Morgunblaðið - 04.02.2021, Qupperneq 44
Ljósmynd/Hanna Þóra
Hvar eru kolvetn-
in? Hvern hefði
grunað að hér væri
um kolvetnalausa
máltíð að ræða?
Hrein snilld Barenaked-vörurnar
þykja frábær staðgengill fyrir kol-
vetnaríkar vörur á borð við pasta og
hrísgrjón.
Barenaked-pasta og -hrísgrjón
eru fullkominn valkostur fyrir
alla sem vilja minnka hlutfall kol-
vetna í mataræði sínu og þá sem
eiga við sykursýki eða glútenóþol
að stríða. Barenaked-lágkolvetna-
vörurnar eru fitusnauðar og inni-
halda einungis 15-22 kaloríur í
hverjum skammti.
Fyrirtækið Barenaked var
stofnað árið 2011 af Ross Mend-
ham. Ross hafði árum saman bar-
ist við að ná stjórn á þyngd sinni
og farið í alls konar megrunar-
kúra en alltaf fallið fyrir pasta
sem var hans eftirlætisfæða.
Hann leitaði um allt að lágkol-
vetnaútgáfu af pasta, á netinu, í
matvöruverslunum og heilsuvöru-
búðum, en án árangurs. Í kjölfar-
ið fékk Ross þá frábæru hug-
mynd að leita leiða til að gera
uppáhaldsmatinn sinn aðgengi-
legan fyrir alla, líka þá sem eru á
sérstöku mataræði annaðhvort að
eigin vali eða af heilsufarsástæð-
um. Nú framleiðir Barenaked
hollar, bragðgóðar lágkolvetna-
vörur sem hægt er að nota í stað-
inn fyrir hefðbundið pasta, núðl-
ur eða hrísgrjón.
Lykilhráefni í Barenaked-
vörunum er konjac-rótin sem er
ræktuð víða í Asíu og er nánast
kaloríu- og kolvetnasnauð. Kon-
jac-rótin er mjög trefjarík en
inniheldur hvorki fitu, sykur né
sterkju. Hún er því frábær kostur
fyrir þá sem aðhyllast kolvetna-
minna mataræði, ketó, LKL eða
eru vegan. Í Barenaked-vörunum
er blanda af konjac-rót, soja-
baunamjöli og haframjöli en
þannig fæst áferð sem líkist hefð-
bundnum rísnúðlum. Núðlurnar
og hrísgrjónin eru fljótelduð og
drekka í sig bragð af hvers kyns
sósum, súpum og kryddum.
Þróaði full-
kominn stað-
gengil fyrir
pasta og
hrísgrjón
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. FEBRÚAR 2021
Aðalstræti 2 | s. 558 0000
SUNNUDAGSSTEIK
Við eldum, þú sækir, tilbúið beint á borðið hjá þér!
Heilt lambalæri á gamla mátann
• Koníaksbætt sveppa-piparsósa,
kartöflugratín, rauðkál og salat
• Marengsbomba
Fyrir 4-6 manns
Verð 12.990 kr.
Pantaðu fyrir kl.18 laugardaginn 6. febrúar á
info@matarkjallarinn.is eða í síma 558 0000.
Afhent milli 17.30 og 19.00 sunnudaginn 7. febrúar
Takmarkað
magn í
boði
Þóra Kolbrá Sigurðardóttir
thora@mbl.is
„Ég er að hefja minn níuhundraðasta
dag á ketó núna um helgina sem er
skemmtileg staðreynd. Tvö og hálft
ár sem hefur verið ótrúlega lærdóms-
ríkur tími en umfram allt afar
skemmtilegur, segir Hanna Þóra sem
segir að munurinn sem hún finni sé
mikill.
„Ég finn gífurlegan mun á orkunni
sem ég hef í daglegu amstri. Áður var
ég sífellt þreytt, sótti í skyndiorku og
var farin að þyngjast mjög mikið. Ég
er mun léttari á mér bæði líkamlega,
andlega og meltingin er mun betri
eftir að ég breytti mataræðinu. Þau
kolvetni sem ég borða eru þau kol-
vetni sem mér líður vel með að borða.
