Morgunblaðið - 04.02.2021, Qupperneq 46
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. FEBRÚAR 2021
NÝ SENDING AF FLOTTUM DÖMUSKÓM
Cali Breeze 2.0
Verð: 6.995.-
St. 36 - 41 / 2 litir
Zinger 2.0
Verð: 13.995.-
St. 36-41
Go Walk Arch Fit
Verð: 14.995.-
St. 36-41
Split - Mark Nason
Verð: 16.995.-
Stærðir 36 - 41
th e y
m
th uxeL
Foam
Skech Air
Verð: 13.995.-
St. 37-41 / 2 litir
ith u e
Foam
tith r
SKECHERS
SMÁRALIND - KRINGLAN
LAUGAVEGI 24 - REYKJAVÍK - S. 552 0800
SKIPAGÖTU 7 - AKUREYRI - S. 462 4646
Aníta Estiva Harðardóttir
anita@k100.is
Þessa vikuna er svokölluð Tann-
verndarvika og í ár er sérstök
áhersla lögð á drykki og þá sér-
staklega orkudrykki. Íris Þórsdóttir
tannlæknir á Hlýju tannlæknastofu
mætti í viðtal til þeirra Loga Berg-
mann og Sigga Gunnars í Síðdeg-
isþáttinn og ræddi við þá um allt
sem við kemur góðri tannhirðu
ásamt því að segja þeim frá því
hvernig orkudrykkir eyðileggja
tennurnar.
„Þar er þessi glerungseyðing sem
kannski ekkert allir skilja. Gler-
ungseyðing virkar kannski flókið en
er í raun mjög einfalt þar sem gler-
ungurinn er að eyðast af völdum
sýru og það er sýra í gosdrykkj-
unum okkar og koffíndrykkjunum.
Þessum sem eru markaðssettir sem
íþróttadrykkir og heilsudrykkir.
Vítamínbættir og með amínósýrum
og hvað eina, en þetta er gríðarlega
slæmt fyrir tennurnar. Það er syk-
ur í einhverjum þeirra en það er
sjaldnast sykur samt. Við erum að
horfa á þessa sýru sem er í inni-
haldslýsingunni. Þá er það oftast sí-
trónusýra, það getur verið ediksýra,
vínsýra sem er aðallega í vínum,
eplasýra og ýmislegt en allar þessar
sýrur eyða glerungnum. Eyða hon-
um ekkert mjög hratt en yfir lang-
an tíma getur þetta haft gríðarlega
mikil áhrif og ef við erum að þynna
glerunginn erum við að missa þenn-
an ofboðslega góða varnarhjúp á
tönninni og það er takmörkuð auð-
lind. Þetta er að mínu mati gullið í
munninum, þetta er bara það sem
við viljum alls ekki tapa og ef við
erum búin að missa hluta af gler-
ung eða bara jafnvel allan glerung-
inn á einhverjum hluta erum við
kominn með mjög mikið tannkul,
sem er ekkert mjög þægilegt. Það
er auðvitað mjög vont þegar við er-
um að drekka heitt eða kalt eða för-
um út í kuldann. En svo erum við
líka að sjá gulari tennur og nú
kannski fara fleiri að hlusta vegna
þess að tannbeinið undir gler-
ungnum er gríðarlega gult og ef við
förum að þynna glerunginn þá fer
hann að skína betur í gegn. Við get-
um ekki framkvæmt tannlýsingu
eða hvíttunarmeðferð á þessu vegna
þess að þegar við erum að hvítta er-
um við að hvítta glerunginn og ef
hann er horfinn er ekkert hægt að
gera,“ segir Íris.
Mikil aukning á neyslu
koffíndrykkja og sykurlausra
gosdrykkja
Þá segir Íris orkudrykkina einnig
mynda tannslit í tönnunum sem
gerir það að verkum að bitkant-
urinn þynnist og tennurnar stytt-
ast. Það skilar sér í styttri tönnum
og gulari ásamt tannskemmdum.
