Morgunblaðið - 04.02.2021, Síða 47
MINNINGAR 47
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. FEBRÚAR 2021
✝ Elín Ingólfs-dóttir fæddist
17. mars 1941 á
Patreksfirði. Hún
lést þann 24. jan-
úar 2021 á heimili
dóttur sinnar, Sig-
nýjar, í Reykja-
nesbæ.
Hún var dóttir
Ingólfs Þórarins-
sonar og Signýjar
Ólafsdóttur. Systk-
in hennar eru: Ingibjörg Signý
Frímannsdóttir sammæðra, lát-
in. Þórólfur Ingólfsson, látinn.
Örn Ingólfsson, látinn. Bjarni
Ingólfsson, Reykjavík. Daníel
Rúnar Ingólfsson, Reykjavík.
Þórólfur Ingólfsson yngri, lát-
inn.
Elín giftist Guðmundi Þór
Jónssyni vélvirkja, f. 8. október
1935, d. 10. október 1992, þann
31. desember 1962 í Hafnarfirði
en þau bjuggu alla sína hjú-
skapartíð í Keflavík.
fyrr en börnin voru komin
nokkuð á legg. Þá starfaði hún
við fiskvinnslu, tók svo skrif-
stofunám, seinna lauk hún
sjúkraliðanámi og vann upp frá
því sem sjúkraliði, lengst af í
Víðihlíð í Grindavík.
Elín vann mikið með átt-
hagafélagi Vestfirðinga hér á
Suðurnesjum, sá um og hafði
umsjón með sólarkaffi félagsins
til fjölda ára, vann trúnaðar-
störf innan Verka-
kvennafélagsins, síðar Verka-
lýðs- og sjómannafélags Kefla-
víkur.
Elín ferðaðist mikið utan-
lands, fyrst með Guðmundi og
svo seinna með Þórði. Hús-
bílaferðir þeirra Þórðar voru í
miklu uppáhaldi hjá henni en
áður hafði hún átt stundir í
sælureit hennar og Guðmundar
á Þingvöllum.
Útför hennar verður frá
Keflavíkurkirkju 4. febrúar
2021 kl. 13, en vegna aðstæðna
í samfélaginu verða aðeins nán-
ustu ættingjar og vinir sem
fylgja henni síðasta spölinn.
Jarðsett verður í Hafnarfirði.
Börn þeirra eru;
Signý, f. 1957. Stef-
án Holm, f. 1960.
Stúlka, f. 1963, d.
1963. Ragnhildur
Lovísa, f. 1964.
Guðný, f. 1966.
Þóra Ólöf, f. 1968.
Barnabörnin eru
16, langömmubörn-
in eru 29 og langa-
langömmubörnin
þrjú. Lífsförunaut-
ur Elínar til 13 ára var Þórður
Jónsson, f. 13. febrúar 1941, d.
1. nóvember 2015.
Æskuárin fyrstu voru á Pat-
reksfirði þar sem Ingólfur faðir
hennar rak verslun. Hún gekk
þar fyrstu árin í skóla og lék
sér í fjöruborðinu. Hún fluttist
að Hliði á Álftanesi 9 ára gömul
og síðar til Reykjavíkur. Lauk
grunnskólanámi og vann fyrstu
árin í verslun og bakaríi.
