Morgunblaðið - 04.02.2021, Síða 2
Sigurður Ingi Jóhannsson sam-
göngu- og sveitarstjórnarráðherra
telur að ný skýrsla um Sundabraut
setji punktinn í umræðu um legu
brautarinnar: Sundabrú sé sá kostur
sem unnið verði með héðan í frá. All-
ir aðilar sem komu að málinu hafi
verið sammála um ágæti Sundabrú-
ar, en í hópnum voru fulltrúar frá
Vegagerðinni, Reykjavíkurborg,
Faxaflóahöfnum og Samtökum
sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu.
Hann vill að vinna við undirbúning
hefjist þegar í stað.
Brúin 30 m há
„Já, ég hef trú á að brúin trompi
allt,“ sagði Sigurður þegar mbl.is
spurði hann um niðurstöður um-
ræddrar skýrslu, sem kynntar voru í
gær. Fyrirhuguð brú er um 30 metra
há og á hún að liggja frá Sæbraut við
Holtaveg og yfir Kleppsvíkina í
Grafarvog þar sem tenging verður
um Hallsveg og svo áfram á Geld-
inganes og Kjalarnes. Áætlanir gera
ráð fyrir að brúin verði tvær akrein-
ar í hvora átt ásamt göngu- og hjóla-
stígum.
Fyrir höfðu legið hugmyndir um
að grafin yrðu göng í stað lagningar
brúar. Það var þó talið að sú fram-
kvæmd yrði kostnaðarfrekari og því
talið líklegra að brú yrði lögð í stað
ganga. „Í mínum huga eru göngin
aðeins valkostur í umhverfismati til
að bera saman við brúna,“ sagði ráð-
herra.
Áratugagamalt þrætuepli
Saga Sundabrautar er orðin ára-
tugalöng. Eftir aldamót var stefna
Reykjavíkurborgar að fara ganga-
leið en Vegagerðin horfði til lágbrú-
ar. Með aðalskipulagi Reykjavíkur-
borgar fyrir 2010-2030 var í raun
lokað fyrir flesta möguleika nema
göng og var málið þá komið í vissa
pattstöðu.
Sigurður Ingi skipaði síðar starfs-
hóp um Sundabraut þar sem áttu
sæti fulltrúar ríkisins og Samtaka
sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu.
Lá niðurstaða þess hóps fyrir árið
2019 og var á þá leið að fýsilegast
væri að skoða jarðgöng yfir í Gufu-
nes og lágbrú sem þveraði hafnar-
svæðið við Kleppsvík. Skipaði Sig-
urður Ingi í kjölfarið starfshóp til að
endurmeta og skoða þessa tvo kosti
um legu Sundabrautar og gera til-
lögu að framtíðarlausn sem festa átti
í skipulagi. Skýrslan sem kynnt var í
gær var niðurstaða þess hóps.
Sammála um ágæti Sundabrúar
Áratugalöng
deila um Sunda-
braut senn á enda
Tillaga að legu Sundabrautar með hábrú yfi r Kleppsvík
H i ild
Kleppsvík
Hallsvegur
Sæ
braut
Kleppsspítali
SUNDAHÖFN
H A M R A R
H O LTA G A R Ð A R
G R A F A R V O G U R
GU F U N ES
Holtavegur
Hábrú yfi r
Kleppsvík
Fjórar akreinar
Lengd: 1.172 m
Mesta hæð: 35 m
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. FEBRÚAR 2021
Örugg og traust þjónusta í fasteignaviðskiptum í áratugi
ÁRSALIR
FASTEIGNAMIÐLUN
533 4200
Ársalir ehf fasteignamiðlun, s. 533 4200, Engjateigi 5, 105 Rvk.
Til sölu mikið endurnýjuð og glæsileg 4ra herbergja íbúð á 2. hæð, ásamt bílskúr.
Búið er að endurnýja eldhús með vandaðri innrétting og tækjum. Baðherbergið er
allt endurnýjað og með hita í gólfi. Parket er á allri íbúðinni
og þremur svefnherbergjum en baðherbergið er flísalagt.
Góðir skápar eru í íbúðinni. Tvennar yfirbyggðar svalir á
mót suðri, sem hægt er að opna vel á góðviðrisdögum. Sér
rúmgóð geymsla á jarðhæð og bílskúr fylgir.
Álftahólar 8, 111 Reykjavík
OPIÐ HÚS Í DAG MILLI KL. 17-18
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson
menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Ragnhildur Þrastardóttir
Oddur Þórðarson
Liðlega fimmtugur danskur karl-
maður frá Árósum hefur játað á sig
morð á Freyju Egilsdóttur Mogen-
sen, íslenskri konu sem búsett var á
Austur-Jótlandi.
Frá þessu greindi
danska lögreglan
eftir hádegi í gær.
Freyja var 43 ára
og skilur eftir sig
tvö ung börn.
Maðurinn er
fyrrverandi sam-
býlismaður
Freyju og var það
hann sem til-
kynnti hvarf
hennar í fyrradag. Lík Freyju fannst
svo á heimili hennar í gær, illa leikið,
og var það í kjölfar þess sem mað-
urinn játaði verknaðinn.