Undanfarin ár hefur verið mikil
aukning á drykkju koffíndrykkja og
sykurlausra gosdrykkja sem fólk
neytir í miklu magni. Spurð að því
hvort þessi þróun sé að fara að
koma niður á fólki eftir nokkur ár
svarar Íris því játandi. „Það held
ég. Ég held að það sé bara engin
spurning að við séum að fara að sjá
gríðarleg áhrif og vandamál eftir
einmitt tíu til fimmtán ár hjá unga
fólkinu. Vegna þess að við erum að
sjá æ yngra fólk vera að drekka
þessa drykki og miklu meira
kannski heldur en gosdrykkja-
neysla var fyrir tíu til fimmtán ár-
um. Við erum að sjá fólk drekka
kannski nokkra drykki á dag og það
í fimm til tíu ár getur eytt gler-
ungnum ansi hratt,“ segir hún.
Slæmt að bursta tennurnar
eftir neyslu drykkjanna
Spurð út í það hvort ekki sé nóg
að bursta tennurnar vel eftir neyslu
drykkjanna svarar Íris því af og
frá.
„Það er ekki gott, við verðum
fyrst að skola munninn með vatni
og bursta svo tennurnar eftir þrjá-
tíu mínútur. Málið er að við erum
með munnvatn og það er ákveðinn
„buffer“ sem er að hlutleysa sýruna
og þetta er í rauninni okkar nátt-
úrulegi varnar-„mekanismi.“ Það
gerir sitt gagn, en það tekur bara
tíma. Þannig að segjum að við séum
að súpa á svona glerungseyðandi
drykk á fimm mínútna fresti, þá
náum við aldrei að hlutleysa sýruna
og þess vegna er gott að skola
munninn með vatni til þess að
hreinsa það mesta. Munnvatnið sér
svo um sitt og eftir hálftíma er gler-
ungurinn ekki eins viðkvæmur og
hann er beint eftir sopann,“ segir
hún.
Þá segir Íris kolsýru ekki gler-
ungseyðandi og að í lagi sé að
drekka kolsýrt vatn með bragðefni.
Slík efni séu ekki slæm fyrir tenn-
urnar. Eini koffíndrykkurinn sem
hún sjálf hafi rekist á sem sé ekki
með glerungseyðandi efni sé orku-
drykkurinn 105 koffínvatn.
„En svo verðum við að taka það
fram að sama hvort þetta er gler-
ungseyðandi eða ekki þá eiga
krakkar undir 18 ára aldri ekki að
vera að drekka þessa drykki. Það
ætti finnst mér að vera bannað og
ég held að foreldrar eigi að reyna
að upplýsa börnin sín. Ég er að
reyna að upplýsa alla vegna þess að
við þurfum ekki koffín undir 18
ára,“ segir hún.
Íris hvetur áhrifavalda landsins
til þess að passa sig á því hvað þeir
séu að „prómótera“ vegna þess að í
heildina sé ekki æskilegt að hvetja
til koffínneyslu heldur á að reyna
að minnka hana. Þá minnir hún á
þá gullnu reglu að tannbursta eigi
tvisvar sinnum á dag, nota tannþráð
einu sinni á dag og ekki skola tann-
kremið af tönnunum á kvöldin. Við-
talið við Írisi má hlusta á í heild
sinni á K100.is.
Gular og stuttar
tennur eftir
neyslu á orku-
drykkjum
Íris Þórsdóttir tannlæknir segir orkudrykki eyði-
leggja tannheilsu fólks. Sýran í drykkjunum fari illa
með glerunginn og eftir nokkurra ára neyslu á þeim
verði tennurnar gular og stuttar ásamt því að tann-
skemmdir fari að gera vart við sig.
Skjáskot/Hlýja tannlæknastofa
Ljósmynd/Kristinn Ingvarsson
Tannheilsa Tennurnar verða fljótt
gular eftir mikla neyslu orkudrykkja.
Íris Þórsdóttir tannlæknir
Hvetur fólk til þess að láta
orkudrykkina í friði.