Morgunblaðið - 04.02.2021, Side 38

Morgunblaðið - 04.02.2021, Side 38
FORSALA er byrjuð hjá söludeild okkar og á vefverslun www.danco.is www.danco.is Heildsöludreifing Fyrirtæki og verslanir Næsta sending 16. febrúar Figet-Bubble Pops Hexagon, 6 litir 13x13 cm Nýjasta æðið hjá krökkum í dag er nýji „Fidget“ Pop Up leikurinn sem slegið hefur í gegn á TikTok og Youtube Þetta er eitthvað sem allir verða eiga 38 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. FEBRÚAR 2021 Í dag, 4. febrúar, er Alþjóðlegi krabbameinsdagurinn (e. World Can- cer Day). Honum er ætlað að vekja athygli á og fræða um málefni krabbameinsgreindra. Í ár er áhersl- an á samtakamáttinn í baráttunni við krabbamein. Íslendingar hafa einmitt verið þeirrar gæfu aðnjótandi að hér ríkir sátt um að krabbamein er ekki einkamál þess sem greinist, heldur mál samfélagsins alls. Sam- takamáttur þjóðarinnar hefur leitt af sér að hér er þjónusta við krabba- meinsgreinda í fremstu röð í heim- inum. Við höfum fylgt þeirri hröðu þróun sem er í krabbameinslækn- ingum og er að skila sífellt bættum árangri. Í sameiningu hefur okkur líka tekist að byggja upp öflugan og vel menntaðan mannauð sem sinnir krabbameinsgreindum. Þetta hefur leitt til þess að meðferðarárangur hérlendis er með því besta sem þekk- ist í heiminum. Um 1.700 Íslendingar greinast nú árlega með krabbamein og mun þriðjungur okkar fá krabbamein ein- hvern tímann á lífsleiðinni. Krabba- meinstíðni eykst með aldri og hefur hækkandi meðalaldur þjóðarinnar valdið því að sífellt fleiri greinast með krabbamein. Krabbameinsrann- sóknir og tækniframfarir hafa leitt af sér ný krabbameinslyf, framþróun í geislameðferð og enn öflugri stuðn- ingsmeðferð. Viðlíka þróun er í öllum greinum sem koma að greiningu og meðferð krabbameina. Sem afleiðing hafa lífsgæði og lífslíkur krabba- meinsgreindra aukist talsvert á und- anförnum áratugum. Samanlagt mun þetta leiða til þess að Íslendingum, sem lifa með krabbameini, mun fjölga hratt á næstu áratugum. Í árslok 2019 voru þeir tæplega 16 þúsund sem höfðu greinst með krabbamein og munu á næstu áratugum fara að teljast í tugum þúsunda. Margir þeirra munu geta haldið áfram að lifa sínu venjubundna lífi jafnvel samfara krabbameinsmeðferð. Í flestum til- vikum valda þó krabbameinsgreining og meðferð töluverðu raski á lífi fólks og því er mikilvægt að við stöndum saman að myndarlegri uppbyggingu endurhæfingar krabbameinsgreindra á Íslandi. Íslendingar hafa notið framþróun- ar í krabbameinsmeðferð og endur- hæfingu sem hefur birst í bættum lífslíkum og auknum lífsgæðum krabbameinsgreindra. Þetta hefur tekist með samtakamætti þjóðar- innar. Ljóst er að við þurfum áfram að standa saman gagnvart þeim framtíðaráskorunum sem blasa við okkur. Þessari samstöðu ber að fagna og er hún í anda Alþjóðlega krabba- meinsdagsins sem við höldum upp á í dag. Fögnum saman framförum í krabba- meinslækningum Eftir Gunnar Bjarna Ragnarsson, Vöku Ýri Sævarsdóttur og Ólöfu Kristjönu Bjarnadóttur Vaka Ýr Sævarsdóttir » Íslendingar hafa náð frábærum árangri í meðferð krabbameina. Þeim fjölgar sem hafa læknast eða lifa með því. Nú skal huga að endur- hæfingu þessa hóps. Gunnar Bjarni er formaður Félags íslenskra krabbameinslækna, Vaka Ýr er gjaldkeri og Ólöf Kristjana rit- ari félagsins. Gunnar Bjarni Ragnarsson Ólöf Kristjana Bjarnadóttir „Þetta er langbesta sjoppan sem ég hef komið í … sósa og sal- at?