Morgunblaðið - 04.02.2021, Page 20

Morgunblaðið - 04.02.2021, Page 20
20 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. FEBRÚAR 2021 Guðni Einarsson gudni@mbl.is „Það er mikill snjór en gömlu karl- arnir segja að við höfum ekki séð neinn snjó enn sem komið er,“ sagði Þorsteinn Guðmundsson, starfs- maður Eleven Experience sem rek- ur Deplar Farm-hótelið í Fljótunum. Hann segir að miðað við síðasta ára- tug, að undanskildu árinu í fyrra, sé þetta mikill snjór. Þorsteinn þurfti að ryðja snjó frá húsum og tækjum í fyrradag. Fyrir- tækið á m.a. jörðina Stóru-Brekku þar sem er geymsla fyrir snjósleða, fjórhjól, buggy-bíla og fleira á neðri hæð hússins. Þar var gríðardjúpur snjór eins og alls staðar þar sem eitthvað hafði skafið að ráði. Inni á Deplum er miklu meiri snjór en á Stóru-Brekku. Vegurinn upp að Deplum og Þrasastöðum liggur framhjá Knappsstöðum við Stífluvatnið. Vegurinn var mokaður á föstudaginn var en þá hafði hann verið lokaður í ellefu daga. Snjórinn á veginum var 1-2 metra djúpur. Einu tækin sem komust að Deplum meðan svo var voru vélsleðar. Þegar mokað er myndast geilar í snjóinn og það skefur í þær um leið og vind hreyfir. Spenntir að fá aftur gesti Engir gestir hafa verið á Hótel Deplum síðan í haust er leið. Þor- steinn sagði beðið eftir því að gest- irnir geti komið til landsins án mik- illa ferðatakmarkana. Venjulega hefur skíðatímabilið byrjað 20. mars og hefur m.a. verið boðið upp á fjallaskíðaferðir með þyrlum. „Hótelið er fullbókað í vor og sumar. Flytja þurfti fólk frá því í fyrra yfir á þetta ár og svo hafa kom- ið nýjar bókanir. Við bíðum bara spenntir,“ sagði Þorsteinn. Hann stjórnar allri stangaveiði hjá Eleven Experience á Íslandi. Veitt er í Fljótaá og Húseyjarkvísl. Eins eru þeir með Hölkná og veiði- hús í Þistilfirði. Vanalega koma fyrstu laxveiðimennirnir strax á vor- in og svo allt sumarið. Óvissa er um það nú eins og annað í ferðaþjón- ustu. Kafsnjór er nú í víða í Fljótunum  Sjórinn er með því mesta undanfarin ár  Bílana fennti í kaf  Mikil snjósöfnun þar sem skefur Stóra-Brekka Það dró í gríðarmikinn skafl framan við vélageymsluna. Moka þurfti miklum snjó í burtu áður en komið var að dyrunum. Ljósmyndir/Þorsteinn Guðmundsson Deplar Mikill snjór er við hótelið og þar í kring. Þar hafa engir gestir verið síðan í haust en margir hafa bókað gistingu þegar opnast fyrir ferðir. Á leið í Haganesvík Snjórinn var bæði þéttur og þungur. Vetur Þorsteinn Guðmundsson starfar hjá Deplar Farm í Fljótum. Vinnu við dýpkun í höfninni á Þórs- höfn er að ljúka. Verið er að bæta aðstöðu til að stór uppsjávarveiði- skip geti landað í vinnsluna þar. Hafnarstjórn Langanesbyggðar samdi við Björgun ehf. um dýpkun í höfninni á Þórshöfn sl. vor, eftir út- boð. Felst verkið í að fjarlægja um 20 þúsund rúmmetra af efni og flytja út fyrir höfnina. Með því var verið að ljúka dýpkun sem byrjað var á fyrir sex árum þannig að inn- siglingarrenna og snúningssvæði uppsjávarskipa yrði 9 metrar á dýpt. Sveitarstjórn ákvað að bæta við verkið, dýpka í 9,5 metra, og kostar verkið í heild um 250 millj- ónir. Jónas Egilsson sveitarstjóri segir mikilvægt fyrir sveitarfélagið að hafa höfnina samkeppnisfæra. Ís- félag Vestmannaeyja er með upp- sjávarvinnslu á Þórshöfn og stærstu skip þess eru með yfir níu metra djúpristu. Þau hafa þurft að sæta lagi til að komast til hafnar og stundum tekið niðri. Þá séu skip Norðmanna stór og nú sé loks grundvöllur að bjóða þeim að landa. helgi@mbl.is Dýpkun að ljúka í höfninni á Þórshöfn Morgunblaðið/Þorgeir Baldursson Þórshöfn Pramminn Pétur mikli er notaður til að flytja efnið sem grafið er upp við dýpkun snúningsrýmis og innsiglingar út fyrir hafnarmynnið.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.