Morgunblaðið - 04.02.2021, Síða 24

Morgunblaðið - 04.02.2021, Síða 24
24 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. FEBRÚAR 2021 HURÐIR Tunguháls 10, 110 Reykjavík, sími 567 3440, vagnar@vagnar.is, vagnar.is • Stuttur afhendingartími • Hágæða íslensk framleiðsla • Val um fjölda lita í RAL-litakerfinu • Vindstyrktar hurðir Bílskúrs- og iðnaðarhurðir Iðnaðarhurðir Iðnaðarhurðir með gönguhurð Bílskúrshurðir Hurðir í trékarma Tvískiptar hurðir Smíðað eftir máli Fyrsta flokks þjónusta og ráðgjöf Óseyrarbraut 12, 220 Hafnarfirði | Klettagörðum 5, 104 Reykjavík | stolpigamar@stolpigamar.is Gámaleiga Er gámur lausnin fyrir þig? Við getum líka geymt gáminn fyrir þig 568 0100 stolpigamar.is HAFÐU SAMBAND Búslóðageymsla ❚ Árstíðabundinn lager ❚ Lager ❚ Sumar-/vetrarvörur Frystigeymsla ❚ Kæligeymsla ❚ Leiga til skemmri eða lengri tíma Vetrarhátíð í Reykjavík 2021 hefst í dag, 4. febrúar, og stendur til sunnudags. Hátíðin er með breyttu sniði frá því sem tíðkast hefur. Ljósaslóð Vetrarhátíðar verður í lykilhlutverki, slóð ljóslistaverka um miðborgina. Ekki verður nein formleg opnun á Vetrarhátíðinni né heldur fjölmennir viðburði eins og eðlilegt má teljast á tímum samkomutakmarkana. Safnanótt er frestað til vors og sundlauganótt blásin af. Ljósaslóð Vetrarhátíðar myndar gönguleið frá Hall- grímskirkju niður á Austurvöll og að Ráðhúsi Reykjavík- ur. Rúmlega 20 ljóslistaverk eru á þessari leið og verður þeim varpað á byggingar og glugga öll kvöld hátíðar- innar frá kl. 18 til 21. Óvænt ljóslistaverk má finna á leið- inni á veggjum, í gluggum og í húsasundum. Ljósaslóðin er unnin í samvinnu við hina seyðfirsku hátíð List í ljósi. Reykjavíkurborg og Orka náttúrunnar í samstarfi við Miðstöð hönnunar og arkitektúrs stóðu nýlega fyrir samkeppni um ljósverk og leika tvö þau hlutskörpustu lykilhlutverk í Ljósaslóð Vetrarhátíðar 2021. Þetta eru verkin Samlegð/Synergy eftir Katerinu Blahutova og Þorstein Eyfjörð Þórarinsson sem varð í fyrsta sæti. Verkið er í garðinum við listasafn Einars Jónssonar. Hitt verkið ber heitið Truflun/Interference eftir Litten Nystrøm og Harald Karlsson sem verður varpað á Hallgrímskirkju. Dagskrá Vetrarhátíðar 2021 má nálgast á vetrarhatid.is. Ljósaslóð í miðborginni  Ljósalistaverk á Vetrar- hátíð í Reykjavíkurborg Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Vetrarhátíð Ljósadýrð fyllir loftin við Hallgrímskirkju. Birki og Kristínu og geta skráð sig sem bændur og bendir Birkir á að fallegra sé að fá bréf með slíku starfsheiti. Markmið þeirra er að koma upp heimili þar sem þau geta stundað at- vinnu að heiman með sjálfbærni, heilsu og mannrækt að leiðarljósi. Lögð er áhersla á að íbúar og gestir samfélagsins geti komið til seturs, notið veru sem byggir á grunni jógafræðanna. Mikilvægur liður í þessu er heimarafstöð við Hólsá til að býlið geti verið sjálfu sér nægt um orku. Þá segir Birkir að lögð sé áhersla á að við byggingu mannvirkja verði sem minnst rask og öll mannvirki geti talist afturkræf. Áform eru um matjurtarækt og Birkir telur að nokkrar kindur geti vel samrýmst markmiðum þeirra um sjálfbæra búsetu í sveitinni. Reykháfurinn fær að standa Þau hafa látið skrá fornleifar á jörðinni. Birkir segir að þar sé heildstæð saga búsetu. „Okkur þyk- ir vænt um þessa gömlu minjar og ætlum að varðveita þær enda lítum við á þær sem verðmæti jarð- arinnar. Þekktasta kennileitið á Hvilftar- strönd er reykháfur frá árinu 1904. Hann reisti Hans Ellefsen útgerðar- maður eftir að hvalveiðistöð hans á Sólbakka við Flateyri brann árið 1901. Hafði hann hugmyndir um að endurreisa stöðina við sjávarsíðuna á Hóli, um tvo kílómetra frá Sól- bakka, en ekki varð meira úr því. Birkir segir að reykháfurinn sé farinn að láta mikið á sjá. Eigendur jarðarinnar og samfélagið allt hafi áhuga á að finna leiðir til að bjarga þessu kennileiti. Reykháfurinn blas- ir við frá veginum um Hvilftar- strönd, frá Vestfjarðagöngum að Flateyri. Gerir upp báta Við sjávarsíðuna eru einnig gaml- ar sjóbúðir. Birkir hefur fengist við að gera upp gamla báta og er nú einn á verkstæðinu á Flateyri. Von- ast hann til að geta komið sér upp aðstöðu fyrir súðbyrðingana sína. Ætla að njóta þess að búa á Hóli  Birkir og Kristín fá leyfi til að endurvekja lögbýli á eyðijörð sem þau eiga á Hvilftarhlíð í Önundarfirði Önundarfjörður Séð heim að Hóli á Hvilftarströnd. Engin hús og lítið undirlendi. Gamli reykháfurinn sést í fjörunni. Jarðareigendur Birkir Þór Guðmundsson og Kristín Björg Albertsdóttir. VIÐTAL Helgi Bjarnason helgi@mbl.is „Við ætlum að njóta þess að eiga heima í þessum fallega firði, Önund- arfirði. Við endurvekjum gamalt lögbýli þannig að það verði aftur að bújörð,“ segir Birkir Þór Guð- mundsson sem ásamt konu sinni, Kristínu Björgu Albertsdóttur, hef- ur tilkynnt viðeigandi stjórnvöldum að þau áformi að taka eyðibýlið Hól á Hvilftarströnd aftur til ábúðar og landbúnaðarstarfsemi. Hóll hefur verið að mestu í eyði frá því um aldamótin 1900 en þó var búskapur þar í nokkur ár á fjórða áratugnum. Þar eru engin hús eftir. Nýta landsins gæði Birkir og Kristín keyptu jörðina fyrir nokkrum árum. Birkir er Önfirðingur, fæddur og alinn upp á Ingjaldssandi, gerðist bóndi þar en flutti í burtu upp úr 1990. Bæði starfa þau Kristín sem framkvæmdastjórar. „Málin æxl- uðust þannig að við Kristín fluttum vestur vegna starfa árið 2016. Við keyptum þessa jörð 2019 og ætlum að byggja okkur hús þar og nýta landsins gæði,“ segir Birkir. Afar sjaldgæft er að gömul hús- laus eyðibýli séu endurvakin sem lögbýli. Frekar að byggð séu sumar- hús á slíkum jörðum og ekki haft fyrir því að fá lögbýlisréttindi á ný. Það hefur tilfinningalegt gildi hjá

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.