Elín starfaði ekki utan heim-
ilis fyrstu árin í Keflavík, ekki
Elsku mamma mín, þá ertu
farin til fundar við fólkið þitt í
sumarlandinu sem var þér svo
kært og þú hafðir saknað svo
mikið. Þið pabbi takið nú sporið í
blómahafi sumarlandsins en
hann hefur svo sannarlega beðið
þín. Þið voruð bestu foreldrar
sem nokkur gat fengið, þið voruð
samhent, báruð virðingu fyrir
hvort öðru, voruð til staðar fyrir
fólkið ykkar á erfiðustu stundum
lífs þess, en tókuð svo mikinn
þátt í gleðilegum atburðum lífs-
ins. Ég minnist þeirra gilda sem
við vorum alin upp við, vinnu-
semi, virðingu, réttlæti og kær-
leika. Söngstundirnar, mamma,
er eitthvað sem ég ber í hjarta
mér áfram og söngurinn og
gleðin sem fylgdi ykkur báðum á
vinafundum. Þið voruð gestrisin
og úrræðagóð, allir gátu leitað til
ykkar og fengið ráð við hverjum
þeim vanda sem upp kom. Þegar
pabbi hringdi með nokkurra
mínútna fyrirvara með þau boð,
að hann myndi taka með sér
heim í mat gesti sem voru um
borð í þeim bátum sem hann var
að laga þá stundina þá varst þú
úrræðagóð og þegar svo hópur-
inn mætti í mat þá var nóg til
fyrir svanga munna. Heimilið var
eins og umferðarmiðstöð, alltaf
líf og fjör alla daga, reyndar er
æskuheimilið mitt í dag, og ber
nafn með rentu, umferðarmið-
stöð. Við fimm systkinin með
marga vini á öllum aldri gátum
komið með þá heim og oftar en
ekki vorum við mjög dugleg við
að næra vinina svo mamma
þurfti mikið að hafa fyrir því að
alltaf væri nóg til. Minningarnar
um sjónvarpslausu fimmtudags-
kvöldin þegar mamma bakaði
brauð og kruðerí fyrir næstu vik-
una eru mér ljóslifandi. Sunnu-
dagarnir þegar ég vaknaði við út-
varpsmessuna og anganin af
sparimatnum fannst um allt hús,
enda skilyrðing þar fyrir mig,
verð alltaf svöng í messum.
Söknuður fyllir hjarta mitt en á
sama tíma gleðst ég yfir því að
þú sért laus við þjáningar og get-
ir verið með fólkinu sem á undan
er farið. Á erfiðri stundu lífs
míns, þegar ég sem unglingur
lenti í vinnuslysi, voruð þið pabbi
klettarnir sem vildu allt fyrir mig
gera sem létt gat lífið en það var
nú ekki auðvelt fyrir ykkur að
eiga við þvermóðskuna í mér en
takk fyrir að gefast ekki upp á
unglingnum mér. Mamma mín,
að leiðarlokum á ég þér svo
margt að þakka og barnabörnin
þín sem nú sakna þín svo mikið
og hefðu viljað hafa þig lengur í
lífi sínu sakna þín mikið, lífið er
eins og túskildingur, öðrum meg-
in er lífið en hinum megin dauð-
inn. Ég veit að þegar minn tími
kemur þá mun ég hitta ykkur öll
í sumarlandinu og þar verður að-
eins söngur og gleði. Að leiðar-
lokum langar mig til þess að
kveðja þig, mamma, með bæn afa
þíns en þú og fólkið þitt áttuð svo
auðvelt með kveðskap.
Þú Guð, sem vekur á vori rós
og veittir mér lífsins þrána.
Þú verður í kvöld mitt leiðarljós
og lýsir mér yfir ána.
(Ólafur Dýrmundsson)
Takk fyrir lífið sem þú gafst
mér og knúsaðu hann pabba fyr-
ir mig, hjarta mitt syrgir og
fagnar í senn.
Þín dóttir,
Ragnhildur Lovísa
og fjölskylda.
Elsku besta amma mín og
langamma. Nú skilur leiðir okkar
í lifanda lífi og við þau tímamót
er það huggun okkar sem eftir
erum hversu margar góðar
minningar og stundir við áttum
með þér. Þú varst besta amma
sem ég gat hugsað mér og eru
mér sérstaklega minnisstæðar
stundirnar á Melteignum þegar
við bjuggum þar saman. Morgn-
arnir sem við sátum saman í eld-
húsinu, hlustuðum á útvarpið og
borðuðum hafrakodda sem hafa
eftir það alltaf verið uppáhalds-
morgunmaturinn minn. Öll sam-
tölin, hlátrasköllin og samveran
sem er í dag dýrmæt minning.
Þegar ég varð ung mamma
varstu alltaf þarna til að veita
stuðning og voru margar stund-
irnar sem þú passaðir Maríu
Mist meðan ég var í skólanum.
Þið María áttuð svo fallegt sam-
band, stundirnar þegar María,
þá í 7. bekk, kom við hjá þér eftir
skóla til að spjalla um forseta-
kosningarnar. Þú varst alltaf til
staðar fyrir fólkið þitt og allir
elskuðu Ellý ömmu.
