Morgunblaðið - 04.02.2021, Page 52
52 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. FEBRÚAR 2021
✝ María ÁslaugGuðmunds-
dóttir fæddist í
Reykjavík 27. febr-
úar 1930. Hún lést
á hjúkrunarheimil-
inu Skjóli 22. jan-
úar 2021. Foreldr-
ar hennar voru
Guðmundur Óskar
Guðmundsson, f.
14. júlí 1901, og Ás-
laug Jónsdóttir, f.
31. ágúst 1906. María var ein
þriggja systkina, hin eru Jón, f.
15. nóvember 1928, og Sigrún, f.
22. september 1933, sem er lát-
in.
María Áslaug ólst upp í
Reykjavík og varð stúdent frá
stærðfræðideild Menntaskólans
í Reykjavík árið 1949. Stóran
hluta starfsferils síns starfaði
hún sem ritari samtals 12 ráð-
þeirra er Jónas, f. 6. febrúar
1987, maki Colette Feghali,
börn þeirra eru Emmalyn Eliza-
beth, f. 24. október 2013, og Et-
han Ambrose, f. 22. maí 2015.
Þriðji maki Áslaugar er Matt-
hew Berge og eiga þau engin
börn saman. 2) Stefán, f. 26.
september 1958, býr nú með
Oddnýju Maríu Gunnarsdóttur.
Fyrrverandi maki Guðrún Indr-
iðadóttir, dætur Stefáns og Guð-
rúnar eru: Valkyrja Helga Stef-
áns, f. 14. júlí 1980, fyrrverandi
maki hennar er Björn Rúnar
Bjartmarz og synir þeirra eru
Fenrir Dagur, f. 8. mars 2014,
og Ægir Máni, f. 17. febrúar
2015, María Mey, f. 3. desember
1991, fyrrverandi maki hennar
er Sigmar Þór Hávarðsson og
dóttir þeirra er Indíana Sól, f.
20. júní 2013. Annar maki Maríu
er James Oliver Hopkins og eiga
þau engin börn saman.
Streymt verður frá útför í
Dómkirkjunni kl. 15:
https://youtu.be/zPtJPE1tObI
Virkan hlekk á slóð má nálg-
ast á:
https://www.mbl.is/andlat
herra í félagsmála-
ráðuneytinu og
deildarstjóri. Hún
lét af störfum þar
69 ára gömul á
gamlársdag 1999
eftir meira en 33
ára farsælt starf á
þeim vettvangi.
Hún giftist Har-
aldi Þórðarsyni bif-
reiðasmið hinn 5.
janúar 1957. Börn
þeirra eru: 1) Áslaug, f. 21. októ-
ber 1956, maki Matthew Berge;
fyrsti maki Yngvi Pétursson,
dóttir Áslaugar og Yngva er
Bára, f. 23. október 1975, maki
Jón Margeir Þórisson, börn
þeirra eru Yngvi, f. 17. febrúar
2001, Móeiður Anna, f. 21. maí
2008, og Hrafnhildur Ýrr, f. 30.
júní 2010. Annar maki Áslaugar
var Alireza Behboud, sonur
Elsku mamma, minningarnar
flæða fram og hugurinn fyllist af
þakklæti fyrir yndislega lífið
sem þú gafst mér og fjölskyld-
unni okkar. Þegar ég fæddist
vorum við hjá ömmu Áslaugu í
Verkó á Hringbrautinni, á með-
an pabbi og Stefán afabróðir
byggðu risíbúðina á Flókagöt-
unni. Svo bakaðir þú kökur og
kanilsnúða í litla eldhúsinu á
laugardögum og þá streymdi
fjölskyldan í kaffi. Þegar þið
bættuð við hæðinni fyrir neðan
stækkaði eldhúsið og stofurnar
og þar með allar veislurnar. Í
áratugi var farið snemma í sund
um helgar og svo var opið hús í
morgunkaffi fyrir gesti og gang-
andi. Margar uppskriftirnar þín-
ar eru enn í notkun því þú varst
snillingur í eldhúsinu.
Þú varst mikil námskona,
hafðir ekki efni á háskólanámi
en nýttir alla þína hæfileika og
orku í verkefni lífsins. Þú
kenndir mér að lesa og hjálpaðir
mér með ritgerðir um hverja
helgi. Ég fann stúdentshúfuna
þína og þú talaðir um mennta-
skóla og háskóla og þá vissi ég
hvert mín leið stefndi. Þú komst
mér í betri skóla þegar ég gafst
upp á kennaranum í fjórða bekk.
