Morgunblaðið - 04.02.2021, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 04.02.2021, Qupperneq 18
18 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. FEBRÚAR 2021 ECCO SOFT 7 NÝ SENDING AF DÖMU- OG HERRASKÓM S K Ó V E R S L U N STEINAR WAAGE  KRINGLAN - SMÁRALIND Hámarks stuðningur og hreyfifrelsi með E+motion stuðningshlífum Góðar þrýstings- og hitahlífar geta: • Minnkað verki • Veitt góðan stuðning • Aukið hreyfigetu • Haldið hita Stoð Bíldshöfða, Stoð Hafnarfirði, stod.is Gönguskíðabrautirnar í Bláfjöllum eru vinsælar þessa dagana, ekki síður en brekkurnar. Sannkallað æði hefur runnið á landsmenn og gönguskíði ásamt viðeigandi búnaði seljast sem aldrei fyrr. Fátt er fallegra en að stunda hressandi útivist í vetrarsólinni, ekki síst við sólsetur. Skíðað mót kvöldsólinni í Bláfjöllum Morgunblaðið/Gunnlaugur Snær Gönguskíðaæði runnið á landsmenn í faraldrinum Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Þegar harðnar á dalnum verður fólki erfiðara að sækja rétt sinn. Þetta er stór og mikilvægur lær- dómur sem við getum dregið af þeim aðstæðum sem heimsfaraldur kór- ónuveirunnar hefur skapað,“ segir Breki Karlsson, formaður Neyt- endasamtakanna. „Þegar harðnar á dalnum skapast sú tilhneiging í viðskiptalífinu að fyrirtækin vilji slá lán hjá við- skiptavinum, ef svo mætti segja. Lagabókstaf- urinn er þó alveg skýr, það er að ef þjónusta er ekki veitt eiga neytendur rétt á endur- greiðslu. Framan af síðasta ári feng- um við til úrlausnar mörg mál af þessum toga, það er einkum varð- andi utanlandsferðir og þá sér- staklega pakkaferðirnar svonefndu. Sem betur fer hefur fundist lausn sem flestir geta sætt sig við.“ Stór hluti þeirra aðstoðarbeiðna sem Neytendasamtökunum bárust á síðasta ári eru mál sem urðu til í þeim fordæmalausu aðstæðum sem kórónuveiran skapaði. Alls voru kvörtunar- og úrlausnarefni sem samtökin fengu í fyrra um 6.600. Ábyrgðarsjóður leysti vanda Fram á mitt árið voru þar áber- andi vandamál og umkvörtunarefni vegna viðskipta fólks við ferðaskrif- stofur og urðu slík mál alls 741. Alls bárust samtökunum um 1.100 mál sem tengja má við Covid-19. „Strax í byrjun febrúar í fyrra, þegar Al- þjóðaheilbrigðismálastofnunin, WHO, lýsti yfir að heimsfaraldur væri skollinn á skapaðist óvissa um þegar keyptar utanlandsferðir. Slíkt kom á óvart, enda alveg skýrt í lög- um að þegar ferð er aflýst vegna heimsfaraldurs skal hana end- urgreiða,“ segir Breki. Með stofnun ferðaábyrgðasjóðs gafst ferðaskrifstofum kostur á að sækja um lán sem ætlað var að standa undir endurgreiðslum til neytenda vegna pakkaferða sem annaðhvort var aflýst eða voru af- bókaðar. Alls bárust 32 umsóknir um endurgreiðslur að fjárhæð tæpir 2,4 milljarðar kr. Sjóðurinn, sem Ferðamálastofa heldur utan um, er starfandi enn, en er nú fyrst og fremst eigandi krafna sem stofnaðar hafa verið. Margir leituðu sömuleiðis til Neytendasamtakanna í fyrra vegna viðskipta sinna við líkamsræktar- stöðvar, sem var lokað vegna sótt- varnareglna. Margir viðskiptavinir voru með fyrirframgreidda tíma og kort og vildu fá þjónustu