Morgunblaðið - 04.02.2021, Page 39
UMRÆÐAN 39
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. FEBRÚAR 2021
Valin undirföt,
náttföt, náttkjólar,
sloppar og sundföt á
50% afslætti og hluti af
úrvalinu einnig aðgengilegt
í vefverslun www.selena.is
Síðustu dagar
ÚTSÖLU
Bláu húsin v/Faxafen • Sími 553 7355 • Vefverslun: selena.is
50%
afsláttur af
öllum útsölu-
vörum
SKILTAGERÐ
Ljósakassar
Ljósaskilti
3D stafir
Hönnun
Ráðgjöf
Uppsetning
Sundaborg 3
104 Reykjavík
777 2700
xprent@xprent.is
mannsins sem fékk að leigja staðinn
án þess að aðrir fengju tækifæri á að
leggja inn tilboð. Engin leið er betri
en opið útboð til að tryggja hags-
muni Sjómanna- og vélstjórafélags
Grindavíkur til að fá sem mest fyrir
sína eign. Þess í stað er staðurinn
leigður út langt undir markaðsvirði
og með 15 til 20 milljóna króna með-
gjöf frá Sjómanna- og vélstjórafélagi
Grindavíkur til leigutaka, í formi yf-
irhalningar á löngu tímabærum
framkvæmdum að sögn formanns-
ins. Vert er að athuga það að fram-
kvæmdir felast ekki í endurbótum á
þaki eða veggjum fasteignarinnar
heldur uppfærslu á búnaði og tækj-
um fyrir veitingarekstur á sam-
keppnismarkaði.
Í því felst gríðarleg skekkja fyrir
rekstraraðila veitingahúsa að nýr
rekstraraðili leigir húsnæði og
tækjabúnað fyrir algjöra lágmarks
fjárhæð. Áréttað skal að leigan gríp-
ur ekki einungis húsakostinn heldur
líka allt sem þarf til að reka veitinga-
hús; diska, potta, rándýr tæki og tól
alls konar. Fær Sjómanna- og vél-
stjórafélagið þessa fjárfestingu til
baka? Nei, við blasir að það eru eng-
ar líkur á því vegna þess að samið
hefur verið til langtíma undir mark-
aðsvirði.
Staðurinn er nú stórglæsilegur og
opnaður aftur eftir endurbæturnar
með því að bjóða upp á hádegisverð-
arhlaðborð og fleira í samkeppni við
aðra veitingamenn í Grindavík sem
þurfa að standa skil á öllu sínu upp á
tíu og fjármagna sínar framkvæmdir
sjálfir. Er eðlilegt að ný og end-
urbætt samkeppni í veitingarekstri
sé fjármögnuð af Sjómanna- og vél-
stjórafélagi Grindavíkur? Vita fé-
lagsmenn af ráðahagnum? Vita fé-
lagsmenn að ráðabrugg sem þetta er
í engu samræmi við tilgang félagsins
í 2. gr. laga þess? Gera félagsmenn
sér grein fyrir því að það hefði
örugglega fengist hærra verð fyrir
fjárfestinguna með því að bjóða
fleirum en besta vini formannsins
einum að kjötkötlunum?
Mann setur hljóðan þegar fréttir
berast af því að Ísland fær verstu
spillingareinkunn af Norðurlöndum.
„Hvar er þessi spilling?“ spyr mað-
ur. Er hún kannski miklu nær, bara
akkúrat hérna heima í Grindavík?
» Það sem vekur at-
hygli og jafnvel
furðu er að það er besti
vinur formannsins sem
fékk að leigja staðinn án
þess að aðrir fengju
tækifæri á að leggja inn
tilboð.
Höfundur er veitingamaður í Grinda-
vík og félagsmaður í Sjómanna- og
vélstjórafélagi Grindavíkur.
Sýrueyðing/glerungs-
eyðing (erosion) er þeg-
ar sýra þynnir og eyðir
tönnum. Sýrueyðing
hefur ekkert með sykur
eða hefðbundnar tann-
skemmdir að gera og er
oftast flóknari við-
ureignar. Eyðingin ger-
ist yfirleitt á löngum
tíma og meðhöndlun
verður ansi flókin ef
mikill tannvefur tapast.
Ysta lag tanna heitir glerungur,
sterkur skjöldur sem tekur langan
tíma að eyða. Fyrir innan hann er
tannbein, mýkra og viðkvæmara. Það
tekur styttri tíma að eyða 1 mm tann-
beins heldur en 1 mm glerungs.
Algengt útlit
Efri góms framtennur þynnast inn-
an frá og verða loks gegnsæjar á bit-
köntunum. Síðan kvarnast neðan af
þeim svo þær styttast.
Á bitflötum jaxla sjást fyrst litlir
„gígar“/bollar þar sem glerungurinn
þynnist. Þeir dýpka síðan hraðar þeg-
ar eyðingin er komin inn í tannbein.
Bithæð tapast.
pH-skalinn (frá 0-14) lýsir súrleika.
Skalinn er veldisskali; pH5 er 100
stigum súrara en pH7 (vatn, hlut-
laust). Allt undir pH7 er súrt og því
lægra pH því súrara. Allt undir pH
5,5 er skaðlegt glerungi tanna, því
súrara því verra. Tannbein þolir hins
vegar ekki nema pH 6,7. Sýrustig pH
eitt og sér nægir ekki til að meta
skaðleg áhrif á tennur, títranlegt sýr-
umagn skiptir einnig máli.
Hvaðan kemur sýran?