Hröð atburðarás
Maðurinn verður ákærður fyrir
manndráp og ósæmilega meðferð á
líki, að sögn Michaels Kjeldgaards,
yfirlögregluþjóns á Austur-Jótlandi.
Þegar mbl.is ræddi við Kjeldgaard
í gærmorgun hafði maðurinn þegar
verið handtekinn, en hvorki lá fyrir
játning né ákæra og má segja að at-
burðarás málsins hafi verið ansi
hröð.
Farið var fram á fjögurra vikna
gæsluvarðhald yfir manninum og
verður að þeim tíma loknum skoðað
hvort framlengja þurfi varðhaldið.
Lögregluyfirvöld í Danmörku rann-
saka nú hvort maðurinn hafi verið
einn að verki og hafa íslensk lög-
regluyfirvöld boðið fram aðstoð sína.
Karl Steinar Valsson, yfir-
lögregluþjónn alþjóðasviðs ríkis-
lögreglustjóra, sagði við mbl.is í gær
að hann gæti ekki tjáð sig frekar um
hvernig aðstoð íslensku lögreglunnar
yrði háttað, það væri í höndum
danskra lögregluyfirvalda að ákveða
það enda rannsókn málsins í þeirra
höndum. Spurður um viðbrögð Dana
við hjálp frá Íslandi vildi hann ekki
tjá sig, boð um aðstoð væri fyrst og
fremst formlegt.
Samstarfsfólk í áfalli
Samstarfsfólk Freyju í þjónustu-
íbúðakjarnanum Stenslundcentret í
Odder í Danmörku var sagt í áfalli í
fréttum Ríkisútvarpsins. Samstarfs-
fólk og íbúar lýstu Freyju sem harð-
duglegri og vel liðinni og þáðu marg-
ir þeirra áfallahjálp í gær.
„Við erum í áfalli yfir atburðunum.
Freyja var sérlega dugleg og klár og
vissi hvað hún vildi,“ sagði Anni And-
ersen forstöðukona Stenslund-
centret í samtali við Ríkisútvarpið.
„Sá sem heldur utan um vakta-
skýrslurnar hjá okkur fékk sms frá
Freyju á laugardagsmorguninn þar
sem sagði að hún gæti ekki komið til
vinnu vegna þess að hún væri veik.
Það er ekki venjan að tilkynna veik-
indi með þeim hætti.“
Ljósmynd/Øxenholt foto/Ritzau
Lögregla á vettvangi Töluverður viðbúnaður lögreglu var fyrir utan hús Freyju í Malling í Danmörku í gær.
Myrti Freyju á heimili
hennar og játaði í gær
Fyrrverandi sambýlismaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald
Álaborg
Malling
D A N M Ö R K
SVÍÞJÓ
Ð
ÞÝSKALAND
Árósar
Kaupmannahöfn
Óðinsvé
Kattegat
Freyja Egilsdóttir
Mogensen
Birkir Hólm Guðnason, forstjóri
Samskipa, segir að Sundabrú muni
hafa mikil áhrif á starfsemi fyrir-
tækisins. „Þetta hefur veruleg áhrif
á okkar starfsemi og er mikið
rask,“ segir hann við Morgunblaðið.
Fram kom í tilkynningu starfshóps-
ins í gær að engar stórvægilegar
athugasemdir hefðu borist frá
hagsmunaaðilum. „Það er bara ekki
rétt,“ segir Birkir.
„Við hittum verkefnahópinn
tvisvar og komum okkar áhyggjum
á framfæri við þá.“ Mörgum spurn-
ingum hagsmunaaðila sé því ósvar-
að. „Það er ekki búið að ræða neitt
við okkur hversu mikið þetta mun
hafa áhrif á okkar starfsemi eða
fasteignir og hvernig það verður
leyst eða bætt,“ segir hann.
Lítið sem ekkert samráð
Lítið samráð hafi verið haft við
hagsmunaaðila. „Í rauninni voru
fyrstu drög að skýrslunni kynnt
fyrir okkur í desember, og þá var
niðurstaða hópsins þessir tveir
möguleikar,“ segir Birkir, en þeir
möguleikar voru
undirgöng eða
brú. „Við komum
því á framfæri að
við værum miklu
hrifnari af göng-
unum því þau
hefðu minni áhrif
á starfsemi okk-
ar,“ segir Birkir.
Þá hafi hags-
munaaðilar
stungið upp á því að hafa brúna
opnanlega. „En það kom ekki til út
af vindi og kostnaði,“ bendir hann
á.
Eiga fund í næstu viku
„Við höfum ekki fengið svör við
því hvaða áhrif þetta mun hafa á
okkur og hvernig okkur verður
bætt þetta upp. Ég held að þetta sé
það snemma í ferlinu að það á eftir
að móta allt,“ segir hann. „Við eig-
um fyrsta fund af væntanlega
mörgum í næstu viku þegar við
hittum Vegagerðina. Vonandi skýr-
ist eitthvað þá.“
Veruleg áhrif
á starfsemina
Segir lítið sem ekkert samráð haft
Birkir
Guðnason