Morgunblaðið - 04.02.2021, Side 26

Morgunblaðið - 04.02.2021, Side 26
26 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. FEBRÚAR 2021 Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Skipulagsfulltrúi Reykjavíkur hefur tekið jákvætt í fyrirspurn ASK Arkitekta ehf. um breytingu á deili- skipulagi Einholts/Þverholts. Hún felur í sér að fjarlægja byggingu á lóðinni Þverholt 13 og reisa íbúðar- hús í staðinn, með að hámarki 38 íbúðum. Fyrirspurnin var send til borgar- innar fyrir hönd lóðareiganda, Sér- verks ehf. Í gildandi deiliskipulagi er gert ráð fyrir stækkun atvinnu- húsnæðis, en breytingartillagan fjallar um að fjarlægja byggingu á lóð og byggja íbúðarhús í staðinn. Fram á þennan dag hefur verið rek- in prentsmiðja í húsinu (GuðjónÓ), en hún hefur verið sameinuð öðrum prentsmiðjum á öðrum stað í borg- inni. Í næsta húsi norðan við Þverholt 13 er Listaháskólinn með starfsemi. Það hús var upphaflega reist fyrir dagblaðastarfsemi DV og jafnan kallað DV-húsið. Í tillögu að breyttu deiliskipulagi er gert ráð fyrir 3.500 fermetra byggingarmagni ofanjarðar og að heildar-nýtingarhlutfall með kjall- ara verði 3,78, en nýtingarhlutfall í gildandi deiliskipulagi er 1,27. Gert er ráð fyrir fjölbreyttum íbúðagerð- um í byggingunni. Forsvarsmenn Búseta, sem eiga og reka íbúðir á næstu lóð, hafa ver- ið upplýstir og lýst sig jákvæða gagnvart þessum áformum, segir í erindi Ask Arkitekta. Búseti stóð að byggingu 204 íbúða við Einholt og Þverholt fyrir nokkrum árum. Skipulagstillaga undirbúin Hér fyrir ofan má sjá þrívíddar- mynd sem gerð var vegna deili- skipulags fyrir Búsetareitinn á sín- um tíma. Hún sýnir mögulegt útlit hússins Þverholt 13 en útlitið kann að breytast við endanlega hönnun. ASK Arkitektar eru að undirbúa deiliskipulagstillögu sem verður auglýst eins og lög gera ráð fyrir. Í umsögn verkefnisstjóra hjá skipulagsfulltrúa kemur fram að gildandi deiliskipulag, sem sam- þykkt var árið 2013, náði til reits sem markaðist af Einholti, Þver- holti, Stórholti og Háteigsvegi. Markmið deiliskipulagsins var að breyta eldri iðnaðarbyggð í reit fyr- ir íbúðarhúsnæði að mestu leyti. Meðal bygginga sem urðu að víkja voru hús Vinnufatagerðar Íslands og framleiðslufyrirtækisins Sólar. Nyrsta hornið, sem nær frá Þver- holti 13 til Einholts 4, hélt þó upp- runalegri notkun sem prentstofa, listaháskóli og skrifstofuhúsnæði. Heimilaðar voru tvær hæðir ofan á núverandi prentstofu fyrir íbúðir. Yrði byggingin þrjár hæðir við breytinguna. Næstu nágrannar til beggja handa eru fimm og sex hæða með inndregnar efstu hæðir. Gert er ráð fyrir 38 íbúðum í til- lögunni og 25 bílastæðum í bíla- geymslu. Meðalstærð íbúða, þegar búið er að draga frá sameign, yrði þá um og undir 80 m². „Embætti skipulagsfulltrúa tekur jákvætt í breytingartillöguna. Mikilvægt er að fella nýja íbúð- arbyggingu vel að aðliggjandi bygg- ingum með skilgreindri hámarks- vegghæð og inndregnum efstu hæðum. Æskilegt er að setja skil- mála