Morgunblaðið - 04.02.2021, Síða 56

Morgunblaðið - 04.02.2021, Síða 56
56 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. FEBRÚAR 2021 40 ára Heiðar er Sauðkrækingur og býr á Sauðárkróki. Hann er með BS-gráðu í við- skiptafræði frá Bifröst og BS-gráðu í tölvunar- fræði frá HR. Heiðar er hugbúnaðarsérfræð- ingur hjá Advania. Maki: Gunnhildur Ása Sigurðardóttir, f. 1981, bókari hjá Versluninni Eyri. Synir: Reynir Logi, f. 2003, Birkir Ívar, f. 2008, og Eyþór Ingi, f. 2013. Foreldrar: Stefán Logi Haraldsson, f. 1962, framkvæmdastjóri Steinullar, og Inga Sesselja Baldursdóttir, 1960, vinnur á skrifstofunni hjá kjötvinnslu Kaup- félags Skagfirðinga. Þau eru búsett á Sauðárkróki. Heiðar Örn Stefánsson Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Vinnudagurinn í dag verður ekki venjubundinn. Glæsilegir lúxusmunir freista þín verulega, kauptu samt ekkert í dag, bíddu þangað til á morgun. 20. apríl - 20. maí  Naut Notaðu daginn í dag til þess að læra eitthvað nýtt. Tillaga sem þú lagðir fram fær góðan hljómgrunn og þú svífur út af fundi al- sæl/l. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Þú ferð varlega í peningamálum núna eftir mikið brölt síðustu ár. Einhver kemur með hlut til þín sem þú hélst að væri löngu glataður. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Tækifærin bíða þeirra sem leita. Gefðu þér góðan tíma til íhugunar. Fólk hættir seint að öfundast út í aðra. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Þú nærð engum tökum á starfinu með- an þú forgangsraðar ekki verkefnunum. Leyfðu þér að taka frídag fljótlega og hvíla þig vel og rækilega. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Það gætu komið upp erfiðleikar í sambandi sem reyna á krafta þína. Mundu hvað það getur verið auðvelt að brjóta aðra niður. 23. sept. - 22. okt.  Vog Þú þykist vita hvers vegna viss aðili ger- ir það sem hann gerir. Allt í einu langar þig til þess að bæta skipulagið í skápunum heima. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Þú reynir að sjá það jákvæða í því sem ungt fólk er að gera og nýtur góðs af. Ekki eru allir viðhlæjendur vinir. Farðu varlega í umferðinni. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Farðu varlega í því að deila ár- angri þínum með öðrum, nema þú teljir þig geta treyst viðkomandi. Þú færð tilboð sem þú getur ekki hafnað. 22. des. - 19. janúar Steingeit Þú hefur áhuga á að víkka sjón- deildarhring þinn með frekara námi. Allir hafa sinn djöful að draga, þú ert ekki undan- skilin/n. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Þú átt bágt með að einbeita þér að starfinu þar sem áhyggjur af einkamálum dreifa athyglinni. Gamall vinur mun koma þér til hjálpar með ferskum hugmyndum. 19. feb. - 20. mars Fiskar Þrautseigja er það sem þarf til. Upp- skrift að hamingju er að losa sig við tíu hluti sem þú þarft ekki á að halda (og manst jafn- vel ekki að þú eigir) áður en sólin er sest. hann hóf störf á skrifstofu Alþingis haustið 2005. „Alþingi, elsta og mikil- vægasta stofnun landsins, er afar sér- stakur vinnustaður. Í þinginu er jafn- an mikið um að vera og vinnudagar geta oft verið langir. Þingið er nær alltaf í umræðunni og þar geta stund- um verið mikil átök þó oftast sé þar unnið að málum í góðri sátt. Allt þetta gerir vinnustaðinn áhugaverðan og skíði í Tindastól eða inn í Skarðsdal. Það voru svo sannarlega mikil forrétt- indi að hafa alla þessa afþreyingar- kosti alveg við bæjardyrnar.“ Starfið á Alþingi Eftir árin fyrir norðan starfaði Ingvar í nokkur ár fyrst í dóms- og kirkjumálaráðuneytinu og síðar hjá Héraðsdómi Reykjaness áður en I ngvar Þór Sigurðsson fæddist 4. febrúar 1971 á Sólvangi í Hafnarfirði og ólst upp í suðurbænum, nánar tiltekið á Hvaleyrarholtinu. „Ég hef búið í Hafnarfirði nær alla mína tíð. Það var virkilega gaman að alast upp á holtinu sem þá var að byggjast upp. Þarna var líka íþróttasvæði Hauka, Sædýrasafnið rétt sunnan við holtið og einnig stutt á golfvöllinn út á Hval- eyri. Ástjarnarsvæðið, Óla Run.-túnið ásamt hafnarsvæðinu höfðu einnig mikið aðdráttarafl. Ég gekk í Öldutúnsskóla og var þar í einstaklega samheldnum og skemmtilegum árgangi. Eftir grunn- skólagönguna gerði árgangurinn sér lítið fyrir og hélt upp á tímamótin með ógleymanlegu ferðalagi til Kemper- vennen í Hollandi þar sem vináttu- böndin voru treyst enn frekar. Ég byrjaði snemma að vinna en fyrsta alvöru vinnan fyrir utan blaða- útburð og annað slíkt var hjá Geir Sigurjónssyni og fjölskyldu hans í Sjávarfiski. Síðar kynntist ég mörg- um öðrum störfum en einna eftir- minnilegast voru sumarstörf hjá Vita- og hafnamálastofnun en þá ferð- uðumst við um landið og fórum m.a. út í eyjar, hólma og sker og sinntum viðhaldi vita.