Ég er svo þakklát fyrir þessar
stundir sem við fengum saman
seinustu vikurnar þínar, samtöl-
in okkar þegar þú sagðir mér að
þú hefðir aldrei haft áhuga á
íþróttum, þegar þú sagðir mér að
þú værir stolt af börnunum þín-
um eða þegar við töluðum um
afa. Þá sagðir þú „ég hitti hann
bráðum“ og nú eruð þið saman
aftur.
Elsku amma mín, takk fyrir
þessi 34 ár sem ég fékk með þig
mér við hlið. Ég trúi því að þið afi
dansið í sumarlandinu og fylgist
stolt með öllum ykkar afkomend-
um. Við sjáumst aftur síðar.
Fljúgðu hátt elsku fallega
amma. Við elskum þig alltaf.
Þín ömmustelpa og lang-
ömmubörn,
Eyrún Sif, María Mist,
Eyþór Dagur, Jenný Líf
og Ástrós Lillý.
Í dag kveðjum við móður,
ömmu, langömmu, langalang-
ömmu og systur. Minningarnar
hrannast upp. Ellý, eins og hún
var kölluð, sýndi snemma áræði
og einstakt æðruleysi sem lýsti
sér m.a. í þeim leik sem hún tók
þátt í sem barn með nokkrum
öðrum börnum, en þau tróðu sér
ofan í svefnpoka og var Ellý sú
eina sem hafði kjark til að fara
fyrst ofan í. Snemma var henni
úthlutað verkum sem útlit var
fyrir að þyrfti útsjónarsemi og
þrjósku til. Minnist ég ferðar til
hárskera, en það óttaðist ég meir
en nokkuð annað og vildi ekki
fara. Ellý fékk það verkefni að
klára þetta mál. Ég fór í klipp-
ingu þennan dag.
Aðeins 15 ára gömul kynnti
hún fjölskyldunni mann, sem
varð hennar lífsförunautur, Guð-
mund Jónsson. Honum fylgdi
alls konar nýbreytni, m.a. mót-
orhjól, sem var þeirra fararskjóti
um nokkurt skeið. Það var topp-
urinn á tilverunni að fá að sitja
aftan á og þeysa um götur bæj-
arins. Þá komu þau með gælu-
dýr, hvítar mýs, eitt par. Fljót-
lega varð sú fjölskylda þeim
ofviða. Sneru þau sér því að sinni
eigin, leigðu hús í Hafnarfirði og
áttu börn og buru.
Á meðan ég var í móðurhúsum
voru ferðir til Ellýjar og Guð-
mundar í Hafnarfjörð og síðar í
Keflavík nokkuð sem var efst á
vinsældalistanum. Þar var líf og
fjör og gaman að vera, sofið á
dýnum í stofu og vaknað með 100
ára gamla skjaldböku sér við
hlið!
Minningin um fyrstu ferð okk-
ar hjóna til Köben er okkur ljós-
lifandi. Í þessari skemmtilegu
ferð nutum við góðs af leiðsögn
Ellýjar og Guðmundar, en þar
voru þau öllum hnútum kunnug.
Það þurfti ötular hendur og
vinnusamar til að koma upp
fimm börnum. Var komið víða við
í þeirri viðleitni. Rekstur á bát-
um, á tímabili rekið bílaverk-
stæði o.fl. Ellý fór í skrifstofu-
nám og lauk því með hæstu
einkunn. Á þessum tíma var
draumurinn um að reyna fyrir
sér erlendis að raungerast, þau
fluttu til Svíþjóðar. Þar fór Guð-
mundur að vinna við nýsmíði á
lestartönkum, en Ellý sinnti
ræstingum og undu þau hag sín-
um vel. Það kom því sem reið-
arslag þegar Guðmundur greind-
ist með krabbamein sem talið er
að hafi stafað af atvinnu hans,
hann lést árið 1992. Upp úr
þessu fór Ellý m.a. í sjúkralið-
anám og lauk sínum starfsferli
við það fag hjá hjúkrunarheim-
ilinu Víðihlíð í Grindavík.