Í saumaklúbbnum voru bekkj-
arsysturnar úr MR og þær voru
mín fyrirmynd um menntaðar,
duglegar og skemmtilegar kon-
ur. Þú varst með mér í Michigan
að taka á móti doktorsgráðunni í
vélaverkfræði og við áttum hana
saman því þú varst grundvöll-
urinn fyrir allri skólagöngunni.
Þið pabbi kynntust í Far-
fuglaferð og útivistin var alltaf
ykkar stærsta áhugamál. Þið
fóruð með okkur Stebba í úti-
legur þegar enginn kunni á það
og búnaðurinn var frumstæður.
Við elskuðum ævintýrin með
ykkur því að þið voruð svo glöð
og við áttum yndislegar peysur,
sokka, vettlinga og húfur sem þú
prjónaðir og það var allt gott
sem þú eldaðir á einum prímus
úti í náttúrunni. Þú smurðir og
grillaðir samlokur í skíðaferðir
og varst með kakó á hitabrúsa.
Þú, Nonni bróðir þinn og Dúna
systir þín fóruð í fjölskylduútil-
egu á hverju sumri, amma Ás-
laug og Kobbi voru líka með og
alltaf var farið á nýjan og spenn-
andi stað, í gönguferðir og leiki.
Þið pabbi voruð leiðtogar í gróð-
ursetningu í Valabóli, Heiðmörk
og Baldurshaga og þú varst allt-
af með Flóru Íslands við hönd-
ina að kenna okkur nöfnin á
jurtunum. Og mikið var gaman
að fara með þér í berjamó, þú
ljómaðir eins og sól og kræki-
berin hrúguðust upp. Þú gerðir
ljúffenga krækiberjasaft sem
var ómissandi í alls konar
grauta og súpur. Þú varst á Hof-
felli í Hornafirði í lok stríðsins
og þið Fríða voruð bestu vinkon-
ur. Þú fórst oft með okkur til
Fríðu og Þrúðmars í Miðfelli til
að hjálpa í heyskap og það voru
dýrmætir dagar.
Þú komst oft til mín í Am-
eríku og varst alltaf tilbúin að
hafa Báru og Jónas hjá þér og
með í ferðalögin. Við fórum öll
saman að skoða Tetons-fjöllin og
Yellowstone-garðinn, með tjöld-
in og allan útbúnað og gengum
víða í sól og hita. Ólympíuskag-
inn, Glacier, Grand Canyon og
Alaska voru stóru ferðirnar og
margt annað gátum við skoðað
saman af mikilli gleði. Þú varst
besta amma og langamma í
heimi fyrir börnin okkar og þau
áttu fallegasta brosið þitt fram á
síðasta dag. Hvíldu í Guðs friði,
elsku mamma mín.
Áslaug.
Elsku amma. Að minnast þín
er gefandi og gleðjandi í bland
við sára sorg og mikinn söknuð.
Þú varst einstök. Þú og afi bæði
voruð bjargvættir í mínu lífi. Þú
hvattir mig áfram í öllu sem ég
gerði og þú sýndir mér statt og
stöðugt að konur geta það sem
þær ætla sér. Takk fyrir stað-
festuna, styrkinn og stuðning-
inn. Takk fyrir ferðalögin, takk
fyrir sundferðirnar, takk fyrir
kanilsnúðana. Takk fyrir þolin-
mæðina og takk fyrir öll spilin
og takk fyrir að leyfa mér stund-
um að vinna og sérstaklega takk
fyrir að leyfa mér ekki alltaf að
vinna, því annars hefði ég ekk-
ert lært! Takk fyrir að færa mér
kyrrð og ró í barnæsku, kyrrð
sem mun fylgja mér alla tíð.
Kyrrð sem ég get núna gefið
okkar kæru Indíönu Sól.
Læt ég fylgja með lítið ljóð
sem lokaorð mín hér.
Loksins ertu lögð af stað
í þitt lengsta ferðalag.
Lengi hafði þig langað
að hitta bóndann þinn.
Bar svo upp á bóndadag
sú sæta sameining.
Lengi mun ég minnast þín
og umhyggju þinnar.
Heiðarleikans
ákveðninnar.
Elsku nafna mín
aldrei mun ég gleyma
okkar dýrmætu stundum.
Þér til heiðurs
legg ég kapal
og leysi krossgátur.
Leita uppi ævintýr
við nið af háum fossum.
