Morgunblaðið - 04.02.2021, Síða 6

Morgunblaðið - 04.02.2021, Síða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. FEBRÚAR 2021 Skeifunni 8 | Sími 588 0640 | casa.is Opið virka daga 10-18, laugardaga 11-15 Casa býður upp á vaxtalausar raðgreiðslur (Visa/Euro) í allt að 6 mánuði. LÝSTU UPP skammdegið Taccia lampi Hönnun: Achille & Pier Giacomo Castiglioni (1962) Small H: 48,5 cm Litir: chrome, black, bronze Verð 169.000,- Davíð Ólafsson, löggiltur fasteignasali, leigumiðlari og viðskiptafræðingur BERG Fasteignasala | Háholt 14 | Mosfellsbæ Sími 588 5530 | berg@berg.is | berg.is ATVINNUHÚSNÆÐI SKRIFSTOFUR – IÐNAÐARBIL Hafðu samband við okkur og við aðstoðum og finnum rétta aðilann fyrir þig eða réttu eignina. Þarftu að selja, kaupa, leigja út eða taka á leigu? TIL LEIGU Suðurlandsbraut 10 260-870 fm Sími 766 6633 TIL LEIGU Guðríðarstígur 2-4 300 fm VIÐTAL Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Ég lifði þetta af í kröppum dansi og fékk fótinn í bónus,“ segir Björg- vin Hreinsson, 57 ára trillusjómaður á Vopnafirði. Miðvikudagurinn 18. mars í fyrra reyndist örlagaríkur í lífi Björgvins. Þann dag var hann í hlutverki hafn- sögumanns þegar flutningaskipið Samskip Hoffell sigldi frá Vopna- firði. Þegar skipið var komið á lóðs- stöð úti á firðinum bjóst Björgvin til að fara um borð í björgunarskipið Sveinbjörn Sveinsson, eins og tíðk- ast þar um slóðir. Þegar Björgvin var um það bil að koma sér um borð í Sveinbjörn Sveinsson „kom óvænt kvika við það“, eins og það er orðað í skýrslu rannsóknarnefndar samgönguslysa. „Skipið féll hratt niður og seig að- eins frá SH en skall síðan utan í það. Við þetta varð hægri fótur hafnsögumannsins á milli skipanna með þeim afleiðingum að hann fót- brotnaði mjög illa,“ segir í skýrsl- unni. „Skipverjar á björgunarskip- inu settu snarvöndul fyrir ofan áverkana á lærinu sem skipti sköp- um til að lágmarka afleiðingar slyssins,“ segir þar ennfremur. Löng bið á sjúkrahúsinu Björgvin lýsir atvikinu svo í sam- tali við Morgunblaðið: „Það virtist allt vera eðlilegt en svo þegar ég er að stíga um borð í björgunarskipið kemur eitthvert ólag á það og ég bara náði ekki að forða mér. Þegar skipið kom til baka náði það í vinstri fótinn á mér. Með einhverju harð- fylgi tókst mér að henda mér úr stiganum og yfir á björgunarskipið. Ég hékk svo utan á því þangað til ég heyrði að skipstjórinn gargaði á strákana að þeir yrðu að ná mér. Ég hélt að skipið væri að koma á mig aftur og varð hræddur en með hjálp skipverjanna tókst mér að sveifla mér aftur inn fyrir.“ Björgvin segir að hann hafi ekki haft hugmynd um hversu illa slas- aður hann væri fyrr en komið var á sjúkrahúsið á Akureyri. Hann hélt meðvitund allan tímann. „Ég gerði mér alla vega grein fyrir því að ég væri lærbrotinn en í raun fór lærið á mér alveg í mask. Allar æðar fóru og kjötið fór í marning. Sperrilegg- urinn fyrir neðan hné brotnaði líka, Síðar sögðu læknarnir mér að ég hefði átt einhverjar 20 mínútur eftir ólifaðar, ég var orðinn svo blóð- laus.“ Hann gekkst undir langa aðgerð á Sjúkrahúsinu á Akureyri sam- dægurs. Eftir það tók við löng bið þar sem staðan var metin. „Það var ekki tekin ákvörðun um að ég héldi fætinum fyrr en 4. apríl. Fram að því var bara reynt að tengja hann inn í blóðrásina til að sjá hvort hann myndi lifa. En þeim tókst þetta.