Um þetta leyti kynnist hún
Þórði Jónssyni og bjuggu þau
saman á Faxabrautinni, og nut-
um við gestrisni þeirra oft og tíð-
um. Þórður dó árið 2015. Eftir
það bjó Ellý ein en með dyggum
stuðningi fjölskyldunnar.
Ekki verður skilið við þessa
fátæklegu umfjöllun án þess að
geta hlutar Signýjar, dóttur
hennar. Eftir að hafa hjúkrað
eiginmanninum, Hólmari
Tryggvasyni, og kvatt hann í
nóvember 2019 tók hún mömmu
sína inn á heimili sitt og hlúði að
henni. Var það að ósk Ellýjar að
fá að ljúka ævinni þar og átti hún
hæglátt andlát í faðmi fjölskyld-
unnar. Hennar verður sárt sakn-
að.
Að lokum vil ég votta systk-
inunum, Signýju, Stefáni, Ragn-
hildi, Guðnýju og Þóru, mökum,
börnum og barnabörnum okkar
dýpstu samúð.
Bjarni og Erna.
Elín Ingólfsdóttir
✝ Laura Freder-ikke Claessen
fæddist á Reynistað
í Skerjafirði 24. jan-
úar 1925. Hún lést á
Landspítalanum í
Fossvogi 13. janúar
2021. Foreldrar
hennar voru Jean
Eggert Claessen
hæstaréttarlög-
maður, f. 16. ágúst
1877, d. 21. október
1950, og kona hans
Soffía Jónsdóttir Claessen hús-
mæðrakennari, f. 22. júlí 1885, d.
20. janúar 1966. Systir hennar er
Kristín Anna Claessen, f. 1. októ-
ber 1926.
Laura Frederikke stundaði
nám við Menntaskólann í
Reykjavík og var ein af lýðveld-
isstúdentunum 17. júní árið
1944.
Laura Frederikke giftist 15.
júní 1945 Hirti Pjeturssyni lög-
giltum endurskoðanda, f. 21.
febrúar 1922, d. 29. desember
1993, börn þeirra eru 1) Soffía
börn þeirra eru Aron Orri, Axel
Orri og Oliver Orri. Hildur
Arna, f. 14. apríl 1983, eig-
inmaður hennar er Sigurður
Jens Sæmundsson, f. 26. júní
1981, börn þeirra eru Margrét
Mist, Atli Snær, Bjarki Snær og
Sara Mist. 3) Halla Hjartardóttir,
f. 24. júlí 1955, gift Kristni Val-
týssyni, f. 30. janúar 1954, dætur
þeirra eru Edda Hrönn, f. 5. maí
1979, sambýlismaður hennar er
Jesper Harding Sörensen, f. 23.
apríl 1978, börn þeirra eru Emil
Eldar, Sófus Snær og Katla Kar-
itas. Eva Hrund, f. 9. júní 1983,
sambýlismaður hennar er Guð-
mundur Ingi Þorsteinsson, f. 21.
október 1981, sonur hans er Haf-
steinn Þór. Ellen Harpa, f. 15.
júlí 1985, sambýlismaður hennar
er Hrafnkell Sigríðarson, börn
þeirra eru Flóki og Dýri. 4) Jean
Eggert Hjartarson Claessen, f.
15. júní 1961, kvæntur Grímu
Huld Blængsdóttur, f. 29. júní
1960, börn þeirra eru Lára Ósk,
f. 18. október 1990, sambýlis-
maður hennar er Magnús J.
Magnússon, f. 20. mars 1990,
barn þeirra er Auður Huld.
Gunnar Smári, f. 23. janúar
1993. Jean Eggert átti fyrir
Arent Pjetur, f. 28. febrúar 1987,
d. 15. júní 2005, barnsmóðir hans
er Berglind Sveinsdóttir. 5)
Laura Hjartardóttir, f. 2. apríl
1963, gift Walter Ragnari Krist-
jánssyni, f. 16. september 1962,
synir þeirra eru Kristján Óli, f.
25. janúar 1986, eiginkona hans
er Eveline Ragnarsson, börn
þeirra eru Mia, Emelian, Jesper
og Rocco. Kári Björn, f. 1. júlí
1990, sambýliskona hans er Julía
Erdinghausen, f. 9. mars 1991.