um uppbrot útlits, gluggagerð og fyrirkomulag svala í deili- skipulagsbreytinguna. Svalagangar eru ekki æskilegir,“ segir í umsögn verkefnisstjóra, sem skipulags- fulltrúi hefur samþykkt. GuðjónÓ var stofnað 1955 Frá árinu 1955 hefur nafnið Guð- jónÓ verið samtvinnað íslenskri prentsögu, segir á heimasíðu prent- smiðjunnar. „Upprunalegt nafn fyrirtækisins var Prentstofa Guð- jónsÓ, sem var afar vel við hæfi því að prentvélin (og allt sem henni fylgdi) var staðsett í einu horni stof- unnar á heimili Guðjóns Ó. Guðjóns- sonar á Hallveigarstíg.“ Á næstu árum óx prentsmiðjunni fiskur um hrygg og Guðjón þurfti að flytja úr húsi sínu á Hallveigarstíg til að standa ekki í vegi fyrir þeirri framþróun sem blasti við. Á síðustu áratugum hefur prentsmiðjan verið í eigin húsnæði í Þverholti 13. Prentsmiðjan Hjá GuðjónÓ var síð- an stofnuð í maí árið 1992. Um síð- ustu áramót var GuðjónÓ sameinað Litrófi og Prenttækni með aðsetur í Vatnagörðum 14. Sérverk ehf. í Kópavogi var stofn- að árið 1991 og er alhliða bygging- arfyrirtæki sem sérhæfir sig í upp- steypu og fullnaðarfrágangi mannvirkja. Meðal verkefna sem unnin hafa verið eru: uppsteypa á skólum, fjöl- býlishúsum, rað- og parhúsum ásamt fleiru. Sérverk hefur byggt um 400 íbúðir fyrir almennan mark- að, einnig þúsundir fermetra af at- vinnuhúsnæði. Morgunblaðið/sisi Þverholt 13 Prentsmiðjan GuðjónÓ hefur verið þarna til húsa um áratugaskeið. Vinstra megin sést gafl DV-hússins, þar sem Listaháskólinn hefur verið með starfsemi síðan DV flutti annað. Tölvuteikning/Ask Arkitektar Þverholt/Einholt Hér er tilgátumynd af mögulegu útliti hins nýja fjölbýlishúss í Þverholti 13 en væntanlega mun útlitið taka breytingum. Næst sunnan við eru fjölbýlishús sem Búseti reisti. Prentsmiðja víki fyrir fjölbýlishúsi  Borgin tekur jákvætt í ósk um að reisa fjölbýlishús með allt að 38 íbúðum á lóðinni Þverholt 13 Hjónin Guðbjörg Kristín Ingv- arsdóttir skartgripahönnuður í Aurum og Karl Jóhann Jóhannsson, framkvæmdastjóri AURUM, af- hentu í vikunni ágóða af sölu á sparislaufum Bleiku slaufunnar. Ágóðinn nam um 3,6 milljónum króna og seldust bæði gull- og silf- urslaufurnar upp, segir í tilkynn- ingu frá Krabbameinsfélaginu en allur ágóði rennur til krabbameins- rannsókna á Íslandi. Laufey Tryggvadóttir, for- stöðumaður Rannsókna- og skrán- ingarseturs Krabbameinsfélagsins, veitti gjöfinni viðtöku. „Við hjá Krabbameinsfélaginu höfum stund- að rannsóknir í næstum 70 ár og vitum að rannsóknir eru forsenda þess að framfarir verði. Rann- sóknir kosta mikið og því erum við afar þakklát fyrir þennan góða stuðning frá Aurum annað árið í röð,“ sagði Laufey, en auk hennar tók Birna Þórisdóttir, sérfræðingur í fræðslu og forvörnum og starfs- maður Vísindasjóðs Krabbameins- félagsins, á móti gjöfinni. 3,6 milljónir frá Aurum til Bleiku slaufunnar Ljósmynd/Krabbameinsfélagið Styrkur Aurum afhendir styrk í krabbameinsrannsóknir.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.