“ Þarf að notast við hækjur Björgvin dvaldi á sjúkrahúsinu fram á haust og kom ekki heim til Vopnafjarðar fyrr en 8. september, tæpu hálfu ári eftir slysið. Hann var svo allan janúar á Kristnesi og er á leiðinni til Reykjavíkur í æðaþræð- ingu. Ekki sér til lands í endurhæf- ingu en Björgvin kveðst ánægður með hvernig gengið hefur. „Læknarnir stóðu sig eins og hetjur. Sömuleiðis allt starfsfólkið á sjúkrahúsinu og á Kristnesi. Því- líkar hetjur! Þetta hefur kostað bæði blóð, svita og tár. Bæði fyrir mig og þau. Á þessum tíma hef ég farið úr rúminu í hjólastól, þaðan í göngugrind og svo á hækjur. Ég er með eina eða tvær hækjur sem ég nota úti við eftir því hvernig mér líður hverju sinni.“ Og hvernig líður þér? „Ég er alltaf með verki í fætinum en við vonumst til að það minnki þegar ég verð meira á róli og fót- urinn styrkist. Ég hef reyndar enga tilfinningu í fætinum fyrir neðan hné. Kálfinn bólgnaði svo mikið og þeir þurftu að rista á hann svo hann myndi ekki rifna. Ég fékk svo drep í kálfann í kjölfarið og var að slást við það í heilan mánuð.“ Hefur fengið mikinn stuðning Hann kveðst vera þakklátur fyrir það að vera á lífi. „Ég á fólkinu á björgunarskipinu og læknateyminu hér heima og á Sjúkrahúsinu á Akureyri líf að launa. Ég neita því ekki að það hafa verið hæðir og lægðir en það er ekkert annað í boði en að horfa fram á veginn þótt mis- jafnlega gangi. Ég hef líka fengið óendanlega mikinn stuðning frá fjöl- skyldunni, börnum og vinum. Þau vilja allt fyrir mig gera. Vopnafjörð- ur er bara alveg dásamlegt sam- félag.“ Björgvin hefur sett sér það mark- mið að snúa aftur til starfa eins fljótt og auðið er. „Það hlæja nú all- ir að mér en ég ætla að reyna að fara á grásleppu í vor. Ég er með tvo öfluga menn með mér og þarf því lítið annað að gera en að sitja á rassgatinu.“ „Ég átti 20 mínútur eftir ólifaðar“  Björgvin Hreinsson fótbrotnaði illa þegar hann lóðsaði flutningaskip frá Vopnafirði í mars í fyrra  Hann missti mikið blóð og óttast var að taka yrði af honum fótinn  Þakkar fyrir að hafa lifað af Morgunblaðið/Jón Sigurðarson Bjartsýnn Björgvin Hreinsson lenti í alvarlegu slysi í mars í fyrra og ótt- aðist að hann myndi missa vinstri löppina. Endurhæfing hefur gengið vel. Í skýrslu rannsóknarnefndar samgönguslysa er atburða- rásin rakin. Þar segir jafn- framt að áhöfnin á björg- unarskipinu Sveinbirni Sveinssyni hafi áralanga reynslu við að þjónusta hafn- söguna og Björgvin hafi verið vanur leiðsögn skipa á svæð- inu. Það hafði hann gert í um það bil aldarfjórðung. „Allir aðilar voru sammála um að óvænt kvika hefði vald- ið þessari óvæntu hreyfingu björgunarskipsins,“ segir í skýrslunni. „Hafnsögumaðurinn kvaðst hafa af gömlum vana verið kominn niður í leiðarann en reynt að forða sér upp aftur þegar björgunarskipið SS lenti í kvikunni. Fram kom hjá honum að það hefði verið töluverð kvika en ekkert óvenjuleg,“ segir þar enn- fremur. Álit nefndarinnar er að or- sök slyssins hafi verið óvænt hreyfing sem kom á björg- unarskipið „sem gerði stað- setningu hafnsögumanns í leiðaranum óæskilega og hættulega“. Óvænt hreyfing kom á skipið MEÐ 25 ÁRA REYNSLU

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.