Kjartan Orri, f. 17. september
1992, sambýliskona hans er Mel-
ine Angelides, f. 25. september
1991.
Síðar á lífsleiðinni stundaði
Laura Frederikke nám í bóka-
safnsfræði við Háskóla Íslands
og vann um tíma í versluninni
Lesprjón í Hafnarstræti. Lengst
af vann hún við skjalavörslu og
móttöku á Borgarspítalanum í
Fossvogi auk yfirsetu í Háskóla
Íslands 1994 – 2005.
Laura Frederikke gekk ung í
Oddfellow-regluna og var elsti
Oddfellowi á Íslandi. Hún var
sæmd 75 ára fornliðamerki regl-
unnar árið 2018. Hún gegndi öll-
um helstu embættum innan Re-
bekkustúkunnar Bergþóru. Auk
þess var hún félagi í Rauða
krossinum og sinnti sjálfboða-
starfi í Rauðakrossbúðum spít-
alanna.
Útförin hefur farið fram í
kyrrþey að ósk hinnar látnu.
Kristín, f. 9. maí
1946, d. 2. nóv-
ember 2007, gift
Herði Barðdal, f.
22. maí 1946, d. 4.
ágúst 2009, áður
var Soffía Kristín
gift Oddi Þórð-
arsyni og sonur
þeirra er Þórður
Vilberg, f. 20. febr-
úar 1966, eiginkona
hans er Marta
Elísabet Guð-
mundsdóttir, f. 13. apríl 1967,
börn þeirra eru Anna Katrín og
Oddur. 2) Hjörtur Hannes Reyn-
ir Hjartarson, f. 14. mars 1949.
Hann er í sambúð með Signýju
Höllu Helgadóttur, f. 23. ágúst
1951, hún á tvo syni frá fyrra
hjónabandi, þá Helga Má, f. 14.
janúar 1973, og Árna Val, f. 4.
mars 1982. Áður var Hjörtur
kvæntur Köru Margréti Svaf-
arsdóttur og eru dætur þeirra
Halla Sigrún, f. 17. ágúst 1976,
eiginmaður hennar er Fannar B.
Jónsson, f. 13. október 1971,
Tvö hús, tvær magnaðar
systur, þeirra menn og fullt af
börnum. Þetta er fyrsta heims-
myndin sem ég man eftir. Í
Reynisnesi stýrði Laura frænka
hernum og á Reynistað var
Kristín móðir mín við stjórnvöl-
inn. Þær systur voru alla tíð
mjög nánar og heimilin tvö
runnu stundum nánast saman í
eitt. Á báðum stöðum gengu
börnin inn og út eins þeim
sýndist. Og innanhússsíminn
góði tengdi húsin saman bein-
línusambandi. Í bakgrunni var
Skerjafjörðurinn, einn risastór
leikvöllur.
Laura frænka var eldklár,
snjall húmoristi og með stál-
minni alveg fram á síðustu ár.
Þess vegna var alltaf gaman að
spjalla við hana, ekki síst hin
seinni ár. Þá gat hún rifjað upp
sögur úr sinni æsku og frá ólík-
um tímum. Mjög áhugavert var
að hlusta á hana segja frá for-
eldrum sínum, einkum pabba
sínum og afa mínum, enda
greinilega mikil pabbastelpa.
Það var verðmætt að heyra
hvað þessi mikli athafnamaður
síns tíma hefur verið mikill fjöl-
skyldumaður og pabbi.
Mamma var alltaf litla systir,
þótt komin væri á tíræðisaldur.
Síðustu mánuðina töluðu syst-
urnar enn í síma nánast dag-
lega. Mamma bar mikla virð-
ingu fyrir stóru systur og
hlustaði á hennar skoðanir.
Vissulega þurftu þær stundum
að tuða svolítið hvor í annarri,
en þær voru jú systur. Í vikunni
ræddum við mæðginin lítið at-
riði sem þarfnaðist ákvörðunar
og þá datt okkur báðum í hug
að rétt væri að hringja í Lauru.
En nú er það of seint og nú
er hún komin í góðan félagsskap
þeirra sem á undan eru gengn-
ir. Eftir lifir minningin um ein-
staklega góða, gáfaða og
skemmtilega frænku, sem svo
dýrmætt var að fá að þekkja.