Þangað til við sjáumst næst
býð ég þér góða nótt
með vaseline kossum.
María Mey Stefánsdóttir.
Amma, hvar ertu? Ég sakna
þín og mig langar svo að vita
hvar þú ert og hvern þú ert búin
að hitta. Þú átt marga horfna
ástvini sem fagna komu þinni á
nýjar slóðir. Við hin sem eftir
sitjum eigum hafsjó af hlýjum
minningum en þurfum jafnframt
einhvern veginn að finna okkur
nýjan takt án þín, í bili að
minnsta kosti. Ég veit að þú
veist að það verður erfitt því þú
hefur staðið mér þétt við hlið
svo óskaplega lengi, en vissulega
bý ég svo vel að hafa marga mér
til stuðnings þó þín njóti ekki við
lengur. Ó, hvað ég sakna þín,
elsku besta amma. Ég elska þig
og dái svo undur heitt. Minningu
þína geymi ég djúpt í hjarta mér
og efst í huga mér það sem eftir
lifir og ég er svo innilega þakk-
lát fyrir umhyggjuna þína alla
mína ævi. Styrkur þinn, góð-
mennska og samkennd voru
engu lík. Traustari manneskju
er erfitt að finna sem og gjaf-
mildari. Þú máttir aldrei sjá að
nokkur ætti bágt án þess að
rétta fram hjálparhönd og betri
fyrirmynd gæti ég vart óskað
mér. Í hinsta sinn ætla ég að
þakka þér fyrir allt sem þú hef-
ur verið mér. Takk fyrir að vera
alltaf til staðar, takk fyrir ótelj-
andi yndislegar samverustundir.
Takk fyrir að gefa þér alltaf
tíma til að spjalla, leiðbeina,
hugga, hvetja, skemmta, hlæja,
sefa skapofsann og gefa mér
gott í gogginn hvenær sem ég
kallaði eftir því. Ástarþakkir
fyrir öll ferðalögin innanlands,
allar sundferðirnar og öll ferða-
lögin til Ameríku. Öðru fremur
þakka ég þér umhyggjuna sem
þú sýndir börnunum mínum. Þú
varst alltaf svo glöð að hitta þau
og hreinlega ljómaðir í hvert
sinn og hvenær sem talið barst
að börnum. Yngvi, Móa og
Hrafnhildur Ýrr nutu þess sann-
arlega að hafa þig í sínu lífi og
fundu svo vel hversu innilega
vænt þér þótti um þau. Það eru
mikil forréttindi að finna svona
skilyrðislausa ást. Það sem þú
varst stolt af þeim þegar þau
færðu þér fréttir af góðum ár-
angri í skóla eða íþróttum og við
munum sakna þess mikið að
hafa þig með á sýningar þeirra,
skemmtanir, kappleiki og við yf-
irferð á skólavitnisburðum. Ég
geymi í hjarta mér mikinn fjölda
góðra minninga um samveru-
stundir okkar. Skemmtilegasta
minningin er af einni ferðinni
okkar saman til Ameríku. Við
tvær eyddum þá mörgum
klukkustundum í mollinu. Þú
færðist á milli kaffistaða hægt
og rólega og gættir að ört
stækkandi pokasafninu mínu
með vökulum augum á meðan ég
hentist í búðirnar. Allnokkrum
sinnum tróðumst við saman inn í
mátunarklefana svo þú gætir
samþykkt eða hafnað mögu-
legum fatakaupum mínum. Þar
sast þú og við hlógum þessi lif-
andis ósköp að afgerandi skoð-
unum þínum á fatasmekk mín-
um og þú sýndir framúrskarandi
hæfileika í hugarreikningi því
klár varstu og þú bjóst svo sann-
arlega yfir náðargáfu í stærð-
fræði. Hlýjustu minningarnar á
ég um góðar stundir við spila-
mennsku með þér á kvöldin á
Flókagötunni áður en ég flýtti
mér að sofna á undan þér. Við
höfum margt brallað undanfarin
rúm 45 árin og mikið höfum við
getað hlegið saman. Takk fyrir
samveruna, elsku amma, og
takk fyrir að leyfa mér að halda
í hönd þína þar til yfir lauk. Ég
elska þig ætíð.
Bára Yngvadóttir.
Minningin um ömmu Maddí
verður alltaf einstaklega ljúf
meðal allra afkomenda hennar.