samkvæmt því. Yfirleitt hafa þessi mál verið leyst, að sögn Breka, á þá lund að stöðvarnar hafa lengt gildistíma korta sem nemur tímanum sem lok- að er. Í stöku tilvikum hefur með að- stoð Neytendasamtakanna komið til endurgreiðslna. Önnur umkvört- unarmál sem Neytendasamtökin fengu tengdust til dæmis bílaleigum, beinum útsendingum Símans á enska fótboltanum og bílaleigum. Verði aðfararhæfir Í byrjun síðasta árs tóku gildi lög um stofnun úrskurðarnefndar neytendamála, þar sem fólk getur leitað úrlausnar í margvíslegum um- kvörtunarmálum. Kærunefnd vöru- og þjónustukaupa er vistuð hjá Neytendastofu, og í gegnum vefgátt getur fólk sent inn erindi og fengið úrskurð í sínum málum. Stofnun þessarar nefndar er framfararskref, að mati Breka. Réttur neytenda verður skýrari og mál auðveldari úr- lausnar. Þó sé sá hængur á, að úr- skurðirnir eru ekki í öllum tilvikum aðfararhæfir, það er ekki verkfæri til þess að sækja gegn fyrirtækjum. „Okkar vilji er hins vegar sá að úrskurðirnir gefi heimild til aðfarar að lögum, það er verði verkfæri til þess að sækja að fyrirtækjum sem neita að bregðast við eins og bók- stafurinn segir. Neytendasamtökin munu þrýsta á löggjafann um að þessu verði breytt,“ segir Breki Karlsson að endingu. Oft kvartað vegna niðurfelldra ferða  Veira breytir viðskiptum  Ný mál hjá Neytendasamtökum  Úrskurðir skýra rétt Morgunblaðið/Árni Sæberg Túristar Ferðum var aflýst og Neytendasamtökin skárust í leikinn. Breki Karlsson „Það verða ekki gefin út nein tilmæli um að fólk eigi ekki að ferðast. Við þurfum hins vegar að hugsa þetta öðruvísi en áður,“ segir Víðir Reyn- isson yfirlögregluþjónn. Eins og kom fram í Morgun- blaðinu í gær verður vetrarfrí í öll- um skólum á höfuðborgar- svæðinu í kring- um helgina 19.- 21. febrúar næst- komandi. Búast má við því að margir verði á faraldsfæti á þessum tíma. Skíðasvæðin á Akureyri, Dalvík og Ísafirði hafa til að mynda notið mikilla vinsælda á þessum árstíma síðustu ár. „Við höfum áhyggjur af því að fólk skipuleggi sig ekki nógu vel,“ segir Víðir sem bendir á að vegna sam- komutakmarkana þurfi fólk að huga að afþreyingu fram í tímann, ætli það sér að njóta hennar. „Það er tak- markað hvað geta farið margir í sund, á skíði og hvað veitingastaðir geta tekið inn af fólki. Við hvetjum því fólk til að vera tímanlega í skipu- lagningu og panta sér afþreyingu svo ekki myndist kraðak og vand- ræðagangur.“ Í haust var fólk hvatt til að ferðast ekki á milli landshluta en Víðir segir að þess gerist ekki þörf núna. „Stað- an er ágæt og hún er eins um allt land,“ segir hann. Víðir segir jafnframt að hjá al- mannavörnum sé nú unnið að leið- beiningum til fólks fyrir öskudaginn sem er 17. febrúar. „Öskudagur er stór dagur víða, til að mynda á Akur- eyri, og við erum að setja saman leiðbeiningar um það hvernig hægt er að halda hann hátíðlegan. Ösku- dagurinn verður ekki eins og venju- lega en við ætlum að reyna að hafa gaman.“ hdm@mbl.is Vetrarfrí með öðru sniði í ár  Skipulagningar er þörf, segir Víðir Víðir Reynisson
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.