“ Ég rak upp stór augu 12 ára þegar Stuðmenn völsuðu inn á Sjómannsstofuna Vör í Grindavík í kvik- myndinni Með allt á hreinu og borðuðu hamborgara og franskar með hellingi af sósu, vá, langbesta sjoppan og hún í Grindavík. Lengi vel var Sjó- mannsstofan Vör eini staðurinn í Grindavík þar sem hægt var að setj- ast niður og kaupa sér mat. Nú er tíminn allt annar og hefur mikið vatn runnið til sjávar síðan. Í Grindavík hefur á síðustu árum orðið til þó nokkuð af veitingastöð- um sem bjóða fínt úrval af góðum mat. Allir geta fundið sér gott að borða í Grindavík, hvort sem menn vilja grænmetisrétti, hamborgara, steikur, pizzur eða ljúf- fengan fisk. Viðbrögð heimamanna og annarra gesta sem koma hvað- anæva úr heiminum hafa verið mjög jákvæð. Þær fjölskyldur sem standa á bak við þennan fjölbreytta rekstur leggja mikið á sig með metnað og ástríðu að vopni við það að bjóða upp á góðan mat í harðri samkeppni. Samkeppni er af hinu góða, svo lengi sem jafnt sé gefið. Nú eru komnir nýir rekstraraðilar á Sjómannsstofunni Vör við Hafn- argötu. Er það ekki bara gott mál? Húsið hefur fengið töluverða yf- irhalningu enda framkvæmdir löngu tímabærar að sögn Einars Hannesar Harðarsonar, formanns Sjómanna- og vélstjórafélags Grindavíkur, á vef Grindavíkur, en félagið á húsið og leigir út reksturinn. Það sem vekur athygli og jafnvel furðu er að það er besti vinur for- Er verið að misnota fé félagsmanna til að skekkja samkeppnina? Eftir Kára Guðmundsson Kári Guðmundsson Í byrjun árs voru gerðar breytingar á skimunum fyrir krabba- meinum í brjóstum og leghálsi í kjölfar þess að heilbrigðisráðherra ákvað að breyta skipu- lagi, stjórn og fram- kvæmd skimunar. Fréttirnar komu illa við marga og komu flestum í opna skjöldu enda hafði lítil kynning farið fram á forsendum, ástæðum og af- leiðingum þessara breytinga. Þetta samfélagslega mikilvæga verkefni flyst nú alfarið yfir til hins op- inbera með aukinni miðstýringu. Valfrelsi kvenna skert Eftir hörð viðbrögð við því að ætla að hefja skimun fyrir brjósta- krabbameini fyrst við 50 ára aldur í stað 40 ára tilkynnti heilbrigð- isráðherra að fresta ætti gildistök- unni hvað varðar aldursviðmið brjóstaskimunar. Ákvörðun stjórn- valda um skimun legháls- krabbameins stendur. Almenn- ingur hefur enn litlar röksemdir heyrt um ástæður þess að nú eigi að skima fyrir leghálskrabbameini á fimm ára fresti í stað þriggja ára eða hvers vegna það er betra að heilsugæslan sinni þessu verkefni nú alfarið. Að lokum var rannsóknarstofa í Danmörku fengin til að rannsaka sýnin en svo hefur komið í ljós að hópur kvenna mun þurfa að fara aftur í sýnatöku. Á sama tíma liggja 2.000 sýni óhreyfð í pappa- kössum og hafa gert um nokkurra vikna skeið. Alveg hefur vantað að útskýra hvers vegna Landspítalinn má ekki greina þessi sýni eða hvort stjórnvöld leituðu yfirleitt til Landspít- alans um að sinna