Morgunblaðið - 04.02.2021, Side 42

Morgunblaðið - 04.02.2021, Side 42
Ljósmynd/Hermann Þór Snorrason Páll Guðmundsson palli@fi.is Fjölmargir ganga á hæstu tinda Öræfajökuls á vordögum. Algeng- ast er að ganga á jökulinn í maí þegar dagarnir eru langir og bjart- ir, veðrið orðið betra og oft snjór í sprungum. Jöklagöngur á hæstu tinda Öræfajökuls geta tekið 12-15 klst. og því er mikilvægt að vera í góðu líkamlegu formi og með allan réttan búnað til ferðarinnar. Yf- irleitt gengur fólk á jökulinn í fylgd með fararstjórum í ferðafélögum eða ferðaþjónustufyrirtækjum. Hvannadalshnúkur, Sveinstindur, Rótarfjallshnúkur og Dyrhamar hafa í gegnum tíðina verið vinsælir tindar að ganga á. Norðar á jökl- inum eru Hrútsfjallstindar og Mið- fellstindur sem einnig hafa verið vinsælir tindar að ganga á. Helsti búnaður Helsti útbúnaður sem þarf til jöklagöngu eru skór með góðum sóla, mannbroddar, klifurbelti, ísöxi, sólgleraugu, sólaráburður, skjólgóður fatnaður og nesti. Ferðafélag Íslands hefur lengi staðið fyrir göngum á Hvannadals- hnúk um hvítasunnu og leiðangrar þessir hafa notið mikilla vinsælda og hvert ár skipta þeir hundruðum sem sigrast á landsins hæsta fjalli og sjálfum sér um leið. Fleiri ferða- félög og ferðaþjónustuaðilar bjóða einnig upp á jöklagöngur. Ferðatilhögun Ferðatilhögun er yfirleitt með þeim hætti að þátttakendur koma á eigin bílum í Skaftafell eða Öræfa- sveit en gangan hefst við bílastæðið við Sandfell snemma að morgni göngudags. Þaðan fetar hópurinn sig upp Sandfellsheiði. Við jökul- rönd í um 1.100 metra hæð er hópnum skipt í minni hópa sem ganga eftir það bundnir saman í línu í klifurbeltum. Fremstur í hverri línu fer fararstjóri/ fjallaleiðsögumaður. Langabrekka er andlega krefjandi en um leið til- valin til að fara í innri íhugun og hugleiða. Þegar komið er upp á öskjubrún liggur leiðin þvert yfir öskjuna til norðurs eftir sléttri snjóbreiðu fyrir austan sprungu- sveim Virkisjökuls sem fellur fram úr öskjunni. Á síðari árum hafa fleiri og fleiri haldið lengra inn á sléttuna áður en leiðin er þveruð yfir á Hnúkinn. Á þessum slóðum mun jökullinn vera um 500 metra þykkur niður á öskjubotn. Í norð- urbarmi öskjunnar rís svo Hvanna- dalshnúkur og er nokkuð bratt upp á hnúkinn sjálfan og þar reynir oft- ast á notkun brodda og axar og því þurfa þátttakendur að kunna notk- un þessa mikilvæga öryggisbún- aðar. Öræfajökull á vordögum Fjölmargir ganga á hæstu tinda Öræfajök- uls á vordögum. Algeng- ast er að ganga á jökul- inn í maí þegar dagarnir eru langir og bjartir, veðrið orðið betra og oft snjór í sprungum. Ljósmynd/FÍ myndabanki Horft yfir til Hvannadalshnúks. Sveinstindur Ljósmynd/Hermann Þór Snorrason Hrútsfjallstindar með FÍ vorið 2020. MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. FEBRÚAR 2021 N Ý F O R M H Ú S G A G N A V E R S L U N Strandgötu 24 | 220 Hafnarfjörður | Sími 565 4100 | nyform.is Glæsileg borðstofuhúsgögnum frá CASÖ í Danmörku Húðfegrun ehf | Vegmúli 2 | Sími 533 1320 | www.hudfegrun.is Tímapantanir í síma 533 1320 Við tökumvel ámóti ykkur í Vegmúla2 Laserlyfting Náttúruleg andlitslyfting Byltingarkennd tækni ímeðferð á línum, hrukkumog slappri húð! Þéttir slappa húð á andliti og hálsi! Styrkir húðina og losar þig við hrukkur og slappa húð á andliti, hálsi, svæði undir höku, bringu og handarbökum. Spornar einnig við öldrun húðarinnar ásamt því að lífga upp á útlit þitt. Ferðalög á Hvíla skal í viku fyrir gönguna, borða og sofa vel. Best er að reyna að halda streitu í lágmarki, sofa vel og vera eins vel upplagður og hægt er. Mikilvægt er að drekka vel af vatni áður en lagt er af stað í gönguna. Einnig er mikilvægt að borða og drekka í öllum stoppum til að viðhalda orkubúskapnum. Þá er mikilvægt að bera á sig sólaráburð reglulega allan daginn og nota sólgleraugu. Gott er að setja íþróttaplástur á hæla fyrir gönguna til að forðast hælsæri. Mikilvægt er að vera ekki of mikið klæddur, einkum í upphafi göngu, og frekar klæða sig í föt ef á þarf að halda frekar en að svitna mikið í upphafi. Mikilvægt er að taka ein- göngu það sem maður þarf að nota þegar pakkað er í bakpokann. Góðir fararstjórar ganga á mjög jöfnum og rólegum hraða en það skilar best- um árangri. Eins er gott að stoppa sjaldan og stutt en nýta stoppin vel til að gera allt sem þarf að gera, borða, drekka, pissa, setja á sig plástur og bera á sig sólaráburð. Algeng mistök fyrir jöklagöngur eru t.d. of mikið stress fyrir ferð og í upphafi ferðar, ekkert sofið og of lítið borðað og drukkið fyrir ferð. Bakpokinn þungur, of mikið klædd/klæddur, mikill sviti, hár hjartsláttur og hröð öndun, gengið of hratt í byrjun. Við þessar aðstæður getur öll ánægja horfið og í miðri ferð er komin upp mikil vanlíðan. Þetta er allt hægt að forðast með góðum undirbúningi. Besta þjálfunin fyrir jöklagöngur er að stunda fjallgöngur. Fjallgöngur einu sinni til tvisvar í viku 2-3 mánuði fyrir jöklaferð er almennt nægur undirbúningur samhliða almennri líkamsrækt Góð ráð fyrir krefjandi jöklagöngu

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.