Eggert Benedikt Guð-
mundsson.
Mig langar til að minnast
ömmu Lauru með nokkrum orð-
um. Þegar ég settist niður að
skrifa og byrjaði að rifja upp
minningar komst ég að því, að
flestar þeirra tengjast Skerja-
firði og Reynisnesi þar sem
amma og afi bjuggu.
Oft á tíðum var Reynisnes
eins og mitt annað heimili þar
sem ég dvaldi ásamt móður-
systkinum mínum sem voru
leikfélagar og aðeins nokkrum
árum eldri.
Amma var sérstök að því
leyti að maður þurfti aldrei að
vanda sig í samskiptum við
hana eða setja sig í stellingar.
Hún var ekki amma sem settist
niður og spilaði, púslaði eða las
fyrir mann í rólegheitum. Frek-
ar var farið í garðinn við Reyn-
isnes, sem er risastór. Hún fór
kannski á fjóra fætur við
blóma- eða trjábeð og setti mig
í garðslátt sem tók tíma fyrir
ungan mann eftir langan dag í
Melaskólanum. Nú eða sendi
mig í rabarbaragarðinn niður
við fjöru til að taka upp nokkur
kíló. Fyrir vikið læddi hún að
manni launum fyrir sláttinn og
keyrði mig með rabarbarann í
Blómaval þar sem ég fékk
greitt fyrir. Líklega holl
kennsla í því hvernig peningar
verða til.
Þegar ég lít til baka man ég
bara ekki eftir ömmu aðgerða-
lausri og þannig var hún á með-
an fæturnir gátu borið hana.
Ég heyrði hana aldrei kvarta,
ekki einu sinni síðustu dagana
þegar hún lá á spítalanum. Ég
var stoltur af ömmu og sagði
oft um hana að hún væri alger
töffari og veit að margir geta
tekið undir það. Amma hringdi
alltaf í mig á afmælisdögum
allra í fjölskyldunni og lagði
mikla áherslu á að rækja það
sem hún taldi skyldu sína. Var
af gamla skólanum og notaði
símann frekar en fésbókina eins
og margir láta nægja í dag. Það
verður skrítið þegar þessi sím-
töl hætta sem manni þótti eig-
inlega sjálfsögð, en hún tók eig-
inlega við þessu af mömmu
þegar hún féll frá árið 2007. Það
hefur án efa verið mikið áfall
fyrir hana, en þegar mömmu
bar á góma í samtölum okkar
var hún ekkert að kryfja það
nánar. Frekar að það væri
gangur lífsins þó ekki væri eðli-
legt að lifa dóttur sína.
Amma lagði mikla áherslu á
ættfræði og taldi mikilvægt að
ég vissi sem mest um forfeður,
frændur og frænkur. Seinna hef
ég haft meira gaman af þessu
og skilið gildi þess að kunna skil
á ættinni. Það er kannski þess
vegna sem ég hef mikinn áhuga
á sögu og jafnvel veraldlegum
hlutum sem hafa mikla sögu, en
það kom oft fram í samtölum
okkar ömmu. Reynisnes, Reyni-
staður og umhverfið þar allt í
kring hefur mikla sögu að
geyma þó ég hafi ekki gert mér
fulla grein fyrir því sem strák-
ur.
Þegar ég varð eldri ræddum
við amma iðulega saman um allt
á milli himins og jarðar og gát-
um óhikað sagt álit okkar á mál-
efnum og mönnum. Þegar ég lít
til baka núna finnst mér það
frekar hafa verið spjall á milli
vina, sem við vorum auðvitað,
en hefðbundnar samræður við
ömmu sem fór oft með bænir
með mér fyrir svefninn þegar
ég gisti í Reynisnesi. En svona
var amma, félagsvera með
ákveðnar skoðanir, mikill fróð-
leiksbrunnur og hlekkur við
löngu liðna og breytta tíma.
Ég mun sakna hennar og
okkar samtala, en búa að minn-
ingu um ömmu Lauru til ævi-
loka.
Þórður Vilberg
Oddsson (Doddi).
Laura Frederikke
Claessen