Sem eitt af barnabörnunum
hennar upplifði ég æskuárin
með ömmu full af ljúffengum
mat og fallegum gjöfum. Hlaðið
borð með jólasteik og sósu, og
morgunkaffið fullt af kræsingum
eftir sundið um helgar, amma
notaði hvert tækifæri til að taka
á móti fjölskyldunni með opnum
örmum.
Hún var alltaf tilbúin að
smyrja flatkökur með hangikjöti
handa mér, því hún vissi að það
var mitt uppáhald. Amma og afi
nutu þess að fara með okkur
krakkana í útilegur og þær ferð-
ir kenndu mér að njóta náttúr-
unnar og útivistar bæði á Íslandi
og í Ameríku.
Jafnvel einföldu göngutúrarn-
ir í sundlaugina í hverfinu okkar
í Reykjavík munu lifa í minning-
unni alla mína ævi. Það er mín
von að ég geti alið upp börnin
mín með sömu ást og umhyggju
og amma sýndi öllum sínum
börnum.
Jónas.
Hæ langamma, mig langar að
skrifa falleg orð í kveðju til þín.
Ég er ekki sorgmædd því ég
veit að þú ert í saumaklúbbnum
þínum og ert búin að hitta lang-
afa Halla sem þú saknaðir svo
mikið. Ég fékk góðan tíma með
þér og nú máttu vera hjá lang-
afa og fara í saumaklúbb. Ég
sakna þín samt mjög mjög mikið
því mér finnst leiðinlegt að fá
ekki að hitta þig og ég græt þeg-
ar ég hugsa um þig. Hafðu ekki
áhyggjur, ég geymi og passa
myndina sem ég saumaði handa
þér af Hoffelli og stafnum M því
þú heitir langamma Maddí og
elskaðir sveitina þína. Mér þótti
vænt um það hvað þér þótti
vænt um þá gjöf. Þú varst alltaf
svo glöð með allt sem ég gerði
og þér þótti svo vænt um mig.
Ég elska þig og mamma er döp-
ur því hún saknar þín. Ég var
glöð að hitta þig svona oft um
jólin og það var gaman því þú
varst alltaf að segja að ég væri
svo falleg og með svo fallegar
hendur og tennur og hár. Ég
þurfti oft að standa upp og snúa
mér í hring svo þú gætir séð
hvað ég væri með fallegt hár.
Við borðuðum líka nammi og
kex saman, það var gaman. En
það var líka erfitt að sjá hvað þú
varst þreytt. Ég veit að þú ert
ekki þreytt lengur. Það var líka
erfitt hvað það var langt síðan
þú hittir Nonna bróður þinn. Þið
voruð svo góðir vinir sem fóruð í
langa bíltúra og fenguð ykkur
kaffi saman og ég vona að ég og
Yngvi bróðir minn og Móa systir
mín verðum svona góðir vinir
líka þegar við verðum gömul.
Elsku amma, takk fyrir að vera
langamma mín og vera svona
góð og skemmtileg. Ég veit að
þú fylgist með mér og ég ætla að
standa mig áfram svona vel svo
þú verðir alltaf stolt af mér.
Sofðu rótt í alla nótt og dreymi
þig vel í alla nótt. Ég elska þig.
Hrafnhildur Ýrr
Margeirsdóttir.
Mér þykir endalaust vænt um
langömmu mína. Einstaklega
góð og klár manneskja og ég er
svo þakklátur fyrir að hafa feng-
ið að kalla hana ömmu mína. Það
var alltaf gaman að fara í heim-
sókn til ömmu vegna þess að
hún gaf mér alltaf eitthvað gott
að borða og það besta voru
súkkulaðisnúðarnir hennar
ömmu. Ömmu þykir svo vænt
um okkur öll, sérstaklega
ömmubörnin. Amma var svo
áhugasöm um okkur börnin og
ljómaði í hvert einasta skipti
sem við komum í heimsókn,
spurði okkur út í allt sem var í
gangi í lífinu okkar. Ég veit að
ömmu þótti einstaklega
skemmtilegt að ég skyldi fara í
sama menntaskóla og hún. Ég
hafði jafn gaman af því í fyrsta
skipti sem hún sagði mér frá því
í hvaða stofum hún var í MR og
öll hin skiptin sem hún sagði
mér frá því og þau skipti voru
ófá. Hún mundi eftir öllum stof-
unum og hvernig var að vera í
hverri þeirra. Sagði mér frá út-
sýninu í hverri stofu, hvar hún
sat, hjá hverjum og hvaða kenn-
ara hún hafði í hverju fagi.