Ég finn fyrir ákveðnum létti að vera
búin að ákveða að borða ekki kolvetni
sem henta mér illa eins og hveiti og
sykur, það er því enginn dans á lín-
unni lengur sem einfaldar mér lífið.
Ég er mikill sælkeri en upplifi engan
skort því ég finn ávallt ketóvænan
staðgengil fyrir allt sem mig langar
að borða. Ég myndi segja að síðustu
900 dagar hafi verið þeir allra bestu í
lífi mínu hvað varðar gómsætan mat.
Helstu mistökin sem fólk gerir
Það er gömul vísa og ný að fólk
byrjar oft með miklu offorsi og gefst
fljótt upp. Á það bæði við um líkams-
rækt og mataræði en Hanna segir
það afar mikilvægt að vera þolin-
móður. „Algengustu mistökin sem
fólk gerir er að gefa sjálfu sér ekki
tíma til að venjast nýju mataræði.
Þolinmæði þrautir vinnur allar og það
besta sem þú getur gefið sjálfum þér
er tími til að hugsa um heilsuna og
leyfa ferlinu að vinna með þér, segir
hún en Hanna gaf í fyrra út bókina
KETÓ sem hefur fengið frábærar
viðtökur enda góður leiðarvísir að
mataræðinu auk þess að vera sneisa-
full af gómsætum uppskriftum.
„Ketó er þess eðlis að það þarf að
kynna sér vel allar tegundir af mat-
vælum og átta sig á því hvernig nær-
ingargildin eru. Þeim mun fleiri vörur
sem þú skoðar innihaldslýsingar og
næringargildi á – þeim mun fróðari
verður þú um val þitt á þinni nær-
ingu,“ segir Hanna og deilir hér upp-
skrift með lesendum þar sem hún
notar spaghettí sem margur hefði
haldið að væri á bannlista. Hér er
hins vegar um að ræða nánast kol-
vetnalaust spaghettí sem Hanna
Þóra segir að sé mjög mikilvægt; að
finna staðgengla fyrir þær kolvetna-
ríku vörur sem voru í uppáhaldi og
hún hélt að hún þyrfti að kveðja. Sér í
lagi segist Hanna Þóra sakna hrís-
grjóna en sá söknuður heyri nú sög-
unni til eftir að hún uppgötvaði hrís-
grjón frá breska fyrirtækinu Bare-
naked sem unnin eru úr konjac-rót.
900 dagar á ketó
Það eru fáir sem hafa tileinkað sér ketó-lífsstílinn
jafn vel og Hanna Þóra sem hefur verið á mataræð-
inu í tvö og hálft ár og segir að það sé nákvæmlega
engin skerðing á lífsgæðum að segja skilið við kol-
vetnin. Þvert á móti hafi hún sjaldan borðað jafn
gómsætan mat.
Ekkert mál Hanna Þóra segir að þolinmæði sé lykilatriði.
Fádæma vinsældir Bók Hönnu
Þóru er uppseld en ný sending er
væntanleg á næstu dögum.
1 pakki Konjac-spaghettí frá Barenaked
2 msk. smjör
1 hvítlauksgeiri
4 stk. sveppir
4 sneiðar beikon
parmesan
1 dl rjómi
Setjið smjör á pönnu og steikið nið-
urskorna sveppi og beikon ásamt hvít-
lauksgeira. Fjarlægið hvítlaukinn og
bætið rjóma og parmesan-osti saman
við. Skolið Barenaked-spaghettíið í
sigti með köldu vatni. Hristið vatnið
vel af og bætið út í sósuna. Leyfið því
að malla í örfáar mínútur og berið svo
fram.
Spaghettíið kemur tilbúið beint úr
pakkanum, við erum einungis að leyfa
réttinum að hitna og blandast.
Konjac-spaghettí
með parmesan/
beikonsósu