þessu verkefni. Hvers vegna er betra fyrir almenn- ing að þetta verk- efni flytjist til Dan- merkur? Margt bendir til þess að undirbún- ingur þessa flutn- ings hafi verið illa unninn. Samfella í þjónustu er ekki tryggð þegar kon- ur þurfa að fara aftur í sýnatöku og standa uppi með takmörkuð svör um hvenær sýni verða greind og af hverjum. Nú síðast heyrist svo í umræðunni að konur sem eru vanar að fara til kvensjúkdóma- læknis í skimun fyrir legháls- krabbameini og vilja gera það áfram muni greiða fyrir það fullt gjald en þær sem leita til heilsu- gæslunnar greiða lægra gjald. Af- leiðingin er tvöfalt kerfi. Stefnan virðist vera að allar kon- ur eigi að fara á heilsugæsluna. Raunverulegt valfrelsi verður því ekki til staðar, nema fyrir þær konur sem geta og vilja greiða hærra gjald fyrir grundvallarheil- brigðisþjónustu. Konur sem eiga erfiða eða sára reynslu af með- göngu og fæðingu, vegna kyn- ferðisofbeldis eða af öðrum ástæð- um þekkja vel hversu miklu skiptir að skoðunin fari fram af lækni sem hefur innsýn í þær aðstæður. Þær aðstæður eru fyrir hendi hjá kven- sjúkdómalækninum sem þekkir sögu konunnar. Sú breyting að vilja ýta þessari skoðun nánast al- farið til heilsugæslunnar er í mín- um huga afturför. Miðstýring ofar öllu Stefna ríkisstjórnar Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks hefur verið að auka miðstýringu í heilbrigðiskerf- inu. Við þekkjum nú þegar til dæmis þá absúrd framkvæmd rík- isstjórnarflokkanna sem bjóða skattgreiðendum upp á að sjúk- lingar séu t.d. sendir í lið- skiptaaðgerðir til Svíþjóðar fyrir næstum þrisvar sinnum hærri kostnað frekar en að bjóða fólki mun þægilegri valkost sem er að fara í aðgerð hér heima. Þessi kostnaðarauki, sem mjög auðveldlega mætti komast hjá, veitir sjúklingum auk þess það óhagræði að þurfa að fljúga til annarra landa að sækja heilbrigð- isþjónustu sem auðveldlega má veita hér heima. Þarna fer því saman hærri kostnaður og verri þjónusta. Miðstýringin virðist ofar öllu hjá ríkisstjórnarflokkunum. Þögn þing- manna Sjálfstæðisflokks og Fram- sóknarflokksins er áberandi í þess- ari umræðu, flokka sem tala stundum fyrir annarri stefnu en þeir styðja svo í verki í þingsal. Ellefta boðorðið Ein afleiðing þessarar stefnu stjórnvalda er að traust kvenna til kerfisins er laskað. Það mun þurfa átak til að efla traust kvenna til þessa kerfis eftir vinnubrögð stjórnvalda. Allt frá óvæntum fréttum um að skimun fyrir brjóstakrabbameini ætti ekki að hefjast fyrr en við 50 ára aldurinn, yfir í að 2.000 sýni liggja í pappa- kössum og nú að beina eigi konum frá því að sækja sér þjónustu kven- sjúkdómalækna, með því að heilsu- gæslan sé komin með þetta verk- efni. Allt í þágu 11. boðorðsins um að heiðra skuli miðstýringu ofar öllu. Eftir Þorbjörgu S. Gunnlaugsdóttur Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir » Það mun þurfa átak til að efla traust kvenna til þessa kerfis eftir vinnubrögð stjórn- valda. Hvers virði er traust kvenna? Höfundur er þingmaður Viðreisnar. ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS ÞARFTU AÐ LÁTA GERA VIÐ?

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.