Henni þótti svo gaman að rifja
upp menntaskólaárin og allt
tengt þeim. Þegar ég útskrifað-
ist síðasta vor var það fyrsta
sem ég gerði eftir athöfnina að
fara til ömmu á Skjóli til þess að
sýna henni hvíta kollinn minn.
Vegna aðstæðna í samfélaginu
mátti ég ekki fara inn til hennar
og knúsa hana en ég veifaði
henni frá bílastæðinu og
mamma var með henni við
gluggann uppi. Ég talaði við
hana í símann á meðan og það
var frábær stund því henni þótti
mikið til þess koma og var held
ég jafn glöð og ég sjálfur. Þegar
ég hugsa um jólin þá hugsa ég
um ömmu. Það var svo gaman
að hafa ömmu hjá okkur um jól-
in, hún kom með svona auka-
jólagleði heim til okkar og það
var svo gaman að sjá hana skæl-
brosandi í stólnum sínum þegar
við krakkarnir opnuðum pakk-
ana. Elsku amma, ég ætla að
nota gönguskóna sem þú gafst
mér í jólagjöf til að þramma um
landið okkar í þína minningu. Þú
hafðir svo mikinn áhuga á ferða-
lögum og ferðasögurnar þínar
eru svo skemmtilegar. Nú ætla
ég að feta í þín fótspor í skónum
frá þér. Ég hlakka mikið til þess
og mun sakna þín amma mín,
hvíldu í friði.
Yngvi.
Hæ elsku besta langamma
mín, ég ætla að skrifa nokkur
orð til þín. Ég elska þig svo mik-
ið og ég er svo þakklát fyrir all-
ar góðu stundirnar sem ég er
búin að eiga með þér. Síðustu
þrjú árin eru búin að vera
svakalega erfið fyrir þig. Ég
man ennþá eftir kvöldinu þegar
mamma kom að sækja mig á
fimleikaæfingu í rosalegu óveðri
og hún fór með mig út að borða
en svo var hringt í hana og sagt
að þú hefðir dottið aftur fyrir
þig og værir á spítalanum. Við
héldum öll að þú værir að fara
að deyja þá en það gerðir þú
ekki. Þú varst lengi uppi á spít-
ala en varst sterk eins og of-
urhetja og við fengum lengri
tíma með þér. Það var alltaf
gaman að heimsækja þig og þú
varst alltaf glöð að hitta okkur.
Ég hlakkaði alltaf til að hitta þig
og segja þér frá því hvernig mér
gengi í skólanum og fótboltanum
því þú varst alltaf svo montin af
mér og sagðir mér hvað ég stæði
mig vel. Ég veit að þú fylgist
áfram með okkur og það er
notalegt að vita það. Ég treysti
því að þú komir áfram á djass-
ballettsýningarnar mínar og
fylgir mér í gegnum mennta-
skólann þó að ég sjái þig ekki.
Ég á margar góðar minningar
um þig og ég ætla að passa vel
upp á þær og uppskriftina að
jólaísnum þínum geymi ég á al-
veg sérstökum stað í hjartanu
og án hans eru alls ekki jól. Það
María Áslaug
Guðmundsdóttir
Vesturhlíð 2 | Fossvogi | s. 551 1266 | utfor@utfor.is | utfor.is
VIÐ ÞJÓNUM ALLAN SÓLARHRINGINN
Útfararþjónusta
í yfir 70 ár
Sálm. 86.11
biblian.is
Vísa mér veg þinn,
Drottinn, að ég
gangi í sannleika
þínum, gef mér
heilt hjarta, að ég
tigni nafn þitt.
Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð,
vináttu og hlýhug við andlát elskulegs
föður, tengdaföður, bróður, mágs
og frænda,
SIGURGEIRS BJARNA
GUÐMANNSSONAR,
fyrrv. frkv.stj. Íþróttabandalags
Reykjavíkur,
sem lést á Vífilsstöðum 30. desember. Sérstakar þakkir til
starfsfólks á deild A4 á Landspítala í Fossvogi, þar sem hann
dvaldi lengst og einnig starfsfólks Vífilsstaða.
Rannveig Sigurgeirsdóttir Sverrir Jónsson
Elín Guðmannsdóttir
Bára Guðmannsdóttir
Alda Guðmannsdóttir
Anna S. Guðmundsdóttir
Guðmann Sigurgeir, Bára og Bára Vilborg
systkinabörn og aðrir aðstandendur