Algengast er að sýran komi úr
drykkjum. Þar er sítrónusýra stærsti
óvinurinn. Sítrónusýra er í flestu sem
okkur þykir gott, t.d. gosdrykkjum,
ávaxtasöfum/svölum, orku-/
koffíndrykkjum, íþróttadrykkjum,
duftblöndum og frostpinnum.
Hrein sítrónusýra hefur pH2,2
(100.000 x súrari en vatn). Kóladrykk-
ir eru svipaðir (um pH2,5), syk-
urlausir sem sykraðir. Þeir valda því
mikilli sýrueyðingu. Flestir vinsælir
íþrótta- og orkudrykkir eru á svip-
uðum slóðum (pH2-3). Ávaxtasafar,
svalar og vín eru oft um pH3+. Allt
mjög sýrueyðandi. Vatn (pH7) og
mjólk (pH6,5) valda hins vegar engri
eyðingu.
Hreint sóda-/kolsýrt vatn er í lagi
(pH5,9). En bragðbætta sódavatnið
flækir málið. Bragðtegundir sem inni-
halda ekki sítrónusýru
valda sjaldnast sýru-
eyðingu á meðan drykk-
ir sem innihalda sí-
trónusýru valda
eyðingu, allir með tölu.
Það skiptir því miklu
máli að kynna sér inni-
haldsefnin. Dæmi eru
um að innan sömu vöru-
línu framleiðanda séu
sumar bragðtegundir
með sítrónusýru en aðr-
ar ekki. Það gerir valið
enn flóknara.
Framleiðendur virð-
ast oft fara í feluleik með að upplýsa
neytendur um hvað er í vörunum.
Margir drykkir eru að auki markaðs-
settir sem „heilsudrykkir“ þrátt fyrir
að hafa lítið/ekkert með hollustu að
gera. Hér eru nokkur dæmi um hvað
framleiðendur nota í stað „sítrónu-
sýra“ (citric acid) í innihaldslýsingum:
„Sýrustillir“, „náttúruleg bragð-
efni“, „E330“, og „inniheldur hreinan
ávaxtasafa“.
Það eru ekki bara drykkir sem
valda sýrueyðingu. Súrir ávextir geta
leikið stórt hlutverk. Jafnvel sítrónu-
sneið út í vatnið er sýrueyðandi. Ég
ætla ekki að leggja mat á hollustu
sítrusávaxta en þeir eru a.m.k. ekki
tannvænir í miklu magni.
Neyslumynstur og lífsstíll
Tíðni og magn skipta máli: Súr
drykkur daglega er verri en vikulega
og lítil flaska er skárri en stór. En það
skiptir líka máli hvernig drukkið er.
Mun betra að klára drykkinn hratt
heldur en að láta hann endast tím-
unum saman með sífelldu sötri (í
skóla/vinnunni eða á æfingum).
Drykkir í endurlokanlegum umbúð-
um bjóða frekar upp á langtíma sötur.
Sogrör hlífa framtönnum að einhverju
leyti en eru engin töfralausn.
Magasýrur (pH1,5-3,5) stuðla að
sýrueyðingu, oftast tengdar bakflæði
og brjóstsviða en líka uppköstum/
átröskun. Bakflæði getur verið dulið,
verið til staðar án þess að viðkomandi
átti sig á því. Ef grunur er um bak-
flæði skal ráðfæra sig við meltingar-
sérfræðing.
Munnvatnsframleiðsla og stuðpúða-
virkni skiptir líka máli. Skert munn-
vatnsflæði og munnþurrkur (algeng
aukaverkun ýmissa lyfja) ýta undir
sýrueyðingu. Einkum ef fólk notar
súrar vörur gegn munnþurrkinum.
Einnig eru ýmis lyf súr og geta ýtt
undir sýrueyðingu, t.d. astmapúst.
Hvað er til ráða?
Forvarnir eru mikilvægasti þátt-
urinn, að sporna gegn því að sýrueyð-
ing byrji:
Lágmarka neyslu súrra drykkja
(og matar). Engin boð og bönn,
daglega rútínan skiptir öllu.
Drekka/borða hratt og klára. Ekki
sífellt sötur/nart.
Ekki bursta tennurnar strax eftir
neyslu súrrar vöru!
Skola munninn með vatni eftir
súra neyslu.
Nota flúortannkrem. Stundum
þarf háskammta flúor.
Meðhöndla bakflæði og munn-
þurrk.
Óheppilegt bit og gnístran gera illt
verra.
Ef eyðingin er hins vegar byrjuð
skaltu ráðfæra þig við þinn tannlækni.
Það er brýnt að greina eyðinguna
snemma og finna út hvað veldur.
Einnig er gott að meta hvort eyðingin
sé virk eða ummerki frá fyrri tíð. Í
báðum tilvikum þarf viðkomandi þó að
gæta sín um ókomin ár. Tannlæknar
geta þurft að grípa inn í með plast-
uppbyggingum og í svæsnustu eyðing-
unum þarf að krýna tennur svo þeim
verði bjargað. Meðhöndlunin getur
verið flókin, tímafrek og kostn-
aðarsöm, að ekki sé talað um lífs-
gæðaskerðinguna og viðhaldsvesen á
viðgerðunum. Heilbrigðar tennur eru
margfalt betri en viðgerðar.
Sýrueyðing, dulinn óvinur
Eftir Sverri Örn
Hlöðversson
»Á meðan tann-
skemmdatíðni barna
hefur aldrei verið jafn lág
fjölgar einstaklingum
með sýrueyðingu ört.
Sverrir Örn
Hlöðversson
Höfundur er tannlæknir
endajaxl@gmail.com