leita í mat, koffín eða aðra orku,“ segir hún. Þórgunnur segir langvarandi svefnleysi geta valdið alvarlegum geðrænum einkennum og jafnvel dauða. „Svefn getur truflast hjá fólki vegna líkamlegra sjúkdóma, til dæmis vegna verkja og hjá fólki með geðsjúkdóma. Svo eru sumir með vandamál af öðrum ástæðum, vegna streitu, kvíða eða barns sem grætur á nóttunni,“ segir hún og segir mis- jafnt hjá fólki hversu auðvelt það eigi með svefn. Með hækkandi aldri fara margir að upplifa svefntruflanir og segir Þórgunnur það algengt. Eins upp- lifa konur á breytingaskeiði oft svefnvanda. „Hjá konum með mjög slæm ein- kenni gæti hjálpað að fá lítinn skammt af hormónum og muna eftir að huga vel að góðri næringu og hreyfingu yfir daginn.“ Hugræn atferlismeðferð Hvaða ráð gefur þú fólki sem kemur til þín með svefnvanda? „Fyrst þarf að fara yfir heilsufarið og sjá hvort einhverjir andlegir eða líkamlegir sjúkdómar séu fyrir hendi. Ég skoða marga þætti til að leita að orsök. Svefnlyf til að með- höndla svefnleysi eru ekki fyrsta val og gefa ekki náttúrulegan svefn en geta hreinlega verið lífsbjargandi í sumum tilvikum. Ég mæli alltaf með lífsstílsbreytingum og hugrænni at- ferlismeðferð, sérhæfðri fyrir svefn- leysi. Gott er að leita til sérfræðinga eins og sálfræðinga en einnig er hægt að fara í slíka meðferð hjá fyrirtækinu Betri svefn og bjóða þeir upp á netnámskeið sem ég mæli eindregið með fyrir fólk sem þjáist af svefnvanda og er ekki með undir- liggjandi sjúkdóma,“ segir hún og nefnir að læknar velji einnig oft lyf sem eru örugg og ekki ávanabind- andi til að hjálpa fólki að sofa. Töfrar eftir góðan svefn Hvað sagði Matthew Walker annars sem situr eftir? „Hann vitnaði í skáld og sagði: „Brúin frá örvæntingu til vonar er góður nætursvefn.“ Og að fólk ætti ekki að ræna sig þeim töfrum sem fylgja því að vakna endurnærður. Hvernig getur borgað sig að horfa á enn einn þáttinn á Netflix á móti þeirri vellíðan sem fólk finnur eftir góðan svefn? Það er fátt sem er jafn heilsubætandi og góður svefn. Matt- hew líkti of litlum svefni við lekandi vatnslögn í húsi; ef hún lekur smýg- ur vatnið út um allt. Lítill svefn hef- ur áhrif á alla þætti lífsins.“ Setjið svefn í forgang! Þórgunnur Ársæls- dóttir, geðlæknir og yf- irlæknir bráðaþjónustu geðdeildar, segir svefn vera hornstein heils- unnar. Hún segir að fólk verði að bera meiri virðingu fyrir svefni. Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is Þórgunnur Ársæls- dóttir geðlæknir segir of lítinn svefn hafa slæm áhrif á alla þætti lífsins. Morgunblaðið/Ásdís ’ Sumir segja að þaðað vakna við vekjara-klukku sé vanvirðing viðsvefninn og líkja því við að sitja við dýrindis veisluborð að njóta þegar klukkan hringi og skipi manni að hætta að borða.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.