“ Síðar starfaði Ingvar m.a. við sumarafleysingar hjá Toll- gæslunni á Keflavíkurflugvelli og ennþá síðar hjá lögreglunni í Hafnar- firði. Eftir stúdentspróf úr Flensborg ár- ið 1992 og embættispróf í lögfræði frá Háskóla Íslands árið 1998 lá leiðin norður yfir heiðar nánar tiltekið í Skagafjörð. Þar hóf Ingvar störf við sýslumannsembættið á Sauðárkróki. „Eftir góðan tíma á Króknum bauðst mér síðan að leysa af sem sýslumaður og lögreglustjóri á Siglufirði. Þar vor- um við í u.þ.b. ár áður en við fluttum suður aftur. Tíminn fyrir norðan er okkur alveg ógleymanlegur. Þar öðlaðist ég mikla reynslu á góðum vinnustöðum með skemmtilegum vinnufélögum. Svæðið er líka gríðarlega fallegt og margt hægt að gera. Það var t.d. gaman að geta farið að veiða út á Skagaheiði eða í Fljótunum, spilað golf á Hlíðarenda- velli eða inni á Hólsvelli eða þá farið á spennandi fyrir lögfræðing sem einn- ig hefur mikinn áhuga á þjóðmálum. Síðustu ár hafa verið mjög við- burðarík á Alþingi. Þingið hefur allt frá hruni þurft að takast á við mörg stór verkefni. Óvenju margar alþing- iskosningar hafa verið á þessum tíma og fjöldi ríkisstjórna hefur setið. Ég hef t.d. unnið með sjö forsetum og fjöldi nýrra alþingismanna hefur sennilega aldrei verið meiri.“ Á Alþingi starfaði Ingvar fyrst sem lögfræðingur á nefndasviði en tók fljótlega við starfi forstöðumanns þingfundasviðs. „Á sviðinu starfar einvala lið starfsfólks, aðallega lög- fræðingar og íslenskufræðingar. Á þingfundasviði er m.a. unnið að und- irbúningi og skipulagi þinghaldsins bæði starfsáætlun, vikuáætlunum og dagskrá hvers þingfundar. Slíkir hlut- ir eru unnir með forseta Alþingis og í samráði við formenn þingflokka. Þá heldur starfsfólk sviðsins líka utan um framkvæmd þingfundanna og undir- býr atkvæðagreiðslur sem fram fara á fundunum. Starfsfólkið er í miklum sam- skiptum við Stjórnarráðið og þing- menn varðandi framlagningu þing- mála. Þá starfar starfsfólk þingfunda- sviðs einnig við lagatæknilegan yfirlestur og uppsetningu þingskjala ásamt því að ganga frá ræðum þing- manna til birtingar á vef þingsins. Þá er á sviðinu einnig haldið utan um Al- þingistíðindi.is, lagasafnið á vefnum og útsendingar frá þingfundum ásamt opnum nefndafundum svo fátt eitt sé nefnt. Þá hef ég á undanförnum árum starfað með þingskapanefnd en það er nefnd þingmanna sem unnið hefur að margvíslegum breytingum á lög- um um þingsköp Alþingis en þing- störfin taka mið af þingsköpunum og þingmenn þurfa að fara eftir þeim í störfum sínum.“ Helstu áhugamál Ingvars eru sam- vera með fjölskyldunni og einnig að fylgja börnunum eftir í þeirra áhuga- málum. „Eva Dís er í 10. bekk og æfir fótbolta með Haukum og Flosi Freyr er í 4. bekk og æfir körfubolta og fót- bolta með Haukum. Ég var sjálfur mikið í íþróttum á yngri árum og æfði á tímabili fótbolta, körfubolta og handbolta með Haukum. Lengst var Ingvar Þór Sigurðsson, lögfræðingur og forstöðumaður þingfundasviðs Alþingis – 50 ára Fjölskyldan Eva Dís, Ingvar, Flosi Freyr og Rósa Dögg á Tenerife 2019. Óvissuferð í stað afmælisveislu Á Setbergsvelli Ingvar fer holu í höggi í fyrsta sinn, í júlí 2020. 30 ára Rósamunda ólst upp í Álasundi í Noregi en býr í Garðabæ. Hún er læknir frá Háskóla Íslands, er í barn- eignaleyfi, en stefnir á að fara í heimilis- lækningar. Maki: Vilhjálmur Pálmason, f. 1991, læknir og er í fjarnámi í heimilislækn- ingum. Börn: Theódóra,. f. 2016, Pálmi Rafn, f. 2018, og Elma Sjöfn, f. 2020. Foreldrar: Þórarinn Ingólfsson, f. 1963, heimilislæknir, búsettur í Garða- bæ, og Anna Vilbergsdóttir, f. 1958, hjúkrunarfræðingur á gjörgæslunni í Fossvogi, búsett í Garðabæ. Rósamunda Þórarinsdóttir Til hamingju með daginn Garðabær Elma Sjöfn fæddist 5. júlí 2020 kl. 13.00. Hún var 16 merkur og 52 cm. Foreldrar hennar eru Rósamunda Þórarinsdóttir og Vilhjálmur Pálmason. Nýr borgari Sími 557 8866 | www.kjotsmidjan.is | Fossháls 27, 110 Reykjavík Opnunartími8.00-16.30 Hakk, gúllas, bjúgu, kótilettur og bara nefndu það Kjötbúð Kjötsmiðjunnar – Ekki bara steikur

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.